Morgunblaðið - 27.05.1994, Síða 10

Morgunblaðið - 27.05.1994, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kópavogur Sigurður í BYKO — Sigurður Geirdal bæjarstjóri og efsti maður á lista Framsóknarflokksins; t.h., heilsaði upp á starfsfólk BYKO í fylgd Halldórs Asgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og fleiri frambjóðenda. Málstaðurinn kynntur EFSTU menn á framboðslistunum fyrir bæjarstjórnarkosn- ingamar í Kópavogi hafa ásamt öðrum frambjóðendum ver- ið á ferð um bæinn upp á síðkastið og heilsað upp á fólk á vinnustöðum og við önnur tækifæri. Líkt og annars staðar á landinu kjósa frambjóðendurnir að hitta kjósendur augliti til auglitis og kynna þeim málstað sinn og helstu baráttu- mál og jafnframt skiptast á skoðunum við þá um málefni bæjarfélagsins í fortíð og framtíð. Á myndunum sjást oddvit- ar flokkanna ræða við fólk á vinnustöðum sem þeir heim- sóttu í vikunni. Morgunblaðið/Kristinn Sigrún í Sunnuhlíð — Sigrún Jónsdóttir sem skip- ar 2. sæti á framboðslista Kvennalistans heimsótti og ræddi við starfsfólk og íbúa í Sunnuhlíð, og á myndinni sést hún dreifa stefnuskrá frambjóðenda flokksins. Morgunblaðið/Bjami Valþór í BYKO — Valþór Hlöðversson efsti maður á lista Alþýðubandalagsins í Kópavogi heimsótti starfs- menn í timburafgreiðslu BYKO og kynnti þeim stefnu og markmið alþýðubandalagsmanna í bæjarmálefnunum. Morgunblaðið/Bjarni Guðmundur í áhaldahúsi - Guðmundur Odds- son sem skipar 1. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Kópavogi skiptist á skoðunum við starfsmenn bæjarins í matartíma í áhaldahúsinu. Morgunblaðið/Bjami Gunnar á Gjábakka — Gunnar Birgisson efsti maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi heimsótti félagsmiðstöð aldraðra, Gjábakka, og skiptist á skoðunum um málefni bæjarfélagsins við gesti þar. Morgunblaðið/Kristinn „VIÐ erum bara að leika. Stundum suilast. En það fer strax,“ sagði Sigurgeir, 4 ára (t.h.), á Engja- borg. Með honum eru Selma Dögg, 2 ára, og Bjarni Þór, 4 ára, í miðjunni. Ævar, 4 ára, og Ragnar, 3 ára, voru í óða önn að byggja nýstárlegan turn þegar komið var í Rauðaborg við Viðarás. Sólarleikir bamanna AÐALSTEINN, Ársæll, Axel og Daníel voru sammála um að rennikastalinn væri „bestur“. ÓLÍKT þorra fullorðinna hefur ungu kynslóðinni gefist gott tækifæri til að njóta veðurblíð- unnar frá því um helgi. Boltar, skóflur, fötur og sippubönd hafa verið tekin til handargagns og óhætt að segja að líf og fjör hafi ríkt við tvo nýja ieikskóla borgarinnar í gær. Oll starfsemi Engjaborgar við Reyrengi hafði færst út í veðurblíðuna þegar þangað var komið uppúr hádegi í gær. Leik- skólakennarar og starfsmenn nutu sólarinnar um leið og þeir aðstoðuðu og höfðu auga með litla fólkinu allt um kring. Mik- ið var sullað, klifrað, hlaupið, mokað og rólað og fáir gáfu sér tíma til að líta upp. Vinsælastur var rennikastalinn eða svo nefndu þeir Aðalsteinn, Ársæll, Axel og Daníel stóran leikkast- ala í einu horni lóðarinnar. Strákarnir eru á aldrinum tveggja til fjögurra ára, en tek- ið er á móti börnum á aldrinum eins til sex ára. Leikskólinn tók til starfa í byijun mars og er gert ráð fyrir að í honum verði um 105 börn í fjögurra, fimm, sex og átta tíma vist. Ekki eru allir komnir í fulla vist enn og eru 3 til 4 börn í aðlögun í leik- skólanum á hverjum degi um þessar mundir. í Rauðaborg við Viðarás höfðu nokkrir krakkar valið inniveru og gerðu sér ýmislegt til dundurs. Þijár stelpur voru að föndra með dyggri aðstoð starfsmanns og jafn margir strákar voru að byggja úr kubb- um. Einhveijir höfðu líka valið að busla í einu horni sameigin- legs rýmis í miðju húsinu. Ásta Bima Stefánsdóttir, leik- skólastjóri, sagði að vel hefði gengið að koma starfseminni af stað og bömin þrifust nyög vel. Fyrstu bömin voru tekin inn í leikskólann 21. febrúar og smám saman hefur verið að bætast í hópinn eins og í Engjaborg. Nú em börnin í leikskólanum orðin 70 til 80 og verða væntanlega 93 í framtíðinni. Tvær deildir em fyrir þriggja til sex ára böra. Vegna langra biðlista ungra barna hefur líka verið tekið á móti nokkmm tveggja ára börn- um. Lögmannafélagið Réttar- öryggií hættu? STJÓRN Lögmannafélags ís- lands hefur skorað á dómsmála- ráðherra að skipa nefnd til að kanna dóma héraðsdómstóla og Hæstaréttar í því skyni að meta hvort þau markmið um réttarör- yggi sem að var stefnt með gild- istöku nýrra laga um meðferð opinberra mála hafi náðst en nokkrir nýlegir dómar veki upp spurningar um hvort réttarör- yggi sé stefnt í hættu. I greinargerð með ályktuninni er sérstaklega vikið að dómi Hæstaréttar frá 19. apríl þar sem komist var að þeirri niður- stöðu að lögin heimiluðu að úti- loka ákærðan mann frá að vera viðstadur yfirheyrslur í eigin máli og þar með til að spyija sjálfur vitni í málinu. Stjórn LMFÍ telur að með þessu kunni réttaröryggi að vera stefnt í hættu og sé nauðsynlegt að grípa til löggjafaraðgerða þegar í stað til að aflétta því óvissuástandi sem til hafí verið stofnað. Kaldur vetur HITASTIG á landinu í vetur var heilli gráðu kaldara í vetur en í meðalári. Hiti var mjög svipaður og veturinn 1988-89. Hiti á Akureyri í desember til mars var -2,2° sem er tæpri lo undir meðalhitá. Hiti í Reykjavík var -1,2° sem er rúmri gráðu undir meðallagi. Desember og janúar voru kaldir en febrúar var hins vegar hlýr. Mars var óvenju kaldur og olli mestu um að meðalhiti í vetur er svona lágur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.