Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ -1 Meðal snillinga í Mnskvu Inngöngu í Moskvu Konservatory, einn virt- asta tónlistarháskóla heims, fá aðeins fáir útvaldir. Arinbjöm Amason, sem stóðst inn- tökuprófið og fékk þar skólavist fyrstur Islendinga, segir Kristínu Marju Baldurs- dóttur frá kennslu í gamla, rússneska skól- anum, tónlistarþörf Rússa og daglegu lífi í Moskvu. Ifyrra fékk ungur tónlistar- nemi, Arinbjörn Árnason, inn- göngu í einn virtasta tónlist- arháskóla heims, Moskvu Konservatory, þann er kenndur er við Tsjækovsíj og þar sem margir píanósnillingar hafa stundað nám. Eftir nám hér heima og í Skotlandi þreytti hann inntökupróf við skól- ann og er eini íslendingurinn sem fengið hefur þar skólavist. Fréttir af ótryggu stjórnmáiaástandi í Rússlandi, skorti á nauðsynjavörum og yfírgangi mafíunnar héldu hon- um ekki frá Moskvu, enda eftir- sóknarvert fyrir ungan tónlistar- nema að njóta leiðsagnar hins virta píanókennara Levs Naumovs og búa í borg þar sem tónlistin er hluti af daglegu lífi fólks. Sagt er að inn í þennan fræga rússneska tónlistarháskóla fari eng- ir nema afburðanemendur. Þar kenndi Henrich Neuhaus og þar lærðu þeir Ashkenazy, Richter, Gil- els og Naumov, kennari Arinbjarn- ar, svo einhveijir séu nefndir. Þeir sem hyggjast stunda þar nám verða því að setja markið hátt og hefja undirbúning snemma. Arinbjörn, sem er 23 ára gamall og er nú í fríi hér heima hjá fjöl- skyldu sinni, segir að hann hafi verið farinn að giamra á píanó áður en hann náði sex ára aldri. Þá hafi faðir hans séð sér þann kostinn vænstan að kenna honum á hljóð- færið, sem hann og gerði fyrstu tvö árin. Tónlistina hefur Arinbjörn lík- lega í blóðinu, því faðir hans er Árni Arinbjarnarson, fiðiuleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands og org- anisti. Báðar systur hans, Pálína og Margrét, eru einnig að læra á hljóðfæri og er því fjölskyldan öll að fást við tónlist nema móðirin, Lydía Haraldsson, sem Arinbjörn segir að sé aftur á móti hinn mikli hlustandi. Vann keppni i Skotlandi „Það var góð byijun að hefja námið hjá föður mínum,“ segir Ar- inbjörn þegar við ræðum um að- draganda námsins í Moskvu. „Aldr- ei varð ég þó var við neinn þrýsting frá foreldrum mínum. Þau voru opin fyrir öðrum hlutum en ég sótti það hart að spila á píanóið. Auk þess er ekki hægt að beita þrýst- ingi þegar tónlist er ánnars vegar. Menn verða að elska tónlist til að stunda hana. Hins vegar fékk ég mikla hvatningu og hjálp frá for- eldrum mínum og einnig kennurum bæði hér heima og úti.“ - Nú hef ég það frá æskuvini þínum að þú hafir undir niðri alltaf ætlað þér til Moskvu og að þú haf- ir til dæmis hætt að leika körfu- bolta sem unglingur gagngert til að hlífa höndunum? „Já ég var í körfubolta en var aldrei neitt sérstakur. Þegar ég var farinn að togna á höndum sneri ég mér að hlaupi auk þess sem ég var í hestamennsku. En ég hef mjög gaman af. íþróttum, einkum frjálsum, og tel það nauðsynlegt fyrir tónlistarmenn að þjálfa líkam- ann til að hafa úthald. Hér heima í þessu hreina lofti er svo auðvelt að stunda íþróttir en í Moskvu hefur það því miður verið erfiðleik- um bundið. En það er rétt, ég reyndi að hlífa höndunum, kannski einfaldlega vegna þess að langir fingur flæktust í boltanum!“ Átta ára gamall hóf Arinbjörn nám í Nýja tónlistarskólanum hjá Ragnari Björnssyni og lauk þaðan burtfararprófi 1988, sautján ára gamall. Þaðan lá leiðin í Tónlistar- skólann í Reykjavík þar sem hann lærði hjá Halldóri Haraldssyni í þijú ár og lauk námi með einleikara- prófi árið 1991. Árinu áður hafði Arinbjörn lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og á svipuðum tíma kynntist hann Philip Jenkins sem þá var staddur hér á landi og er yfirmaður píanódeildaf The Royal Schottish Ácademy of Music and Drama í Glasgow. _,,Jenkins, sem bjó um tíma hér á Islandi, er mjög þekktur og virt- ur í Bretlandi," segir Arninbjörn. „Ég fékk tækifæri til að spila fyrir hann þegar hann var staddur hér og í framhaldi af því var mér boð- ið að hefja nám við skólann í Skot- landi. Ég var í tímum hjá Jenkins, sem er mjög lifandi og nákvæmur kennari, og þess á milli sótti ég námskeið sem haldin voru í skólan- um af þekktum píanóleikurum, inn- lendum og erlendum. Einnig fékk ég tækifæri til að spila og koma fram, bæði í keppnum og á tónleik- um í öðrum borgum, sem var mik- i'i og góð reynsla. Ég spilaði til dæmis fjórða píanókonsert Beetho- vens með kammersveit skólans í þremur borgum. Það kom þannig til að Leon Spierer konsertmeistari í Berlín, vantaði einleikara fyrir þessa tónleika og var þá haldin keppni milli nemenda í skólanum. Ég var svo heppinn að verða fyrir valinu.“ Naumo v er ótrú- lega hógvær og lítillátur. í tímum, hegar maður hlustar á hann spila og heyiir hann kenna, situr maður ott með tárin í augunum. Túlkun hans er svo lifandi, ómenguð, kemur beint frá hjartanu. Hreifst af stíl Rússa Eftir tveggja ára nám lauk Arin- björn Post Graduate prófi frá skosku tónlistarakademíunni. Það- an lá síðan leiðin til Moskvu. „Ég hefði getað haldið áfram hjá Jenkins," segir Arinbjörn, „en ég held að það sé ágætt að vera ekki of lengi hjá sama kennaranum, fá heldur ný áhrif og fjölbreytilegra sjónarmið. í þijú sumur hafði ég sótt sumarnámskeið í Lúbeck sem Lev Naumov frá Moskvu Konser- vatory heldur. Ég hafði heyrt mikið um Naumov, en hann hafði lært hjá einum virtasta kennara gamla, rússneska skólans, Henrich Neu- haus. Einnig hafði ég heyrt í píanó- leikurum sem lærðu hjá Naumov og hrifist af stíl þeirra. Á þessum námskeiðum fékk ég innblástur og upplifði eitthvað nýtt í tónlistinni. Naumov ráðlagði mér að sækja um í skólanum í Moskvu og sagðist vilja fá mig sem nem- anda. Ég fékk líka hvatningu frá Alexander Melnikov, píanóleikara og nemanda Naumovs, sem ég kynntist þarna. Ég þreytti inntökupróf í skólann í lok september 1993 og spilaði þar fyrir dómnefndina. Áður hafði ég gefið upp prógramm sem dóm- nefndin valdi síðan verk af. Ég fékk að vita hvað ég ætti að spila þegar ég var sestur við píanóið." - Þar hefur líklega reynt aðeins á taugakerfið? „Já, ég kveið mikið fyrir og viður- kenni að þetta tók á taugarnar. En allt gekk vel, ég stóðst prófið og fékk að verða nemandi Naumovs. Hann er mjög eftirsóttuir og tekur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.