Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 FRÉTTIR Samvinna Vegagerðarinnar og hestamanna Reiðleiðir kortlagðar SIGRÍÐUR Sigþórsdóttir, arkitekt, hefur fyrir áeggjan Landssambands hestamannafélaga og Vegagerðar ríkisins kortlagt helstu reiðleiðir á íslandi. Sigríður kveðst hafa fengið fádæma góðar viðtökur í öllum umdæmum landsins og því hafi verkið gengið greiðlega. Hún studd- ist aðallega við kort frá Landmæl- ingum íslands. „Það var alltof lítið til af reiðleiðakortum," segir Sigríð- ur. „Ég er sjálf hestakona þannig að ég vann verkið af mikium áhuga.“ Sigríður segir að þar sem kortið hafi verið hannað með þarfir Vega- gerðarinnar í huga muni það ekki koma almenningi fyrir sjónir í óbreyttri mynd. Hún er þó sann- færð um að brýn þörf sé á að hanna reiðleiðakort fyrir ferðamenn. Bæði kæmi það í góðar þarfir fyrir þá sem hafa unun af hestamennsku og gæti jafnframt orðið leiðarvísir fyrir fólk sem ferðast mikið í nátt- úru landsins. Sigríður telur að slík- ar upplýsingar gætu varað fólk við viðkvæmum svæðum og þannig forðað þeim frá óþarfa ágangi. Til hliðsjónar við gerð framkvæmdaáætlana Að sögn Sigríðar er meiningin að Vegagerðin hafí kortið til hlið- sjónar við gerð framkvæmdaáætl- ana næstu árin. Jón Rögnvaldsson hjá Vegagerðinni segir að vega- gerðin hafí fullan hug á að taka tillit til þarfa hestamanna og hafí tónninn reyndar þegar verið gefínn í því samstarfí með gerð kortsins. Að hans sögn er hugmyndin sú að kallað verði á trúnaðarmenn hesta- manna í hveiju umdæmi til skrafs og ráðagerða þegar Vegagerðin hyggur á framkvæmdir. „Það er nauðsynlegt að vinna á markvissan hátt að gerð reiðleiða þannig að unnt verði að festa þær inn í skipu- lag.“ Sigurður Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga, lýkur miklu lofí á kortið. Hann segir það hafa verið helsta hagsmunamál hestamanna um hríð að aðstaða varðandi reið- leiðir yrði bætt. Sigurður fullyrðir að umferð hestamanna og bifreiða eigi enga samleið lengur eftir til- komu malbiks á þjóðvegum. Alvar- legustu afleiðingu þess telur hann vera að í seinni tíð hafi oft gleymst að ætla reiðleiðum rými. „Eg vona að verkið verði grunnur að því að halda uppi eðlilegum samgöngum ríðandi manna á Islandi." Sigurður segir brýnt að marka framtíðarbraut varðandi reiðleiðir á landinu. Hann segir að á Alþingi séu teikn á lofti um að stjórnvöld hyggist veita meira fé til gerðar reiðleiða í framtíðinni. Hann bendir á að ferðaþjónusta sé vaxtarbrodd- ur í íslensku atvinnulífí og því sé afar mikilvægt að gefa fólki færi á að kynnast landinu utan þjóðvega. ÞESSIR spænsku læknar höfðu aðeins veitt silung heima í sól- inni, en ákváðu að verja fríinu á Islandi og spreyta sig við lax- veiðar. Og árangurinn var bara nokkuð góður, 24 punda hæng- ur á rauða Franees nr. 14 í Bugðufossi í Kjós. Á SAMA tíma og smálax hefur víða vantað illilega í íslenskar laxveiðiár í sumar, þá hefur stórlaxinn að sama skapi verið sterkur. Það er bara verst, að jafnvel þegar nóg er af honum, er hann aldrei nærri jafn liðmargur og smálaxinn. En það er ekki nóg með að göngur af tveggja ára laxi úr sjó hafí verið óvenjusterk- ar og óvenju snemma á ferð í sum- ar, heldur hefur laxinn sannariega verið óvenjuvænn. Alvöru stórlaxar, fiskar um og yfir 20 pund hafa einn- ig verið fleiri í sumar heldur en oft- ast áður. Alltaf eru áraskipti af því hversu mikið er um slíka laxa. Sum ár sjást þeir varla, en í sumar eru þeir margir og hafa verið að veiðast jafnt og þétt. Þó er haft fyrir satt, að þeir stærstu hafi enn ekki veiðst. Þannig eru t.d. tveir algerir risar í Laxá í Þingeyjarsýslu, annar í Skriðuflúð og hinn í Vitaðsgjafa og báðir taldir vera milli 30 og 40 pund. Þá sást einnig til slíks ferlíkis snemma sumars í Vesturdalsá í Vopnafirði og sumir eru jafnvel á því að þeir séu einnig tveir á ferð þar eystra. Þessir laxar hafa sést reglulega en ekki veiðst. Fyrir skömmu veiddist þó stærsti lax sum- arsins á Nesveiðunum í Laxá og var hann „bara“ 26 pund. Þeir stóru Við skulum aðeins renna yfir stærstu laxa sumarsins og athuga hvar þeir hafa veiðst. 26 punda lax veiddist á fluguna Iðu í Presthyl í Laxá í Aðaldal. Á Höfðabreiðu í sömu á veiddist 25 punda hængur á spón og annar hængur jafnþung- ur veiddist í Þverá í Borgarfirði á Skrögg lúru f júní. 24 punda laxar hafa veiðst í Blöndu, Hvítá eystri, Víðidalsá, Vatnsdalsá og Laxá í Kjós. Ef til vill víðar. Við fréttum af 23 punda laxi af Iðunni fyrir nokkru, einnig úr Laxá á Nesjum og úr Staðarhólsá í Dölum og 22 punda laxar hafa veiðst í Hítará, Stóru Laxá og á Iðunni. Trúlega víðar, svo sem í Víðidal og Vatns- dal. Við hættum að terlja niður á þessum punkti, því mjög margir 20 og 21 punda laxar hafa verið dregn- ir á þurrt. Við getum þó nefnt til nokkrar áður óneíndar ár í þessum tengslum, Selá, Ytri- og Eystri Rangá. Vangaveltur um agn og búnað Eins og frá var greint í þætti þessum fyrir skömmu, heíur flugan Laxá blá, eftir veiðiklóna Þórð Pét- ursson á Húsavík, náð alþjóðlegri hylli. Til marks um það er tilvist hennar í vörulista Orvis þar sem hún hefur setið ásamt fjölda rótgró- inna og frægra flugna síðustu árin. Af félagsskapnum má nefna Rusty Rat, Blue Charm, Silver Rat, Und- ertaker, Green Highlander, Hairy Mary og Black Dose, allt flugur sem gefíð hafá rokafla víða um lönd, meðal annars á Islandi. Síðustu árin hefur Þórður unnið að því að hanna litrófið af Laxárflugum og er nú kominn hringinn. Sú síðasta var Laxá gul, sem Þórður segir hafa reynst þeirra best og verið á köflum í sumar sú flugan sem lax- inn vildi helst. „Laxá gul er eins og nafnið bend- ir til gul þar sem Laxá blá er blá og blá þar sem Laxá blá er gul. Þetta er alger andstæða og reynslan í sumar sýnir að þetta er góð fluga. Um daginn vorum við með 30 til 40 laxa holl þar sem Laxá gul gaf flesta laxana," sagði Þórður í sam- tali við Morgunblaðið. Enn sem komið er, eiga ekki margir Laxá gul, en ef að líkum lætur mun það ekki standa lengi. Vík burt kuldaboli Menn rekast sem sé á Laxá blá er þeir fletta vörulista Orvis. í umræddum bæklingi kennir auðvit- að margra grasa og ekki verður svo skilist við ritið án þess að nefna jakka sem er sem sniðinn fyrir haust- og síðsumarsveiðiklærnar. Er sumri er tekið að halla er stanga- veiði orðin kalsöm iðja . Síðustu árin hafa æ fleiri notað vöðlur úr efninu neoprene sem bæði er vatns- helt og hitaeinangrandi svo af ber. Fyrir svo sem þremur-fjórum árum fór umrætt fyrirtæki að hanna jakka úr sama efni og eru þeir sömu eiginleikum gæddir og vöðlurnar. Er nú sýnt, að hönnun veiðifatnað- ar sé svo langt komin á þróunar- brautinni, að það sé varla hægt lengur að verða kalt í veiði. Böðvar endurkjörinn Fyrr í sumar var haldið ársþing Landssambands veiðifélaga og þar bar helst til tíðinda, að Böðvar Sig- valdason á Barði, formaður Veiðifé- lags Miðfjarðarár var endurkjörinn formaður. Böðvar hefur gegnt for- mannsembættinu síðustu ár og var kjör hans til næstu þriggja ára. Með honum í stjórn verða Bragi Vagnsson Burstafelli, Svavar Jens- son Hrappsstöðum, Ketill Ágústs- son Brúnastöðum og Vigfús B. Jónsson Laxamýri. Alls konar samþykktir voru gerð- ar á fundinum, en samkvæmt fréttatilkynningu frá LV bar þetta hæst: -Meðal samþykkta aðalfund- arins var ályktun þar sem Halldóri Blöndal landbúnaðarráðherra var þakkað sérstaklega fyrir forgöngu hans og bætta og breytta löggjöf um lax- og silungsveiði og hvatti hann jafn framt til að hefja undir- búning að heildarendurskoðun lag- anna. -Þá lýsti fundurinn áhyggjum sínum varðandi flakk hafbeitarlaxa í laxárnar og hvatti til þess að rík áhersla yrði lögð á að vanda til sleppinga í hafbeit, hvað gæði seiða, sleppistaði og sleppitækpi snerti. -Einnig varaði fundurinn við af- leiðingum þess á lífríkið umhverfis landið, að sleppa ótakmörkuðum fjölda gönguseiða frá einstökum hafbeitarstöðvum og hvetur til frið- lýsingar valinna svæða fyrir kvía- eldi og hafbeitarstöðvar, samanber heimild í lögum, til að koma í veg fyrir þá hættu, sem samfara er slíkri starfsemi í nágrenni heim- kynna villta laxastofnsins, eins og reynslan hafí sýnt.“ Stýrir fornleifadeild Arbæjarsafns íslensk fornleifa- fræði getur átt bjarta framtíð Fornleifarannsóknir vekja iðulega mikla athygli. Það má hugsanlega skýra með skír- skotun til eðlislægrar for- vitni sem býr í okkur flest- um. Við þráum að komast að uppruna okkar og í því skyni að svala forvitni okkar eru sagnfræðingar og forn- leifafræðingar sérstaklega menntaðir. Mjög margir fylgjast því með fréttum af fornleifauppgreftri en færri vita hversu margþætt starf fornleifafræðinga er. Bjarni F. Einarsson fomleifafræð- ipgfur stýrir fornleifadeild Árbæjarsafns og hefur þannig umsjón með öllum fornminjum í landi Reykja- víkurborgar. - Hvert er hlutverk forn- leifadeildar Árbæjarsafns? „Hlutverk hennar er nokkuð margþætt. Það er í fyrsta lagi að sinna framkvæmdaeftirliti í borg- arlandinu öllu. Þá er í annan stað veitt ráðgjöf vegna skipulagsmála og þessir tveir málaflokkar tengj- ast mjög mikið. í þriðja lagi sinn- um við rannsóknum og loks hefur deildin umsjón með forvörsluverk- stæði safnsins en með forvörslu er átt við að reyna stöðva eyðingu gripa í eigu safnsins með ýmsum hætti. Allar fornleifar eru friðaðar með lögum. Öllum framkvæmda- aðilum er því skylt að tilkynna það umsvifalaust ef þeir koma t.d. niður á mannvistarlög. Þeir halda áfram í samráði við okkur eða stöðva framkvæmdir að okkar ósk. Stundum er það þannig að þeir leita álits okkar áður en framkvæmdir hefjast. Næsta skref er að gera úttekt á tilteknu svæði en það má géra með greftri, heimildaöflun eða öðrum aðferðum. Loks er gerð skýrsla en að því loknu geta fram- kvæmdaaðilar hagað sinni áætlun með tilliti til okkar ráðgjafar.“ - Er þetta eftiriit stór þáttur í starfinu? „Já, þessi verkþáttur er senni- lega sá allra tímafrekasti nema ef vera skyldi Viðeyjarrannsóknin. Hún er raunar svolítið sjálfstæð." - Eru aðrar fornleifarannsókn- ir í gangi á vegum Árbæjarsafns? „Það eru engir aðrir fomleifa- uppgreftir í gangi. Á hinn bóginn er ég að vinna við úrvinnslu á mjög athyglisverðum uppgreftri á Aðalstræti 14. Síðan er nýlokið úrvinnslu gagna og skýrslugerð vegna fornleifarannsókna á Arn- arhóli og Ingólfstorgi. --------- Það sem er efst á baugi núna, ef undan er skilin Viðeyjarrann- sóknin, er skráning á öllum föstum fornleif- um í Reykjavíkurlandinu. Þetta er gert til að auðvelda skipulags- vinnu í framtíðinni.“ - Hvað leiddu fornleifarann- sóknirnar í miðbænum í Ijós? „Rannsóknin á Arnarhóli sýndi fram á að þar er bæjarhóllinn all- ur og næsta óskemmdur nema ef vera skyldi vegna styttufram- kvæmdanna á 3. áratugnum. Það kom reyndar á óvart að hann væri þetta heill. Ekkert sérstakt kom í ljós á Ingólfstorgi. Aðalstrætisrannsóknin hefur sýnt fram á að allt tal um land- nám fyrir landnám er á misskiln- ingi byggt. Það er mjög þýðingar- mikið fyrir íslenska fornleifafræði að geta sýnt fram á þetta sem Dr. Bjarni F. Einarsson ► DR. BJARNIF. Einarsson forstöðumaður fornleifadeildar Árbæjarsafns er fæddur í Reykjavík árið 1955. Hann varð stúdent frá MR 1976 og lauk kand. fil.-prófi í fornleifafræði frá Gautaborgarháskóla 1982. I vor varði hann doktorsritgerð við sama skóla. Sambýliskona Bjarna er Elín Elísabet Hall- dórsdóttir og eiga þau tvö börn. Skráning fornleifa framundan hefur verið deilumál 260 þúsund fornleifafræðinga í landinu. Þeir eru ýmist Keltasinnar, landnám fyrir landnámssinnar eða hlynntir hefðbundinni söguskoðun." - Hver er staða íslenskrar forn- ieifafræði um þessar mundir? „Hér á landi hefur aldrei verið til eðlilegur vettvangur fyrir vís indalega og faglega umræðu. Það hefur leitt af sér að aðilar sem ekkert hafa með fornleifafræði að gera og vita ekkert um fagið eru að skipta sér allt of mikið af því hvernig málum er hagað Þetta hefur staðið íslenskri forn- leifafræði fyrir þrifum. Hins vegar hefur íslensk forn- leifafræði gífurlega möguleika og hugsanlega svo mikla á sumum sviðum að þeir skyggja á aðrar nágrannaþjóðir okkar. Við höfum greinilega ekki komist að þessu sjálf. Þetta gerist af því að okkur skortir vísindalegan grunn. Hér hefur t.a.m. aldrei farið fram kennsla í greininni á háskólastigi. Undanfarin ár hafa einnig kom- ið til landsins allmargir fræði- menn með góða menntun og sæmilega reynslu en þeir ganga á vegg. Þessi veggur er íslensk fornleifafræði eins og hún hefur þróast hingað til. Hún getur þó hvergi talist forn- leifafræði samkvæmt venjuiegri skilgreiningu erlendis. Þessi veggur verður eðlilega hræddur og heldur andstæðingum sínum frá. Þetta er klassískt dæmi um það þegar fólk með góðan undirbúning og reynslu kemur og vill fara gera eitthvað en þá snýst það sem fyrir er upp á móti því og árekstrar verða. Þetta vandamál verður að leysa og það verðum við að gera sjálf. Að því loknu get ég ekki séð ann að en að íslensk fornleifafræði eigi mjög bjarta framtíð fyrir sér, Sú framtíð felur í sér að skapa heilbrigða umræðu í greininni á faglegum og vísindalegum grunni og að koma á fót stofnun í forn- leifafræði við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.