Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ I i HVAfl ER FULLVALDA QUEBEC? ÞAÐ getur hitnað í kolunum í Quebec, eins og þarna varð raunin. Það var að vísu sigur íshokkí- liðs Montreal sem olli fagnaðarólátunum í þetta skipti. Flokkur aðskilnaðar- sinna á vísan sigur í fylkiskosningunum í næsta mánuði, og hefur heitið því að íbúar Quebec fái í atkvæða- greiðslu að tjá hug sinn til fullveldis fylkisins. Þó er ólíklegt að sigur hans leiði til þess að Kanada leysist upp. Kristján G. Arngríms- son hugar að helstu þáttum fullveldisbarátt- unnar og viðbrögðum við henni. AÐSKILNAÐARSINNAR í Que- becfylki í Kanada hafa farið mik- inn undanfarna mánuði, og þótt hugmyndin um fullveldi fylkisins hafí alltaf mótað hugmyndir Qu- ebecbúa, sem og annarra Kanada- manna, um sjálfa sig og landið, þá hafa þær aldrei verið ræddar jafn mikið og af svo mikilli alvöru sem nú. í næsta mánuði verður kosið tii fylkisþingsins, og stjórn Fijálslynda. flokksins, undir for- sæti Daniels Johnsons, stendur höllum fæti í skoðanakönnunum. Það er Parti Quebecois, flokkur aðskilnaðarsinna undir forystu Jacques Parizeau, sem nýtur mests fylgis. Þótt Parizeau hafi ætíð sagt það vera forgangsverkefni sitt að skilja Quebec frá Kanada og hafi hamrað á þeim hugmynd- um, þá er málið fráleitt svo ein- falt. Kjósendur eru hvorki einhuga um hvort Parti Quebecois sé fyrst og fremst ákjósanlegur kostur vegna aðskilnaðarstefnunnar eða vegna óstjórnar Fijálslynda flokksins, né eru þeir allir sam- mála um hvort „fullveldi" fylkisins þýði að það verði ekki lengur hluti af Kanada. En kannski er djúp- stæðasti vandinn í þessu máli öllu hinn sami og sá sem setur fyrir- vara á alla þjóðfélagsumræðu í Kanada yfírleitt, nefnilega hlut- skipti frumbyggjanna. Kanadabúar segja gjaman að þjóðaríþróttir þeirra séu tvær. Annarsvegar íshokkí - sem er þeim það sem handbolti er íslendingum - og hinsvegar tilvistarkreppa. Að vera kanadískur sé að vera sífellt upptekinn af spurningunni hver maður sé eiginlega. Tungumálið gefur enga vísbendingu, og ensku- mælandi fólk er á þeirri forsendu skyldara Bandaríkjamönnum en Quebecbúum. Forsendur kana- díska ríkjasambandsins era þannig fyrst og fremst pólitískar, en ekki menningarleg sérstaða. Og það er einmitt þarna sem aðskilnaðar- sinnar í Quebec finna sín sterk- ustu rök. Þeir segja að í fylkinu búi sérstök þjóð sem eigi enga samleið með „hinni þjóðinni", íbú- arnir eigi ekki í nokkrum vandræð- um með að átta sig á merkingu þess að vera quebeskur, en „kan- adískur" hafi enga merkingu. For- sendur fullveldis Quebec séu því menningarleg sérstaða. Rök, sem kannski hljóma kunnuglega í eyr- um Islendinga. Minnkandi fylgi Af þeim tæplega sjö millj- ónum sem byggja Quebec- fylki eru um _ 82 prósent frönskumælandi. Það er fyrst og fremst til þeirra sem flokkur Parizeaus sækir fylgi sitt, og enskumælandi stuðningsmenn Fijálslynda flokksins búa flestir í fáum kjördæmum í Montreal. Þess vegna er líklegt, að þótt fylgi aðskilnaðarsinnanna fari hlutfallslega minnkandi, ef marka má skoðanakannanir, nái Parti Quebecois umtals- vert fleiri . þingsætum en Fijálslyndi flokkurinn í kosningunum, sem verða haldnar 12. september. Þeim hefur verið spáð 80-85 sæt- um af 125. Þótt þeir eigi því sigurinn vísan, og Parizeau hafi heit- ið því að halda atkvæða- greiðslu um aðskilnaðarmál- ið í fylkinu innan árs frá því hann kemst til valda, eru flestir frétta- skýrendur nú komnir á þá skoðun, að hann vilji draga úr áherslunni á fullveldisbaráttuna. Almenning- ur hafi einfaldlega meiri áhuga á að fá nýja fylkisstjórn sem einbeit- ir sér að bættum efnahag og tak- ist á við atvinnuleysi, heldur en að losna úr tengslum við Kanada. Þannig sagði Parizeau í síðustu viku, að hann legði áherslu á „nýja stjórn fyrst, og fullveldi síðar.“ „Það er augljóst að Parizeau hefur gert það að markmiði sínu að mynda góða stjórn, vegna þess að skoðanakannanir benda til að það sé það sem fólk viii heyra,“ segir stjórnmálaskýrandinn Pierre Fournier. Parizeau hafi alltaf vilj- að leggja áherslu á að efnahagur- inn muni batna undir stjórn Parti Quebecois, en Johnson og félagar í Frjálslynda flokknum hafi not- fært sér umræðuna urn aðskilnað til að benda á hversu kostnaðar- samur hann yrði, til dæmis hvað ný atkvæðagreiðsla um fullveldi yrði Quebecbúum dýr. Þessi bar- áttuaðferð fijálslyndra virðist hafa skilað árangri. Niðurstöður skoð- anakönnunar sem birtar voru fyrir viku bentu til að Fijálslyndi flokk- urinn nyti einungis tveggja pró- senta minna fylgi en Parti Que- becois, en í skoðanakönnun sem gerð var fyrir mánuði höfðu að- skilnaðarsinnarnir 10 prósenta forskot. Sigur í fylkiskosningunum yrði annað skrefið sem Parizeau stígur í að leiða Quebec til fullveldis. Það fyrsta var að ná afgerandi víg- stöðu á alríkisþinginu í Ottawa, og það tókst í kosningunum síðast- liðið haust, þegar Bloc Quebecois, flokkur Luciens Bouchards, skoð- anabróður Parizeaus, náði að verða næst stærsti flokkurinn á þingi, þrátt fyrir að bjóða einung- is fram í Quebec, og komast þann- ig í hlutverk hinnar opinberu stjórnarandstöðu. Þriðja og síðasta skrefið yrði sigur í atkvæða- greiðslu um fullveldi. Andstaða í öðrum fylkjum Aðskilnaðarsinnar njóta lítillar samúðar meðal enskumælandi íbúa landsins. Parizeau hefur sagt að hann vilji ekki ræða frekar möguleikann á að Quebec verði áfram hluti af Kanada. Slíkt væri tímasóun, og að stjórn sín yrði að hefjast handa við að undirbúa að- skilnaðinn. „Ég ætla ekki að eyða tímanum í það hvernig Kanada gæti orðið betra eða öðruvísi," var haft eftir honum fyrir nokkru. „Við erum að sinna okkar eigin málefnum." Afstaða fóiks í öðrum fylkjum er næsta eindræg. Michael Harcourt, fylkisstjóri í British Columbia, var ómyrkur í máli um möguleg- an aðskilnað: „Ef þeir [Que- bec] ákveða að segja skilið við okkur, þá yrðum við ekki góðir vinir, við yrðum svarnir óvinir. Fólk í British Columb- ia myndi reiðast feykilega.“ Roy Romanov, fylkisstjóri í Saskatchewan, tók í sama streng: „Það eru hugarórar að halda að aðskilnaður fáist með vinsamlegum viðræð- um.“ Landamæraflækj ur Fátt setur Kanadabúa jafn mikið út af laginu og um- ræða um hlutskipti frum- byggja landsins, eða „fyrstu þjóðirnar." Félagslegur vandi frumbyggjanna, atvinnu- leysi, áfengisnotkun og sjálfs- morðstíðni, virðist með öllu óleys- anlegur. Ráðstafanir stjórnvalda í þessum efnum hafa oftar en ekki virst yfirborðskenndar og bera keim af úrræðaleysi. Það einfaldar því ekki aðskiln- aðarmálið þegar frumbyggjar í Quebec láta í Ijósi þann vilja sinn að tilheyra Kanada áfram. Þeir eru ekki nema um 130 þúsund, en það land sem heyrir þeim til, á sögulegum forsendum, er um tveir þriðju af öllu landi í fylkinu. Alríkisráðherra málefna frum- byggja, Ron Irwin, olli miklum úlfaþyt í maí, þegar hann átti fund með höfðingjum fyrstu þjóðanna sem búa í Quebec og sagist ekki sjá annað en þeim væri fullkom- lega stætt á því, að segja skilið við Quebec og halda tengslum við Kanada, ef Quebec segði skilið við landið. Þessi afstaða ráðherrans kom ekki einungis aðskilnaðars- innum í bobba, heldur setti alríkis- sinna líka í stök vandræði, því ráðherrann var í raun að draga í efa réttmæti landamæra fylkisins, hvort sem það tilheyrir Kanada eða ekki. Á því leikur enginn vafi, að komi til aðskilnaðar munu rísa heiftúðugar landamæradeilur, sem gætu orðið hættuleg púðurtunna. Hingað til hafa menn kosið að hafa lágt um þetta efni, en af- staða aðskilnaðarsinnanna er ein- örð. Bæði Parizeau og Bouchard hafa vitnað í kanadísk og alþjóðleg lög, auk orða lagaspekinga, til varnar landamærum fylkisins eins og þau era nú. Innan þeirra er gífurlegt landflæmi, sem alríkis- stjórnin veitti fylkinu þegar það gekk í ríkjasambandið 1867. „Mál- ið er einfalt og skýrt,“ sagði Parizeau. „Þegar Quebec verður sjálfstætt ríki þá mun það halda landamærunum eins og þau eru nú.“ „Sjálfra okkar vegna“ Meirihluti frumbyggjanna er ósammála. „Við viljum leggja okk- ar af mörkum til þess að halda þessu landi saman,“ sagði Konrad Sioui, höfðingi Huron-indjána. „Ekki vegna þess að við fylgjum enska Kanada að málum og séum andvígir franska Kanada, heldur sjálfra okkar vegna.“ Irwin sagði frumbyggjana ekki vera húsgögn sem aðskilnaðar- sinnar gætu flutt til eftir hentug- leikum. „Frumbyggjarnir óttast mjög um hag sinn,“ sagði hann. „Aðskilnaðarsinnarnir segjast eiga rétt á að taka ákvarðanir um eig- in mál, og hví skyldu frumbyggj-. arnir, sem hafa búið hér tuttugu sinnum lengur en við, þá ekki eiga hinn sama rétt?“ Aðskilnaðarsinnar brugðust ókvæða við, og Parizeau gekk svo langt að kalla Irwin „fífl.“ For- sætisráðherrann, Jean Chretíen, hefur ekki viljað taka þátt í opin- berri umræðu um aðskilnaðarmál- ið. Hann hefur lýst því yfir að kjósendur hafi veitt flokki hans, Fijálslynda flokknum, brautar- gengi vegna loforða um að bregð- ast við atvinnuleysinu í landinu, en ekki til þess að rífast um full- veldi Quebecs. En Chretien rauf þögnina eftir upphlaup Irwins, þó það væri fyrst og fremst til að bera klæði á vopnin. Hann sagði að hörð ummæli ráðherrans, sem og hörð orð fylkisstjóranna Harco- urts og Romanovs, væru „eðlileg" í ljósi þess mikla áróðurs sem að- skilnaðarsinnar hefðu rekið fyrir málstað sínum að undanförnu, ekki hvað síst Bouchard, sem hef- ur ferðast jafnt innanlands sem utan til þess að kynna málstað Quebec. Hvað er fullveldi? Fylgi Parizeaus og félaga kann að veita þeim sigur í fylkiskosning- unum, en þeir hafa fráleitt bitið úr nálinni með sjálfstætt Quebec. Síðast þegar skoðanir kjósenda í fylkinu voru kannaðar kom í ljós, að rúmlega 54 prósent voru and- víg fullum aðskilnaði. Þijátíu og átta prósent voru fylgjandi. Aðrir voru óákveðnir. Fylgi við aðskilnað hefur þannig minnkað um 10% frá því í júní. Þá kom það enn skýrar í ljós en áður, að íbúar í Quebec eru alls ekki á eitt sáttir um hvað fullveldi feli í sér, og vilja ekki útiloka neitt. Þegar spurt var hvort Quebec yrði áfram hluti af Kanada ef fylkið yrði fullvalda svöruðu einungis 47% neitandi, en 42% játandi. Tíu prósent voru óákveðin. Jacques Parizeau, leiðtogi Parti Que- becois og einarð- asti fullveldis- sinninn í Quebec, er jafnan afdrátt- arlaus og kjarn- yrtur í skoðunum sínum. Lucien Bouchard, leiðtogi Bloc Que- becois og sljórn- arandstöðunnar á þinginu í Ottawa, hefur verið dug- legur að kynna málstað aðskilnað- arsinna. f \ I I t ■ ( 1 \ ( i \ I i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.