Morgunblaðið - 27.05.1994, Síða 50

Morgunblaðið - 27.05.1994, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ALOE VERA FRÁ JASON Lækningamáttur ALOE VERA jurtarinnar er nú á allra vitorði. Reynsla þeirra, sem nota ALOE VERA snyrtivörur frá JASON, er hreint ótrúleg. Gel með 98% ALOE VERA. Notast gegn bruna, psoriasis, ii*í«nílOTw Áríðandi: Aðeins ALOE VERA gel án kemískra ilm- og litarefna gefur árangur. ALOE VERA frá JASON fæst i exemi, ýmsum tegundum útbrota, tognun, æðahnútum, kláða o.fl. OMISSANDIISOLARLANDAFERÐINA FYRIRLESTUR - KYNNING Kynning á reiki-heilun í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Kynningin felst í fyrirlestri og spurningum fundargesta og heilun á staðnum. Reikinámskeið í Reykjavík fyrir byrjendur fyrsta og annað stig kennt saman, verður mánud., þriðjud. og miðvikud. 30., 31. maí og 1. júní, kl. 19-23. Innritun á staðnum. AKUREYRI: Helgina 11. og 12. júní verða námskeið í: 1. Reiki eitt og tvö saman. 2. Framhaldsnámskeið. 3. Reiki 3. Skráning í síma 96-23293. LANDIÐ: Ef þú hefur áhuga á reikinámskeiði í þinni * heimabyggð, hafðu þá samband. BERGUR BJÖRNSSON REIKIMEISTARI, SKÚLAGÖTU 26, REYKJAVÍK, SÍMI 91-623677. 9RH99999^955999SHH999993999Í Akstur á kjördag yiitþú hialpa til? Sjálfstæðisflokkinn vantar sjálfboðaliða á bifreið til aksturs á kjördegi laugardaginn 20. maí n.k. Upplýsingar eru góðfúslega veittar á kosningaskrifstofuin Sjálfstæðisflokksins. Vesturgata 2 Símar: 18400,18401 og 18402. Valhöll, Háaleitisbraut 1 Simi: B80903. Hraunbær102b [ Sími: 879991. ► ► Alfabakki 14a ► Símar: 871992, 871993 op 871994. ► Grensásvegur Torgið, Hverafold 1-3 Símar: 880905, 880906 og 880907. Sími: 879995 í Laugarnesvegur52 Sími: 888988. I DAG YELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Happdrættis- miðar SEM SÆBJÖRN Valdimars- son hringdi og lýsti eftir þeim sem geta gefið upp- iýsingar um tvo gamia happdrættismiða sem hann keypti fyrir u.þ.b. tveimur árum. Miðarnir eru gefnir út af SEM félaginu, Sam- tökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Sæ- bjöm telur að engin vinn- ingaskrá hafi verið birt í blöðum og ekki hefur honum heldur tekist að hafa samband við neinn sem getur gefið upplýs- ingar um vinningsnúmer. Nú óskar hann eftir þeim sem hefur með mál- ið að gera og biður hann um að hafa samband í síma 16992. Þakkir til Mj ólkursamsöl- unnar MIG langar að koma á framfæri þakklæti til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Þannig var að ég keypti sex lítra af mjólk fyrir hvítasunnu og reyndust fimm af þeim súrir. Ég hringdi til þeirra, meira í gamni en alvöru, til að láta vita af þessu. Það skipti engum togum að mér voru send- ir þessir fimm lítrar til baka, ijómi og dýrindis eftirréttir. Viðmót þess sem ég talaði við og við- brögð voru alveg sérstak- lega elskuleg^ Erna Óladóttir Öfundin á sér engin takmörk ÉG HEFI úr fjarlægð verið að fylgjast með kosningabaráttunni til borgarstjómar Reykja- víkur, og það sem mér hefir fundist áberandi er, að allt það sem rauðlið- arnir í Rínu hafa haft við undanfarna stjórn borg- arinnar að athuga, er annað hvort mjög lítilfjör- legt, eða í vinnslu hjá meirihlutanum sem um árin hefir stýrt borginni, Meirihluta sem athugar vel og gaumgæfilega hvert mál og veit að það skal vanda sem vel á að standa. Þetta er kjörorðið gegnum árin. Ofundin yfir velgengni meirihlutans í málefnum borgarinnar á sér engin takmörk. En besta viðurkenn- ingin á góðri stjórn borgarinnar undanfarin ár er það að enginn sem vettlingi getur valdið sér neinn betri íverustað en Reykjavík og þess vegna er innstreymið svona mikið. Betri meðmæli eru ekki til og þeir sem láta rauðu þokuna villa sér sýn á laugardaginn hafa mikið á samviskunni. Árni Helgason, Stykkishólmi. Mismunandi litur á fánum á Þing-völlum FYRIR nokkru átti ég leið austur að Þingvöll- um. Það vakti athygli mína að þeir þrír fánar sem ég sá blakta við hún á Þingvöllum voru ekki í sama bláa litnum, þ.e. einn fyrir framan Valhöll, einn fyrir framan Þing- vallabæinn og einn á Lög- bergi. Ég vildi vekja at'- hygli á þessu því mér finnst það mikið atriði að réttur blár iitur sé á fán- unum. Að öðru leyti var ákaflega fagurt þama um að litast, náttúrufegurðin gífurleg og fánarnir tóku sig vel út þarna á staðn- um. Ásgeir Friðarsamtök HVAÐ segja prestarnir um ástandið á litla hnett- inum okkar? Þeir vita mæta vel að stofnun frið- arsamtaka hefur þegar átt sér stað og vonandi eru mörg önnur félög sömu gerðar í uppsig!- ingu. Við þykjumst vera frið- elskandi, vopnlaus þjóð á smáeyju úti í reginhafi. Auðvitað erum við frið- elskandi, en hvað meinum við með því? Kynslóðin, sem nú er óðum að hverfa eða er þegar horfin héðan, hefur gert byltingu í lífskjörum. Ber ekki að meta það? Sig. Elíasson Tapað/fundið Foreldrar í Hafnarfirði FYRIR u.þ.b. 2 mánuðum hvarf 18 gíra fjallahjól frá Móabarði 34b. Eig- andinn, sem er öryrki og mjög háður hjólinu sínu, biður foreldra í Hafnar- firði að athuga hvort nokkuð hefur bæst við hjólaeign fjölskyldunnar og eru þá vinsamlega beðnir að hringja í síma 51254, 654612 eða skila því á sama stað. Eyrnalokkur tapaðist GULLEYRNALOKKUR með ópalsteini tapaðist fyrir nokkrum mánuðum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 674151 á milli kl. 9 og 17. Fundar- laun. Silfurhringur tapaðist í Gerðubergi GAMALL silfurhringur tapaðist á almennings- snyrtingunni í menning- armiðstöðinni Gerðubergi sl. miðvikudag. Hafi ein- hver fundið hringinn er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 79020. Forstöðumaður veitir upplýsingar um málið. Gæludýr Mjásu Monroe vantar heimili ÉG ER tveggja ára ljúf og góð bröndótt blönduð síamslæða og óska eftir rólegu og góðu heimili, þar sem eigandi minn er að flytja til útlanda. Ég er húsbóndaholl og skemmtilegur karakter. Hafi einhver áhuga á mér er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 613637 eða 78159. LEIÐRÉTT Myndabrengl í umfjöllun um kosn- ingarnar í Kjalarnes- hreppi var birt röng mynd af Kolbrúnu Jónsdóttur, efsta manni F-listans. Birtist mynd af alnöfnu hennar í Hafnarfirði. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessu. Kolbrún Jónsdóttir, Kjalarneshreppi Kolbrún Jónsdóttir, Hafnarfirði Pennavinir FIMMTÁN ára rússnesk stúlka skrifar á ensku, hef- ur áhuga á klassískri tónlist og numið píanó- og gítar- leik í sjö ár: Dinn Sarkisia, Flat 26, Nikolaev Str. 35, Cheboksari, Chucashia 428022, Russia. Víkveiji skrifar... Mikið hefur verið fjallað um reiðhjólahjálma í vor og er það sannarlega af hinu góða. Ymis félagasamtök hafa tekið sig skman og gefið krökkum á ákveðnum aldri hjálma og í mörgum bæjarfélögum sést ekki hjólandi krakki nema hann sé með hjálm á höfðinu. Margar fréttir og frásagnir hafa líka verið af atvikum þar sem hjálmarnir hafa hvað eftir annað bjargað lífi krakka, sem hafa lent í slysum á hjólum sínum. Fyrir nokkrum árum gerðu hestamenn átak í sínum röðum og varla sést knapi nú orðið án þess að vera með hjálm á höfði. Vonandi verður sama upp á teningnum hvað hjólahjálm- ana varðar. Þeir þurfa að verða eðlilegur hluti af útbúnaði þeirra sem hjóla, það er og á að vera fínt og flott að nota hjálm - en ekki öfugt. Tvennt vill skrifari nefna til við- bótar ef það mætti verða ein- hverjum til vamaðar. Víða er að fínna heita potta í görðum sem mik- ið eru notaðir yfír hásumarið. Eins og það er notalegt að slaka á í slík- um pottum geta þeir verið slysagildr- ur eins og dæmin því miður sýna og fyllsta ástæða er til að brýna fyrir fólki að hafa augu með yngstu kynslóðinni, sem eðlilega sækir mik- ið í pottana. Á hveiju sumri slasast böm og unglingar er fótboltamörk falla yfir þau. í mörgum tilvikum er auðvelt fyrir íþróttafélög og sveitarfélög að festa þessi mörk niður og víða er það gert. Brýna þarf fyrir krökkun- um að vera ekki að príla eða hanga í mörkunum, þau eru einfaldlega ekki til þess gerð. Ef krakkamir taka það upp hjá sjálfum sér að vera á varðbergi og vara aðra við er það besta eftirlitið. ótt kosningabaráttan sé auð- vitað dauðans alvara — að minnsta kosti í augum þeirra sem eru í framboði — eru gárungarnir ekki langt undan nú sem endra- nær. Ekki síst á þetta við um Hafn- arfjörð enda hafa íbúar þar langa reynslu af Hafnarfjarðarbröndur- um. Hér eru örfá dæmi: Sem kunnugt er á meirihluti Alþýðuflokks í bænum nú undir högg að sækja ef marka má skoð- anakannanir. Ýmsir vilja kepna háhýsinu mikla við Fjarðargötu um hvernig komið er en miklar deilur urðu um byggingu þess á kjörtíma- bilinu. Gárungarnir kalla því háhýs- ið umdeilda Banakringluna. Fjarð- argatan hefur fengið nafnið Mar- tröð. Og hlaðinn veggur sem reist- ur hefur verið milli háhýsisins og Fjarðargötu er víst aldrei kallaður annað en Grátmúrinn ... € . c: 4 t 4 i i Í í i í i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.