Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í dag kl. 15-18 Til sölu 3ja herb. íbúð í tvíbýli með bílskúr á góðum stað í Garðabae. (búðin er 64 fm. Góður bílskúr. Sér- inng. Rólegt hverfi. Verð aðeins 3,9 millj. Upplýsingar fást hjá: KAUPMIÐLUN h.f. Austurstræti 17-101 Reykjavík S: 621700 íbúðir fyrir fólk 60 ára og eldra Árskógar 6-8 - Reykjavík Enn eru til aðeins fjórar 4ra herb. íbúðir. Eiðismýri 30 - Seltjarnarnesi í húsinu eru 2ja og 3ja herb. íbúðir. Kynnið ykkur verð og fyrirkomulag. Byggjendur eru Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf. í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Allar frekari upplýsingar gefur Svan Friðgeirsson á byggingadeild Félags eldri borgara, Borgartúni 31, sími 621477, milli kl. 9 og 12. hÓLl FASTEIGNASALA ® 10090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæð t.v. Franz Jezorski, lögg. fast.sali. Sérhæð - nýtt í sölu Vorum að fá í sölu ca 108 fm neðri sérhæð v. Kambsveg í austurbæ Reykjavíkur, sem er tilb. undir tré- verk. Gengið er beint út út garð. Bílskúrsréttur. Verð 7,8 millj. Kjör- ið tækifæri fyrir smið eða lag- hental Frekari upplýsignar og teikningar á Hóll. Opið hús í dag kl. 14-17 ugrund 14 - Kjalarnesi Einstakt tækifæri til að eignast sérbýli! í dag getur þú skoðað þetta fallega 120 fm parhús sem verður afhent fullbúið utan og fokhelt innan mjög fljótlega. Möguleiki á 5 svefnherb. Þetta hús er boðið á hreint ótrúlega hagstæðu verði aðeins 4 millj. 980 þús. Ath. Mögul. á húsbréfaláni allt að 6,3 millj. (miðað v. fullbúið). Flyttu ísveitarómantíkina - kauptu þetta! Opið hús í Gullegni 11 í dag kl. 14-17 Þetta fullbúna og íburðarmikla 6 íbúða hús hefur að geyma vel skipulagðar og afar skemmtilegar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir, sem eru til sölu fullbúnar með öllum innrétting- um eða tilbúnar undir tréverk. Nú er bara að vera fljót að velja sér íbúð áður en það verður of seint því aðeins 3 fbúðir eru eftir. Taktu fjölskylduna með í sunnudagsbíltúr og skoð- aðu glæsilega fullbúna sýningaríbúð í dag mil!i kl. 14 og 17. Sölumenn frá Hóli verða á staðnum með allar upplýsingar á reiðum höndum. Verð á fullbúnum íbúðum: 2ja herb.EÍSa- kr. 6.970.000,- 3ja herb. 82 fm - kr. 7.850.000,- 4ra herb. 94 fm - kr. 8.20.000,- VERÐDÆMi: Þú kaupir 4ra herb. íb. og borgar svona: Húsbréf með 5% vöxtum Við undirritun Byggingaraóili lánar til 4ra ára Eftirstöðvar samkv. samkomul. kr. 5.330.000,- kr. 600.000,- kr. 1.000.000,- kr. 1.270.000,- kr. 8.200.000,- MINNING MARGRET LILJA RUT ANDRÉSDÓTTIR + Margrét Lilja Rut Andrés- dóttir fæddist 6. júní 1955 á Ragn- heiðarstöðum í Gaulveijabæjar- hreppi. Hún lést í Reykjavík 8. ágúst 1994. Foreldrar hennar eru Júl- íanna Viggósdóttir og Andrés Sig- hvatsson. Margrét eignaðist fjögur börn. Þau eru: Ragnar Ingi, Heiða Rós, Andrés og Kristján Einar. Margrét giftist Gnðmnndi Björgvinssyni 12. ágúst 1982. Margrét á sex systkini á lífi. Þau eru Kristín, Þórdís, Andrés Jón, Viggó, Lára Halla og Finnur. Bróðir Margrétar, Sighvatur, lést 1. júlí 1989. Útför Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) ÁSTKÆR dóttir okkar og systir er látin. Rósin er fölnuð. Allt er kalt. En öll komum við í heiminn til að lifa, vaxa og dafna, blómstra og deyja. Og himinninn bíður með alla sína dýrð og alla sína ró og kyrrð. Þangað förum við öll, fyrr eða síðar. Þar mætumst við öll á efsta degi og sameinumst. Þar hitt- um við fyrir þá sem farið hafa á undan okkur. Magga var fíngerð og falleg rós. Kannski var hún of fíngerð fyrir þennan heim. Hún var mjög list- hneigð. Hún liafði unun af því að mála, og var eiginlega farin að syngja áður en hún lærði að tala. A fyrsta ári söng hún Bí, bí og blaka, og lagið var rétt, þótt orðin skildust ekki öll. Þegar hún var þriggja eða fjögurra ára átti hún það til að standa uppi á stól og syngja fyrir ijölskylduna. Þá byrjaði hún á einhverju lagi og spurði svo hvað fólkið vildi heyra næst. Þann- ig var hún alltaf reiðubúin að leggja sitt af mörkum til að gleðja aðra. Hún hafði unun af söng og fylgdist vel með því sem var að gerast í tónlistarheiminum. Hún var mikill aðdáandi Bítlanna eins og fleiri stúlkur á hennar aldri og þegar John Lennon dó grét Magga. Og þegar Elvis Presley dó grét hún líka. Nú er Magga farin og við grátum hana eins og hún grét þessa lista- menn. Hún var okkur öllum mjög kær, þessi viðkvæma rós, sem leit- aði að góðum garði til að fá að blómstra í. Magga eignaðist fjögur börn. Tvö þeirra hafa alist upp hjá feðrum sínum og hin tvö hjá fósturforeldr- um. En Magga bar samt mikla umhyggju fyrir velferð þeirra og gladdist yfir hverju hamingjuspori í lífí þeirra. Við þökkum Guði fyrir að hafa gefíð okkur Möggu. Og við þökkum öllu því fólki sem hefur þótt vænt um hana og liðsinnt henni á meðan hún lifði. Við þökkum því fólki sem hefur annast börnin hennar af alúð og biðjum það að minnast perlunn- ar Margrétar. Lif hennar var stund- um erfitt. En við trúum því að nú líði henni vel í faðmi Guðs. Og því er oss erfítt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. - Er ei bjartara land fyrir stefni? Þér foreldrar grátið, en grátið lágt, við grðfina dóttur og sonar, því allt, sem á líf og andar- drátt, til ódáinsheimanna vonar. (Einar Benediktsson) Pabbi, mamma og fjölskylda. Hún elsku Magga frænka er dá- in. Hún, sem var svo skemmtileg, hún, sem var svo góð frænka. Hún, sem var svo óþekkur krakki, að því er fullorðna fólkinu fannst, en svo skemmtilegur leikfélagi fyrir mig, jafnöldru hennar og frænku. Þegar ég var í gagnfræðaskóla og bjó hjá afa og ömmu í Keflavík kom Magga stundum úr Reykjavíkinni og sagði: „Gréta, komum að gera eitthvað skemmtilegt." Það var aldrei lognmolla í kring- um hana, og það var aldrei rólegt í kringum okkur þegar við vorum saman. Þá var sko líf í tuskunum. Já, einmitt tuskunum, því að ég man svo vel eftir ótalmörgum stundum þar sem við fengum ein- hverjar tuskur lánaðar hjá ömmu, klæddum okkur í alls kyns skrýtin og skemmtileg föt og sungum og lékum okkur. Þegar ég lít til baka fínnst mér hún alltaf hafa verið sami fjörkálfurinn, alltaf með sama prakkarasvipinn á andlitinu, en allt- af svo blíð og full væntumþykju. Alltaf með svo mikinn lífsþorsta, löngun til að lifa lífinu og njóta þess að vera til. Jafnvel eftir að hún er dáin finnst mér hún vera hjá okkur og brosa og segja okkur að sér líði vel og nú sé fjör hjá henni, hún sé svo heppin að fá að vera með Didda bróður sínum og Fríðu frænku. Nú eru þau saman og það er alveg öruggt að þeim líður vel. Og Magga er líka komin til ömmu Kristínar og afa Sighvatar. Og það fannst henni alltaf svo skemmti- legt. Þegar hún stakk af til Kefla-’ víkur var stundum verið að leita að henni. Það fannst mér alltaf óþarfí, því að henni leið svo vel hjá ömmu og afa. Nú leitum við henn- ar, hvert á sinn hátt. En við þurfum ekki að óttast frekar en í gamla daga. Amma og afi hugsa um hana. Magga er í öruggri höfn. Amma söng mikið með okkur og fyrir okk- ur. Eitt af því sem hún söng stund- um þegar hún þurfti að róa okkur niður var lagið, Nú legg ég augun aftur, ljóð Sveinbjarnar Egilssonar. Og svo söng hún alltaf vers eftir Matthías Jochumsson við sama lag- ið og bað Guð þannig að vernda okkur frá öllu illu. Núna gerum við eins og amma gerði, syngjum fyrir elsku Möggu okkar og biðjum Guð að gefa henni ró og frið. Og við biðjum hann að hjálpa okkur að ná áttum, að gráta og syrgja Möggu og hjálpa okkur síðan að minnast hennar eins og hún var, minnast hennar sem viðkvæmrar rósar sem þoldi ekki frostið en er nú komin í skjól. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, sfo ég sofí rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég fei í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, þvi nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Margrét Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.