Morgunblaðið - 27.05.1994, Side 26

Morgunblaðið - 27.05.1994, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Fáheyrð óvild í garð íþróttaáhugafólks GRÍMUDANSLEIK- URINN hjá R-listanum er farinn að taka á taugar sumra frambjóð- enda hans enda nánast alltaf dömufrí á því balli. Alfreð Þorsteins- son er búinn að fá nóg og hefur kastað grí- munni. Hann dregur ekki lengur dul á, að samkvæmt leynisamn- íngum vinstri flokkanna er hann væntanlegur foringi í málefnum æskulýðs og íþrótta- fólks í Reykjavík. Hefur leiðtogaefnið átalið að- gerðarleysi sjálfstæðis- manna í íþróttamálum á liðnum árum og áratugum. Kveður nú við annan tón en þegar Alfreð Þorsteinsson sem formaður Knatt- spymufélagsins Fram nældi gull- merkjum í barm okkar Davíðs Odds- sonar fyrir nokkrum mánuðum í þakklætisskyni fyrir frábæran stuðn- ing borgaryfirvalda við íþróttastarfið í Reykjavík! Þetta undirstrikar enn að R-listinn er samfellt rugl frá upphafi til enda. Þar stendur ekki steinn yfir steini, ef kjósendur hafa fyrir því á annað borð að leita að samhengi orða og athafna. Borgarstjóraefni R-listans hefur æ ofan í æ sagt kjósendum hvað hún sé afskaplega stefnuföst og trú hug- sjónum sínum, óhagganleg í heilagri sannfæringu sinni um réttmæti þeirra baráttumála, sem hún hefur helst viljað beita sér fyrir. Eða öllu heldur: Réttmæti þess að beita sér gegn þeim málum, sem orðið hafa á vegi hennar. Sérstæð fortíð Ingibjargar í borgarmálum Mönnum má ekki sjást yfir, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fram- bjóðandi með fortíð á vettvangi borg- armála. Hún er ekki sá ferski ávöxt- ur, nýsprottinn upp úr fijórri grasrót- inni eins og reynt er að halda að kjósendum nú. Hún er hreint ekki sú spennandi pólitíska yfirstærð sem af er lát- ið. Þvert á móti er hægt að fletta upp í henni, lið fyrir lið, eftir sex ára feril í borgarstjóm Reykjavíkur á árunum 1982-1988. Alfreð Þorsteinssyni og öðrum áhugamönn- um R-listans um æsku- lýðs- og íþróttamál hlýt- ur að renna til rifja hvemig hið stefnufasta borgarstjóraefni þeirra hefur fjandskapast út í allt sem talist getur til íþrótta og aukinnar fjölbrejdni í af- þreyingar- og útivistarmálum borg- arbúa. Öllum, sem láta sig þessi mál nokkru varða, er hollt að fara yfir feril Ingibjargar Sólrúnar í þeim málaflokkum og mun ég allshugar feginn leggja þeim lið. Framlög til íþróttavalla félaga: Ingibjörg Sólrún á móti í fyrsta skipti sem Ingibjörg Sól- rún tók þátt í afgreiðslu fjárhags- áætlunar Reykjavíkurborgar, þ.e. í ársbyijun 1983, samþykkti meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins umtals- verðar fjárhæðir til nýframkvæmda á sviði íþróttanna auk fjölmargra rekstrarþátta. Ingibjörg Sólrún sýndi sitt rétta andlit þegar hún flutti breytingartiilögur í borgarstjóm 6. janúar 1983 um að skera þessar fjár- veitingar niður í alls ekki neitt. Sem sagt: Núll. Nánar tiltekið: „Rekstur Laugardalshallar 0, íþróttahús v. Nesveg 0, snjómokstur á félagasvæðum 0, framlag til íþróttavalla félaga 0, íþróttastarf: semi ÍBR iækkun, til námskeiða ÍSÍ 0, Ólympíunefnd 0, Afreksmanna- sjóður ÍSÍ 0, Skíðaráð Reykjavíkur til skíðakennslu 0, Golfklúbbur Reykjavíkur 0.“ Kveður við annan tón en þegar Alfreð Þor- steinsson formaður Fram nældi gullmerkj- um í barm okkar Davíðs Oddssonar, segir Mark- — ús Orn Antonsson, fyr- ir frábæran stuðning borgarstjómar við íþróttir í Reykjavík. Bláfjallalyfta og gervigrasvöllur: Ingibjörg Sólrún á móti Þá lagði borgarstjóraefni R-listans til á þessum sama fundi, að hætt yrði við gervigras í Laugardal og skíðalyftu í Bláfjöllum. Andstöðunni við framkvæmdimar í Bláfjöllum var sérstaklega fylgt eftir í borgarstjórn 10 feb. ’83 með svohljóðandi tillögu Kvennaframboðsins: „Borgarstjórn samþykkir að hætta við útboð í nýja skíðalyftu á vegum Bláfjallanefndar." Og kröftug mótmæli gegn gervi- grasvellinum voru ítrekuð í borgar- stjórn 17. marz ’83 með svohljóðandi tillögu Kvennaframboðsins: „Borgarstjórn samþykkir að fallið verði alfarið frá hugmyndum um byggingu gervigrasvallar í Laugar- dal.“ Þessi þráhyggja Ingibjargar Sólr- únar og andúð á íþróttum er með öllu óskiljanleg. En þetta lýsir vel þröngsýni og forsjárhyggju borgar- stjóraefnis R-listans að hún skuli ekki hafa skilning á að tugþúsundir Reykvíkinga á öllum aldri vilja veija tómstundum sínum í Bláfjöllunum. Hið sama má segja um gervigrasvöll- inn, sem í 10 ár hefur verið mikil Markús Örn Antonsson lyftistöng fyrir íþróttastarf í borg- inni. Styrkur til afreksfólks: Ingibjörg Sólrún á móti Úr því að þetta var viðhorf Ingi- bjargar Sólrúnar til almennings- íþrótta gat afreksfólkið á því sviði ekki átt von á góðu. Enda kom það á daginn, þegar fyrir borgarstjórn- inni lágu tillögur um stuðning við það fólk sem leggur mjög mikið á sig með vinnutapi og fyrirhöfn til að halda uppi merki íslands á alþjóð- legum íþróttamótum. Núverandi borgarstjóraefni R-listans sendi af- reksfólkinu í íþróttum þessi smekk- lausu skilaboð í bókun sinni i borgar- stjóm hinn 22. jan. 1987: „Það er rangt að ætla afreksmönn- um endalaust stöðu sem einhvers konar fyrirbæra sem eigi sér enga hliðstæðu og sem standi höllum fæti í samfélagi manna. Það er því bæði rangt í dag og sjálfstæðismönnum ósæmandi að reka íþróttamálin út frá þeirri afstöðu að afreksmenn sem hópur standi höllum fæti og þurfi sérstakra styrkja við.“ Félagsmiðstöð í samvinnu við KR: Ingibjörg Sólrún á móti En fleira er vert að tiltaka. í jan- úar 1984 hafði Ingibjörg Sólrún allt á hornum sér vegna væntanlegs samning um samstarf Reykjavíkur- borgar og KR um að koma upp fé- Jagsmiðstöð fyrir unglinga í Vest- urbænum. Stefna hennar var klár og kaldrifjuð: „Borgarstjóm samþykkir að falla frá samningsgerð við KR varðandi félagsmiðstöð í Vesturbænum." Hvers áttu Vesturbæingar að gjalda? Smábátahöfn í Elliðavogi: Ingibjörg Sólrún á móti Og það vom fleiri félagasamtök sem fengu ónotalegar kveðjur borg- arfulltrúa Kvennaframboðsins árið 1984. Áhugasamir einstaklingar og fjölskyldur höfðu tekið höndum sam- an um að skapa aðstöðu fyrir sigling- ar smábáta við Reykjavík. Er þetta orðinn all umfangsmikill og skemmti- legur þáttur í útivistarmálum hér. Sú þróun var Ingibjörgu Sólrúnu greini- lega ekki að skapi. Hinn 3. maí 1984 lét hún bóka fyrir hönd Kvennafram- boðsins í borgarstjóm: „Við munum greiða atkvæði gegn báðum liðum tillögu borgarráðs um aukafjárveitingu og skuldaábyrgð vegna smábátahafnar ... Afstaða meirihlutans í þessum málum endur- speglar enn einu sinni forgangsröð meirihlutans í verkefnavali. Þar sitja lúxusfyrirbæri eins og sportbátahöfn og gervigras ævinlega í fyrirrúmi." Afmælishátíð Reykjavíkur 1986: Ingibjörg Sólrún á móti Almennt komust Reykvíkingar í hátíðarskap, þegar borgin okkar varð 200 ára 1986. Þá var ærlegt tilefni til að halda upp á merkan áfanga með fjölbreytilegri dagskrá, sýning- um og afmælisveislu. Borgarbúar eiga ljúfar minningar um unaðslegan dag 18. ágúst 1986 og glæsilegt veisluborð í Lækjargötu með veg- legri afmælistertu. Um allan undirbúning og fram- kvæmd tókst víðtæk pólitísk sam- staða í borgarstjóm. Með einni und- antekningu þó: Ingibjörg Sólrún þurfti að vera á móti. Þegar í des- ember 1985 lét hún bóka kröftug mótmæli sín gegn fyrirhugaðri af- mælishátíð: „Sá kostnaður sem fyrirsjáanlegur er vegna afmælisársins er að stórum hluta til orðinn vegna innihaldslausra skrautsýninga ... Enn fremur lýsir Kvennaframboðið því yflr að verði þessi kostnaður samþykktur á næstu fjárhagsáætlun munum við hætta þátttöku í þeirri nefnd, er undirbýr 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar." Því má bæta við að Kvennafram- boðið lét verða af hótun sinni öllum að meinalausu og kom ekki nærri afmælisundirbúningi 1986. Eins og svo oft áður spilaði sú stjórnmála- hreyfíng sig úr leik. Höfnum málsvara almennra leiðinda En fyrir kjósendur í Reykjavík hljóta þessi dæmi að vera alvarlegt íhugunarefni og vekja upp áleitnar spumingar um það, hvert forysta af þessari gerð og með þessu hugarfari myndi leiða okkur kæmist hún í að- stöðu til að fara með stjóm borgar- mála. Reykvíkingar verðskulda ekki að fá yfir sig forystumann á borð við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem svo eftirminnilega hefur varðað stjómmálaferil sinn með sífelldum úrtölum, neikvæði og hrokafullum útúrsnúningi. Reykvíkingar hafna slíkum málsvara almennra leiðinda. Höfundur er fyrrv. útvarpsstjóri og fyrrv. borgarstjóri. Eina nýsköpun R-list- ans er í orðavali STEFNA R-listans í nýsköpunarmálum og öðrum atvinnumálum veldur vonbrigðum og engu líkara en þeir sem sömdu stefnuskrána hafi ekkert fylgst með því sem er að gerast. Þetta kemur mér að vísu ekki á óvart, því þeir sem skipa fram- boðslista R-listans hafa allt of lítið komið ná- lægt nýsköpun og era ekki í tengslum við þá sem vinna að þessum málum. Á stefnuskrá R-listans er fullt af orð- um sem hafa litla merkingu, en eru vel til þess fallin að vekja áhuga og væntingar hjá almenningi. Slegið er fram orðum eins og „atvinnuþróunarsjóður", sem R-listaflokkar um land hafa hampað í tíma og ótíma. Svona orð era stundum kölluð „suðorð". Eg ætla að grípa niður í stefnuskrá R-Iistans á nokkram stöðum þar sem fjallað er um atvinnumál. Atvinnuþróunarsjóður, nývirlqamiðstöðvar og útungunarstöðvar „Atvinnuþróunarsjóður" á að koma álitlegum verkefnum af hug- myndastigi á framkvæmdastig. Setja skal á íaggdmar „nývirkjamið-: stöðvar", þar sem fólk fær aðstöðu til að gera frameintök, þróa vinnuferli og nýfram- leiðslu ýmiss konar úr málmi, tré, matvælum og textíl. Borgin á síð- an að útvega húsnæði sem uppfylli mismun- andi þarfír. „Útungun- arstöðvar” eiga að að- stoða frumkvöðla. Ekkert nýtt er í þess- um málum og í besta falli er hér um „nýsköp- un í orðavali“ að ræða. Þetta eru ný nöfn á því sem Aflvaki Reykjavík- ur hf., Tæknigarður við Háskóla íslands, Iðntæknistofnun, Líftæknihús og ýmsir aðrir hafa verið að vinna að með stúðningi Reykjavíkurborgar. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti studdi fjár- hagslega við byggingu og rekstur Tæknigarðs og Líftæknihúss og hann er með aukin áform í þessu efni á næstu misseram. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur áhuga á að koma upp matvælagarði í Reykjavík, þar sem unnið yrði að þróun og nýsköpun á sviði matvæla- iðnaðar með svipuðum hætti og Tæknigarður sinnir hátækniiðnaði. Þetta er eitt af stefnumálum D-list- ans, sem þegar er verið að fram- kvæma. Það er veralegt áhyggjuefni ef bakslag kemur í þessa vinnu, eða ef hún fer ekki fram í jákvæðri sam- vinnu við atvinnulífið og aðrar stofn- anir. Flæktir í fyrirtækjanet Annað „suðorð“ sem R-listinn hefur tekið á stefnuskrána er „fyrir- tækjanet“. Fyrirtækjanet er ekki nýtt fyrirbæri og hefur til dæmis Útflutningsráð með stuðningi Iðn- lánasjóðs og Samtaka iðnaðarins ásamt fleiri sjóðum og samtökum atvinnulífs þróað hugmyndina um fyrirtækjanet. Opinberlega er vel á þriðja tug fyrirtækjaneta í gangi og líklega era þau mun fleiri. Atvinnu- málanefnd Reykjavíkur hefur stutt flölda verkefna á þessu sviði undan- farin tvö ár. Lykilatriði við myndun fyrirtækjaneta er að samstarfshug- myndin verði til meðal fyrirtækj- anna sjálfra. R-listinn tekur þetta upp sem sérstakt stefnumál fyrir borgina. Tekið er dæmi um hús- gagnaiðnað þar sem eitt sér um framleiðslu á áklæði, annað um bólstran, þriðja um smíðavinnu o.s.frv. Af hveiju er ekki tillaga um hljóðfæranet og rithöfundanet? Er ekki sjálfsagt að borgin leiði tónlist- armenn saman í hljómsveitir þar sem einn spilar á trommur og annar á gítar? Það gæti einnig orðið bráð- skemmtilegt að láta rithöfunda skrifa saman bækur þar sem sér- fræðingar hver á sínu sviði skrifa Þorkell Sigurlaugsson einn kafla í stað þess að láta sama rithöfundinn skrifa alla bókina. R- listinn á sjálfur hugmyndafræðilega margt sameiginlegt með „nethug- myndinni“. Innan R-listans koma saman margir flokkar, sem era laus- lega tengdir saman og mynda stjómmálalegt net. Veiða á atkvæði í þetta net og það hefur þann eina tilgang að fella meirihluta Sjálf- stæðisflokksins. Öll önnur stefnu- mótun er ein netaflækja. Hver sem niðurstaða kosninga á morgun verður, segir Þorkell Sigurlaugsson, veltur efling Reykjavíkur á samstilltri borgarstjóm og samstarfi borgar- stjómar og atvinnufyr- irtækja. Nánast ekkert er minnst á mark- aðsmál og markaðssókn, þótt það sé einn stærsti veikleiki okkar þjóð- félags. Stefnuskráin byggist að mestu á gamla framleiðslu- og veiði- mannahugsunarhættinum og van- trú á atvinnulífinu. Af hveiju er ekki minnst á markaðs- og upplýs- ingaskrifstofu Reykjavíkurborgar til að vinna að erlendum viðskiptasam- böndum og markaðssetningu á Reykjavík sem borg ferðaþjónustu, hátækni, menningar og lista? Að þessu hefur núverandi borgarstjórn- armeirihluti unnið í samstarfí við aðrar aðila m.a. með stofnun Ráð- stefnuskrifstofu íslands. Ferðaþjónustan homreka Ferðaþjónustan fær mjög ein- falda umfjöllun hjá R-listanum. Tal- að er um að kanna ótal hugmyndir. Þeir sem hafa lítinn skilning eða þekkingu á einhveiju viðfangsefni vilja sífellt ráðast í kannanir. Fiski- safn, víkingasetur og hitaveitusafn er sérstaklega nefnt. Það sem vekur furðu þeirra sem þekkja til er að R-listinn gerir það að stefnuskrár- máli að bæta ráðstefnuaðstöðu í borginni með því að nýta KHÍ, Sjó- mannaskólann, Tónabæ og Kjarv- alsstaði. Þvílík framtíðarsýn. Þeir sem starfa við ferðaþjónustu vita að það þarf miklu meira til. Ferða- þjónustan fær svipað rými á stefnu- skránni og matarbakkar fyrir skóla- böm, en nokkra minna en viðhald fasteigna. Fátt eitt getur aukið jafn mikið atvinnu í Reykjavík og áfram- haldandi uppbygging ferðaþjónustu og hún eins og reyndar fjölmargt annað í atvinnumálum á meira skil- ið en fram kemur á stefnuskrá R- listans. Hver sem niðurstaða kosning- anna verður á morgun, þurfa borg- aryfirvöld og atvinnufyrirtæki að vinna náið saman að eflingu Reykja- víkur. Við þurfum samstillta borgar- stjórn með samstarfsvilja og þekk- ingu, sem getur haflð störf strax á mánudagsmorgun með meira en „suðorð" í farteskinu. Höfundur er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskipafélags ísiands hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.