Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Þóróur Krist jónsson er umsjónar- ntaóur sumarhúsanna í Munaóar- nesi. Þar er nú stærsta sumarhúsa- byggð i ffélagaeigu ó íslandi SUMARGESTUR að leik í Munaðarnesi. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur. SUMARHÚSALÍF er orðið snar þáttur í lífi íslendinga. Margir eiga sumarbústaði en hinir eru þó miklu fleiri sem fá inni í ein- hveijum af þeim fjölmörgu sumar- húsum sem samtök launþega og starfsmannafélög víða um land hafa byggt á síðustu áratugum. Fjölmennasta sumarhúsabyggð í eigu launþegasamtaka er í Mun- aðamesi í Borgarfirði. Á vorin tekur heldur betur að færast líf í tuskumar þar, þegar hvert húsið af öðm fyllist af eftirvæntingar- fullum sumargestum. Viku seinna koma nýir gestir og þannig koll af kolli þar til sumarleyfistíminn er á enda á haustin og vetur geng- ur í garð. Líka þá em hús í Munað- amesi meira og minna í notkun, því þá em iðulega haldnar þar ráðstefnur eða fjölmennir fundir hinna ýmsu aðila. Umsjónarmaður með allri þessari starfsemi hefur frá upphafi verið Þórður Krist- jánsson. Hann varekki ókunnugur staðháttum á þessu svæði þegar hann tók þetta starf að sér, hafði verið bóndi í tuttugu ár á Hreða: vatni. Eg er fæddur á Hreðavatni, yngstur sex sona þeirra Sigurlaugar Daníelsdóttur og Kristjáns Gestssonar. Faðir minn var frá Tungu í Hörðudal. Hann var fyrst bóndi þar en hafði svo jarðakaup við bónd- ann á Hreðavatni. Sennilega hefur það verið fyrir áhrif móður minnar, sem var ættuð héðan, frá Stóra- Gröf,“ segir Þórður í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Þórður er búfræðingur að mennt og hóf búskap á Hreðavatni árið 1949. „Af heilsufarsástæðum varð ég að hætta búskap árið 1970,“ segir Þórður. „Ég kynntist Kristjáni Thorlacius á sjúkrahúsi í Reykjavík, þá var hann fyrir hönd BSRB búinn að tryggja sér land hér í Munaðamesi og var að líta í kringum sig eftir væntan- legum umsjónarmanni með hinni fyrirhuguðu sumarhúsabyggð. Ekki hafði gengið þrautalaust fyrir Bandalag starfsmanna ríkis og bæja að fá land undir væntanlega bú- staði. Fyrst hafði Magnús Jónsson frá Mel, fyrmm fjármálaráðherra, gefíð BSRB landspildu úr jörðinni Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í þessu skyni. Prestur þar snerist öndverður gegn þessari fyrirætlan og kom í veg fyrir að BSRB gæti nýtt sér UNGIR sumarhúsagestir upp á Stekkjarhóli, þar sem margir telja vera álfabyggð. Málverk af Þórði Kristjáns- syni eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli það land. Þá leituðu þeir eftir landi í Skorradal, fengu spildu úr landi Indriðastaða og gerðu um hana kaupsamning. Sveitarstjómin í Skorradal lagðist hins vegar gegn þessum landakaupum og neytti forkaupsréttar síns. Eftir það leituðu forsvarsmenn BSRB fyrir sér annars staðar í Borgarfírði og niðurstaðan varð sú að þeir tóku á leigu 20 hekt- ara af landi Munaðar- ness. Þar af voru fimm hektarar sem Ásbjörn Ólafsson heildsali hafði haft á leigu, á því landi stóð sumarbústaður Ás- bjöms, sem BSRB keypti. Til að byija með voru byggð hér 23 hús og hluti af þjónustumiðstöðinni sem hér er. Tíu þessara húsa vom upphaflega notuð sem starfsmannahús í Straumsvík, en voru þýsk að uppruna, hin húsin vom smíðuð hjá Húsasmiðjunni. Fljótlega kom í ljós að meiri upp- byggingar var þörf, þá vom teknir á leigu 45 hektarar úr landi Stóm- Grafar, sem er aðliggjandi Munað- arnesi. Árið 1975 vom tekin í notk- un hér 45 ný sumarhús sem flutt voru inn tilbúin frá Noregi, þau vom keypt þaðan vegna þess hve hröð uppbyggingin þurfti að vera, menn töldu að ekkert íslenskt fyrir- tæki gæti framleitt slíkan fjölda húsa á þeim skamma tíma sem til stefnu var. Árið 1980 fóru Stóru- Skógar í eyði. BSRB keyptu þá jörð, sem á mikið land aðliggjandi sumar- húsabyggðinni í Munaðarnesi. I Stóm-Skógum voru fljótlega byggð Þórður Kristjánsson sautján hús. Samtals eru hér nú 86 sumarhús sem hin ýmsu félög innan BSRB eiga.“ — Er ekki erilsamt starf að vera umsjónarmaður svo stórrar sumar- húsabyggðar? „Það er snúningasamt en að öðra leyti furðu rólegt. Fólkið sem er hér yfír sumarið er nánast einvörðungu ljölskyldufólk," segir Þórður. „Hér er gott að vera með böm, svæðið er hættulítið og vel girt. Þetta er hentugur valkostur fyrir bamafólk, miklu ódýrara en að vera á hótelum og fyrirhafnarminna en að vera í tjöldum. Ymislegt kemur að sjálf- sögu upp á þar sem svo margt fólk safnast saman. Það kemur t.d. oft fyrir að fólk lokar sig úti og þá þarf að hleypa því inn. Við emm með masterlykla að öllu saman, ég vildi ekki þurfa að ganga hér með hundr- að lykla kippu. Sem betur fer hefur aldrei kviknað hér í. Það hef ég ótt- ast mest af öllu að fyrir kæmi, ég er eldhræddur maður og þetta era allt saman timburhús. Einkum emm við á verði á vorin, áður en tekur að gróa. Jörð er hér ekki bitin af skepnum og sinuflókinn því mikill. Af slíku stafar voðaleg eldhætta. Það hefur aðeins komið fyrir að kviknað hefur í sinu, en það hefur sem betur fer aldrei orðið að óhappi. Það er mikið lán, húsum gæti orðið erfitt að bjarga við vissar aðstæður. í hús- unum sjálfum hefur aldrei kviknað og þó eru komin grill í nánast hvert hús. Stundum hefur litlu mátt muna, grillin hafa fokið logandi um og jafn- vel brennt sig niður í pallana, en þetta hefur sloppið stórslysalaust." Ljós og skuggar lífsins — Skyldu það vera huldar vættir sem halda vemdarhendi yfir sumar- húsabyggðinni? „Auðvitað eigum við okkar stað- arverur," segir Þórður og hlær. „Þær eru þó ekki af ejstu gerð, hvorki mórar né skottur. Ýmsir telja sig hins vegar sjá álfa í Stekkjar- hóli, sem er nokkuð sérstæður hóll. Ég hef ekki látið kortleggja þessa huldubyggð, eins og nú er gert í sumum byggðarlögum, kannski væri ástæða til þess. Þeir sem sjá lengra nefí sínu þykjast sjá ýmislegt í þessum hól, segja álfa reka þar hinn fjölbreytilegasta búskap og þar sé alveg ljómandi sambýli." — Skyldi mannfólkið vera eins þægilegt í umgengni hvert við ann- að? „Fólki hér kemur yfirleitt ágæt- lega saman. Það er helst á veturna, þegar eitthvað er um að vera og kannski hópar í húsunum, að ég hef þurft í örfáum tilvikum að biðja fólk að hafa lægra,“ segir Þórður. „Sumarhúsabyggðin í Munaðarnesi er eins og meðalstórt þorp á sumr- in. Eðlilega koma upp ýmiskonar mál í tengslum við þetta mannlíf. Fólk veikist og þarf að komast und- ir læknishendur. Við leitum til heil- sugæslunnar í Borgarnesi ef eitt- hvað slíkt kemur fyrir. Oft hefur fólk orðið að fara héðan vegna veik- inda. Hér hafa orðið nokkur dauðs- föll, þá hef ég séð um að kveðja til lækni og lögreglu og reynt að að- stoða aðstandendur eftir föngum. Það versta sem ég hef komist í hvað slíkt snertir var þegar ung kona veiktist og var lögð inn á sjúkrahús. Eiginmaður hennar hafði fylgt henni en sneri svo aftur til barna þeirra sem hér voru eftir. Um nóttina var hringt og tilkynnt andlát konunnar og ég beðinn að flytja manni hennar þessi dapurlegu tíð- indi. Ég leitaði að nafni mannsins en fann það hvergi í bókum hjá mér. Loks hugkvæmdist mér að hann gæti verið í tjaidi, hér eru stundum margir tjaldbúar. Ég hóf leit að manninum árla morguns og gekk fljótlega fram á hann þar sem hann var úti við að grilla mat fyrir sig og börn sín þijú. Ég sagði hon- um ekki að kona hans væri látin heldur lét hann sjálfan hringja í sjúkrahúsið og tala við hjúkrunarlið þar. Þetta var átakanlegur atburð- ur, börnin þijú vom svo ung. Ef hringt er að nóttu og ég beð- inn að vekja fólk til að tilkynna því einhver tíðindi eru þau oft dapurleg. Það er þó fjarri því einhlítt. Ein- hverju sinni var ég vakinn upp og beðinn að segja frá barnsfæðingu. Ég spurði hvort ekki væri ráðlegt að bíða með fréttimar til morguns í stað þess að vekja upp. Faðir hins nýfædda barns tók því víðsfjarri. „Tilkynntu þetta endilega strax og segðu að móður og barni heilsist báðum vel, það gerir ekkert til þótt þú vekir upp,“ sagði hann ákveðinn. Ég fór að húsinu sem hann tiltók og knúði þar dyra. Fólkið í húsinu var allt vakandi og tók tíðindunum með mikilli gleði. Það var ekki við annað komandi en að ég kæmi inn til þess og skála við það í kampa- víni — maður sem færði svo góðar fréttir. Ég gat meira að segja sagt hvað barnið var þungt og langt.“ V orhreingerningar — Hvemig skyldi umgengni gesta í Munaðarnesi vera? „Hún er yfirleitt til fyrirmyndar," svarar Þórður. „Það kemur stöku sinnum fyrir að fólk þrífur illa. Það er slæmt ef slíkt gerist. Fólk þarf ekki að yfírgefa bústaðina fyrr en klukkan þijú og viðtakendur hafa einmitt rétt til þess að taka við húsunum á þeim tíma. Starfsfólk hefur því engan tíma til þess að fara inn í húsin í millitíðinni. Þrifn- aður er algjörlega á ábyrgð fólksins sem er skráð fyrir húsunum hveiju sinni. í einstaka tilvikum, þegar eru ráðstefnur, er um það samið að fólk- ið þurfi ekki að þrífa, ella er þrifnað- ur húsanna á ábyrgð leigutaka. Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.