Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Engin ölvun á Þing- völlum LÍTIL sem engin ölvun var á Þing- völlum á þjóðhátíðardaginn, að sögn Steins Lárussonar fram- kvæmdastjóra þjóðhátíðarnefndar og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Steinn segist hafa verið varaður við að eitthvað kynni að verða um ölvun á svæðinu, hann hafi hins vegar ekki orðið var við neitt. Einn- ig hafi starfsfólk sem séð hafi um tiltekt á svæðinu eftir hátíðahöldin haft orð á því að ekki hafi sést bjór- dós eða áfengisflaska. Undir þetta tekur lögreglan í Ámessýslu sem segist einungis hafa haft spumir af tveimur mönr.um undir áhrifum. SKIPULAG hreinlætisaðstöðu fór talsvert úrskeiðis á Þingvöllum 17. júní. Þurfti að loka salernum og mynduðust langar biðraðir af þessum sökum. Alls voru 180 sal- erni á svæðinu auk þeirra sem fyrir eru í þjónustumiðstöð og í Valhöll. Að sögn Steins Lárusson- ar framkvæmdastjóra þjóðhátíð- arnefndar komust bílarnir sem Salernismál voru í ólestri áttu að tæma salernin ekki ieiðar sinnar vegna allsherjar öngþveitis á hátíðarsvæðinu, þar sem ægði Morgunblaðið/Ámi Sæberg saman fótgangandi vegfarendum, hestum, fornbílum, stætisvögnum og öðrum farartækjum að sögn Selfosslögreglu. Að sögn Steins var ráðgert í upphafi að fjórir bílar sinntu þessu verki og kom- ust þeir ekki á milli. Einnig segir hann að bílarnir hafi verið of fáir og kallað hafi verið á liðsauka, tvo bíla, sem aldrei komust austur. Landsmót Ungmennafélags íslands á Laugarvatni Framkvæmdir við völlinn liggja niðri Fyrirtækið sem átti að leggja gerviefni er gjaldþrota Ástand gróðurs gott EKKI virðast hafa orðið miklar skemmdir á gróðri á Þingvöllum og segir Steinn Lárusson að það sé mesta furða hvað hann lítur vel út. „Þeir sem best til þekkja tala mikið um hversu litlar skemmd- ir hafí orðið. Einnig segja menn að þessi svæði sem ekki hafa verið slegin í mörg ár og voru orðin mjög mosavaxin hafi haft gott af því að láta traðka á sér,“ segir Steinn. Einnig segir hann að vætan hafi ekki komið að sök því úrkoman hafi varað svo stutt, svæðið hafi ekki vöknað að ráði og gróður því ekki blotn- að niður i rætur. stungið í fangelsi í síðustu viku. Jafnframt var tekin ákvörðun um að stöðva alla vinnu hjá fyrirtækinu og frysta alla reikninga þess. Við- skiptabanki Balsam hefur undan- fama daga reynt að koma starfsemi fyrirtækisins af stað að nýju, en fyrirsjáanlegt er að tjón bankans verður enn meira takist það ekki. Talað er um að gjaldþrot Balsam sé upp á 1,6 milljarða þýskra marka. Tveir starfsmenn Balsam, sem unnu að því að undirbúa lagningu gerviefnisins á Laugarvatnsvöllinn, komu hingað til lands í síðustu viku. Þeir fengu hins vegar fyrirskipun um helgina um að fara strax heim. Til þess að framkvæmdir við völlinn geti haldið áfram þarf tvennt að gerast. Heimild þarf að fást fyrir því að nota gerviefnið sem bíður í tveimur gámum á Laugarvatni og fá þarf erlenda sérfræðinga til landsins til að leggja efnið. Hörður Kristjánsson hjá Ríkiskaupum sagðist gera sér vonir um að málið leysist og að landsmót UMFÍ geti farið fram 14. júlí eins og ráðgert hafði verið. HÆTTA er á að fijálsíþróttavöllurinn á Laugarvatni verði ekki tilbúinn fýrir 14. júlí þegar landsmót UMFÍ á að hefjast. Þýska fyrirtækið Bals- am, sem átti að sjá um að leggja gerviefni á völlinn, hefur verið lýst gjaldþrota og öll starfsemi þess stöðvuð. Þrjár vikur tekur að leggja gervi- efnið og þurrt þarf að vera í veðri meðan verkið er unnið. Unnið er hörð- um höndum að því að fá leyfí til að nota efnið sem bíður á vellinum á Laugarvatni og fá menn til að leggja það. Forráðamenn UMFÍ hugsa til þess með hryllingi ef ekki tekst að leysa þetta mál um helgina. Tíminn til að leggja gerviefnið var knapp- ur, en nú verður allt að ganga upp ef völlurinn á að verða tilbúinn 14. júlí. Hörður Kristjánsson hjá Ríkis- kaupum, og Ámi Þór Ámason, for- stjóri Austurbakka og umboðsmað- ur Balsam á íslandi, sögðust báðir gera sér vonir um að hægt verði að leysa þetta mál um helgina og lagning gerviefnisins hefjist í byij- un næstu viku. Tengist gjaldþroti iðnjöfurs Gjaldþrot Balsam, sem er einn stærsti framleiðandi búnaðar til gerðar íþróttavall í heiminum, teng- ist gjaldþroti þýska iðnjöfursins Jurgens Sehneiders. Stjómendur Balsam eru grunaðir um að hafa falsað verksamninga og var þeim •~\vA /likijjí jHgtrigMOTÍfofrift Tónleikar Bjarkar í kvöld TÓNLEIKAR Bjarkar Guðmunds- dóttur verða haldnir í Laugardals- höllinni í kvöld, sunnudagskvöld, og hefjast klukkan 20.45 en húsið er opnað klukkan 20. Löngu er uppselt á tónleikana sem Morgun- blaðið stendur fyrir í samvinnu við Smekkleysu. Með Morgunblaðinu í dag fylgir veggspjald af Björk. Póstur og sími hækkar gjöld fyrir þjónustu hjá 03 og 08 Dýrara að nota GSM-farsíma PÓSTUR og sími hefur kynnt gjald- skrá fyrir notendur GSM-farsíma- kerfísins sem tekið verður í notkun í ágúst nk. Stofngjaldið verður lægra en í NMT-kerfínu en ársfjórð- ungsgjaldið verður hærra og gjaid fyrir símtöl einnig. í GSM-kerfínu mun hver mínúta kosta 25 kr. en kostar f NMT-kerf- inu 16,60 kr. Þó verður sama mín- útugjald og í NMT-kerfinu eftir kl. 22 að kvöldi fram til kl. 8 að morgni á virkum dögum og eftir kl. 18 til 8 að morgni um helgar. Einnig verður hækkun á símtölum í 03 og 08, eða úr 16,60 mínútan í 28,20 mínútan með svargjaldi og teknar verða 10 kr. þegar hringt er í klukk- una í 04. Hrefna Ingólfsdóttir biaðafulltrúi Pósts og síma segir að lægri stofn- kostnaður verði fyrir notendur GSM-kerfisins, eða 4.358 kr., en það er 11.691 kr. fyrir notendur NMT-kerfisins. Hins vegar verður ársfjórðungsgjaldið, 1.898 kr., tæp- um 400 kr. hærra en í NMT-kerfínu þar sem það er 1.519 kr. og á helsta notkunartíma kostar mínútan í GSM 25 kr. en óbreytt verð verður í NMT-kerfínu,. 16,60 kr. Hrefna segir að þrátt fyrir þessa hækkun verði símgjöld innan GSM- kerfisins á íslandi þau lægstu í Evrópu, t.a.m. kosti mínútan víða í Evrópu þar sem þetta kerfí er komið 70-80 kr. Þá hafi símgjaldið innan NMT hér á landi verið það lægsta í heiminum. 5 þúsund hringdu i 04 í fyrra hringdu að meðaltali 5 þúsund notendur á dag í klukkuna, og gjaldið var 16,60 kr. mínútan. Nú verða teknar 10 kr. fyrir hveija hringingu í klukkuna og að því gefnu að svipuð notkun verði áfram má búast við að tekjur Pósts og síma af þessari þjónustu verði 36,5 milljónir kr. á ári. Ekki verður lengur tekið gjald þegar pöntuð er áskrift að sérþjón- ustu í stafræna kerfínu en það var áður 780 kr. Þá verður í fyrsta sinn unnt að veita 10% afslátt til not- enda háhraðanetsins sem eru með margar tengingar en notendur eru einkum fyrirtæki í tölvusamskipt- um. Hrefna sagði að ekki hefði verið áætlað hvað þessar breytingar á gjaldskrá þýddu fyrir afkomu Pósts og síma. Sekt þyngd vegna skattsvika HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt þá sekt sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt 45 ára lækni til að greiða vegna skatt- svika en staðfesti undirréttar- dóminn að öðru leyti. í Héraðsdómi hafði maður- inn verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið varð- hald og til að greiða tveggja milljóna kröna sekt fyrir að hafa vantalið tekjur sínar á skattframtölum um 15,5 millj- ónir króna á árunum 1989- 1991, og komist þannig hjá að greiða 5,8 milljónir króna í skatta. Maðurinn játaði brotin, sem að mestu tengdust vinnu við örorkumat. Maðurinn hefur endurgreitt skattskuld sína að fullu auk álags, samtals 9,3 milljónir króna, 3,5 milljónir umfram þá fjárhæð sem hann kom sér hjá að greiða með brotum sínum. í dómi Hæstaréttar var sektarfjárhæðin hækkuð í 3 milljónir króna og segir í dóm- inum að brot mannsins hafi verið stórfelld og til þess fallin að skapa honum umtalsvert fé á kostnað samfélagsins. Jóhann Gíslason ÁR Tólf aðilar bjóða 445 milljónir TÓLF aðilar á Suðurlandi hafa lagt inn 445 milljón króna til- boð í nafni Mels hf., í skipið Jóhann Gíslason ÁR. Að sögn Einars Sigurðssonar hjá Auð- björgu hf. í Þorlákshöfn, er til- boðið lagt fram í góðu samráði við Landsbankann. „Bankinn vill semja við okk- ur og ég get ekki séð annað en að ef menn géti sýnt fram á fjárhagslegt bolmagn að þá verði samið,“ sagði Einar. „Þetta gerist ekki nema í góðu samráði við Landsbankann og það er ekki að sjá annað í dag en að það geti náðst. Við göngum inn í tilboðið sem var fyrir frá Stokkseyringum og vonumst til að halda kvótanum sem eru 1.740 þorskígildi eða um 2.000 tonn.“ Jóhann Gíslason ÁR, er 343 tonn stálskip smíðaða í Gdansk í Póllandi árið 1990. Dæmdur fyr- ir brot gegn 7 ára stúlku HÆSTIRÉTTUR hefur stað- fest dóm héraðsdóms og dæmt 33 ára Reykvíking í átta mán- aða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 7 ára telpu. Málið var kært til rannsókn- arlögreglu í ágúst 1993. Mað- urinn, sem var heimilisvinur og átti að gæta telpunnar, viður- kenndi brotið. í apríl sl. dæmdi Héraðsdóm- ur Reykjavíkur manninn til 8 mánaða fangelsisvistar. Fyrir Hæstarétti krafðist hann styttri refsivistar og að hún yrði dæmd óskilorðsbundin. Hæstiréttur varð ekki við því, heldur staðfesti héraðs- dóminn, auk þess sem mannin- um var gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, sam- tals 60 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.