Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 52
varða
víðtæk
fjármálaþjónusta
Landsbanki
íslands
FORGANGSPÓSTUR
UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00
Bankl allra landsmanna
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 19. JUNI1994
VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Skírn í
Almannagjá
SKÍRN fór fram í Almannagjá á
Þingvöllum á þjóðhátíðardaginn.
Þar var skírð Guðrún María
Bjarnadóttir, tveggja mánaða
stúlka sem býr með foreldrum
sinum i Danmörku.
Það var séra Hanna María
Pétursdóttir þjóðgarðsvörður
sem skírði barnið og fór athöfnin
fram skömmu fyrir hádegi að
iokinni hugvekju sem séra Hanna
Maria flutti þjóðhátíðargestum í
Almannagjá. Monika Abendroth
lék á hörpu við skírnarathöfnina.
Foreldrar Guðrúnar Maríu eru
Guðmundur Bjarni Harðarson og
Rut Hreinsdóttir. Var barnið
skírt í höfuðið á ömmu sinni sem
hélt á því undir skírn.
Guðmundur Bjarni sagði að
þau hjónin væru búsett í Dan-
mörku og hefðu ekki komið til
Islands að sumri til í fimm ár.
Þau hefðu ákveðið að koma til
íslands á þjóðhátíð sérstaklega i
Morgunblaðið/Þorkell
þeim tilgangi að skira dóttur sína
hér á landi á þjóðhátíðardaginn.
Yfirlögregluþjónninn á Selfossi um umferðaröngj) veitið á lýðveldishátíðinni
Mistök að lokaveginum
fyrir almennri umferð
UMFERÐARÖNGÞVEITI skapaðist á leiðinni
til og frá Þingvöllum 17. júní og þurftu þúsund-
ir manna að sitja í bílalestum klukkustundum
saman.
Jónmundur Kjartansson yfirlögregluþjónn í
Árnessýslu telur að þurft hefði að flytja þjóðhöfð-
ingjana með þyrlum frá Þingvöllum í stað þess
að loka veginum tvisvar yfir daginn og segist
ekki munu standa að skipulagningu vegna ann-
arrar hátíðar á Þingvöllum nema öðruvísi verði
að henni staðið. Jakob S. Þórarinsson varðstjóri
í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík segir
umferðarþungann ekki hafa komið á óvart og
öngþveitið á Þingvöllum hafí orsakast af skipu-
lagi á hátíðarsvæðinu og vegakerfmu þar. Greið-
lega gekk að koma umferðinni í bæinn um kvöld-
ið.
Fylgst var rrteð umferðinni úr þyrlu og segir
Jakob að um ellefuleytið hafí þær upplýsingar
borist að lítil sem engin umferð væri yfir Hellis-
heiðina og þess vegna hefði þeim tilmælum ver-
ið beint til fólks að fara þá leið. Hafi því síðan
verið hætt þegar umferðin hafi verið orðin jöfn
í báðar áttir. Sátu þúsundir manna sem komið
höfðu þá leið fastar í bílum sínum við Gjábakka.
Fólk flykktist að
Steinn Lárusson framkvæmdastjóri þjóðhátíð-
arnefndar segir að 75-80.000 manns hafí sótt
hátíðina og megi meðal annars skýra öngþveitið
með því að fólk hafí flykkst af stað þegar það
hafí séð hversu gott veðrið var í beinni útsend-
ingu sjónvarpsins frá Þingvöllum. Jónmundur
Kjartansson tekur ekki undir ásakanir um skipu-
lagsleysi og segir að lögreglan fái ekki við það
ráðið þegar allir leggi af stað í einu. Alls voru
rúmlega 90 lögregluþjónar á vegum embættisins
að störfum vegna hátíðahaldanna, þar af sáu
40 um gæslu vegna þjóðhöfðingjanna. Hann
segir hins vegar að menn sínir hafí ekki áttað
sig á umferðartappanum við Gjábakka fyrr en
um seinan. Þar hafi fólk lagt bílum sínum hér
og þar við veginn sem tafíð hafi umferð og al-
gert öngþveiti skapast og lögreglumenn þurft
að fara fótgangandi milli staða. Loks segir hann
að umferð inni á svæðinu hafí verið miklu meiri
en þjóðhátíðarnefnd hafi talið lögreglunni trú um.
Bitrufjörður á
Ströndum
Olíubíll
valt með
30.0001
af gasolíu
Hólmavík. Morgunblaðið.
OLÍUBIFREIÐ með tengi-
vagni fór út af veginum og
valt við bæinn Hvítuhlíð í
Bitrufirði á Ströndum síð-
degis á föstudag. 30 þúsund
lítrar af gasolíu voru í bílnum
og talið er að nokkur hund-
ruð lítrar hafi runnið úr tönk-
um bílsins áður en hægt var
dæla úr þeim.
Þrír olíubílar frá Hvamms-
tanga og Hólmavík voru
fengnir til að dæla úr bílnum
og jafnframt fór slökkviliðið á
Borðeyri og Hólmavík á slys-
stað ásamt lögreglu. Slökkvi-
liðið frá Hólmavík kom með
flotgirðingu en ekki reyndist
þörf fyrir hana þar sem olían
rann í jarðveginn en ekki sjó-
inn.
Ökumaður slapp ómeiddur
Ökumaður olíubílsins slapp
að mestu ómeiddur. Slysið
varð á einbreiðu slitlagi þegar
bílstjóri olíubílsins vék bílnum
út í vegkantinn til að hleypa
fólksbíl fram úr. Vegkantur-
inn gaf sig og bíllinn valt nið-
ur í fjöru. Bíllinn var á leið til
Hólmavíkur frá Reykjavík.
Unnið var að því að dæla olíu
úr bílnum fram til kl. 3 aðfara-
nótt laugardagsins og þá loks
var hægt að rétta hann við.
Gripið á ný til aðgerða við Svalbarða
Klippt á tog-
víra Hágangs II
Ósló. Morgunblaðið.
EFTIR hádegi í gær lét norska strandgæslan að nýju til skarar skríða
gagnvart skipum í eigu íslendinga á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða
og klippti að sögn á togvíra Hágangs II, sem skráður er í Belize en
gerður út frá Vopnafírði.
Að sögn norsku strandgæslunn-
ar kastaði Hágangur II vörpunni
sinni fyrir augum norskra strand-
gæslumanna, sem eru við eftirlit
á Svalbarðasvæðinu. Strandgæsl-
an leit á veiðar skipsins sem hreina
ögrun og greip þegar til aðgerða
og um klukkan 13 að íslenskum
tíma var klippt á togvíra skipsins.
Arne Simonsen, kafteinn í bæki-
stöðvum norsku strandgæslunnar
í Norður-Noregi, segir í samtali
við Aftenposten að strandgæslan
hafí í gær talið sig knúna til að
ráðast gegn því sem hún líti á sem
„sjóræningjaveiðar“.
í gær voru fimm íslenskir togar-
ar í verndarsvæðinu auk Hágangs
II en enginn þeirra hafði verið við
veiðar þegar Morgunblaðið fór í
prentun. Pjögur skip norsku
strandgæslunnar eru við eftirlit á
Svalbarðasvæðinu, auk Orion-
flugvélar.
Þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við Reyni Árnason, útgerðar-
stjóra Hágangs á Vopnafirði, í gær
hafði hann ekki frétt af atvikinu
og vildi ekki tjá sig um það. Ekki
er unnt að ná beinu sambandi við
Hágang II og berast boð frá hon-
um í gegnum Stakfell frá Þórs-
höfn, sem einnig er við Svalbarða.
Reynir sagði að skipið 'yrði áfram
að veiðum við Svalbarða meðan
þess væri nokkur kostur en ef
Norðmenn héldu áfram hertum
aðgerðum með togvíraklippum og
fallbyssuskotum gæti orðið erfitt
að halda út.
Reynir Árnason sagði að þar
sem skipið væri skráð í Belize litu
íslensk stjórnvöld svo á að skipið
væri þeim óviðkomandi.
Morgunblaðið/Kristín Gunnarsdóttir
Þjóðhöfðingjar planta í Vinaskógi
ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Noregs,
Danmerkur, Svíþjóðar og Finn-
lands plöntuðu fjórum trjám í
Vinaskógi á Kárastöðum þjóðhá-
tíðardaginn 17. júní. Við þetta
tækifæri lýsti Karl XVI Gústaf
Svíakonungur áhyggjum sínum
af að of þröngt væri plantað og
hætta á að trén skyggðu á fal-
legt útsýnið en Haraldur V Nor-
egskonungur hafði einn þjóð-
höfðingjanna áður plantað tré í
Vinaskógi. Þjóðhöfðingjarnir
skoðuðu svæðið og rituðu nöfn
sín á stein þar sem letruð eru
nöfn þeirra sem plantað hafa
tijám í Vinaskógi. F.v. á mynd-
inni eru Margrét Þórhildur II
Danadrottning, Þorvaldur S.
Þorvaldsson í stjórn Skógræktar-
félags Islands, Martti Ahtisaari
forseti Finnlands, Arnór Snorra-
son skógfræðingur, Haraidur V
Noregskonungur, Hulda Valtýs-
dóttir formaður Skógræktarfé-
lags íslands og Karl XVI Gústaf
Svíakonungur.