Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 15 vorin eru öll húsin gerð hrein, allar gardínur teknar niður og þess hátt- ar. Við fáum jafnan nokkrar skemmtilegar konur úr nágrenninu sem sjá um það. Auk mín eru hér að jafnaði þrír menn í starfi. Þeir sinna viðhaldi húsa og lóða. Tvær konur sjá um þvottahúsið. Það er umfangsmikið starf. Yfír sumartím- ann eru venjulega öll hús setin. Stundum vill fólk fá að vera leng- ur, en það er yfirleitt ekki hægt nema að svo vilji til að einhver ann- ar hætti við að koma á síðustu stundu.“ Hreðavatn, föðurieifð Þórðar, lá í þjóðbraut og var þar jafnan gest- kvæmt. „Hreðavatn varð einna fyrst á íslandi þekkt sem ferðamanna- staður,“ segir Þórður. „Þegar ég var unglingur var Hreðavatnsskálinn gamli mjög þekktur veitingastaður. Þar ríkti Fúsi vert. Áður en skálinn kom, á árunum fyrir stríð, kom þeg- ar töluvert af fólki að Hreðavatni. Þá hafði fólk almennt ekki bíla eins og nú er heldur kom gjaman með skipinu Laxfossi, sem þá gekk milli Reykjavíkur og Borgarness. Frá Borgamesi var það keyrt á mjókur- bíl með grindum upp að Hreða- vatni, þar sem það dvaldi sitt sum- arfrí í tjöldum. Þar var oft margt fólk samankomið. Áður en skálinn kom var rekin nokkur þjónusta við ferðafólkið heima á Hreðavatni. Eftir að Hreðavatnsskáli var reistur vom haldnar þar frægar skemmti- samkomur og dansleikir. Samkomu- haldið fór venjulega fram á óyfir- byggðum palli.“ Þægileg aðferð Þórður er kvæntur Hrafnhildi Ingibersdóttur. Hún kom sem ráðs- kona til Þórðar er hann var nýlega tekinn við búskap á Hreðavatni. „Það var kunningi minn fyrir sunn- an sem hafði milligöngu um komu hennar að Hreðavatni," s'egir Þórður glettnislega og bætir við: „Þetta var þægileg aðferð fyrir bændur að komast í kynni við konur. Þeir kom- ust oft illa frá búum sinum og þann- ig var líka hægt að sjá í návígi hvernig konan var verki farin.“ Það er mál manna að Þórður hafi ekki verið svikinn af verkunum hennar Hrafnhildar, hún hefur tekið ríkan þátt í störfum manns síns, ekki síð- ur eftir að hann gerðist umsjónar- maður í Munaðarnesi. „Þegar minna er umleikis hér á veturna og veit- ingaskálinn ekki rekinn þá er Hrafn- hildur venjulega með verkamennina hér í fæði,“ segir Þórður. „Öll við- haldsvinna sem hægt er að vinna á veturna fer fram þá, á sumrin er erfitt um vik vegna sumargestanna. Það er stöðugt verið að byggja hér og breyta. Við erum hér með hund- rað hús í það heila, ég segi oft að í sex hundruð manna þorpi sé ekki nema eðlilegt að nokkrir iðnaðar- menn séu að störfum." I Munaðamesi er starfrækt versl- un og veitingaskáli, en Þórður hefur ekki umsjón með þeim rekstri. „Magnús Ingi Magnússon rekur veitingaskálann en Kaupfélag Borg- nesinga á verslunina. Hún er opin alla daga vikunnar yfir orlofstímann en lokuð á veturna,“ segir Þórður. „Hinn viðurkenndi orlofstími er frá miðjum maí til miðs september og þann tíma annast félögin sjálf út- leigu á húsunum hér, í annan tíma sér skrifstofan í Reyjavík um leig- una.“ Talsvert margar jarðir, þar á meðal Hreðavatn, hafa farið í eyði í Stafholtstungum og Norðurárdal á síðari tímum. „Eg harmaði það að sjá jarðir þannig fara í eyði en gladdist að sama skapi þegar land var tekið undir ferðamannaþjón- ustu,“ segir Þórður. „Mér finnst síð- ur en svo neitt við það að athuga þótt slík starfsemi komi að ein- hveiju leyti í staðinn fyrir hefðbund- inn búskap. Um slíkt er gott eitt að segja, einkum fyrir sveitarfélög- in. Það er ekki síður mikilvægt að viðhalda á þennan hátt lifandi tengslum milli þéttbýlis og sveita landsins." HEKLUGANGAN MIKLA 20/8 KL.10. MAGNÚS VER STJÓRNAR MJÓLKURKRAFTAKEPPNI. RAFMAGNSGIRÐINGASTÖKK. FLUGSÝNINGAR GRÆNMETIS, FISKI- OG HANDVERKSMARKAÐUR 3ja daga ævintýri 19.-21. ágiist á Gaddstaðaflötum við Hellu. Athugið að frítt er inn á svæðið mmi Verslunín Rafha í Hafnarfirði og verslunin Rafha í Borgartúni hafa nú verið sameinaðar í eina verslun á Suðurlandsbraut 16, Reykjavík Idýrar og vandaðar danskar eldhúsinnréttingar. Frönsk lúxus eldhús í mörgum útfærslum. BAD • FATASKAPAR Ennfremur bjóðum við upp á mikið úrval sýningartækja með allt að 50% afslætti öll verð eru staðgreiðsluverð. (E)BEI MUNALÁN SUÐURLANDSBRAUT 16 • SIMI 880 500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.