Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C
182.TBL. 82. ÁRG. SUNNUDAGUR14. ÁGÚST1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/Golli
VEITT UTAN KVOTA
Fjármálahneyksli skekur
danska Jafnaðarflokkinn
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Leggja aftur á
flótta í Rúanda
TUGÞÚSUNDIR flóttamanna tóku sig
upp í gær á verndarsvæði Frakka í
Rúanda og byijuðu að streyma í átt til
landamæra Zaire. Óttast var að það
væri aðeins upphafið á nýjum flótta-
mannastraumi þar sem að minnsta
kosti ein milljón manna myndi freista
þess að komast yfir landamærin til
Zaire. Heimkvaðning frönsku hersveit-
anna hefst í dag og hafa vestrænar
aðferðir við almannatengsl ekki dugað
gegn afrískri tortryggni og ofsóknar-
kennd. Treysta flóttamennirnir, sem
flestir eru hútumenn, ekki nýju vald-
höfunum í Rúanda, sem eru aðallega
tútsíar, og óttast að verða drepnir snúi
þeir til heimkynna sinna.
Taylor fékk
dauðaskammt
ÞREMUR af
læknum leikkon-
unnar Elizabeth
Taylor hefur ver-
ið veitt ofanígjöf
fyrir að skrifa
upp á alltof stóra
skammta af
deyfilyfjum og
öðrum ávana-
bindandi lyfjum
til hennar. Bættu
þeir gráu ofan á
svart með því að falsa læknaskýrslur
til að breiða yfir gjörðir sinar en þeir
voru fundnir sekir um kerfisbundna
útvegun fíknilyfja. Lyfseðlar reyndust
ávísa á svo stóra skammta og margar
lyfjategundir að sérfræðingur, sem
fékk málið til rannsóknar, taldi víst að
Taylor væri látin.
Snjókarlar
rokseljast
ÍBÚAR japanska fjallaþorpsins Yasu-
suzuka, sem er 175 kílómetra norður
af Tókíó, græða á tá og fingri á því
að selja snjókarla til japönsku stórborg-
anna. Eitt árið enn hafa ibúar þar feng-
ið nóg af sumarhita sem ekki hefur
farið niður fyrir 30 gráður á annan
mánuð. Bíða borgarbúar í ofvæni
hausts og veturs. Þorpsbúar í Yasu-
suzuka sáu sér leik á borði, settu 1.000
rúmmetra af snjó í geymslur í febrúar
og framleiða nú 60 sentímetra háa snjó-
karla sem þeir pakka inn í þurrís til
að þeir bráðni ekki fyrr en þeir koma
í hendur kaupenda sem borga 4.000 jen
fyrir stykkið eða 2.800 krónur.
DANSKI Jafnaðarflokkurinn berst nú við að
greiða úr máli, er varðar þátttöku flokks-
manna í stjórn húsaleigufélags og fjáramála-
óreiðu og misferli þar. Poul Nyrup Rasmuss-
en hefur lagt til að flokksmenn dragi sig út
úr öllum stjórnum, þar sem flokksskírteinið
hafi komið þeim að. Hann hefur þó þurft að
draga þær hugmyndir til baka vegna mót-
mæla flokksmanna.
Málið varðar heilan frumskóg af félögum
og samtökum, sem tengjast stjórn og rekstri
um 35 þúsund leiguíbúða um allt land og eru
í eigu félagsins „Lejerbo". Félagið tengist
Jafnaðarmannaflokknum og verkalýðshreyf-
ingunni. Undanfarna mánuði hafa birst frétt-
ir um misfellur í rekstrinum og óeðlilegar
launagreiðslur til stjórnarmanna. Klaus Han-
sen formaður borgarstjórnarflokks jafnaðar-
manna í Kaupmannahöfn hefur þurft að segja
af sér sem formaður félagsins, en er þó enn
formaður í Landssamtökum leigjenda. Mánað-
arlaun hans hjá félaginu voru rúm milljón
íslenskra króna. Annar stjórnarmaður hefur
fengið gefins eldhúsinnréttingu að verðmæti
Dregnr athyglina að
sterkum flokksítökum
í dönsku efnahagslífi
um 700 þúsund íslenskra króna frá félaginu,
auk þess hann fékk um hálfa milljón í auka-
mánaðarlaun, eftir aldarfjórðungsstarf þar.
Sá þriðji undirritaði tryggingarsamning, sem
leigjendurnir hafa tapað um níutíu milljónum
á. Afsláttur upp á um 100 milljónir króna á
framkvæmdum fyrir félagið kom leigjendum
aldrei til góða, heldur undirfyrirtæki, þar sem
Klaus Hansen átti hagsmuna að gæta og
þannig má lengi telja.
Málið er óþægilegt fyrir flokkinn, þar sem
kosningar standa fyrir dyrum. Nyrup Ras-
mussen brást hart við þegar umfjöllun um
málið náði hámarki og sagði að tími væri
kominn til að flokkurinn hætti að tilnefna
menn í stjórnir fyrirtækja, sem tengjast
flokknum. Þessa hugmynd hefur hann þó
þurft að draga til baka vegna mótmæla
flokksmanna. Flokksbróðir hans, Flemming
Kofod-Svendsen húsnæðisráðherra, vill að
þeim, sem sitji bæði í bæjar- og sveitarstjórn-
um og leigufélagastjórnum, verði gert að
velja á milli, en því er einnig mótmælt harð-
lega af flokksmönnum, því þetta á við um
marga þeirra. Röksemdin er í báðum tilfellum
að slíkar reglur stríði gegn eðlilegu jafnrétti
til að gegna embættum.
Nyrup Rasmussen segir málið einangrað
tilfelli, en ekki dæmi um útbreidda spillingu
í flokkskerfí, sem teygir anga sína víða út í
viðskipta- og atvinnulífið. Margir benda þó á
að málið sé aðeins hið síðasta í röð svipaðra,
en viðaminni spillingarmála á mörkum flokks-
ins og atvinnulífsins. Lengi hefur verið rætt
um að skera á tengsl og þá einnig fjármála-
tengsl flokksins og verkalýðshreyfingarinnar.
Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi þeirra
áhrifa, sem flokkurinn hefur, en þess má
geta að eftirlaunasjóðir verkalýðshreyfingar-
innar eru orðnir fyrirferðarmiklir í dönsku
atvinnulífi vegna mikilla fjárráða og fjárfest-
inga þar.
Elizabeth Taylor
Verkalýð-
mál og
nútíminn
Óbreytt ástand
eóa uppstokkun
10
B
nndir
jökli