Morgunblaðið - 27.05.1994, Side 13

Morgunblaðið - 27.05.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 13 UTSKRIFTIR DUXAR Framtíðin óráðin SALVOR Þórs- dóttir varð dúx í Ármúlaskóla í nýloknum stúd- entsprófum en er ekki búin að reikna út með- altal einkunn- anna ennþá. „Églagðiámig töluverða vinnu en prófin gengu annars slétt og fellt. fyrir sig,“ Morgunb./Kristinn Salvör Þórsdóttir segir Salvör sem er óráðin um framtíðina en er búin að fá vinnu í sumar hjá Landsvirkjun og Lyfjaverslun ríkisins. Erfiðast að lesa svona mikið í einu INGIBJÖRG Magnúsdóttir dúxaði á stúd- entsprófi í Menntaskólan- um við Sund í vor með ein- kunnina 9,06. Hún kláraði skólann á þrem- ur árum, sem er óvenjulegt í bekkjarkerfi. „Ég býst við að það hafi verið erfiðast að þurfa að lesa svona mikið í einu,“ segir Ingibjörg. Aðspurð segist hún kvíða fyrir prófum, „en þegar ég sé að ég kann næstum allt líður mér betur," segir hún. Ingibjörg er á leið í útskriftar- ferð til Benidorm en verður að vinna hjá Fasteignamati ríkisins í sumar. Hún ætlar að leggja fyrir sig nám í kennilegri eðlisfræði næstu árin en eðlis- og stærðfræði eru í miklu uppáhaldi. Morgunb./Kristinn Ingibjörg Magnúsdóttir Menntaskólinn í Kópavogi Þúsundasti stúdentinn fékk gjöf UTSKRIFAÐIR voru 56 nýstúdentar frá Mennta- skólanum í Kópavogi síð- astliðinn laugardag. Einnig brautskráðust sjö nemend- ur af skrifstofubraut. Þor- valdur Víðisson, eðlisfræði- braut, lauk flestum eining- um og Ragnhildur Frey- steinsdóttir, náttúrufræði- braut, hlaut flest verðlaun. Margrét Friðriksdóttir skólameistari, sem tók við því embætti um áramótin, flutti skólaslitaræðu, af- henti prófskírteini og þús- undasta stúdentinum, Kol- brúnu Þ. Sveinsdóttur, sér- staka gjöf. Einnig söng skólakór MK við athöfnina undir stjórn Skarphéðins Hjartarsonar og fimm stúdentum var veitt viður- kenning frá Köpavogsbæ fyrir frábæran námsárang- ur. Auk þeirra sem fyrr 'er getið fengu verðlaun Hjalti M. Þórisson, Guðmundur B. Friðriksson og Bjarni Þ. Eyvindsson. ÞÚSUNDASTI stúdentinn, Kolbrún Þ. Sveinsdóttir, fær viðurkenningu frá skólameistara. Morgunb./Kári Jónss. Einar Sigmarsson Með 10 í öllum tungumálum Laugarvatni - Einar Sigmars- son heitir piltur i máladeild 4. bekkjar ML sem stal senunni við útskrift skólans. Einar hlaut 9,61 í meðaleinkunn á stúdentsprófi sem er jafnt hæstu einkunn sem gefin hefur verið á stúd- entsprófi við Menntaskólann að Laugarvatni. Eins og gefur að skilja sópaði Einar til sín verðlaunum við út- skriftina. Hann fékk til að mynda einkunnina 10 í öllum tungumál- um sem kennd eru við skólann. En hvernig næst slíkur árangur? „Fyrst og fremst með því að leggja sig allan fram,“ sagði Einar. Honum eru tungumálin mest hugleikin og stefnan er sett á HI næsta vetur í ensku. „Stefnan er að læra fleiri tungumál í framtíð- inni.“ Um framtíðarstarf vildi Ein- ar lítið segja: „Eitthvert húman- ískt starf, reikna ég með. Kannski að kennsla í samanburðarmál- fræði verði mitt fag, en það verð- ur allt að koma í ljós.“ Einar sagði félagsskapinn góð- an í skólanum og vel staðið að uppbyggingu námsins innan skól- ans, kennslan væri yfirleitt mjög góð. M 9405

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.