Morgunblaðið - 27.05.1994, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 27.05.1994, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 43 MINNIIMGAR SIGBJORN ÞORÐARSON FERMINGAR + Sigbjörn Þórðarson var fæddur á Einarsstöðum, Stöðvarfirði, 27. júní 1915. Hann lést í Reykjavík 18. þessa mánaðar. Útför hans fór fram frá Fossvogskirkju í gær. SIGBJÖRN bróðir minn er dáinn, Bjössi bróðir eins og mér var tam- ast að kalla hann. Fullu nafni hét hann Sigbjörn Þórðarson og var fjórði í röð átta systkina. Var ég næstur að aldri, tveimur árum yngri. Fór því ekki hjá því að við ættum mikið saman að sælda. Vor- um við miklir vinir, þó slettist upp á vinskapinn við og við. En þegar við áttum í útistöðum við aðra stráka þá stóðum við saman og kom þá í hans hlut að vera minn hlífi- skjöldur. Mikið þurfti að vinna á stóru heimili, þar eð faðir okkar stundaði sjó, en hafði auk þess æði stórt landbú, bæði með kýr og kindur. Tókum við mikinn þátt í öllum störfum sem fyrir lágu og alltaf reyndi hann að hlífa mér við því sem erfiðast var. Þegar Bjössi var 14 ára, en ég tólf ára, var elsti bróðir okkar, Þorsteinn, farinn af landi til Bos- ton, þá urðum við að fara að róa með föður okkar á trillunni og vor- um við áreiðanlega stundum syfjað- ir og lúnir. Haustið 1932 þegar Sigbjörn var 17 ára hleypti hann heimdraganum og fór til Reykjavíkur og settist í Verslunarskólann, en var á sjó á sumrin. Þegar námi lauk fór hann að vinna á skrifstofu, en undi því ekki til lengdar og fór því á sjó aftur. Var hann um tíma hjá Land- helgisgæslunni og Ríkisskipum, en réðst svo á hollenskt skip og síðan til Eimskips og var á Fossunum þar til hann var 70 ára gamall. Ekki eiga margir lengri sjómanns- feril að baki. Efst er mér í huga þakklæti fyr- ir alla hjálp sem hann veitti mér þegar ég fór að heiman í skóla. Fiskur var í mjög lágu verði á kreppuárunum, svo að ekki var auðvelt að kosta sig til náms. En Bjössi lánaði mér peninga, svo að ég komst í Samvinnuskólann og síðar á Loftskeytaskólann og örv- aði hann mig til námsins. Eftir loft- skeytanámið fór ég að vinna á Lóranstöðinni á Reynisfjalli, gifti mig og eignaðist börn. Kom hann þá oft í heimsókn til okkar og var þá hátíð hjá okkur og ekki síst börnum mínum, því alltaf kom Bjössi frændi færandi hendi. Árið 1959 kvæntist hann elsku- legri konu, Sigrúnu Hansen, sem varð jafnframt ijölskylduaðili og fjölskylduvinur, sem allir í minni ijölskyldu elskuðu og virtu. Ekki varð þeim hjónum barna auðið. Beindist því barngæska þeirra að bróður- og systurbörnum Sig- björns, og tóku þau öll mikilli tryggð við Bjössa og Rúnu. Alla tíð áttu tónlist og söngur sterk ítök í Sigbirni. Þegar hann var 14 ára eignaðist hann fiðlu, lærði að leika á hana og náði æði góðum árangri. Síðar eignaðist hann harmóniku, mandólín og bal- alaika og lék á þau hljóðfæri sér og öðrum til ánægju. Alla tíð not- aði hann öll tækifæri til að fara á tónleika og óperur. Einnig kom hann sér upp miklu plötusafni og spilaði mikið og hlustaði. Mikið reyndi á sjómenn á stríðs- árunum, en Sigbjörn sigldi öll stríðsárin. En þegar hann fór í land, 70 ára að aldri, var eins og hann yndi sér ekki fyllilega, en stytti sér stundir með því að hlusta á tónlist og svo að stunda sund í laugunum. Og þegar Sigrún dó 1993, varð hann eirðarlaus og gerðist einfari. Þá flutti hann úr íbúð sinni á Háa- leitisbraut 107 og til mágs síns, Halldórs Hansen yngri, á Laufás- vegi 24. Erum við systkinin þakk- lát Halldóri fyrir þá vinsemd sem hann sýndi honum til hins síðasta. Nú er Sigbjörn búinn að láta akkerið falla í síðasta sinn og lagst- ur í lygna höfn. Magnús Þórðarson. TRA USTIJONSSON + TraustI Jónsson var fæddur 26. júní 1907. Hann lést 17. maí síðastliðinn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför hans var gerð frá Fossvogskirkju 24. mai. Á SÓLBJÖRTU föstudagseftirmið- degi fyrir rúmri viku var ég á leið upp í Borgarnes að hitta fjölskyldu mína sem var þar í fríi. Ég var full tilhlökkunar að njóta sveitasæl- unnar með þeim og sjá nýfæddu lömbin sem eru sannkallaðir vor- boðar og minna okkur á kraftaverk sköpunarinnar. Yið hlið mér á leið- inni upp eftir í rútunni sat ijögurra ára snáði á leið upp á Akranes að hitta föður sinn. Við spjölluðum um heima og geima og m.a. sagði hann mér að hann ætti fullt af ömmum og öfum. Ég sagði honum að það ætti ég ekki. Hann brosti þá breiðu brosi og sagði að ég gæti alveg fengið lánað hjá sér, hann ætti svo mikið. Ég brosti á móti en afþakk- aði höfðinglegt boð því ég ætti einn afa og hann væri á við marga afa og ömmur. Mig grunaði ekki þá að ævikvöld hans væri senn á enda, það kom mér í opna skjöldu erfrétt- in barst. En afi átti 86 ár að baki, oftast við góða heilsu. Því þökkum við Guði fyrir að hann fékk hægt andlát. Afi minn hafði alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin og í húsið hans litla á Vesturbrautinni bauð hann okkur alltaf velkomin. Afkomendur hans eru orðnir margir en við vorum ekki þau einu sem kölluðum hann afa. I hverfinu hans voru mörg börn sem þekktu „afa“. Hann lét sig heldur ekki muna um að sinna þeim. Gæska hans og gjafmildi er það sem mér dettur fyrst í hug þegar ég hugsa um hann nú, svo og léttur hlátur og stríðnisglampi í augum, en hann kunni svo vel að slá á létta strengi. Fyrir nokkrum árum kom sú hugmynd upp að haida jólaball með öllum börnunum hans afa og fjöl- skyldum þeirra. Það var jólagjöfin hans afa til okkar allra að bjóða okkur á það. Það eru ógleymanleg- ar stundir sem við höfum átt þarna saman og gleðilegt að sú hefð hafi skapast og tækifærin til að sjá svo marga ættingja a.m.k. einu sinni á ári. Afi var stoltur af öllum „barna- hópnum“ sínum og fylgdist grannt með högum allra. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að hittast á hátíð ljóss og friðar og minnast með gleði í hjarta þeirra samveru- stunda sem okkur varð auðið með þeim kærleiksríka manni. Ég vil þakka sr. Ólafi Jóhanns- syni fyrir vel valin orð í minningar- ræðu hans um afa minn Trausta Jónsson. En hann talaði um endur- komu Krists og hve lánsöm við værum að eiga kost á eilífu lífi með honum. Móðir mín var að ræða við eldri son minn og útskýra fyrir honum að nú sæi hann ekki lang- afa sinn aftur en þá svaraði hann fljótur í bragði: „Jú, þegar ég dey.“ Ég bið þess þó að söknuðurinn sé sár nú að fagrar minningar og til- hlökkun um endurfundi síðar og vonin um eilíft líf verði sorginni yfirsterkari. Dagbjört systir mín, dóttir henn- ar Hrafnhildur og ijölskyldur þeirra í Noregi eiga eins og við öll margar góðar minningar um afa Trausta og vilja senda honum hinstu kveðju sem og samúðarkveðjur til allra ættingja okkar. Guð varðveiti þig. Alda og fjölskylda. HÖSKULDUR EYJÓLFSSON + Höskuldur Eyjólfsson var fæddur 3. janúar 1893. Hann lést 9. maí 1994. Útför hans var gerð frá Reykholts- kirkju 14. maí. HORFINN er af þessari jörð frændi minn og vinur Höskuldur Eyjólfsson frá Hofsstöðum í Hálsasveit. Veður- guðirnir kvöddu Höskuld með virkt- um í glampandi sól og sumarblæ. Höskuldur var 101 árs er hann lést og ég veit að hann er hvíldinni frá þessari jörð feginn. Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta setn fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín Moldin er trygg við börnin sín, sefar alian söknuð og harm og svæfír þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð... 5/I finjtgHDavíð S.) Ekki efast ég um að margir hafi beðið komu Höskuldar í Landi sæl- unnar með söðlaða gæðinga og víst mun frænda þykja jörðin góð og grasgefið þar. ... Nú ríðið þið saman á reiðskjótum fráum í rökkvuðum skógi mót himninum bláum... (S.G.) Ég ætla í þessum fátæklegu orð- um að þakka frænda fyrir allar góðu stundirnar, öll góðu árin, allar góðu heimsóknirnar þegar gott var að setjast niður með vænt sherrý- staup og ræða málin. Hvað varðar þá um vatnið, sem vínið rauða teyga? Hvað varðar þá um jörðina, sem himininn eiga? (Davíð S.) Einnig vil ég þakka góð orð og indælar vísur til mín og minna. Þú komst i hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Víða fermt á sunnudag Ferming Dalvíkurprestakalls I Urðakirkju í Svarfaðardal á trín- itatis kl. 13.30. Prestur sr. Svavar A. Jónsson. Fermd verða: Bergþóra Sigtryggsdóttir, Helgafelli. Bylgja Hrönn Ingvadóttir, Þverá í Skíðadal. Húni Heiðar Hallsson, Skáldalæk. Ferming í Skálholtskirkju kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Oli Olafs- son. Fermdar verða: Elma Rut Þórðardóttir, Akri, Laugarási, Bisk. Gunnur Ösp Jónsdóttir, Launrétt 1, Laugarási, Bisk. Ferming í Landakirkju kl. 14. Fermd verða: Andri Sigurðsson, Vestmannabraut 22d. Alda Guðjónsdóttir, Illugagötu 3. Bogi Hreinsson, Faxastíg 33. Einar Örn Þórsson, Áshamri 35. Elín Þóra Ólafsdóttir, Kirkjubæjarbraut 5. Elva Björk Einarsdóttir, Áshamri 12. Gísli G. Tómasson, Túngötu 24. Guðmundur Ingi Guðmundsson, Höfðavegi 43c. Hjálmar Jónsson, Heiðarvegi 49. Hjörtur Sigurðsson, Hásteinsvegi 60. Hlynur Már Jónsson, Hásteinsvegi 41. Hrefna Gunnarsdóttir, Búhamri 58. Ingimar Ágúst Guðmarsson, Goðahrauni 11. Jóhanna B. Guðmundsdóttir, Boðaslóð 2. Kristján Gunnarsson, Foldahrauni 31. Kolbrún Indíana Auðunsdóttir, Hátúni 4. Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir, Foldahrauni 39e. Sigurlás Gústafsson, Skólavegi 13. Ferming í Húsavíkurkirkju. Prestur sr. Sighvatur Karlsson. Fermd verða: Aðalgeir Þorgrímsson, Háagerði 14. Andri Valur ívarsson, Grundargarði 6. Börkur Bjarnason, Sólbrekku 22. Einar Daði Halldórsson, Garðarsbraut 67. Elísa Rún Heimisdóttir, Uppsalavegi 6. Ellert Stefánsson, Árholti 12. Guðrún Erla Guðmundsdóttir, Holtagerði 10. Hjálmar Bogi Hafliðason, Garðarsbraut 53. Ingólfur Pálsson, Garðarsbraut 41. Kolbrún Sara Larsen, Urðargerði 6. Kristín Sigríður Pétursdóttir, Holtagerði 6. Lilja Friðriksdóttir, Stórhóli 39. Magnús Halldórsson, Garðarsbraut 37. Ómar Þorgeirsson, ' Baldursbrekku 13. Pálmi Rögnvaldsson, Baughóli 36. Pétur Veigar Pétursson, Baughóli 2. Sara Rós Þórðardóttir, Vallholtsvegi 7. Svanlaug Pálsdóttir, Stórhóli 37. Vignir Stefánsson, Arholti 12. Ég söng og fagnaði góðum gesti, og gaf þér hjartað í bijósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn. Ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er ávallt um besta vininn, og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þær dreymir allar um sól og vor. (Davíð S.) Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku frændi. Því get ég kvatt mín gömlu föðurtún án geigs og trega, þegar yfir lýkur, að hupr leitar hærra fjallsins brún, og heitur blærinn vanga mina strýkur. I lofti blika ljóssins helgu vé og lýsa mér og vinum mínum öllum. Um himindjúpin horfi ég og sé, að hillir undir land með hvítum fjöllum. (Davíð S.) Far yel, þín Steinunn. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Reykvíkingar unnu kjör- dæmakeppni BSÍ1994 UM hvítasunnuhelgina fór fram í fyrsta sinn kjördæmakeppni í svei- takeppni í brids. Keppnin fór fram á Akranesi og voru þar saman komnir bestu spilarar hvers kjör- dæmis. Mótið fór vel fram og vfst má telja að þetta mót verður fastur liður á bridsalmanakinu. Lokastaðan Reykjavík 569 Suðurland 451 Vesturiand 429 Norðurlandvestra 425 Reykjanes 409 Austurland 400 Norðuriandeystra 337 Vestfirðir 302 Á næsta ári verður mótið deilda- skipt, þannig að fjögur efstu kjör- dæmin leika í fyrstu deild en þau sem höfnuðu í sætum 5-8 leika í 2. deild. Sumarbrids í Reykjavík hafinn Sumarbrids í Reykjavík hófst um hvítasunnuhelgina. Samtals mættu um 30 pör til leiks, sem telst ágæt byrjun á þessum dögum. Úrslit urðu (sunnudagur): Jacqui McGreal/Hermann Lárusson 263 Þorleifur Þórarinsson/Þórarinn Ámason 263 Jóhannes Eiríksson/Halldór Magnússon 245 Ársæll Vignisson/PállÞ.Bergsson 231 (mánudagur): Dan Hansson/Þórður Sigfússon 208 Sigrún Jónsdóttir/Ingólfur Lilliendahl 197 Elin Jónsdóttir/Lilja Guðnadóttir 186 Bjöm Þorláksson/Eggert Bergsson 178 Tímasetning í sumarbrids er þessi: Mánudagar kl. 19-23, þriðjudagar kl. 14-18 og 19-23, miðvikudagar kl. 19-23, fimmtud. kl. 16.30-20.30 og 19-23, föstudagar kl. 19-23 og sunnudagar kl. 14-18 og 19-23. Sérstök athygli er vakin á dags- spilamennskunni, á þriðjudögum og sunnudögum og tímasetningunni á fimmtudögum, en þá hefst leikurinn kl. 16.30 með því að A-riðillinn er endurvakinn (eldri spilarar muna þetta fyrirkomulag, sem tíðkaðist hér á árum áður). Hægt er að skrá sig til leiks í A-riðilinn fyrirfram á milli kl. 11 og 12 á fimmtudögum hjá Ólafi í s. 16538. Spilagjald er 500 kr. og spilað er um bronsstig. Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag lauk vortví- menningnum, sem jafnframt er síðasta keppni vetrarins. Lokastaðan: Ragnar Jónsson - Þröstur Ingimarsson 942 Birgir Ö. Steingrims. - Þórður Björns. 905 TraustiFinnbogason-HaraldurAmason 898 Jón Steinar Ingólfsson - Jens Jensson 879 Frá Skagfirðingum Reylqavík Síðasta spilakvöld þessa starfsárs var síðasta þriðjudag. Úrslit urðu: Eggert Bergsson - Jón Viðar Jónmundsson 176 Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 17 6 HjálmarS.Pálsson —OskarKarlsson 173 RagnarBjömsson-SævinBjamason 171 Stigahæstir einstaklingar félags- ins eftir áramót urðu: Kjartan Jó- hannsson 218, Guðlaugur Sveinsson 214, Lárus Hermannsson 194, Hjálmar S. Pálsson 193, Óskar Karlsson 184, Ólafur Lárusson 184 og Jón Viðar Jónmundsson 180. Og eftir starfsárið 1993-1994 urðu eftirtaldir spilarar stigaefstir: Ólafur Lárusson 335, Óskar Karls- son 333, Guðlaugur Sveinsson 307, Lárus Hermannsson 287, Hjálmar S. Pálsson 283, Alfreð Kristjánsson 237, Ármann J. Lárusson 222, Egg- ert Bergsson 220, Kjartan Jóhanns- son 218 og Jón Viðar Jónm. 212. Vel á annað hundrað spilara hlaut stig hjá Skagfirðingum í vetur. Fé- lagið þakkar spilurum samfylgdina á árinu og Arnóri Ragnarssyni á Mbl. fyrir dygga þjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.