Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Smáfólk Það er frídagvr í dag, svo ég Ég veit...ég verð að vera án þess Lögmenn eru öm- Tuttugu og geri ráð fyrir að dómhúsið sé í allan dag að stefna einhveijum urlegir þegar fjórar stundir lokað... dómhúsið er lokað til ónýtis! BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími691100 • Símbréf 691329 Er norsk/íslenska síldin komin? Frá Karli Ormssyni: VIÐ SEM erum komin vel yfir miðjan aldur og munum sfldar- ævintýrið mikla, sem kollvarpaði öllu hér fyrr á árum, fengum ábyggilega fiðring þegar fréttist af því að rannsóknarskipið Bjami Sæmundsson hefði fundið mikla sfld norðaustur af landinu í lok maí. Það var í þá daga sem menn urðu vellríkir á stuttum tíma og glötuðu svo öllu á enn styttri tíma. Spennan kringum síldina, þennan dyntótta fisk var alltaf sú sama. Ef hin eftirsótta Íslandssíld er komin aftur er ábyrgð okkar mik- il, að koma í veg fyrir að hið villi- mannslega æði grípi okkur ekki aftur, sem greip þjóðina þá. Á þessum árum var hver drullu- dallur á sjó dregin sem flotið gat. Þessir dallar vora yfírhlaðnir svo að ekki var óalgengt að stór hluti aflans færi í sjóinn á landstíminu, en þá voru byrðingar skipa hækkaðir svo hlaðið skip var sem fjöl á sjónum. Nú erum við með stór og fullkomin skip svo ekki verður jafnað saman við báta fímmta áratugarins, en spennan er alltaf sú sama. Síldinni var mokað upp sem væri hún óþijót- andi, myndi aldrei þrjóta, safnað var í allar þrær og oft var henni sturtað á auð svæði og varð þá oft stór hluti aflans horfínn í varg- inn eða síginn í jörðu þegar til átti að taka. Ég sem þessar línur rita var svo lánsamur að fá að taka þátt í sfldarævintýrinu fyrir norðan á Betra verð hjá Budget Bílaleigubílar um allan heim Sími 91-880-880 s fax 91-881-881 einu aflasælasta skipi flotans, Eld- borgu frá Borgarnesi, í lok fímmta áratugarins. Síldarævintýrið fyrir Norðurlandi var kapituli út af fyr- ir sig, en alveg keyrði um þverbak þegar Hvalfjörður og sundin hér fylltust af síld, þá lágu bátar hér í Reykjavík dögum saman í lönd- unarstoppi. Þarf að vinna síldina betur? En hverfum frá þessu ævintýri og hugsum um þá ábyrgð sem fylgir því að fá aftur síldina á silfurfati. Þó að sumir hafí alltaf vonað að hún kæmi aftur ég var einn af þeim sem var í vafa um að sjá hana aftur. Nú ættum við að hafa lært af mistökum fyrri ára. Við verðum að vinna til mann- eldis hvem ugga sem á land kem- ur og hægt er og það veit ég að sjómenn gera. Að moka sfldinni upp og í bræðslu verður að vera undantekning frekar en regla, við kaupum eitt síldarflak í fískbúð á 100 krónur, hvað kostar þá fullt skip af flökum?. Þar sem bátarnir eru núna farnir að veiða síldina í bræðslu er kannski ekki úr vegi að hugsa hvort ekki sé skynsam- legra að bíða, þar sem síldin er full af átu, og láta síldina fítna meira áður en hún er veidd. Það er að sjálfsögðu miklu betra að geyma síldina í sjónum en gera hana að verðlítilli vöru, þjóðin á varla von um að auka að ráði út- flutningsverðmætin í magni, að- eins fullunnin gæðavara er það sem koma skal. Atvinna og auður þjóðarinnar eykst með því einu að fullvinna fiskinn til manneldis og að nýta á sem skynsamlegastan hátt alla fískistofna. Því eru það orð í tíma töluð og aldrei of oft brýnt fyrir okkur að taka á móti síldinni með þökkum og gera hana að þeirri hágæðavöru sem hún á skilið að flokkast undir. Aðeins þannig getum við vænst þess að þjóðin rétti úr kútnum eftir lang- varandi aflabrest og rányrkju á nytjastofnum sjávar. Með sam- stilltu átaki og virðingu fyrir verð- mætum mun okkur vel farnast. KARL ORMSSON, raftækjavörður og fv. sjómaður og áhugamaður um sjávarfang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.