Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 33
___________MIWNIIMG
INGVAR AXELSSON
■+■ Ingvar Axelsson fæddist
* 28. október 1923 í Stóra-
gerði Hörgárdal í Eyjafirði.
Hann lést á gjörgæsludeild
Borgarspítalans 29. júlí síðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Háteigskirkju 8. ágúst.
ÞAÐ VORU óvænt tíðindi sem
bárust mér frá íslandi 29. júlí sl.
Afi var dáinn. Eftir stutta en
erfiða baráttu þurfti hann að lok-
um að láta undan, hann sem aldr-
ei gafst upp. Bakmeiðsli hafa þjak-
að afa undanfarin ár en aldrei
kvartaði hann. Hann lét aldrei á
því bera að honum liði illa og eins
var það í þessum veikindum. Lík-
legast höfðu þau lengri aðdrag-
anda en við vissum en enginn veit
hversu illa honum leið og því kom
þetta öllum jafnmikið á óvart.
Afi minn var ákveðinn maður
og hafði skoðanir á öllum málum.
Hann var vel að sér í flestu og
fylgdist vel með og alltaf var jafn
gaman að ræða við hann um dag-
leg mál. Skipti þá engu hvort
umræðuefni voru síðustu úrslit í
fótboltanum eða viðburðir í stjórn-
málum. Málefni Reykjavíkurborg-
ar, sem var honum alltaf kær, bar
einnig oft á góma.
En það eru ekki þessir eiginleik-
ar afa sem eru mér efst í huga
heldur þeir kostir er gerðu hann
ógleymanlegan þeim börnum sem
áttu hann að afa og langafa. Hann
náði sterkum tengslum við börn
og það var alltaf jafnskemmtilegt
að sjá hversu fljót þau voru að
laðast að honum. Þeim þótti gott
að fá að sitja í fanginu á afa sín-
um. Það var ekki aðeins vegna
þess hve vinalegur og afalegur
hann var í útliti, heldur geislaði
frá honum einhveiju sem börn
kunnu vel að meta.
Ég er svo lánsamur að vera al-
inn upp fyrstu níu ár ævi minnar
hjá afa og ömmu. Það er nokkuð
sem ég bý að alla ævi. Mér líður
því eins og ég hafi misst bæði afa
minn og pabba. Það er erfitt að
sætta sig við að geta ekki hitt afa
sinn aftur en hann mun alltaf eiga
dýrmætan stað í hjarta mínu. Eg
er þakklátur fyrir að þau gátu
komið í heimsókn fyrir nokkrum
mánuðum og dvalið með okkur um
tíma. Það voru dýrmætar stundir,
ekki síst fýrir Bryndísi og Bjarka
Stein sem gátu eytt miklum tíma
með langafa sínum og fengið hann
með sér í ófáar gönguferðirnar.
Afí undi sér alltaf vel við smíð-
ar og kom sér upp góðu verkstæði
þar sem hann dvaldi eins mikið
og hann gat. Ég veit að nú er
hann að koma sér upp verkstæði
á nýjum stað og safna að sér verk-
færum til þess að geta búið til
eitthvað handa þeim sem á eftir
koma.
Söknuðurinn er mikill og á
minningin um hann afa minn eftir
að lifa lengi. Takk fyrii\allt sem
þú gafst mér. Það eru mikil verð-
mæti.
Ömmu minni sendum við okkar
kærustu kveðjur og vonum að Guð
gefi henni allan þann styrk sem
hún þarf til að komast í gegnum
þessa miklu erfiðleika.
Birgir Ómarsson.
Miðstræti 4 - tvær íbúðir
Falleg 4ra herbergja hæð (tæpir 100 fm) ásamt sér einstaklings-
íbúð í kjallara í vel viðhöldnu húsi. Hæðin öll endurnýjuð í anda
hússins. Að auki eru allar lagnir nýjar, s.s. pípur, rafmagn og
skólp. Bílskúr/vinnuskúr fylgir. Auðveldlega mætti tengja hæðina
og einstaklingsíbúðina saman en einnig ber að hafa í huga að
leiga af litlu íbúðinni stendur undir lánum af öllu saman.
Verð 10,2 millj. Áhvílandi 5,3 millj. (ekki þurfa öll lán að fylgja).
Upplýsingar hjá ÁS-fasteignasölu s. 652790 (Kári).
Opið húsídag, sunnudag frá kl. 14-19.
Hverafold 116, Reykjavík
Til sýnis og sölu er gullfalleg 2ja-3ja herb. 76 fm neðri
hæð í nýlegu tvíbýlishúsi. Fallegar steinflísar á gólfum.
Gengið úr íbúð í sérlega fallegan afgirtan sérsuðurgarð
m. stórri verönd og nuddpotti. Sérinng. Áhv. bygging-
arsj og húsbr. 4,1 millj. Verð 6.950 þús.
Gjörið svo vel að koma og skoða.
Skeifan - fasteignamiðlun,
Suðurlandsbraut 46, sími 685556.
Opiðhúsídagkl. 15-17 FellsmÚM 18 2.h.t.h.
Til sölu glæsileg og rúmgóð 4ra herb.
íbúð í Fellsmúla 18. Ein íbúð á stiga-
palli. 3 svefnherb., þar af eitt forstofu-
herb. Sérhiti. Húsið er allt nýmálað
og sprunguviðgert. Suðursvalir. Áhv.
4,6 millj. húsbr.
Upplýsingar fást hjá:
KAUPMIÐLUN h.f.
Austurstræti 17 - 101 Reykjavík
S:621700
♦
EIGNAMIÐLUNIN %
Sími 88 • 90 • 90 - Fax 88 • 90 • 95 - Síðumúla 21
Háteigsvegur 12,2. hæð
- opið hús kl. 14-16 í dag
Hér er um að ræða glæsil. 6 herb. hæð, 147 fm auk
bílsk. íb. hefur verið endurn. að miklu leyti; ný gólfefni
eru á allri hæðinni, nýjar innr. í eldh. og baði, nýjar
rafml., gler og gluggar. Bílskúr. Verð 13,5 millj. íbúðin
verður til sýnis kl. 14-16 í dag, sunnudag. 3992.
Kársnesbraut 51,2. hæð - opið hús
3ja herb. mjög falleg íb. á 2. hæð í 5-íb. húsi. íb. hefur
verið mikið endurn. m.a. öll gólfefni o.fl. Laus strax.
Opið hús frá kl. 13-17 í dag, sunnudag. 3780.
Tíl sölu uerslunar- og
skrifstofuhúsnœöi
Vegna væntanlegra flutninga Teppalands er eitt þekktasta versiunarhúsnæði
borgarinnar til söiu, ásamt skrifstofu- og lagerhúsnæði. Selst íeinu lagi eða
hlutum. Eignin er öll í 1. flokks ástandi og nýyfirfarin að utan.
Mikill fjöldi bílastæða.
1. hæð: Verslunar- og lagerhúsnæði 582 fm. Stórir gluggar og góðar aðkeyrsludyr.
Götuhæð: Verslunarhúsnæði alls 582 fm. Stór vörulyfta milli 1. hæðar og
götuhæðar. Hæðin er auðskiptanleg.
2. hæð: Skrifstofuhúsnæði alls 700 ferm. Að hluta til nýtískulega innréttað.
Auðvelt er að hagræða innra skipulagi hæðarinnar.
i
VAGN JONSSON
FASTEIGNASALA
Skulagötu 30
AHi Vagnsson hdl.
SÍMI61 44 33 • FAX 6144 50
<3 7S. E. > S X S> i-) £- & i-XTE^
! I i I I I ; I l I ' I ' i
i i i i i i i ; i i jSi i ;
J5J—L J..
52 3 i - -j ----+—
.illl_
V 76