Morgunblaðið - 19.06.1994, Page 4
4 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Oddaflug svananna tignarlegt
SIGURÐUR Bjarnason frá Vigur
var yngstur alþingismanna við lýð-
veldisstofnunina 1944. Þeir tveir
þávemdi þingmanna sem nú eru
á lífí, Sigurður og Lúðvík Jóseps-
son, voru við hátíðahöldin á Þing-
völlum í gær. Sigurður Bjamason
sagði við Morgunblaðið að hátíða-
höldin hefðu verið til mikils sóma,
og veðrið lengst af verið yndislegt
þótt lítillega hefði rignt. „Ávarp
forsetans var gott og kveðjur er-
lendu þjóðhöfðingjanna hlýlegar
og vinsamlegar í okkar garð,“
sagði Sigurður. Aðspurður sagði
hann erfítt að gera samanburð á
hátíðinni nú og við lýðveldisstofn-
unina 1944, ólíku væri saman að
jafna um aðdraganda og tilefni en
hvor tveggja hátíðin hefði orðið
þjóðinni til sóma. Aðspurð um
hvað yrði eftirminnilegast frá deg-
inum nefndu Sigurður Bjarnason
og eiginkona hans, ólöf Pálsdótt-
ir, sem er ásamt Sigurði og Lúð-
vík á myndinni, að líklega yrði það
einna eftirminnilegst sem enginn
átti von á að gerðist. „Það var
yndislegt og tignarlegt að sjá þeg-
ar svanirnir flugu oddaflug yfir
þingstaðnum þegar þingfundurinn
Morgunblaðið/Golli
var að hefjast," sagði Ólöf Páls-
dóttir.
VIKAN 12/6 -18/6.
►NÝ borgarstjórn tók við
völdum í byrjun vikunnar
og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir settist i stól borgar-
stjóra. I borgarráð voru
kosnir af
R-Iista Sigrún Magnús-
dóttir, Guðrún Ágústsdótt-
ir og Pétur Jónsson og af
D-lista þeir Árni Sigfússon
og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson.
►LÖGBANNSKRÖFU nýs
meirihluta innan stjórnar
Stöðvar 2 var synjað hjá
embætti sýslumannsins á
Blönduósi. Tilgangurinn
var sá að freista þess að
hindra Jóhannes Torfason
í að nýta sér réttindi þau
er fylgja 1.850 þúsund kr.
hlut hans í Sýn eða fram-
selja hlutabréfin. Áður
hafði sýslumannsembættið
í Reykjavík synjað lög-
bannskröfunni og hefur
þeirri ákvörðun verið vís-
að til Héraðsdóms Reykja-
víkur.
► BRÆÐURNIR Birgir og
Sigurður Jónssynir sluppu
ómeiddir þegar Birgir
nauðlenti eins hreyfils
flugvél í Lækjarbotnum.
Bræðurnri höfðu flogið til
Hvolsvallar frá Reykma-
vík og voru á bakaleið þeg-
ar drapst á hreyfli vélar-
innar.
►MEIRA magn dýrasvifs
mældist í hafinu umhverfis
ísland i vorleioðangri Ha-
frannsóknarstofnunar en
sl. 30 ár og er sums staðar
mjög mikið. Auk þess var
ástand sjávar, gróðurs og
átu í kringum landið afar
gott og uppvaxtarskilyrði
uppsjávarfiska því með
besta móti.
Klippt á togvíra ís-
lenskra togara
NORSKA strandgæslan klippti togv-
íra aftan úr þremur íslenskum togur-
um á miðunum við Svalbarða og
skaut viðvörunarskoti að fjórða tog-
aranum. Aðgerðir strandgæslunnar
voru að skipan varnarmálaráðuneyt-
isins norska. Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra segir að knúið verði á um
að löglega kveðinn úrskurður fáist í
málinu og Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra segir Norðmenn
hafa hrundið af stað atburðarás sem
gæti endað fyrir alþjóðlegum dóm-
stóli. Tvö íslensk útgerðarfélög hafa
ákveðið að stefna norskum stjórn-
völdum fyrir dómstóla í Noregi vegna
aðgerðanna.
ASÍ krefst launa-
hækkunar
ALÞÝÐUSAMBAND íslands telur að
laun o'pinberra starfsmanna og
bankamanna hafí hækkað um 5-6%
umfram launabreytingar á almenna
vinnumarkaðinum á sl. 4 árum. Frið-
rik Sophusson fjármálaráðherra
gagnrýndi harðlega framsetningu
ASI á tölunum og segir að fulltrúar
ASÍ noti sjálfír orðið „talnaleikfími“
um útreikninga sína. Magnús Gunn-
arsson formaður VSÍ segir ótrúlegt
að munurinn á launaþróun í opinbera
geiranum og einkageiranum sé 5-6%
og skoða þurfí þessar tölur betur.
Síldarævintýri á
Norðfirði
MIKIL bjartsýni ríkir á Norðfírði eft-
ir löndun á fyrstu Islandssfldinni í
27 ár. Strax fýrsta daginn var landað
rúmlega tvö þúsund tonnum. Sfldin
er stór og vel á sig komin miðað við
árstíma og í henni er minni áta en
sýnishorn það sem hafrannsókna-
skipið Bjarni Sæmundsson landaði
eystra gaf til kynna.
Stríðsundirbúningur
í S-Kóreu
RÍKISSTJÓRN Suður-Kóreu ákvað á
þriðjudag að boða 6,6 milljóna manna
varalið hersins og björgunar- og
hjálparsveitir almannavarna til her-
fínga til þess að vera við öllu búin
ef upp úr sýður á Kóreuskaga. íbúar
Seoul voru hvattir til að eiga alltaf
hálfs mánaðar birgðir af matvælum
í geymslum. Spenna hefur farið vax-
andi á Kóreuskaga að undanfömu
vegna deilna við norður-kóresk
stjórnvöld sem komið hafa í veg fyr-
ir eftirlit með kjarnorkuáætlun sinni.
Sögðu þeir sig úr Alþjóða kjamorku-
málastofnuninni í vikunni. Hafa
stjórnvöld í Washington, Seoul og
Tókýó sammælst um að beita sér
fyrir því að Sameinuðu þjóðimar
þvingi þá með refsiaðgerðum til að
leyfa eftirlit með kjamorkustöðvum.
Major boðar upp-
stokkun á sljórninni
JOHN Major forsæt-
isráðherra Bretlands
boðaði breytingar á
ríkisstjóm sinni á
mánudag í fram-
haldi af því að
íhaldsflokkurinn
galt afhroð í kosn-
ingum til þings Evr-
ópusambandsins
(ESB) um helgina.
Fékk hann 27,8% atkvæða og hefur
ekki fengið jafn lítið í nokkrum kosn-
ingum frá árinu 1832. Major sagðist
þó ekki ætla að láta af leiðtogastarf-
inu. í Evrópuþingskosningunum biðu
flokkar ríkjandi ráðamanna ósigur í
flest öllum ESB-ríkjunum en Ítalía og
Þýskaland eru undantekning þar á.
►AÐILD Austurríkis að
ESB var samþykkt í þjóð-
aratkvæði um síðustu
helgi. Með aðild voru
66,4% en 33,6% andvíg.
► NELSON Mandela,
forseti Suður-Afríku,
sagði á fundi Einingasam-
taka Afríku í vikunni að
Afríkubúar gætu ekki
kennt örlögum sínum eða
ytri aðstæðum um þau
óteljandi vandamál sem
þjóðir álfunnar stæðu
frammi fyrir. Hann sagði
Rúanda vera stranga of-
anígjöf og til marks um
að Afríkubúar hefðu ekki
ekki gert sér grein fyrir
samhengi friðar, stöðug-
leika, lýðræðis, mannrétt-
inda og þróunar.
►ÁLVERÐ hækkaði
verulega í vikunni þegar
spákaupmenn keyptu
mikið í þeirri trú, að vax-
andi eftirspurn yrði brátt
til að hækka verðið enn
meir. í London fór tonnið
með þriggja mánaða af-
greiðslufresti á 1.410
dollara, 15 dollurum
meira en í síðustu viku.
►PAVEL Gratsjev, varn-
armálaráðherra Rúss-
lands, sagði í vikunni að
skera ætti niður fjárfram-
lög til hersins og yrði því
að fækka í hernum úr 2,2
miljjónum niður í 1,9
milljónir fyrir árslok.
Kóramir eins og
hugur manns
GARÐAR Cortes, óperusöngvari, stjórnaði kórsöng í hátíðar-
dagskránni sem og söng þjóðarkórsins sem tók undir með
kórunum á hátíðarpallinum. Hann sagði að þetta hefði geng-
ið vel og verið mjög gaman, sérstaklega hefðu börnin verið
yndisleg. Fólkið í brekkunum hefði tekið vel undir og brekk-
an hefði endurómað. Best hefði heyrst í Oxar við ána og
geysileg stemmning hefði myndast. Kórarnir þrír á hátíðar-
pallinum hefðu verið eins og hugur manns og hljómað eins
og einn rómur. Einnig hefði hljómsveitin verið góð.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Skrítið að
syngja fyrir
svo marga
HELGI Páll og Marteinn Ein-
arssynir 10 og 11 ára bræður
úr Kópavogi voru í kór nokkur
hundruð barna sem söng íslensk
lög við undirleik hljómsveitar
undir stjórn Garðars Cortes í
upphafi hátíðardagskrárinnar á
Þingvöllum. Eins og öll börnin
voru bræðurnir íklæddir lopa-
peysum og með íslenska fána.
„Við erum búnir að vera að æfa
fyrir þetta í þrjá mánuði,“ sagði
Helgi Páll en þeir syngja í kór
Kársnesskóla undir sljórn Þór-
unnar Björnsdóttur. „Það var
Morgunblaðið/Þorkell
skrítið að syngja fyrir framan
allt þetta fólk, það voru svo
margir,“ sögðu bræðurnir og
sögðust vissir um að þeir ættu
eftir að muna eftir þessum degi
lengi.
Morgunblaðið/Golli
Sungu tveir
fyrir mörg
þúsund
HALLDÓR Örn Guðnason, 12
ára, og Jónas Óskar Magnús-
son, 10 ára, úr Skólakór Kárs-
ness, sungu tvísöng með hátíð-
arbarnakór og hljómsveit undir
stjórn Garðars Cortes við há- :
tíðardagskrána í gær. Þeir
sögðust hafa sungið tvísöng
áður en aldrei fyrir svona
margt fólk. Þeir sögðust vera
mjög ánægðir með sönginn og
töldu að vel hefði tekist. Jónas
Óskar hafði æft talsvert lengi
ásamt kómum fyrir hátíðar-
tónleikana en Halldór Örn, sem
er fluttur úr skólahverfinu og
var því hættur í kórnum, æfði
fyrst á fimmtudaginn eftir að
hann var fenginn til að syngja
á móti Jónasi.