Morgunblaðið - 27.05.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 27.05.1994, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSKRIFTIR Menntaskólinn við Sund Aldar fj ór ðungnr að baki MENNTASKÓLANUM við Sund var slitið laugardaginn 21. maí í Háskólabíói og voru brautskráðir 170 stúd- entar. Dúx skólans var Ingibjörg Magnúsdóttir sem var með 9,06 í meðaleinkunn en með þessari útskrift lauk 25. starfsári skólans. Flutt voru ávörp og einnig söng kór skólans og stýrði fjöldasöng. Fram kom að veturinn hefði einkennst af líflegu starfi sem hæst bar á afmælishátíð skólans 3.-7. mars. Einnig var opið hús 5. mars og er talið að á fjórða þúsund gesta hafi sótt skólann heim. Einnig voru reyndar ýmsar nýjungar í skólastarfi og er þess vænst að þær muni efla starfsemina á komandi árum. „ Morgunblaðið/Jón Svavarsson LANGÞRÁÐU takmarki náð. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal STÆRSTI hópurinn sem brautskráðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á vorönn voru stúdentar og er myndin tekin þegar þeim hafði verið veitt heimild að setja upp hvítu kollana. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Utskrift líkt við landnám kríunnar Keflavík - Fjölbrautaskóla Suðurnesja var slitið við hátíðlega athöfn á sal skól- ans laugardaginn 21. maí að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni voru 77 nemend- ur brautskráðir, þar af voru 40 stúdentar, 28 af tækni- sviði, 4 meistarar, 3 af tveggja ára bóknámsbraut og tveir í sjávarútvegi. Auk þess voru 3 skiptinemar í skólanum í vetur. Flest verðlaun fyrir góðan náms- árangur hlaut Magnús Konráðsson og hlaut hann ásamt Starkaði Barkarsyni peningaverðlaun frá Lið- veislu Sparisjóðsins í Kefla- vík fyrir góðan árangur í námi. Fram kom í máli Hjálm- ars Ámasonar skólameist- ara við þetta tækifæri að fjöldi brautskráðra væri með mesta móti að þessu sinni. Skólinn væri nú að ljúka sínu 18. starfsári og hefði brautskráð 1.945 nem- endur. í ávarpi sínu til brautskráðra fjallaði skóla- meistari um flug kríunnar yfir hafið og líkti útskrift nemenda við landnám kríunnar á vorin. Skóla- meistari lagði áherslu á að bera djúpa lotningu fyrir líf- inu sjálfu, einstaklingum þess, hópum og umhverfi. Gildi menntunar fælist í að rækta þau gildi. í skólanum á vorönn voru 675 nemendur í dagskóla og 99 í öldungadeild. Auk þess voru ýmis námskeið haldin í skólanum og með bættum húsakosti hefur hann einnig verið nýttur til ráðstefnuhalds í auknum mæli. Kennarar í fullu starfi á önninni voru 44. Fjölbrautaskólinn við Ármúla Menntaskólinn að Laugarvatni 50 stúdentar og 33 með starfsréttindi SKÓLASLIT Fjölbrauta- skólans í Ármúla voru síð- astliðinn laugardag í Lang- holtskirkju. Brautskráðir voru 83 nemendur, þar af 50 stúdentar. Alls luku 33 starfsréttindaprófi. Bestum árangri náði Salvör Þórs- dóttir. Einnig luku námi fjórir lyfjatæknar, átta aðstoðar- menn tannlækna og níu sjúkraliðar, og tólf sjúkra- liðar luku framhaldsnámi. Stúdentar skiptast þannig á brautir að einn lauk námi af nýmálabraut, fjórir af íþróttabraut, átta af nátt- úrufræðibraut, tíu af hag- fræðibraut og 26 af félags- og sálfræðibraut. Dúx skól- ans var Salvör Þórsdóttir sem einnig hlaut verðlaun fyrir bestu kunnáttu í ís- lensku. Athöfninni lauk með því að allir nemendur sungu Island ögrum skorið. Hæsta einkunn í sögu skólans Morgunblaðið/Kári Jónsson HÓPUR nýstúdenta sem brautskráðist frá Menntaskólanum að Laugarvatni laug- ardaginn 21. maí, alls 40 manns, ásamt Kristni Kristmundssyni, skólameistara. Laugarvatni - Fjörutíu ný- stúdentar voru brautskráðir frá Menntaskólanum að Laugarvatni á laugardaginn var. Hæstu einkunn á stúd- entsprófi og yfir skólann all- an, 9,61, hlaut Einar Sig- marsson frá Sauðhúsvelli, V-Skaftafellssýslu. Næst- hæstu einkunn fékk Ingibjörg Helgadóttir á Laugarvatni, 9,24. Óvenju stór hópur nemenda útskrifaðist frá ML að þessu sinni eða 40 talsins. í máli skólameistara, Kristins Krist- mundssonar, kom fram að námsárangur við skólann hefði verið nokkuð góður þeg- ar á heildina væri litið og í nokkrum tilfellum framúr- skarandi. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði NÝSTÚDENTARNIR 42 frá Flensborg. Fjörutíu og tveir braut- skráðir SKÓLASLIT Flensborgar- skóla voru föstudaginn 20. maí síðastliðinn í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði. Alls voru 42 nemendur braut- skráðir. Bestum námsárangri náði Elísabet Óladóttir, sem brautskráðist af náttúru- fræðibraut. Annars braut- skráðust 19 af félagsfræði- braut, 12 af hagfræðibraut, 6 af náttúrufræðibraut, 5 af málabraut, 1 af eðlis- fræðibraut og 1 af íþrótta- braut. Tveir bráutskráðust af tveimur brautum í senn, annar af eðlisfræði- og nátt- úrufræðibraut og hinn af hagfræði- og málabraut. Kristján Bersi Ólafsson skólameistari afhenti próf- skírteini og bækur fyrir góðan námsárangur. Einnig var flutt ávarp fyrir hönd 50 ára gagnfræðinga og skólanum færð peningagjöf til bókakaupa. Loks söng Kór Flensborgarskólans við athöfnina undir stjórn Þór- unnar Guðmundsdóttur. Einar Sigmarsson hlaut hæstu einkunn í sögu skólans á stúdentsprófi, 9,61. Það hefur gerst einu sinni áður að nemandi hafi fengið svo háa einkunn á stúdentsprófi við ML, það var 1968. Tvö hundruð og tveir nem- endur stunduðu nám við ML í vetur, nokkru fleiri en áður hefur verið. Félagslíf í skólan- um var blómlegt að vanda, átti iþróttalífið þar lang- stærstan hlut, kórstarf er einnig orðið mjög blómlegt auk leiklistarinnar. Við skólaslitin voru flutt ávörp afmælisárganga, 10, 20, 25, 30 og 40 ára stúdenta frá ML. En nú eru einmitt rétt 40 ár frá brautskráningu fýrstu stúdenta skólans. Voru skólanum færðar gjafir og árnað heilla í starfi. Kór skól- ans undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar söng nokkur lög við athöfnina og vakti athygli gesta sem voru fjölmargir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.