Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 26
' 26 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994
T-.y —------------------
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
Ef markmiðið með upp-
MENNTASTEFNA rrxrr.
* * ann til stúdentsprófs
(eða annars langs fram-
haldsskólanáms), skrif-
FYRIR rúmum tveimur árum skip-
aði Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra átján manna nefnd
til að móta menntastefnu og
endurskoða lög um grunn- og
framhaldsskóla. Nú liggur fyrir
skýrsla nefndarinnar, gefin út af
Menntamálaráðuneytinu í júní sl.
Sem forstöðumaður stofnunar er
undir ráðuneytið heyrir hef ég
fylgst með störfum nefndarinnar
á fundum og af áfangaskýrslu og
frumvarpsdrögum. Af kynnum
mínum af þessum störfum, og nú
að loknum lestri skýrslunnar, er
mér ljóst að nefndin hefur unnið
gott starf. Samantekt í skýrslunni
á þróun skólamála og ástandi
þeirra er einkar greinargóð og
^.i/nargar tillögur til bóta. Ekki fellst
ég samt á allar hugmyndir nefnd-
arinnar. Bið ég nefndarmenn, og
aðra sem þetta greinarkorn lesa,
virða mér til betri vegar að ég
staldra helst við það sem ég hef
út á skýrsluna að setja, eða þar
sem ég bendi á aðrar leiðir, heppi-
legri að mínu mati. Enginn skyldi
taka það sem hér stendur sem
heildardóm yfír störfum nefndar
um mótun menntastefnu.
Lengra skólaár
Nefndin leggur til að skólaárið
verði lengt úr níu mánuðum í tíu,
bæði í grunnskóla og framhalds-
skóla. Rök fyrir breytingunni eru
einkum af tvennum toga: Annars
vegar er bent á að lengri tíma sé
varið árlega til skólahalds hjá öðr-
um þjóðum en hér á landi. Hins
vegar, að sífellt erfiðara sé fyrir
skólafólk að fá sumarvinnu, en það
hefur til þessa verið helsta rök-
semd fyrir löngu sumarleyfí í skól-
um hérlendis að kynni nemenda
af atvinnulífi og samfélagi gegn-
um vinnu á sumrum séu þeim
meira virði en löng seta á skóla-
. bekk ár hvert.
” Fyrri staðhæfingin er vissulega
sönn. Þó er þess að gæta að skóla-
setan er víða í nágrannalöndum
okkar - ekki síður en hér - nokk-
uð slitrótt og fleyguð af fríum af
ýmsu tagi. Mætti að ósekju nýta
betur en nú er gert níu mánaða
skólatíma og nálgast þannig þá
nýtingu sem erlendis fæst - þótt
hún náist trúlega ekki - án þess
að skerða sumarleyfíð. Samkvæmt
skýrslunni stafar hluti vandans til
dæmis af því að kjarasamningar
ætla kennurum í framhaldsskólum
skemmri árlegan tíma til kennslu
en kveðið er á um í ákvæðum laga
um starfstíma skóla.
» v Hin staðhæfingin, að sífellt ger-
ist erfiðara fyrir skólafólk að fá
sumarvinnu, er raunar tvíþætt:
Annars vegar er bent á samdrátt
á vinnumarkaði og hins vegar á
sérhæfingu, tæknivæðingu og
breytta atvinnuhætti sem geri það
að verkum að ekki sé jafnmikil
þörf og áður að ráða skólafólk í
sumarvinnu.
Samdráttur á vinnumarkaði,
sem bitnar á sumarvinnu ungl-
inga, er staðbundinn og vonandi
líka tímabundinn. Kollegar mínir,
skólameistarar framhaldsskóla úti
um land, staðhæfa að flestir nem-
endur þeirra komist í sumarvinnu
og síst sé ástæða til að láta vanda-
mál þéttbýlisins bitna á þeim. (Á
níundu síðu skýrslunnar er talað
um að „ákvarðanataka verði færð
sem næst vettvangi“.) Látum póli-
tíkusum eftir að deila
um hvenær botni sé
náð i lægð efnahags-
lífsins, en um hitt trúi
ég að flestir séu sam-
mála, að ekki verði
unað hér við varanlegt
atvinnuleysi og því
ekki ástæða til að
miða menntastefnu til
framtíðar við það.
Öllu marktækari er
síðari röksemdin, að
með breyttum at-
vinnuháttum verði sí-
fellt minna rúm fyrir
óþjálfaða starfsmenn
á vinnumarkaðnum.
Ég mun síðar í þessum
pistli benda á mun einfaldari og
tilþrifaminni leið til að mæta þess-
um vanda, að því leyti sem hann
er fyrir hendi, en að fækka skóla-
árum í framhaldsskóla (og lengja
skólaárið fyrir alla). En ef það
markmið næst, sem ég er sam-
mála nefndinni um að eigi að vera
forgangsverkefni í skólamálum,
að efla starfsnám á framhalds-
skólastigi, þá má gera ráð fyrir
að vaxandi fjöldi nemenda í slíku
námi verði í starfsþjálfun við hæfi,
sem sagt sérhæfðri vinnu er teng-
ist náminu, og keppi því ekki við
önnur ungmenni um störf sem
ekki krefjast ákveðinnar undir-
stöðu.
Níu mánaða skólaganga var
Iögfest í íslenskum barnaskólum
árið 1946, framan af að vísu að-
eins í kaupstöðum en síðar var sá
fýrirvari af lagður. Seinlega hefur
gengið að framfylgja þessum lög-
um út um byggðir landsins, og
nú, 48 árum síðar, eru 66 af 207
grunnskólum starfræktir skemur
en níu mánuði á ári, raunar fá-
mennir skólar, þannig að 92% af
grunnskólanemum á landinu njóta
níu mánaða skólagöngu á ári (bls.
15 í skýrslunni). Bendir þessi
tregða ekki til þess að löng árleg
skólaganga henti ekki í öllum
byggðum landsins? Ég held að
minnsta kosti að við ættum að
byija á því að framfylgja til fulls
lögum um níu mánaða skólagöngu
áður en við förum að lengja hana.
Að þessu athuguðu legg ég til
að horfið verði frá áformum nefnd-
arinnar um tíu mánaða skóla.
Þriggja ára framhaldsskóli
Það er eðlilegt framhald af til-
lögum nefndarinnar um lengingu
skólaársins að ljúka megi fram-
haldsnámi á skemmri tíma en nú,
enda er gert ráð fyrir að lengsta
bóknámi (menntaskólanámi til
stúdentsprófs) og lengstu starfs-
námsbrautum (námi í löggiltum
iðngreinum) verði lokið á þremur
árum í framhaldsskóla í stað fjög-
urra. Nefndin bendir réttilega á
að sú sé raunin í grannlöndum
okkar, sem við kjósum oft að bera
okkur saman við. í skýrslunni er
gengið út frá tveimur forsendum
til að ná þessu markmiði: Annars
vegar með því að lengja árlegan
skólatíma í framhaldsskólum og
hins vegar með því að flytja hluta
af því námsefni sem nú er kennt
í framhaldsskólum niður í grunn-
skóla. Síðari forsendan er orðuð
svo á bls. 20 í skýrslunni:
„Nauðsynleg forsenda stytting-
ar framhaldsskólans er sú að hluti
af því námi sem nú fer fram í fram-
haldsskólum verði
færður niður í grunn-
skólann. Með auknum
kennslutíma í grunn-
skólum verður unnt
að styrkja enn frekar
námsundirbúning
nemenda í skyldu-
námsgreinum og kjar-
nagreinum, þannig að
nemendur hafi við
upphaf framhalds-
skólanáms þegar náð
hluta af þeim náms-
markmiðum sem nú
eru á framhaldsskóla-
stigi. Jafnframt má
hugsa sér að færa
ýmsar námsgreinar
framhaldsskólans niður í grunn-
skólann og létta þannig á náms-
efni framhaldsskólans. [Hér er í
neðanmálsgrein bent á tölvufræði
og vélritun sem dæmi.] Mikilvægt
er að uppbygging náms á náms-
brautum framhaldsskólans verði
endurskoðuð með hliðsjón af
breyttum námstíma og betri undir-
búningi nemenda, þannig að nám-
ið verði samfellt ferli, einnig þegar
nemendur flytjast milli skólastiga,
og að framhaldsskólinn geti tekið
við nemendum með ólíkan undir-
búning."
Allt er þetta gott og blessað.
Einkum tek ég undir þá ábendingu
nefndarinnar að námið eigi að
vera samfellt ferli, einnig þegar
nemendur flytjast milli skólastiga.
Það væri til verulegra bóta eitt
og sér, óháð öðrum tillögum
nefndarinnar.
En hvað með að færa námsefni
framhaldsskólans niður í grunn-
••
ar Ornólfur Thorlac-
ius hef ég einfalda til-
lögu, sem ég er raunar
ekki höfundur að: Að
bæta sumarönn við
áfangaskólann.
skóla? Þar eru tvö ljón í veginum.
Annars vegar þroskast unglingar
með hveiju árinu og því er óvíst
að nám í grunnskóla nýtist þeim
á sama hátt og í framhaldsskóla.
Hitt er að víða í dreifðum byggðum
landsins veitist erfítt að ráða
grunnskólakennara til að kénna
almennar undirstöðugreinar, hvað
þá sérgreinar framhaldsskólanna,
og jafnvel verður að viðurkenna
að stundum fást tæpast alls staðar
kennarar með nægilega sérmennt-
un að framhaldsskólunum. Tölvu-
fræði og vélritun, sem tilgreindar
eru í neðanmálsgreininni, má
vissulega færa niður í flesta
grunnskóla, að því tilskildu að
fullnægjandi vél- og hugbúnaður
sé á staðnum, en það geta tæpast
talist ýmsar námsgreinar.
Hvers vegna þurfum við að
brautskrá stúdenta á þremur
árum? Fyrir tveimur áratugum
stundaði ég vetrarlangt kennara-
nám við Háskólann í Edinborg og
sótti þar meðal annars nám sem
gengur út á samanburð á námi
og kennslu í ýmsum löndum
(comparative education). Þar lærði
ég það að stúdentar í Sovétríkjun-
um þáverandi, sem ekki höfðu
Örnólfur
Thorlacius
rússnesku að móðurmáli, hófu að
öðru jöfnu ári seinna háskólanám
en rússneskumælandi nemendur.
Er okkur ekki svipað farið?
Nemendur okkar, þeir sem stefna
að háskólanámi, þurfa flestir að
búa sig undir að lesa nær allt
námsefni sitt á framandi tungu-
máli. Fyrir þá nemendur sem
stunda nám hérlendis er það
tungumál oftast enska.
Þá má á það benda að sá hópur
stúdenta sem stundar háskólanám
erlendis er hlutfallslega fjölmenn-
ari hér en í flestum grannlöndum
okkar. Þessum ungmennum er það
verulegt hagsmunamál að stúd-
entspróf þeirra sé sem best metið.
í Bandaríkjunum eru skilin milli
eiginlegs háskóla (university) og
æðri framhaldsskóla (college) til
dæmis síðar á námsbrautinni en
upphaf háskólanáms í Evrópu.
Nemendur sem koma frá íslandi
með fjögurra ára framhaldsskóla
að baki fá nám sitt betur metið
en skandinavískir stúdentar eftir
þijú ár. Þessum stúdentum væri
lítill greiði gerður með því að
stytta framhaldsskólann um ár.
Annað ráð
Ef markmiðið með uppstokkun
skólakerfisins er að stytta náms-
tímann til stúdentsprófs (eða ann-
ars langs framhaldsskólanáms)
hef ég einfalda tillögu, sem ég er
raunar ekki höfundur að: Að bæta
sumarönn við áfangaskólann.
Með þessu móti gætu nemendur
lokið námi í framhaldsskóla, sem
nú tekur fjögur ár, á þremur árum.
Þeir nemendur sem fengju vinnu
á sumrin gætu sinnt sínu námi sem
fyrr, en þeir sem atvinnulausir
væru (eða vildu flýta sér í námi)
stunduðu ekki nám í níu mánuði,
heldur tólf. Þetta kerfi gæfi auk
þess kost á að nemandi gerði hlé
á náminu á haustönn eða vorönn
og bætti sér það upp með suma-
rönn eða önnum.
Sumarönnin yrði styttri en hinar
annirnar, þrír mánuðir. Á móti
kemur að í þremur árum eru þijár
sumarannir, samtals níu mánuðir
eða eitt skólaár af núverandi
lengd. Með því að fækka frídögum,
en til þess er einkum svigrúm á
vorönn, væri hægt að tryggja
nemendum, sem sæktu allar þijár
annirnar, mánaðar til sex vikna
sumarleyfi án þess að kennsludög-
um fækkaði frá því sem nú er.
Bekkjaskóli og áfangaskóli
Það ráð sem ég hef hér gefið
hentar vitanlega best áfangaskól-
um. En bekkjaskólarnir hljóta að
geta lagað sig að þessu, rétt eins
og áfangaskólunum er ætlað að
breyta skipulagi sínu ef tillögur
nefndarinnar um samræmd stúd-
entspróf ná fram að ganga.
Á bls. 49 í skýrslunni er stuttur
samanburður á áfangakerfi og
bekkjakerfi. Tekið skal fram að
þótt sá sem þetta skráir starfí við
áfangaskóla sér hann ýmsa kosti
við bekkjaskóla og telur æskilegt
að nemendur eigi kost á að velja
um skóla af báðum gerðunum þar
sem því verður við komið. En í
skýrslunni kemur fram nokkur
misskilningur: „Áfangakerfið
hentar vel þeim nemendum sem
vita hvað þeir vilja, vegnar vel í
námi og hafa þroska til að bera
ábyrgð á eigin námi og námsfram-
vindu.“
Þeim sem vel vegnar í námi eru
flestar leiðir opnar í hvaða skóla-
kerfi sem er, þótt því verði ekki
neitað að metnaðarfullir nemendur
geta sótt meiri þekkingu í fjöl-
breytt áfangakerfi en nokkur
bekkjaskóli getur boðið. En kostir
áfangakerfis nýtast ekki síst þeim
nemendum sem ekki hafa forsend-
ur til að stunda nám á eðlilegum