Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ STÓRMÓT FJÖLNIS í TENNIS 22.-28. ágúst Mótið verður haldið í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum 2, Reykjavík. Skráning ferfram mánudaginn 22. ágúst frá kl. 9-21 í Dalhúsum 2. Afmælisrit Gauks Jörundssonar Til stendur að gefa út afmælisrit í tilefni af 60 ára afmæli dr. juris Gauks Jörundssonar. Þeir, sem hafa áhuga á að óska Gauki til hamingju með því að fá nafn sitt birt í „tabula gratulatoria“ í bókinni, og kaupa þar með bókina fyrir kr. 4.300, vinsam- legast hafið samband við Bókaútgáfu Orators í síma 628202, fax 17725, eða sendið bréf til Bókaútgáfu Orators, pósthólf 928,121 Reykjavík. Vinsamlegast hafið samband fyrir 2. september nk. ÍDAG BRIPS Umsjón Guóm. Páll Arnarson FYRSTA verkið í vörninni er að draga upp mynd af óséðu höndunum. Stundum er hægt að komast mjög nærri sannleikanum strax í fyrsta slag. Tylltu þér í austur. Suður gefur; allir á hættu- Norður ♦ Á874 V Á65 ♦ DG102 ♦ G2 Austur ♦ K102 ▼ K8742 ♦ 7 + K1094 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 grand* Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Ailir pass •15-17 Vestur spilar út laufþristi, 4. hæsta, og sagnhafi lætur lítið lauf úr borði. Hvernig llta spil suðurs út? Athugum fyrst punktana. Austur og blindur eiga sam- tals 21 punkt. Suður á 15-17, sem þýðir að það er aðeins rúm fyrir 2-4 punkta á hendi makkers. En skiptingin? Suður hef- ur sýnt fjórlit í hjarta í sögn- um og hann virðist eiga þrjú lauf, þvi útspii makkers er greinilega frá fjórlit. Hvað með hina litina? Ja, suður á a.m.k. ekki fjórlit í spaða, en hvort á hann tvo eða þtjá? Ef suður á skiptinguna 3-4-3-3, þá á makker fimmlit í tígli, og hefði senni- lega komið þar út frekar en í laufí. Þótt þessi síðasta ályktun sé ekki fullkomlega skotheld, þá eru yfirgnæf- andi líkur á því að skipting suðurs sé 2-4-4-3. Norður ♦ Á874 V Á65 ♦ DG102 ♦ G2 Vestur Austur ♦ 9653 IIIIH ♦ K102 + 10 | f K8742 ♦ 8643 ♦ 7 ♦ Á763 * K1094 Suður ♦ DG V DG93 ♦ ÁK95 ♦ D85 Og nú er bara að finna réttu vömina. Hún er þann- ig: Austur stingur upp lauf- kóng og spilar íjarkanum til baka (til að sýna lengdina). Sé vestur vakandi, ætti hann að átta sig á því að hann verður að nota innkomuna á laufás til að spila spaða. Sagnhafí neyðist til að svína. Austur drepur á kónginn og sækir svo úrslitaslaginn á lauf. Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Gæludýr Kettling vantar heimili SJÖ vikna gamlan fress- kettling vantar gott heimili. Hann er ljós- brúnn og hvítur, kassa- vanur og blíður. Uppl. í síma 71966. Snúlli er týndur ÞRÍLITUR 4 ára köttur, dökkgrár, ljósgrár og hvítur. Hann er eyma- merktur R3009 og á að vera með rauða hálsól með gráu endurskins- merki. Hann fór frá heimili sínu í Seláshvergi 3. ágúst sl. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hann eru beðnir að hringja í síma 671377 f.h. eða eftir kl. 17. Tapað/fundið Karlmannsúr fannst GULLHÚÐAÐ kari- mannsúr fannst fyrir rúmri viku síðan milli Grenibyggðar og Furu- byggðar í Mosfellsbæ. Eigandinn má vitja þess í síma 666821. Gleraugu fundust KVENMANNS- eða bar- nagleraugu, silfurlituð með hvítum endum, fundust við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar. Eigand- inn má vitja þeirra hjá Ólöfu í síma 683115. Lyklar týndust ÞRÍR Assa-húslyklar með rauðu, grænu og gulu plasti á og tveir bíl- lyklar töpuðust sl. fímmtudag á leiðinni Skipasund, Lágmúli eða í Kópavogi. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 686457. Breiðablik — FH á Kópavogsvelli í kvöld kl. 19.00 Biikaklúbburinn hittist á Mömmu Rósu kl. 18.00 VIÐAR-HF byggingaverktaki. Skandia Lifandi samkeppni, lægri iðgjöld. TILBOÐ ÓSKAST í Ford Explorer „Eddie Bauer" 4x4, árgerð '91 (ekinn 49 þús. mílur), Ford RangerXLT 2W/D, ár- gerð ’92 (ekinn 10 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 16. ágústkl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA - kjarni málsins! (UMÍSBi^ííS/cmltMB-T /,Fbn5Íjörin*ir stgirað þú QCtir komið dHor e-f þú biost (xfsöhurtdf'. " Hlutavelta ÞÆR Harpa og Heiena héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 2.500 krónur. Víkverji skrifar... órsteinn Ragnarsson, deildar- stjóri viðskiptadeildar Raf- magnsveitu Reykjavíkur, gerir at- hugasemd við skrif Víkveija 9. ág- úst sl.: „Undirrituðum þykir rétt að koma á framfæri leiðréttingum við skrif Víkveija um starfshætti Raf- magnsveitu Reykjavíkur (RR). Það er slæmt að Víkveiji skuli hafa fengið á tilfinninguna að Raf- magnsveita Reykjavíkur hafi í frammi starfshætti gamalla einok- unarfyrirtækja. Starfsmenn RR kappkosta að veita rafmagnskaup- endum góða þjónustu og hafa sem best samskipti við þá fjölmörgu við- skiptamenn, sem til fyrirtækisins leita. Við flutning liggur ávallt fyrir hver er skráður rafmagnskaupandi, en einstaka sinnum er ekki vjtað hver tekur við. Þetta á einkum við, þegar fráfarandi tilkynnir flutning: inn og um leigjendur er að ræða. I þeim tilfellum er óskað eftir því að fráfarandi hafi samband við eig- anda húsnæðis, til þess að hann gefi RR upplýsingar um flutning- inn, það er að segja.hver taki við. Ef leigjandinn veit ekki hver er eig- andi eða vill ekki sjá um þessa upplýsingaskyldu, sjá starfsmenn RR úm að fletta eigandanum upp í Fasteignaskrá og er hann síðan skráður rafmagnskaupandi frá flutningsdegi. Tilkynning um skráningu er síðan send eiganda. Varðandi aðgang að kennitölum, er þetta að segja. Ef fráfarandi veit nafn og lögheimili þess, sem tekur við, en hefur ekki kennitölu hans, er yfirleitt vandalaust fyrir starfsmenn RR að fletta nafninu upp í þjóðskrá, sem tengd er við- skiptakerfi rafmagnsveitunnar. Beintenging við þjóðskrá vegna nýskráninga hefur verið í notkun hjá RR um áraraðir." XXX Hrefna Ingólfsdóttir, blaða- og upplýsingafulltrúi Pósts og síma, sendir og athugasemd: „Enn einu sinni kastar Víkverji hnútum í Póst og síma og enn einu sinni er nauðsynlegt að leiðrétta hann. Af skrifum Víkveija 9. ágúst að dæma er hann farinn að finna upp nýja liði í gjaldskrá Pósts og síma, eins og geymslugjald að upp- hæð 5.000 kr., sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum. Þeir, sem þurfa ekki að nota símann sinn um ein- hvern tíma, eiga þess kost að leggja númerið inn og losna þannig við að greiða stofngjald þegar þeir þurfa aftur á síma að halda. I stað- inn greiða þeir ársfjórðungsíega 1.382 kr. Þessi þjónusta er t.d. hugsuð fyrir þá sem fara af landi brott um nokkurra mánaða skeið eða þá sem flytja inn á ættingja meðan þeir bíða eftir nýju hús- næði. Hið svokallaða geymslugjald sem Víkveiji kvartar undan er hvergi að finna nema í fijóum huga blaðamannsins. Hins vegar er ekki óalgengt að beðið sé um flutning símans í annað hús uiri leið og hann er tekinn úr geymslu og fyrir vinn- una sem því fylgir þarf að greiða 5.322 kr. Sú gjaldtaka var útskýrð fyrir Víkveija í janúar sl. Stofngjald nýs síma er 10.645 kr. og segir Víkveiji það vera mun hærra verð en greiða þurfi fyrir þessa þjónustu víða um lönd. Óvist er hvetjir eru heimildarmenn hans í þessu efni. Norðmenn greiða um 7.500 kr. fyrir, Finnar og Bretar það sama og Islendingar og írar og Svíar nokkru meira. Spánveijar þurfa að láta út sem svarar 15.300 kr. og Danir 17.200 kr. Segir það nokkuð um fullyrðingu Víkveija. Það er gott til þess að vita að það sé ekkert alvarlegra sem þjaki Víkveija þessa dagana en áhyggjur af gjaldskrá Pósts og síma. Kann- anir OECD hafa sýnt ítrekað að hún er með því lægsta sem þekkist í heiminum og gildir þá einu hvort um er að ræða rekstur heimilis- síma, atvinnusíma, farsíma eða gagnanets."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.