Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚ.ST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kristinn Einarsson synti Viðeyjarsund á rúmum tveimur tímum Leiðinlegt að synda milli bakka í sundi „ÉG FER bara í heitu pottana í suncli. Mér finnst ekkert skemmtilegt að synda fram og til baka milli bakkanna. Að synda svona einhverja leið er miklu skemmtiiegra, sérstak- lega eftir að maður er orðinn vanur kuldanum," segir Krist- inn Einarsson, 37 ára atvinnu- kafari frá Akranesi, eftir að hafa synt út í Viðey á föstudag. Kristinn synti viðurkennt Við- eyjarsund, 4,3 km frá Reykja- víkurhöfn út í Viðey, á tveimur klukkutímum og þremur mínút- um. Tvisvar áður út í Viðey Kristinn hefur stundað sjó- sund í fjölda ára. Hann hefur meðal annars synt Viðeyjar- sund tvisvar áður og um síðustu helgi synti hann ásamt Ilelga Hannessyni, sundkennara sín- um, svokallað Helgusund til og frá Geirshólma í Hvalfirði, sam- tals 3,2 km leið. „Sundið gekk svo vel að ég ákvað að fara lengra og synda Viðeyjarsund," segir Kristinn sem er að æfa sig upp aftur eftir að hafa sleg- ið nokkuð slöku við í nokkur ár og viðurkennir að langtima- markmið sitt sé að synda Dran- geyjarsund. „Ég varð að gefast upp eftir 5 km þegar ég reyndi að synda út í eyna fyrir um 13 árum. Sjórinn var of kaldur, um 7 gráður, og aðstæður erfið- ar. En ég hef eiginlega aldrei fyrirgefið sjálfum mér að fara ekki alla leið og verði aðstæður góðar á næsta ári reyni ég aft- ur." Sjórinn 10-12 stiga heitur Aðspurður segist Kristinn ekki hafa mælt hitastigið í sjón- um á föstudag. Hins vegar sé sjórinn yfirleitt 10 til 12 stiga heitur á sumrin. „Maður fær yfirleitt dálítið sjokk þegar mað- ur stingur sér af bakkanum en svo venst líkaminn kuldanum. Það er ekki fyrr en maður er kominn aftur upp á bakkann og húðin opnar sig að maður fer að hríðskjálfa," segir Kristinn. Hann segist synda bringusund á lengri leiðum. „Ég syndi með höfuðið upp úr til að verja hnakkann, en hann er við- kvæmur fyrir kuldanum, held jöfnum hraða og stoppa ekki því þá verður mér kalt. Annars þarf ég að fara æfa skriðsundið betur. Ég gæti þá farið hraðar." Morgunblaðið/Golli KRISTINN leggur í'ann úr Reykjavíkurhöfn á föstudag. Hinrik með þrjá titla ENGUM tókst að ógna veldi Hinriks Bragasonar í skeiðinu á Norður- landamótinu í Finnlandi í gær og er því ljóst að hann fer með þrjá titla af mótinu; í gæðingaskeiði og 250 metrunum og er jafnframt saman- lagður sigurvegári. Engum íslendingi tókst að vinna sig upp úr B-úrslitum sem fram fóru í gær . Vignir Jónasson varð sjöundi í tölti, einu sæti frá A-úrsIitum. Sig- ríður Pjetursdóttir varð áttunda í tölti unglinga og í níunda sæti í fjór- gangi. Jón Steinbjörnsson varð í átt- unda sæti í fjórgangi en Sveinn B. Hauksson sem keppir fyrir Svíþjóð, vann sig upp í A-úrslit í fimmgangi. ----------? ? ?--------- Erill hjá lögregiunni LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í nógu að snúast aðfaranótt laugar- dags. Mikill mannfjöldi var í miðbæn- um, ölvun veruleg og allar fanga- geymslur fullar. Nokkrir fengu pústra, en hlutu ekki alvarleg meiðsli af. Sex ökumenn voru stöðvaðir grun- aðir um ölvun við akstur. Ferð þess sjönda lauk á ljósastaur við Vestur- landsveg, skammt frá Laxalóni. Mað- urinn var fluttur á slysadeild og tal- inn fótbrotinn. Lögreglan í Kópavogi átti náðuga nótt miðað við starfsfélagana í Reykjavík. í Hafnarfirði voru fjórir ökumenn grunaðir um ölvun. Boðsferðin til Múrmansk verður farin í október BOÐ til nokkurra aðila úr íslensku viðskiptalífi um ferð til Múrmansk hefur nú verið dagsett 10. til 16. október. Tilgangur heimsóknarinnar er að kanna möguleika á viðskipta- tengslum, m.a. á sviði veiða og vinnslu, og koma á vinabæjatengsl- um milli Akureyrar og Múrmansk. Borgaryfirvöld í Múrmansk lýstu yfir áhuga á að bjóða fulltrúum frá Islandi í heimsókn í vorbyrjun. Rúss- neski sendiherrann á íslandi óskaði eftir aðstoð Útflutningsráðs við skipulagningu heimsóknarinnar og hefur hún verið í verkahring Maríu Ingvadóttur deildarstjóra. Frestun María sagði að upphaflega hefði verið gert ráð fyrir að haldið yrði utan um helgina og dvalið í Múr- mansk í næstu viku. Ferðaáætlun- inni hefði síðan verið breytt, m.a. með tilliti til þess að einhveriir rúss- nesku útgerðarmannanna hefðu ráð- gert að sækja Norfishing-sýningu í Þrándheimi í vikunni. Hún sagðist vænta þess að tólf manna hópur færi til Múrmansk. „Verkefnin eru aðallega á sviði veiða og vinnslu. Jafnframt varða þau við- gerðir og endurhönnun um borð. Verktakafyrirtæki ætlar að skoða mðguleika á endurbyggingu húsa, jafnvel vega, flugbrauta o.þ.h. Akur- eyrarbær ætlar að gerast vinabær Múrmansk og Húsavíkurbær að skoða möguleika varðandi mjólk- uriðnað, t.d. ostagerð, og kjöt- vinnslu. Síðan fara tveir fulltrúar frá Reykjavíkur- og Akureyrarhöfn í tengslum við uppbyggingu hafnanna sem þjónustuhafna fyrir erlend veiði- skip," sagði María. Gagnkvæmur áhugi Hún sagði að borgarstjórinn í Múrmansk hefði í skeyti boðið hóp- inn velkominn og tekið fram að hann yrði aðstoðaður á alla lund. íslend- ingarnir væru líka áhugasamir. „Þeir hafa allir áhuga á að víkka út þá starfsemi sem þeir eru í. Við vitum að skipasmíðaiðnaðurinn hefur verið í miklum kröggum. Akureyrarbær er að leita fyrir sér með ný atvinnu- fyrirtæki. Sama má segja um Reykjavíkurhöfn. Þeir hafa yerið að byggja upp sína starfsemi. Áhuginn er líka mikill meðal verktakanna að nýta offjárfestingu, tæki og þekk- ingu. Svona verktakastarfsemi er- lendis er kannski fyrst og fremst þekkingarsala og reynsla," sagði María. Nokkur viðskiptatengsl hafa verið milli íslands og Múrmansk á liðnum árum. Marel hefur selt vogir til Múrmansk og Stálsmiðjan og Jón Sigurðarson í Fiskafurðum gerðu á sínum tíma samning um viðgerðir á sex togurum. Ennfremur hefur mik- ið verið keypt af fiski til landsins frá togurum frá Múrmansksvæðinu. Ekki líkur á útsölu í haust að sögn formanns Landssambands sauðfjárbænda SALA á kindakjöti hefur gengið þokkalega það sem af er árinu. Síðustu handbæru tölur bentu til að salan væri heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Horfur eru á að 1. september verði 600-800 tonn af kindakjöti til í landinu, en það er minna en oft áður. Arnór Karlsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segist ekki eiga von á að lambakjöt verði sett á útsölu í haust eins og oft hefur verið gert. 7800 tonn á tólf mánuðum Ekki liggja fyrir tölur um sölu á lambakjöti í júlí, en sala í júní var nokkru meiri en á sama mán- uði í fyrra. Sala síðustu 12 mán- uði var um 1,1% meiri en sömu 12 mánuði þar á undan. Salan síð- ustu 12 mánuði er um 7.800 tonn. Heildargreiðslumark á nýju framleiðsluári sem hefst 1. sept- Sala á kindakjöti meiri en í fyrra ember nk. er 7.670 tonn, en þar af verður ekki úthlutað til fram- leiðslu nema 7.400 tonnum. Líkur eru á að yfir 300 tonn af þessu magni verði flutt út á næsta ári. Þannig bendir fiest til að ekki fari á innanlandsmarkað nema 7.000- 7.100 tonn á næsta ári. Arnór sagði líklegast að verð á lambakjöti verði ekki lækkað í haust umfram það sem þegar er orðið, en undanfarin ár hafa oft verið haldnar útsölur á lambakjöti á haustin. Tilboð á lambakjöti hafa verið í gangi í sumar. All- margar verslanir eru með lamba- kjötsdaga. Neytendum er boðið upp á grillkjöt á lækkuðu verði og ennfremur hefur verð á framp- örtum verið lækkað. Útflutningur hefur gengið bærilega Nokkrir aðilar gerðu tilraunir með útflutning á lambakjöti í fyrravetur. Um 850 tonn af um- sýslukjöti, en það er kjöt sem bændur hafa framleitt fram yfir kvóta, voru flutt út til Svíþjóðar og Færeyja. Skilaverð til bænda er 150-160 krónur fyrir kílóið af fyrsta flokks dilkakjöti. Þetta er svipað og gert var ráð fyrir. Síðan hafa verið gerðar tilraunir með útflutning á lambakjöti til Japans, Bandaríkjanna, Grænlands og víð- ar. Arnór sagði að þessar tilraunir hefðu gengið bærilega og þeim verði haldið áfram. Hann sagði að leit að nýjum mörkuðum væri tímafrek vinna og ekki væri ástæða til að gefast upp þó að tilraunin skili ekki árangri strax. Aðalfundur Samtaka sauðfjár- bænda verður haldinn að Reykjum I Hrútafírði 22. og 23. ágúst nk. Aðalmál fundarins verða fram- leiðslu- og sölumálin. Auk þess mun Guðjón Þorkelsson, forstöðu- maður fæðudeildar RALA, flytja erindi um efnarannsóknir á lamba- kjöti, en þær hafa m.a. leitt í ljós að í kjötinu er ómega-3 fitusýra sem dregur úr líkum á hjartasjúk- dómum. A m^*m Obreytt ástand eða uppstokkun? ?Háværar raddir hafa heyrst undanfarin ár um að nýir tímar kalli á breytt skipulag verkalýðs- mála./lO Hvað er f ullvalda Qu- ebec? ?Flokkur aðskilnaðarsinna á vís- an sigur í fylkiskosningum í næsta mánuði en þó er ólíklegt að það leiði til þess að Kanada leysist upp./12 Sumarþorp ?Þórður Kristjánsson er umsjón- armaður sumarhúsanna í Munað- arnesi. Þar er nú stærsta sumar- húsabyggð í félagaeigu á Is- landi./14 Meðal snlllinga í Moskvu ?inngöngu í Moskvu Konservat- ory, einn virtasta tónlistarskóla heims, fá aðeins fáir útvaldir. Arin- björn Árnason stóðst inngöngu- prófíð og fékk þar skólavist fyrstur Islendinga./16 Allir í bátana ?Hlöðver Sigurðsson, betur þekktur sem Hlölli i Hlöllabátum, er fæddur í Vesturbænum í Reykjavík og jánkar því aðspurður að hann sé KR-ingur. Hér segir hann frá rekstri fyrirtækis síns, sem hefur fært út kvíarnar að undanförnu./18 Hver ert þú? ?Veröld Soffíu er norsk skáld- saga sem gerir auðskiljanlegar heimspekikenningar sögunnar frá Sókratesi til Sartre og fer eins og eldur i sinu um Evrópu./20 B ? 1-28 Undirjökli ?Enn bætast nýir þjóðgarðar við þá sem fyrir eru hérlendis. Hér segir af fjölbreyttum ævintýra- heimi í nýjum þjóðgarði á vestur- odda Snæfellsness./l Thorarensensættin og ættfræðiútgáfa ?Ættfræðiáhugi verður stöðugt meira áberandi hér á landi. Nýlega komu út tvö fyrstu bindin af sex um Thorarensensættina./6 Machu Picchu ?A fjallstindi í sunnanverðu Perú stendur borgin týnda, Machu Picc- hu, sem hér er greint frá í máli ogmyndum./14 Að virkja innsæið ?Myriam Bat-Yosef, myndlistar- kona og fyrrum eiginkona listmál- arans Errós, verður með nýstárlegt námskeið í listþjálfun hér á landi •' september./26 C BILAR ? 1-4 Fornbílar ? Sagt frá Packard 180 árgerð 1941 í eigu Emils Guðjónssonar á Selfossi./2 Reynsluakstur ?Lada Sport, ódýrasti aldrifsjepp- inn á markaðnum./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari Helgispjall Reykjavíkurbréf Minningar Myndasögur Brids Stjörnuspá Skák INNLENDARFRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDARFRÉTTIR' 1-4 Bréftilblaðsins 36 Velvakandi 38 Fólkífréttum 40 Bíó/dans 41 Otvarp/sjónvarp 44 Dagbók/veður 47 Mannlífsstr. Kvikmyndir Pægurtónlist 8b 12b 13b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.