Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ SKARPHÉÐINN DAL- MANN EYÞÓRSSON + Skarphéðinn Dalmann Ey- þórsson fæddist 8. október 1921 í Syðra-Tungukoti (nú Brúarhlíð) í Blöndudal í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Hann lést hinn 24. júlí síðastliðinn á Landakotsspítala og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju hinn 2. ágúst. Það eru margir sem hafa á því áhuga að kveðja vini sína þegar þeir fara í langferðir, þakka þeim liðna samveru, rifja upp með þeim ýmislegt sem á dagana hefur drifið og að síðustu, áma þeim alls góðs á nýjum vegum. Vinur minn Skarphéðinn hefur nú haldið í þá ferð sem allra bíður en enginn kemur aftur úr. Okkar kunningsskapur hófst þegar hann ók langferðabifreiðum Norðurleiða á milli Akureyrar og Reykjavíkur, þá leið mun hann hafa ekið á ann- an áratug. Eina ferð fór ég með honum milli Varmahlíðar og Akur- eyrar í ófærð og vonskuveðri og tók það rúmar 6 klst. að aka þá leið sem venjulega var farin á einni og hálfri klukkustund. I þeirri ferð varð ég vitni að því hvemig hann beitti bílnurn í ófærðinni og sann- færðist þá um að þetta gætu ekki aðrir en snillingar. Allt sitt líf helgaði hann ferða- málum og þjónustu við ferðafólk. Fyrir um 17 ámm stofnaði hann ásamt fleirum Hópferðamiðstöðina og var forstjóri hennar frá upp- hafí, en lét af því starfí fyrir um tveimur árum. Undir hans stjórn varð Hópferðamiðstöðin að stór- . veidi á sínu sviði, og trúlega mun nafn hans lengi lifa þar innan dyra. Skarphéðinn var sanarlega vinur vina sinna og ef honum mislíkaði eitthvað sem sagt var eða gert, þá sagði hann hug sinn umbúðalaust og oft með töluverðum þunga, ég hygg að sumum hafí þótt hann harðorður og jafnvel ósanngjarn en það mun síst af öllu hafa verið ætlun hans en skapgerð hans og eðli var eins og norðlenska veðrátt- an, hann var harður í horn að taka eins og norðaustan áttir, en mildur og blíður eins og húnversk sumar- nótt. Til slíkra manna er gott að leita ráða, slíkan mann er gott að eiga að vini. Það er því huggun harmi gegn að geta minnst góðs vinar sem í lifanda lífí var hvers manns hugljúfi, drengur góður og sannur félagi. Nú þegar ég kveð þig minni bestu kveðju og óska þér velfamaðar á nýjum vegum, þá veit ég að þegar endurfundir okkar verða þá heijum við okkar norð-- lenska háfjallatenór og syngjum saman eina nótt eins og á Akur- eyri forðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. (V. Briem.) Fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Sigurðsson, Sleitustöðum. Það er sumar, dagarnir langir og nætumar bjartar. Samstarfs- fólkið fullt af eldmóð og bjartsýni við að takast á við hin fjölbreytileg- ustu verkefni í þessu hjarta sam- gangna sem Umferðarmiðstöðin í Reykjavík er. Og sá sem er bjart- sýnastur okkar allra og fyllir okkur hin eldmóð og djörfung er okkar góði samstarfsmaður Skarphéð- innn Dalmann Eyþórsson eða Skarpi eins og við kölluðum hann. Við áttum því láni að fagna að fá hann til starfa hjá okkur í hóp- ferðadeild BSÍ fyrir tveimur árum og var það bæði góður og ánægju- legur liðsauki í okkar raðir. Og eins og hans var von og vísa gekk hann að störfum af eljusemi og dugnaði og dreif okkur hin áfram. En það er líka gott að hafa víst athvarf og traustan aðila til að setj- ast niður hjá til að láta hugann reika, skiptast á skoðunum og hafa uppi gamanyrði sem léttir á sál og líkama. Það voru margir sem vissu af þessu trausta athvarfí og leituðu til vinar okkar Skarphéðins héma í Umferðarmiðstöðinni. Og svo sannarlega kunni hann að taka á móti vinum sínum og samstarfsfé- lögum, ætíð með gamanyrði eða vísubrot á vör. Hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum og var óhræddur að viðra þær á þann skemmtilega hátt sem honum var einum lagið. Við fórum af hans fundi ögn fróðari og ætíð léttari í skapi. Nú er þetta góða athvarf horfíð, Skarphéðinn er genginn á braut en minningin kæra lifír eftir. Nærri tuttugu era árin orðin síðan fyrst við kynntumst og hóf- um samstarf og samvinnu um okk- ar sameiginlega áhugamál og at: vinnu, samgöngur og ferðamál. í fyrstu mátti segja að við væram fulltrúar gagnstæðra póla. Pólar sem helst máttu ekki snertast og ef þeir gerðu það átti að margra áliti að gneista undan. Á þessum áram vora sérleyfíshafar og hóp- ferðamenn armar sem tókust á þannig að undan gneistaði. Ég, nýgræðingurinn, átti því láni TINNA ROS JÓHANNSDÓTTIR 4- Tinna Rós Jó- * hannsdóttir fæddist á Akranesi 2. febrúar 1994. Hún lést á Akranesi 9. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Belinda J. Ottósdóttir og Jóhann Árni Svans- son. Útför Tinnu fer fram frá Akra- neskirkju á morg- un. ÞEGAR VIÐ setjumst niður og hugleiðum minningar um litlu frænku okkar, hana Tinnu Rós, þá fljúga margar hugsanir um huga okkar. Við spyijum líkt og skáldið: „Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt?" Spum- ingamar hrannast upp en svörin láta á sér standa. í huga okkar eru eftirfarandi ljóð: Hvert örstutt spor var auðnu- spor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sælu- draumur hár, minn sáttmáli við guð um þús- und ár. Hvað jafnast á við andardrátt- inn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm. (Halldór Laxness) Elsku Belinda og Jói. Megi litla dóttir ykkar hvíla í friði og Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Minningin um litla og fallega stúlku mun lifa um eilífð. Sif og fjölskylda, Margrét og fjölskylda. MINNING að fagna að veljast til forystu fyrir annan þennan arm, sérleyfíshafa og án efa ætluðust margir til að undan gneistaði í samskiptum við hinn arminn. En strax í upphafí mátti ljóst vera, að til forystu fyrir hinn arminn hafði valist maður með báða fætur á jörðinni og ruddi brautina hiklaust og djarfmannlega án þess að hlusta of mikið á með- reiðarsveina sína. En Skarphéðinn hafði til branns að bera þann hæfi- leika að sjá heiidarmyndina ljóslif- andi og láta ekki einstök tré skyggja á skóginn allan. í hans huga var framgangur sinna manna ekki aðalatriðið held- ur velferð og framþróun greinar- innar í heild sinni það takmark sem stefnt skyldi að. Greinin öll þarfn- aðist þess að einstaklingar hennar ynnu saman, sameinuðust um grip- in og tækju á vandamálum greinar- innar í sameiningu. Aðeins þannig væri hægt að tryggja framgang greinarinnar. Þetta var ætíð og alltaf í huga Skarphéðins í öllum samskiptum okkar í gegnum árin. Margar stundir sátum við saman á fundum í Skipulagsnefnd fólks- flutninga, í Ferðamálaráði, á Ferðamálaráðsfundum um land allt eða á fundum á vegum sam- gönguráðuneytis og ræddum og veltum fyrir okkur vandamálum líðandi stundar og framtíðarverk- efnum samgöngu- og ferðamála hér á landi. Svo merkilega sem það kann að hljóma virtust þessir „and- stæðu“ pólar dragast hver að öðr- um og eflast og styrkjast í návist hvors annars. Umbjóðendur okkar höfðu þetta jafnvel í flimtingum og nefndu í gamansömum tón „að undarlega hegða þeir sér þessir herforingjar gagnstæðra heija þegar á hólminn er komið“. En víst er það, að hér sannaðist hið fomkveðna „sameinaðir stöndum við, sundraðir föllum við“. Þessi góða samvinna skilaði okkur áleið- is að settu marki fyrir greinina í heild sinni. Enn þann dag í dag stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um Ferðamálaráðstefna á Egils- stöðum um miðjan vetur fyrir mörgum árum. Vegna mikils fjöl- mennis á ráðstefnu þessari var allt nálægt gistirými fullnýtt og völdumst við saman (reyndar höfð- um við borið saman bækur okkar fyrirfram) í ágætis sumarhús í Einarsskógi auk tveggja góðra vina okkar úr veitinga- og gisti- húsastétt sem sambýlingar meðan á ráðstefnunni stæði. Ráðstefnur þessar eru oft æði langar og strangar og oft era menn þreyttir að kvöldi éftir mikið málæði og umræður um hin margvíslegustu málefni ferðaþjónustunnar. En Skaphéðinn var ekki þreyttur, því hér naut hann sín út í ystu æsar. Fjölmargir vinir og samstarfsmenn sem ræða þyrfti við, heilsa uppá og rifja upp gömul kynni og ný. Og þama kynnist ég sagnamannin- um og vísnabranninum Skarphéðni D. Eyþórssyni. Heila nótt sátum við á góðra vina fundi og var Skarphéðinn hrókur alls fagnaðar. Annar eins hafsjór af vísum, vísubrotum, kviðlingum og heilum sagnabálkum sem streymdi frá þessum manni var beinlínis ótrúlegur. Þessari vísna- og sagnanótt mun ég seint eða aldr- ei gleyma. Blessuð sé minning Skarphéðins D. Eyþórssonar. Að missa slíkan góðan vin og samstarfsmann er sem svartnætti gagntaki huga og hjörtu manns, dragi úr krafti og djörfung til at- hafna. En sárast er sorgin ættingj- um, eftirlifandi eiginkonu og börn- um. Ég votta þeim mína innileg- ustu samúð á þessari erfiðu stundu. En allt hefur sinn tilgang undir augliti Guðs hér á jörðu. Megi minningin um góðan dreng lifa með okkur og hvetja okkur til að halda á lofti þeim gunnfána sem Skarphéðinn bar alla tíð. Gunnar Sveinsson Bifreiðastöð íslands Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. Þeir fáu sérleyfíshafar, sem hafa stundað þá atvinnu síðustu þijá til fjóra áratugi og enn era starfandi, muna Skarphéðin Dalman Eyþórs- son sem ungan og hraustan mann sem ávallt var tilbúinn að samgleðj- ast með glöðum og hryggjast með hryggum því hann var svo mann- legur í. eðli sínu og vildi hvers mann vanda leysa. Það var því ekki óeðlilegt að han veldist gjarn- an til forystu þar sem hann starf- aði hveiju sinni. Lengst af tengdist starf hans á einhvern hátt rútubíl- um ýmist sem ökumaður, bíleigandi eða framkvæmdastjóri, áður fyrr hjá Norðurleið og síðar hjá Hóp- ferðarmiðstöðini, enn fremur fékkst hann um tíma við að sjá okkur fyrir hjólbörðum undir rút- urnar. Það má því segja að hann hafí ávallt verið í þjónustuhlutverki og lifað sig inn í það hlutverk af lífi og sál. Minnisstæðir era okkur fundirn- ir, sem haldnir voru þegar stofna átti nýja hóperðarstöð, hvað hann sýndi mikinn samningsvilja og reyndi eftir bestu getu að bera klæði á vopnin ef menn vora ekki sammála. Þótt leiðir skildust í starfi um sinn áttu þær samt eftir að liggja saman aftur á allra síðustu árum er hann tengdist aftur sérleyfíshöf- um á BSÍ þegar hann var ráðinn að Hópferðaafgreiðslu BSÍ. Skömmu eftir að þangað kom fór að örla á sjúkdómi þeim er leiddi hann á þá braut er enginn snýr aftur frá. Við sem horfðum á hina hetju- legu baráttu hans við hinn válega sjúkdóm sem engu eirir, dáðumst að því hugrekki og kjarki sem ein- kenndi þennan sterka mann. Hugur hans var ætíð bundinn starfínu þótt helsjúkur væri enda mætti hann til vinnu svo lengi sem hann komst á fætur og bar sig ávallt eins og hetja. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd okkar allra þakka samfylgdina og hin mörgu hlýju orð sem féllu mér í skaut á vegferðinni. Eiginkonu og allri fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð geymi ykkur öll. Guðlaug Þórarinsdóttir. Manni vill verða tregt um tungu, þegar kveðja skal góðan vin hinsta sinni. Liðinn er röskur aldarfjórð- ungur frá því leiðir okkar Skarp- héðins lágu fyrst saman. í tímans rás urðu samskipti okk- ar sífellt tíðari, sér í lagi eftir að hann var ráðinn fyrsti fram- kvæmdastjóri Hópferðamið- stöðvarinnar hf. Þar valdist til for- ystustarfa harðduglegur og ósér- hlífinn maður, sem byggði upp nýtt ferðaþjónustufyrirtæki og rak það með miklum myndarbrag um 15 ára skeið. Vináttuböndin treyst- ust í kjölfar mikilla samskipta og ánægjulegra viðræðna og funda með Skarpa, eins og vinir hans margir kusu að kalla hann dags daglega,_á þeim árum sem ég starf- aði hjá Úlfari Jacobsen. Þeir Úlfar voru miklir vinir og höfðu lengi þekkst, því ferðamálin vora báðum hjartfólgin. Báðir vora grínistar góðir, enda fuku ósjaldan spaugsyrði og brandarar þeirra á milli, þegar fundum bar saman. Það verður eflaust góðra vina fundur, þegar þeir félagar samein- ast að nýju á fögrum hálendisslóð- um. Ekki minnist ég þess, að nokk- urn tíma hafi snurða hlaupið á þráðinn þau fjöltnörgu ár sem við starfsmenn hjá Úlafi Jacobsen leit- uðum þjónustu Skarpa um leigu á langferðabílum til lengri eða skemmri ferða. Stundum var skammt til brottfarar eða breyta þurfti bílastærð með stuttum fyrir- vara, en alltaf bjargaði Skarpi málunum eins og honum var einum lagið. Hann var ávallt boðinn og búinn að greiða fyrir viðskiptavin- um sínum og veita þeim þá bestu þjónustu sam völ var á hveiju sinni. Eftir að Skarphéðinn lét af störfum hjá Hópferðamiðstöðinni eftir langt og farsælt starf, réðst hann til hópferðabíla BSÍ og vann þar af samvisku ög dugnaði, þótt haldinn væri erfiðum sjúkdómi, uns yfir lauk. Skarphéðinn var félagslyndur maður, enda átti hann sérlega gott með að umgangast fólk, var við- ræðugóður og léttur í lund auk þess að vera traustur félagi. Hann var kjörinn í Ferðamálaráð og Skipulagsnefnd fólksflutninga fyr- ir hönd Félags hópferðaleyfishafa, en heiðursfélagi þeirra samtaka var Skarphéðinn kjörinn fyrir þremur áram. Þá var Skarphéðinn félagi í Skálklúbbi Reykjavíkur, sem teng- ist alþjóðlegum félagsskap fólks er starfar í hinum ýmsu greinum ferðaþjónustu, og sat. hann í stjóm klúbbsins um árabil. Ég átti því láni að fagna að fara í tvær utan- landsferðir með Skarpa og hans góðu konu, Sigurmundu, sem fam: ar voru á vegum Skálklúbbsins. í þessum ferðum, eins og reyndar á öllum skemmtifundum, var Skarpi hrókur alls fagnaðar. Ég veit ég mæli fyrir munn okkar félaga í Skálklúbbi Reykja- víkur, þegar ég þakka vini okkar Skarpa fyrir hans góða starf í þágu klúbbsins og þá ánægju að eiga hann sem traustan og skemmtilegan vin og félaga. Skarð er fyrir skildi og hans verður sárt saknað. Ég kveð vin minn Skarphéðin að sinni. Hafðu þökk fyrir vináttu þína á liðnum árum og allar ógleymanlegar samverustundir. Fararheill fylgi þér á ferðinni, sem framundan er. Sigurmundu, börnum hans og öðrum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Njáll Símonarson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vminn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem) Okkur starfsfólk Ferðaskrif- stofu íslands langar til að kveðja Skarphéðin D. Eyþórsson er lést 24. júlí síðastliðinn með nokkrum fátæklegum orðum. Margs er að minnast þegar litið er til baka og kær vinur til margra ára er kvadd- ur. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hin létta lund hans, sem aldrei lét undan, ekki einu sinni í baráttunni við erfiðan sjúkdóm. Það var alltaf létt yfir Skarphéðni þegar við áttum við hann erindi og þegar h_ann leit til okkar í Skóg- arhlíðina. í einni af síðustu heim- sóknum sínum, tók hann nokkur dansspor fyrir okkur því til sönnun- ar að ekkert amaði að sér „það þýðir ekkert annað en að vera hress,“ sagði hann. Vandamál virtust ekki vera til fyrir hann, að minnsta kosti horfði það þannig við okkur. Engu skipti hvað kom upp á varðandi vinnuna, hvort sem það var á nóttu eða degi, alltaf var hægt að ná í Skarp- héðin og þar með var málið leyst fyrir okkur með einu símtali. Hann fékk oft ekki langan frest til að „redda“ bílum á annatímum, en það var aldrei mál, „þið hafið bara samband þegar þið erað tilbúin,“ sagði hann. Við munum sakna samvinnunn- ar, heimsóknanna, spjallsins um gamla tíma og nýja, sakna vinar okkar Skarphéðins. Við sendum eiginkonu og fjöl- skyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Ferðaskrifstofu Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.