Morgunblaðið - 19.06.1994, Síða 42

Morgunblaðið - 19.06.1994, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FOLK í FRÉTTUM FOLK „Ungfrú heimur“ fékk kaffi og kleinur á Þingvöllum RAGNA Þóra Ragnarsdóttir, Iðunn Asa Hilmarsdóttir, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir og Kristín Heiða Magnúsdóttir voru allar í móttökunni. Póstkort o g þjóðbún- ingar frá Smekkleysu SMEKKLEYSA stendur í ströngu á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins og hefur hannað bæði þjóðbúninga og póstkort af þvi tilefni. Póstkortin eru ekki hefðbundin íslensk póstkort með myndum af stórbrotinni íslenskri náttúru heldur er meira leitast við að draga upp skoplega mynd af þjóðareðli íslendinga. Þór Eldon sagði ætlunina með þessari útgáfu vera: „...að fylla ■ upp í það tómarúm sem hefur skapast á póstkortamarkaðnum. Þegar maður fer til útlanda er hægt að kaupa allt á póstkortum sem mann dreymir um. Á íslandi er aðeins hægt að velja um þijáwtíu sjónarhorn á Heklu, fyrst búið er að taka hið glæsi- lega kort af hvalskurði í Hval- stöðinni af markaðnum. Þetta var orðið full einlitt. Við Bragi Óiafsson erum miklir áhuga- menn um póstkort og höfum eig- inlega verið í sambandi við um- heiminn í gegnum þau á ferða- lögum okkar. Þetta var gælu- verkefni Braga Ólafssonar með aðstoð Ólafs Engilbertssonar og Eduardo Bacca hannaði mynd- irnar.“ Þjóðbúningarnir sem Smekk- leysa hefur sett á markað eru hannaðir af Þorvaldi Ottari Guð- laugssyni, sem er grafískur hönnuður FÍT. Það eru hvítir stuttermabolir með lopapeysu- mynstri og derhúfur í stíl. Þor- valdur sagðist kalla þetta lopa- Þjóðhátíðarbún- ingar Smekk- leysu. boli og faldhúfur. Hugmyndin að húfunum væri komin af spaða- faldi sem konur notuðu sem höfuðskart við íslenska kvenbún- inginn á 19. öld. „Hugmyndin að lopabolunum er fjögurra ára gömul og var hleypt af stokkun- um í kjölfar þjóðbúningakeppni sem Þjóðræknifélag íslendinga stóð fyrir. Þar fékk búningurinn góðan hljómgrunn og féll eins og flís við rass framleiðslulínu Smekkleysu. Sérstaða vörunnar er sá að þessi lopapeysubolur stingur ekki og er fínn í sumar- hitum.“ Drífðu þig og nýttu þér frábært tilboð! Við gefum pakka með 2 Upperdeck körfuboltamyndum meðan birgðir endast Bíómiðinn gildir sem 15% afsiáttur af SHAQ - boium í Frísport, Laugavegi 6. Verðlaunagetraun - Reebok SHAQ - skór í verðlaun! „Hinn verju- legi Islend- ingur nýtur þess að fara að veiða“, segir á einu póstkorti Smekk- leysu. EGYPSK yfirvöld hafa bannað Peter Gabriel að halda friðartónleika þar í landi. Þeir hefðu verið haldnir fyrir bæði egypska og ísraelska áhorfend- ur í ferðamannastaðnum Taba við Rauðahafið. Auk Peters Gabriel átti Lou Reed að troða upp og ýmsir tónlistarmenn frá Bretlandi, Afríku og Mið-Austurlöndum. Gabriel sagðist ennþá vonast til að tón- leikarnir yrðu haldnir og gætu veitt friðaráætlun araba og ísraela táknrænan stuðning: „Ég samþykkti að fara á tón- leikaferðalag til Mið-Austur- landa með það fyrir augum að geta troðið upp í arabísku landi og Israel til stuðnings friðaráætluninni," sagði Gabriel við fréttamenn, „Við munum ákaft reyna að komast til Egyptalands. Það er bæði mikilvægt fyrir mig persónulega og okkur öll að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að styðja við friðaráætlunina." Gabriel er rómaður baráttumaður fyrir mannréttindum í heiminum og lag hans Leikir án landamæra (Gam- es Without Frontiers) hefur öðlast sess sem alþjóðlegur friðarsöngur. Adel Saloumi, sem er einn arabísku tónlistarmannanna, bárust morðhót- anir eftir að hann féllst á að koma fram á tónleikunum. Taba var síð- asti hluti Sínaí sem Egyptar afhentu ísraelum í kjölfar sögulegs friðar- samnings þjóðanna. Staðurinn var líka vettvangur viðræðna ísraela og PLO sem að urðu til þess að Palest- ínu-arabar fengu sjálfstjórn yfir Gaza og Jeríkó. Iman al-Bahr er vinsæll egypskur söngvari sem átti að syngja átónleik- unum. Hann sagðist hlakka til að syngja fyrir bæði arabíska og ísra- elska áhorfendur: „Sá ágreiningur sem rikir milli stjórnvalda ríkjanna kemur almenningi ekk-ert við. Tónlist er al- þjóðlegt tungu- mál.“ FOLK Sissel Kyrkjebo leggur rækt við rætur sínar ►ÞEGAR norska söngkonan Sissel Kyrkjebo var ellefu ára gömul sagði hún foreldrum sínum frá því að hún hefði unnið söngvakeppni í skólanum. Foreldrar hennar urðu hvumsa, enda hafði þá aldrei grun- að að dóttir þeirra kynni nokkuð fyrir sér í sönglist. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Kyrkjebo er enn að. Söngkonan er orðin 24 ára gömul og á sér fjölda- marga aðdáendur. Það var ekki til að minnka vinsældir hennar þegar hún heillaði áhorfendur á opnunar- hátíð Ólympíuleikanna í Lilleham- mer með sinni skínandi rödd. Nýj- asta plata hennar er á norsku og kallast Dýpst í sálarfylgsnum mín- um (Innerst I Sjelen). Á henni eru fjórtán þjóðlög víðsvegar að frá Norðurlöndunum. Sjálf segir Kyrkjebo: „Síðan ég var lítill krakki hef ég sungið tónlist af ýmsu tagi, allt frá óperu til dægurlaga. Eg finn sterkust tengsl við norska tón- list, enda liggja rætur mínar þar.i“ Tónleikar MÓTTAKA var haldin í Baðhúsinu á þriðjudag- inn til heiðurs Lisu Hönnu frá Jamaíka sem vann síðast til titilsins „Ungfrú heimur". Verið var að safna peningum fyrir böm á íslandi sem eiga við langvarandi veikindi að stríða og þurfa að leita sér læknishjálpar erlendis. Stofnað var góðgerðarfélag Baðhússins sem mun standa fyrir einum til tveimur uppákomum á ári. Það vakti athygli að aðeins konum var boðið til móttökunnar en Baðhúsið sérhæfír sig í þjón- ustu við konur. Þijátíu miðar voru afhentir á tónleika Kristjáns Jóhannssonar sem allir Ma- estro Eurokorthafar fengu. Linda Pétursdóttir sagði af þessu tilefni: „Lisa Hanna lét vel af komu sinni hingað tii lands en þetta var í fyrsta skipti sem hún fær að ferðast fylgdarlaust. Ég leyfði henni að gera það sem hana langaði til. Við leyfðum aðeins myndatökur á mánudeg- inum og dekruðum við hana hér í Baðhúsinu á þriðjudeginum. Hún fékk bæði nudd og and- litsbað og síðan var farið með hana til Þing- valla í kaffi og kleinur." með Peter Gabriel bannaðir Morgunblaðið/Golli ÞÆR hafa allar verið alheimsfegurð- ardrottningar, frá vinstri: Linda Pét- ursdóttir, Lisa Hanna og Hólmfríður Karlsdóttir. Peter Gabriel á blaðamanna- fundi 15. júní í Tel Aviv. Þar skýrði hann frá því að fyrir- huguðum tónleikum yrði frestað vegna tæknilegra örð- ugleika.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.