Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM MINIMING SUNNUDAGUR14. ÁGÚST 1994 27 hraða. Eða hvemig skyldi standa á því að sjónskertir unglingar og blindir, heymardaufir og heymar- lausir, spastískir, fjölfatlaðir og þar fram eftir götunum, sæiqa helst nám í Menntaskólann við Hamrahlíð? (Sjá bls. 84 í skýrsl- unni.) Meðal annars af því að þar geta þeir lært á þeim hraða sem hveijum hentar. Og árlega streyma til okkar umsóknir um skólavist frá nemendum úr bekkja- skólum (einkum einum), sem hlekkst hefur á í einni grein og vilja komast hjá því að sitja heilan bekk tvisvar. I samanburði á bekkjaskólum og áfangaskólum er líka vert að benda á það að öldungadeildir, með því sniði sem hér þekkjast, væm óhugsandi í bekkjakerfi. Fjöldi námsbrauta í bréfi til menntamálaráðherra gerði ég tilraun til að leiðrétta misskilning sem fram kom í frum- gögnum sem nefndin birti. Sömu leiðréttingu reyndi ég að koma á framfæri á fundi sem einn nefnd- armaður sat. Það, að nefndin virð- ist hafa ákveðið að hafa tilmæli mín að engu, er ein ástæða þess að ég tók þessa grein saman. Annars tel ég eðlilegt að embættis- menn noti aðra farvegi en dagblöð til að koma ábendingum á fram- færi við yfirboðara og samstarfs- menn. Nefndin leggur til (bls. 64) að bóknámsbrautum til stúdentsprófs verði fækkað í þijár, tungumála- braut, náttúrufræðabraut og fé- lagsfræðabraut. „Til viðbótar brautarkjarna komi kjörsvið brautar og frjálst val. Allar núver- andi námsbrautir til stúdentsprófs geta þannig fallið inn í þessa nýju skilgreiningu á námsbraut sem kjörsvið ...“ Þetta er ítrekað nokkrum línum neðar: „Athygli er vakin á því að ekki verður um að ræða takmörk- un á heildamámsframboði á fram- haldsskólastigi þótt námsbrautum fækki.“ í Menntaskólanum við Hamra- hlíð býðst nemendum að ljúka stúdentsprófi af tónlistarbraut, og nokkrir stúdentar brautskrást ár hvert af henni. Tónlistamámið er stundað við tónlistarskóla, sam- kvæmt námskrá sem Mennta- málaráðuneytið hefur gefið út, en MH veitir svo þá kennslu sem á vantar til stúdentsprófs. Ég hef hvergi heyrt eða séð kvörtun um það að stúdentar af tónlistarbraut Menntaskólans við Hamrahlíð standi sig lakar í háskóla en aðrir stúdentar, enda krefst tónlistin ögunar sem nýtist þessum ungl- ingum í öllu námi. Hvaða námsbraut gerir nefndin ráð fyrir að nemendur tónlistar- brautar skrái sig á? Tungumála- braut, með verulegri áherslu á erlend tungumál? Náttúrufræða- braut, með kjölfestu í stærðfræði og raunvísindum? Félagsfræða- braut, með félagsfræði, hagfræði og öðram félagsvísindagreinum? Nei, hér þarf að bæta við fjórðu brautinni, listabraut, sem táki, ásamt því námi sem nú er stundað á tónlistarbraut, yfir nám til stúd- entsprófs í listdansi og í mynd- mennt og handíðum. I kjama tón- listarbrautar í MH eru síst færri námseiningar en í kjarna annara brauta. Það er því reginmisskiln- ingur að ætla að slíkt nám verði „metið sem ígildi kjörsviðs" eða „skipulagt sem kjörsvið í einstök- um skólum", eins og nefndin legg- ur til á bls. 66. Hér með ítreka ég fyrri tilmæli mín til nefndarinnar að hún bæti listabraut við skilgreindar náms- brautir til stúdentsprófs. Að öðrum kosti fer ég fram á að þingheimur hafí vit fyrir henni, þegar málið kemur til kasta Alþingis. Samræmd próf og starfsnám „Starfsnám á framhaldsskóla- stigi verði forgangsverkefni í skólamálum." (Bls. 66.) Þessu er ég sem fyrr segir hjartanlega sam- mála og mér virðist raunar að árangur þeirrar nýskipunar í skólamálum sem hér er boðuð sé að veralegu leyti undir því kominn hvernig þetta forgangsverkefni verður leyst. Þekking mín á starfs- námi er takmörkuð og reynsla mín af því enn minni, svo ég treysti mér ekki til að tjá mig í einstökum atriðum um þá uppbyggingu sem nefndin reifar, en mér líst í heild vel á tillögur hennar í því efni. Það hefur löngum staðið starfs- námi á íslandi fýrir þrifum að skólakerfíð hefur ekki leitað að efnilegum nemendum í þetta nám. Unglingar hafa frekar hafnað í iðnnámi af því að þeir réðu ekki við að beygja óreglulegar sagnir á einhverri útlensku heldur en af því að sög (eða fræsari) léki í höndum þeirra. í bréfí mínu til ráðherra, sem fyrr er nefnt, lýsti ég ákveðnum áhyggjum af því að það kerfí, sem nefndin hyggst beita við að velja ungmennum námsbraut við hæfí, kynni að viðhalda þessu neikvæða vali. Mér er ljóst af skýrslu nefndarinnar að sú er ekki ætlun hennar. Ég benti í bréfínu á hætt- una af því að samræmd próf í grannskóla yrðu fyrst og fremst til þess að beina unglingum með slaka námsgetu frá veginum til stúdentsprófs. Á þessum tíma vissi ég ekki hvaða greinum nefndin hygðist láta prófa í en varaði við því að ríkust hefð væri hérlendis fyrir prófum í bóklegum greinum og þvi hætt við að verkleikni og listfengi yrði útundan. í skýrslunni (bls. 41) er rætt um samræmd próf í 4. og 7. bekk grannskóla, sem öll skulu vera í bóknámsgreinum. Samræmd próf í lok 10. bekkjar eiga að „gegna veigamiklu hlutverki við inntöku nemenda í framhaldsskóla ... Mikilvægt er að á hveiju ári verði prófað samræmt í íslensku og stærðfræði, en hugsanlegt er að ár hvert verði dregið um náms- greinarnar dönsku, ensku, nátt- úrafræði, samfélagsfræði og verk- og listgrein til samræmds prófs, stuttu fyrir áætlaðan próftíma. Biýnt er að þróaðar verði aðferðir til að prófa með samræmdum hætti í verklegum greinum og list- greinum og að reglulega verði prófað samræmt í þessum grein- um.“ Hér gætir ákveðinnar mótsagn- ar. Era það regluleg próf sem hugsanlegt er að dregin verði úr hatti stuttu fyrir próftíma? Mér fínnst ekki að ég vinni reglulega í Happdrætti Háskólans þótt ég hafí lengi átt þar miða. Samt era vinningslíkur mínar („meira en ijórði hver ...“) meiri en líkumar á því að nemandi í 10. bekk grann- skóla þreyti samræmt próf í verk- og listgrein samkvæmt hugmynd- um nefndarinnar. Ef samræmdu prófin eiga ekki að verða til þess eins að stýra „lak- ari“ nemendum inn í starfsnám, þá verður að mínu mati að hafa í þeim sem fullgildan og árlegan þátt próf í verklegum greinum og listgreinum, og helst ekki bara í lok 10. bekkjar heldur líka fyrr í grannskóla. Annars er hætt við að meginfarvegurinn liggi sem fyrr að stúdentsprófi og aðrar leið- ir verði einkum affall fyrir þá sem stranda á skeijum samræmdra prófa í bóknámsgreinum. Höfundur er rektor Menntaskólnns við Hamrahlíð. ARNDÓR JÓHANNESSON + Arndór Jóhannesson fædd- ist í Skálholtsvík í Bæjar- hreppi, Strandasýslu, 5. mars 1905. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 31. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Prestbakkakirkju 6. ágúst. í LÍFI hverrar mannvera era ein- stakar persónur sem hafa afger- andi mótunaráhrif til góðs eða ills strax í æsku. í mínu lífi var Arn- dór Jóhannesson, kallaður Ðóri af flestum, ein slík. Mig langar að minnast þessa mæta og góða manns í þessari stuttu grein. Fyrir rúmlega fjöratíu áram komum við í sveitina hans Dóra, móðir mín og ég. Ég, lítil hnáta, en móðir mín ráðskona, til Dóra. Þá var Dóri orðinn eklq'umaður með unga dóttur og stjúpson á sínu framfæri. Hann stundaði búskap við hlið bróður síns, Jóns, í Skálholtsvík. Skálholtsvik er ysti bærinn í Bæj- arhreppi í Hrútafírði. Bærinn stendur hátt, og fagurt útsýni er til allra átta. Eg hef heyrt fólk tala um að Hrútafjörður sé ótta- lega flatur g ljótur, en þeir sem það segja hafa eflaust aldrei kom- ið að Skálholtsvík. í mínum huga er Skálholtsvík fegursti staður á jörðu og hef ég þó víða ferðast. Þvílíkt samræmi í dráttum lands- lagsins, og íbúðarhúsið er alveg á réttum stað. Skaparinn hefur verið upplagður þann dag í tónverki lífs- ins þegar ysti hluti Hrútaijarðar varð til. Ættir Dóra kann ég ekki að rekja. Hann er fæddur í Hrúta- firðinum sínum, og bjó þar alla sína ævi. Dóri var mjög sérstakur per- sónuleiki og honum er ekki auð- lýst. Ég hugsa mér Dóra eins og ég sá hann. Islenskur bóndi, sprott- inn upp úr jarðveginum, óhaggan- legur og traustur eins og fjöllin sem sáust af hlaðinu við bæinn. Rólegur, sérlundaður, með glettn- isblik um augu og enni. Hann og landið eru eitt. Dóri fór nánast aldrei úr firðinum sínum, nema þá sjaldan að hann varð. Það er ekki hægt að hugsa sér meiri andstæð- ur en Dóra, sem með fasi sínu og tilvera sagði: „Lífið er gott og heilbrigt" og síðan málæði, ringul- reið og öngþveiti nútímans. Þegar ég nú sjálf á miðjum aldri horfí til baka, þá set ég á svið mig, litla hnátu, og Dóra. Dóri miðaldra ekkjumaður, fámáll en traustur, en ég lítil hnáta að stíga mín fyrstu skref í að uppgötva undur lífsins. Mér finnst sem ég skynji sorgina, reynsluna. Ég dái manninn, ber óttablandna virðingu fyrir honum. Gaman væri ef hann væri pabbi minn. Ég flækist fyrir honum hvenær sem tækifæri gefst, það er svo margt að sjá og svo margt sem þarf að spyija um. Sjálfsagt hefur hann oft verið þreyttur á hnátunni. Dóri var bóndi fram í fingur- góma. Hver stund notuð til starfa. Ekki slórað að óþörfu. Oftast fór hann á fætur kl. 4 að morgni, á undan öllum öðrum. Þá þurfti að gá til veðurs, hyggja að skepnum, sem era heimavið, gefa hænsnun- um og ýmislegt sem gott og nauð- synlegt er að gera snemma dags. Eg minnist þess að samband Dóra við skepnumar var alveg sérstakt. Hann leit ekki á þær sem númer í framleiðslukvóta. Nei, skepnurn- ar hans Dóra voru vinir hans. Ég ítreka þetta atriði. Vinir hans. Hann var mjög sérstakur að þessu leyti. Hann talaði við skepnurnar sínar eins og jafningja hvort sem það vora ær, lömb, kýr, kálfar, hundar eða hestar. Og það var eins og skepnurnar skildu hann. Allir virtu þetta leynisamband á milli Dóra og skepnanna hans. Sagt var: „Skepnumar hans Dóra“, með virðingu í rómnum. Og svo vann hann Dóri við öll hin hefðbundnu sveitastörf sem sífellt kölluðu að. Þetta tímabil var fyrir tíma vél- anna, tími breytinganna hefur ver- ið svo hraður eftir að vélarnar komu til sögu í sveitum landsins að það er eins og tímabilið, sem hér um ræðir, hafi verið á annarri öld. Dóri bóndi fór sér hægt í að kaupa vélar. Ég held að ég segi satt frá að hann hafi látið sér nægja að kaupa eina dráttarvél sín búskaparár. Árin sem móðir mín og ég dvöld- umst í Skálholtsvík urðu ekki mörg, en samt nógu mörg til að þau eru mér mjög mikilvæg og sérstök. Ég finn, að þessi ár, þeg- ar barnið vaknar til vitundar um lífið og tilverana, era þau ár sera-t eru mikilvægust hvað varðar að nema gott fordæmi af þeim sem eldri era, í orðum og gjörðum. Dóri var sá maður sem sáði í hug minn fræjum, elsku til lífsins, og virðingu fyrir náttúrunni. Hafi hann þökk fyrir. Ég er sannfærð um að á öðra sviði munum við hittast aftur, ræða saman og kryfja málin betur. Oft liðu mörg ár á milli þess að ég gæti heimsótt Hrútafjörðinn, og hitt Dóra og alla mína kæru vini í Skálholtsvík. En þegar það tókst, — þá var alltaf tekið jafnvel á móti mér af Dóra, Nonna og hans elsku- legu eiginkonu Siggu. Ég held að ég mæli fyrir munn margra að þvílíkt þríeyki eins og þau þijú fínnist varla nokkurs staðar hvað varðar höfðingsskap í gestrisni og vináttu. í hvert sinn sem ég heim- sótti Skálholtsvík þá bundust þau bönd, sem ekki eru sýnileg, fastar í virðingu okkar á milli. Mig lang- ar hér að nota tækifærið og þakka vináttu þeirra sem er hrein og ómenguð í gegnum öll árin. Að lokum votta ég öllum eftirlif- andi ættingjum samúð mína. Vil ég nefna eftirlifandi systkini, Fjólu dóttur hans, nafna hans Dóra yngri, Siggu mína sem annaðist hann og hlúði að honum eins og eiginmanni númer tvö af ótrúlegri óeigingimi til fjölda ára, og að lok- um öllu frændliði. Ég kveð þennan aldna heiðursmann. Þar sem góðir menn ganga eru Guðs vegir. Sigfríður Vilhjálmsdóttir. LEGSTEINAR Flutningskostna&ur innifalinn. Stuttur afqreiðslufrestur. Fáið mynaalistann okkar. 720 BorgarfirSi eystra, sími 97-29977 SUM/VRBÚSTAÐÆIŒNDUR yt OG AE3RIR HÚSBYOOJENDUR Leitið upplýsinga hjá sölumönnum ÞAR SEM GÆÐI N GANGAFYR IR Sefgöröum 3, ) 70, Seltjamamesi. Sími 91-61221 1. Fax91-614185 VATNSGEYMAR staðlaðir og sérsmíðaðir, 100- 10.000 lítrar að stærð. ROTÞRÆR úr polyethylene, viðurkenndar af Hollustuvernd 1.500 -10.000 lítrar að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.