Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 25
24 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. AGUST 1994 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaidkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. FRIÐUR EÐA ÓFRIÐUR? UMMÆLI norskra stjórnmála- manna vegna deilna um veiðirétt við Svalbarða bera keim af stríðsyfirlýsingum. Bjorn Tore Godal, utanríkisráðherra, hefur þannig líkt íslendingum, sem veiða á verndarsvæðinu við Svalbarða, við innbrotsþjófa. Jorgen Kosmo, iandvarnaráðherra, lét hafa eftir sér í gær að til greina kæmi að senda herskip á svæðið, í þeim til- gangi að „hreinsa út“ íslenzka flot- ann. Enginn norskur ráðherra hefur léð máls á því að setjast að samn- ingaborði með íslendingum, og reyndar ekki heldur á því að vísa málinu til Alþjóðadómstólsins í Haag. Framferði norskra stjórnmála- manna ber án efa að skoða í því ljósi, að fyrir dyrum stendur þjóðar- atkvæðagreiðsla í Noregi um aðild að Evrópusambandinu. Forystu Verkamannaflokksins er mikið í mun að sýna íbúum Norður-Nor- egs, sem neikvæðastir eru í garð aðildar, að hún verji hagsmuni þeirra með kjafti og klóm. Við annan tón kveður hins vegar hjá norskum fjölmiðlum, sem fjallað hafa um Svalbarðadeiluna. Dag- bladet bendir á að málið sé nú meðhöndlað eins og hrein hernaðar- aðgerð, þar sem varnarmálaráð- herrann fari með stjórnina, og ábyrgðarleysi sé að reyna ekki að leysa deiluna með samningum. Jafnframt bendir blaðið á að réttur Norðmanna á verndarsvæðinu njóti ekki alþjóðlegrar viðurkenningar. Það hefur margsinnis komið fram að verndarsvæði er hugtak, sem ekki fyrirfinnst í alþjóðalögum. Hefðarréttur, sem Norðmenn tala um að þeir sjálfir og nokkur önnur ríki hafi áunnið sér við Svalbarða, er sömuleiðis umdeildur í þjóðarétti. Arbeiderbladet segir að haldi norsk strandgæzluskip áfram að sýna togurum frá iitlu grannlandi, sem háð sé sjávarútvegi, klærnar, muni það skaða mjög samskipti þjóðanna, sem eigi mjög margt sameiginlegt og verða Norðmönn- um álitshnekkir á alþjóðavettvangi. Aftenposten segir að fyrsta skrefið til Iausnar deilunni hljóti að vera viðræður milli íslendinga og Norð- manna. „Það þjónar ekki hagsmun- um ríkjanna, og allra sízt stærra ríkisins, að haga sér á þennan máta;“ segir blaðið. Stavanger Aftenblad tekur enn í sama streng og segir að rétt eins og Norðmenn krefjist sérstöðu í samningum við ESB, ættu þeir að sýna sjónarmiðum íslendinga fullan skilning, þeir sæki þorra útflutn- ingstekna sinna til hafsins. Jafn- framt bendir blaðið réttilega á ábyrgð íslendinga: „Þá verða ís- lendingar líka að taka sönsum. Þeir geta ekki siglt um líkt og einhverj- ir lukkuriddarar hafsins heldur verða að taka þátt í alþjóðlegu sam- starfi, sem byggist á samstöðu. í því felst m.a. að þeir takmarki at- hafnir sínar á svæðinu við skip, sem sigla undir íslenzkum fána.“ Norskir stjórnmálamenn gætu margt lært af þessum ábyrgu um- mælum fjölmiðla í landi sínu, enda túlka þeir sjónarmið íslendinga um samninga og tillitssemi og fjalla af raunsæi um óljósan rétt Norð- manna. Sem betur fer lítur út fyrir að íslenzkir stjórnmálamenn ætli ekki að efna til ófriðar með sömu gífuryrðunum, heldur leggja þeir áherzlu á samninga eða friðsam- lega dómstólaleið. Þannig segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra í Morgunblaðinu í gær, laug- ardag, að reyna beri með öllum til- tækum ráðum að leysa deiluna með samningum. Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra óskar eftir viðræðum, en segir jafnframt, að íslendingar séu tilbúnir til mála- rekstrar fyrir Alþjóðadómstólnum, haldi Norðmenn uppteknum hætti. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, segir: „Smáþjóð eins og íslendingar hlýtur ætíð að reiða sig á alþjóðleg- an rétt, dómsniðurstöðu óháðra, alþjóðlegra dómstóla.“ Forðast ber stórorðar yfirlýsing- ar í samskiptum náinna frænd- og vinaþjóða. Árni biskup gerði óvini sína að vinum sínum, segir í sögu hans. Norðmenn ættu ekki að reyna að snúa þessu við, og sem betur fer átta sig margir á því. Ivar Eske- land, fyrsti forstöðumaður Nor- ræna hússins, sagði til dæmis í norska ríkisútvarpinu í seinustu viku: „Af öllum þeim þjóðum, sem ég þekki eitthvað til, eru íslending- ar sú þjóð, sem ég sízt af öllu viidi gera að óvinum mínum. Menn skyldu muna að bezta leiðin til að losna við óvini sína er að gera þá að vinum sínum. Það þarf að ger- ast mjög fljótt." Samstarf Norðurlandaþjóðanna er einstakt. Það snýst ekki einvörð- ungu um pólitískt samstarf stjórn- málamanna, heldur djúpa sam- kennd og sameiginleg lífsgildi al- mennings; norrænan frelsisanda, sem Tómas Guðmundsson orti til dæmis um. Friður hefur ríkt með Norðurlandaþjóðunum um aldabil. Hið norræna friðarsamfélag bygg- ist ekki eingöngu á því að vopnum sé ekki beitt í raun, heldur að al- menningur geti ævinlega vænzt þess að deilumál séu leyst með við- urkenndum, friðsamlegum leiðum, helzt með samningum. Vopnaskak og stríðsyfirlýsingar eiga ekki heima í samskiptum Norðurlanda- þjóðanna, hvað sem á gengur. Það er og á að vera liðin tíð að bræður beriist á Norðurlöndum r7f\ GOÐAUOÐ- I vf*list á að lesa upphátt, segir Borges. Hún á rætur í ein- hvers konar söng og hrynjandin kemur vel fram í góðum upp- lestri. Þegar skáld les upp kvæði sín breytir það áheyrandanum í ljóð- skáld. Það ertilgangur í sjálfu sér. Ljóðskáld eru fullmótuð þegar þau hafa eignazt eigin tón. Það er eftirsóknarverðasta hlutskiptið. Einskonar markmið í sjálfu sér. Þessi persónulega hrynjandi kemur vel fram í upplestri. Hún leggur áherzlu á einkenni skáldsins í ljóð- inu, hreyfíngu þess. William Carlos Williams sagði, Reyndu ekki að skilja nútímaljóð - hlustaðu á það. Það á að hlusta. Það er stundum afar erfitt að rífa orðin upp af blað- síðunni. Reyndu það ekki. Láttu þau koma til þín. En til þess að eignast þennan persónulega tón, þetta sérstæða hljóðfall og þessa hrynjandi þarf ljóðskáldið að hafa farið gegnum marga elda. Bandaríska skáldið, Robert Penn Warren, hefur bent á að ljóðskáldið Randall Jarrell hafí einhverntíma sagt skáld þurfí að standa úti í storminum - og standa hann af sér. Ef skáldið verður sex sinnum fyrir eldingu á listferli sín- um og lifí af, verði hann mikilshátt- ar skáld. Aðalatriðið sé að skáldið eigi ekki annars kost en vera þarna úti í slagviðrinu; án klappliðs, smjaðurs; án verðlauna. Skáld fékk hríð til kalda, segir Þormóður. HELGI spjall 71 JBKKERT LÝSIR SAM- •tíma okkar betur en forn skáldskapur, tilað- mynda skáldskapur Völuspár, svo ég tali nú ekki um kvæða- brotin sem hafa varð- veitzt frá Sturlunga- öld og urðu til fyrir Örlygsstaðabardaga. Ég get ekki hugsað mér neitt sem lýsir okkar öld betur en þessi brot: Sefur þú úti sák eld of þér. Höfundur sér eldana brenna, þá ber við himin, það logar. Eru það ekki þessir hvítu eldar sem við ótt- umst mest. Og annars staðar segir: Dust of jörðu... þá eru ragnarök Dust minnir á upphaf alheims fyrir 15 milljörðum ára og svo enda- lokin. Mér skilst að ekkert í líkama okkar hafi ekki með einhverjum hætti brunnið í þessum logum. Allt á eftir að farast í ragnarökum og án aðstoðar Sprengjunnar. Sumir vísindamenn telja að heimurinn muni skreppa aftur saman og verða að litlu sem engu áðuren hann hverfur með öllu, eða þá hann taki að þenjast út aftur og nýtt ferli hefjist. Það var þetta sem Gunn- laugur Scheving kallaði hlutfallið milli lífs og dauða. Átök, andstæð- ur, samhljómur - maður fínnur þetta í sinfóníum Beethovens og Mahlers, ekkisízt undir lok þriðju sinfóníu hans. ney íslenzkur kemur I Li #fyrst fyrir í Ijóði í Austurf- ararvísum Sighvats. Mér er nær að halda það sé engin tilviljun: Oss hafa augu þessi íslenzk, kona, vísat brattan stíg at baugi björtum, langt en svörtu... Það er gaman að sjá hvernig Þormóður kynnir sig fyrir Ólafi konungi helga þegar hann gengur á hans fund:Ég er íslenzkur maður og heiti ég Þormóður, en Bersi heit- ir faðir minn... og Kjartan Ólafsson þolir ekki að vera minni maður en Ólafur Tryggvason þegar þeir hitt- ast við Nið og þreyta sund. íslend- ingamir fylgjast vel með sameign þeirra. Búandkarlarnir ætla ekki að láta öðmm eftir allan heiminn. Athyglin skal vera á þeim. Metnað- ur þeirra var ekkert dúnalogn. Og konur þeirra vom öðram konum sjálfstæðari og fegurri ef svo bar undir. En í þá daga var þessi ímynd íslendingsins ekki helber blekking og skáldskapur, það höfum við allt- af vitað(!) Af frásögn Sturlu þáttar má sjá hvað íslendingar áttu auðvelt með að ná konungs eyram í Noregi og öðlast frægð og frama við hirðina, jafnvel þótt þeir hefðu brennt allar brýr að baki sér einsog Sturla Þórð- arson. En sagnaritun hans og skáld- skapur ljúka upp öllum dyrum og er fróðlegt að fýlgjast með því hvemig það á sér stað. Við eigum samtímaheimild um það og hún festist í vitund þjóðarinnar, svart á hvítu. Hún er bláköld söguleg stað- reynd, en engin blekking. Þannig eiga andörlög íslendinga rætur í raunveraleika. M (meira næsta sunnudag) 25 =£ H iÉR í BLAÐINU HEF- ur verið rætt allnokk- uð um nýja mennta- og skólastefnu og tek- ið undir þau sjónarmið sum sem nú eru efst á baugi í mennta- máíaráðuneytinu. Oftar hefur þó verið lögð áherzla á mikil- vægi íslenzkrar tungu og nauðsyn þess að æskan sem nú vex úr grasi taki við málsmenningarhefð okkar, rækti hana og ávaxti eins og efni standa til. En nú er farið að bera allmikið á því að ungt fólk, jafnvel menntað fólk, leggi litla rækt við tunguna og afskræmi hana. Á stundum má sjá þess merki í ljósvakamiðlunum. Ungt fólk er ekki jafnöruggt í meðferð tungunnar þótt menntað sé og almenning- ur var á árum áður. Tungan hefur blómstr- að vel á vöram alþýðu manna og við höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að þurfa ekki að kljást við mállýzkur eða ólíka málsmenningarþróun eins og Norðmenn hafa þurft að horfast í augu við og taka á, oft með sársaukafullum hætti. Það var ekki einangrun sem olli því að við héldum tungunni en aðrar Norðurlandaþjóðir glöt- uðu frammáli sínu í aldanna rás eins og Grikkir og ítalir, heldur sú einfalda stað- reynd að hér á landi hefur ávallt verið í tízku að tala íslenzku eins vel og menn hafa framazt getað og skrifa hana eins nálægt gullaldarmáli fornra bókmennta og hverjum og einum hefur verið lagið. Hér varð aldrei nein tízka í þá átt að af- skræma tunguna eins og við höfum séð með nálægum frændþjóðum heldur hefur verið lögð áherzla á góða tjáningu í tengsl- um við gullaldarbókmenntir fyrri tíma. Þó að málið hafí stundum orðið fyrir of mikl- um áhrifum dönskunnar þá hafa íslending- ar hrist þessi áhrif af sér og allskyns prent- smiðjudanska er að mestu úr sögunni. En í staðinn höfum við þurft að glíma við ensk áhrif á tunguna og nú síga þau á, ekki sízt í sjónvarpi. Hér á landi var aldr- ei siður að kenna á dönsku, því síður að prédika á dönsku eins og gert var með öðrum norrænum þjóðum, t.a.m. Norð- mönnum. Það var ekki að furða að tungan léti undan í slíkum átökum. íslenzk kirkja á heiður skilinn fyrir þann mikilvæga arf sem hún hefur ávallt lagt til varðveizlu íslenzkrar menningar og þá ekki sízt tung- unnar. Nú er það flestu öðru mikilvægara að íslenzka sé í heiðri höfð í sjónvarpi svo áhrifamikill miðill sem það er en á það skortir og enn fer alltof mikið efni inn á heimilin í enskum búningi og má mikið vera ef eitthvað lætur ekki undan þeirri ásókn ef ekki er spyrnt við. Það er sjón- varpinu aftur á móti til lofs hvernig það matreiðir bamaefni og lagar það að ís- lenzkri hugsun barnanna og því tungutaki sem þeim er eiginlegt og þau skilja. í nýrri skólastefnu er tekið fram að ís- lenzkan sé ein af þremur grunngreinum skólanna og er það vel. Hún tjáir hugsun- ina og á að byggja brú að þeim fjársjóðum erlendrar menningar sem við viljum til- einka okkur eða nota til örvunar og end- urnýjunar arfi okkar. Ekki alls fyrir löngu var til þess vitnað hér á þessari opnu að Einar skáld Benediktsson taldi á sínum tíma að tungan mundi ekki varðveitast á vöram alþýðunnar heldur einungis á veg- um og í skjóli þeirra andlegu mustera sem háskólar era. Þessi orð skáldsins era að vísu íhugunarverð en þó hefur sagan sýnt og sannað að tungan og menningin varð- veitist því aðeins að hún sé hluti af arf- leifð almennings í landinu og lifi með al- þýðu manna eins og verið hefur öldum saman. í æðri menntastofnunum er ekki' endilega farið betur með íslenzkt mál en þar sem alþýðuskjólið á sér þúsund ára arfleifð að bakhjarli. Við eigum að leggja áherzlu á hvort tveggja, æðri menntun og alþýðumenningu, og treysta því að arfur íslendinga lifi áfram og endurnýist með sama hætti og ævinlega hefur verið. Víxl- áhrif í andlegum efnum eru heillavænleg- ust eins og sagan hefur kennt okkur. íslenzk menning- næsta aldar- fjórðung ÞEGAR TALAÐ ER um nýja skóla- stefnu er ekki úr vegi að minnast á skýrslu sem nefnist íslenzk menning næsta aldarfjórð- ung, en henni var lokið í desember 1990 og hefur hún aldrei verið gefin út. En þar sem ekki er vitað til þess að hún sé trúnaðarmál verður í hana vitnað hér á eftir enda kennir margra góðra grasa í því sem um er fjallað. Odd- viti hópsins sem skýrsluna gerði var dr. Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi menntamála- ráðherra. í inngangi skýrslunnar er minnt á orð T.S. Eliots þegar hann segir að menning sé einfaldlega það sem gefi lífinu gildi. Þessi skilgreining minni á að hugtak- ið menning sé órjúfanlega tengt verðmæt- um sem skipti sköpum fyrir manneskjuna. Menning sé allt það sem efli mennsku mannsins jafnt til hugar og handa en ómenning það sem niðurlægir hann og vinnur honum tjón. Gildi menningararfs og menningarstarfs hljóti að ráðast af þeirri þýðingu sem þessi verðmæti hafi fyrir þjóð og einstaklinga. „Sú þýðing getur verið margvísleg, en almennt er óhætt að segja, að hún felist í því að skerpa skyn okkar á það, sem skiptir máli í tilverunni og gefur lífinu gildi, hvort sem það er fegurð himinsins eða sjálfstæði þjóðarinnar. Það væri því villandi að skilja menningu frá þeim þáttum, sem skapa mönnum skilyrði til skilnings, þroska og lífsfyllingar almennt. Menningu þjóðar verður að meta eftir því, hvernig hún nýt- ir starfskrafta og sköpunarmátt þegna sinna á hveijum tíma. Það er undir slíkum þáttum komið, ekki síður en ríkum menn- ingararfi og blómstrandi menningarstarfi, hvort hægt er að tala um íslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð. En til þess að skilja veruleikann og sjálf okkur þurfum við að leggja sérstaka rækt við tungumál- ið, söguna, bókmenntirnar, siðina og hug- myndirnar sem eru grundvöllur íslenskrar menningar.“ Það sé hlutverk fræðanna að sýna fram á mikilvægi þessara þátta mannlífsins og umfjöllun um þau sé bæði brýn og nauðsynleg til að rækja hlutverk menntunar. „Eigi íslenskt skólakerfi að efla menninguna, hlýtur vægi þessara þátta að vera eins mikið og kostur er á öllum skólastigum." Skapandi listir gegni miklu hlutverki í samfélagi mannsins og nauðsynlegt sé að auka þátttöku nemenda i listsköpun. Slíkt ræktunarstarf auki ein- staklingnum þrótt til að taka þátt í mótun íslenzks menningarlífs. Með síaukinni sér- hæfíngu í atvinnulífinu verði kröfur um tæknilegt notagildi menntunar æ hávær- ari. „Þótt allir ættu að geta fallist á það, að menntun eigi að nýtast sem best í þágu atvinnulífsins, er það mikil skammsýni að ætla, að því markmiði verði náð með því að draga úr hlut almennrar menntunar. Góð almenn menntun, sem stuðlar að al- hliða þroska einstaklings, er besta vega- nesti hans, jafnt til einstakra starfa sem fyrir lífið yfirleitt. Jafnframt ber að leggja áherslu á, að með skipulegri uppeldis- og skólastefnu stuðluðum við best að því, að einkenni íslenskrar menningar veiðveitist J vitund og verkum almennings, en ein- angrist ekki í stofnunum og verði í vax- andi mæli séreign fámennra hópa. Enn- fremur má staðhæfa, að traust íslensk undirstöðumenntun er besta viðnámið gegn erlendum sem innlendum afþreying- ariðnaði, sem ryður sér æ meir til rúms. Einnig er brýnt að leggja mikla áherslu á tungumálanám í skólum landsins, ekki síst í íslensku og ensku, því góður skilningur á hvoru máli fyrir sig ætti að draga úr hættunni á því að þeim sé ruglað saman. Afar mikilvægt er að talsetja erlent barna- efni á íslensku, sérstaklega fyrir yngstu aldurshópana." Þá er talað um nauðsyn breytinga á skólastarfi og þá sérstaklega í yngri bekkjum grunnskóla og þurfi hann að vera einsetinn heilsdagsskóli með mál- tíðum fyrir börn. Eins og nú hátti til í þjóðfélaginu sé slík tilhögun í raun orðin REYKJAVTKURBRÉF Laugardagur 13. ágúst félagsleg nauðsyn og félagsleg krafa sem börn og heimili eigi rétt á. Fyrr geti skól- inn ekki orðið sá vaxtar- og verndarreitur fyrir íslenzka menningu sem hann þarf að vera. Menning er viðræða EN HVAÐ SEGIR hópurinn um vax- andi áhrif neyzlu- menningar á ís- lenzkt samfélag? Þótt tekið sé undir þá fullyrðingu að þjóð- menning þrifist ekki bezt í einangrun held- ur séu erlend áhrif nauðsynleg íslenzkri menningu til uppörvunar og endursköpun- ar hljóti íslenzk menningarviðleitni að verulegu leyti að vera fólgin í viðnámi við þessum sömu áhrifum. Bent er á að í Mexíkó-yfirlýsingu Unesco um stefnu í menningarmálum sé lögð áherzla á að menningarleg sérkenni þjóðar endurnýist og auðgist af kynnum við venjur og gildi annarra. „Menning er viðræða, þar sem skipst er á hugmyndum og reynslu, og gildi og siðir annarra eru metnir. Menning visnar og deyr í einangrun.“ Samskipti við þjóðmenningu annarra auðgi óhjákvæmi- lega íslenzka menningu og það ætti því að vera íslendingum keppikefli að þau séu sem mest og fjölbreyttust. Um breytta lífs- hætti og ný lífsgildi segir svo í skýrsl- unni: „Kjarni íslenskrar þjóðmenningar er tungan og sagan, sem menningararfleifð þjóðarinnar er ofin úr. Tungan og sagan eru þær rætur sem sjálfskilningur okkar er sprottinn af; þær eru farvegur þeirra hugmynda og reynslu sem eru sameign okkar sem þjóðar. Hveijum manni er hlut- deild í menningararfi þjóðar sinnar að ein- hveiju marki sjálfsögð, nánast „drukkin inn með móðurmjólkinni“. Arfleifðin nærir jafnan þá hugsun og þau verk, sem eru uppistaðan í gróandi menningu á hveijum tíma. Á hinn bóginn er það háð margvísleg- um félagslegum og sögulegum aðstæðum, hvernig þjóðmenning varðveitist frá einni kynslóð til annarrar. í hefðbundnu sveita- samfélagi varðveitist menning nær sjálf- krafa, þar eð arfurinn gengur mann fram af manni án teljandi utanaðkomandi áhrifa. Á þessari öld hafa orðið margvís- legar breytingar á íslensku samfélagi, sem hafa gerbreytt öllum skilyrðum í þessu tilliti. Þessar breytingar þarf vart að tí- unda í einstökum atriðum, en almennt er óhætt að segja, að breyttir lifnaðarhættir, aukin tækni og verkaskipting, ásamt minnkandi einangrun hafí kippt stoðunum undan hefðbundinni þjóðmenningu og opn- að gáttir fyrir alþjóðlegri neyslu- og tækni- menningu, sem eðli sínu samkvæmt grefur undan þjóðlegum arfí og sérkennum." Hið sérstæða við þessar breytingar hér á landi sé að þær hafi átt sér stað á mjög skömm- um tíma og valdið því meiri byltingu á kjörum fólks og hugsunarhætti sem breyt- ingar höfðu orðið minni á öldum áður. Hafi þetta skapað ákveðið rótleysi sem kunni að vera skýring á því hve ginnkeypt- ir íslendingar hafi verið fyrir hverskonar nýjungum. Nýjustu dæmi um slík áhrif séu myndbönd og tölvur sem við íslendingar höfum tekið við og notum af meira kappi en nokkur önnur þjóð. En framleiðsla al- þjóðlegs afþreyingarefnis stjórnist af hagnaðarsjónarmiðum en láti sig menning- arleg verðmæti engu skipta nema að því leyti sem þau dugi eins og hver annar söluvamingur. Kröfur um gæði víki fyrir magni og sefjunaráhrifum og stöðugt sé þróuð afkastameiri tækni til að ná þeim fram. Hætt sé við að tæknidýrkun og gróðahyggja af þessu tagi grafi smám saman undan allri eiginlegri þjóðmenningu með því að umturna þeim verðmætum sem hún byggist á og viðheldur. „Ein afdrifa- rík afleiðing þessa er, að ástundun lista og mannlegra fræða, sem best stuðlar að lifandi varðveislu og endursköpun íslenskr- ar menningar, er stundum álitin vera auka- atriði fyrir samfélagið eða jafnvel baggi á þvi. Það er þvi veruleg hætta á, að þessi menningarstarfsemi einangrist í tilteknum stofnunum eða afkimum samfélagsins, en verði ekki aflvaki í þjóðlífinu á öllum svið- um eins og hún þarf að vera.“ Þá er varað við því að áherzlur í menningarlífi hafi færzt æ meir frá þátttöku í menningar- starfi yfir í oft óvirka móttöku á fram- reiddu menningar- og afþreyingarefni. Holskeflur erlendra áhrifa rísi í kjölfar nýrrar tækni á sviði fjölmiðlunar og fjar- skipta. Þessi áhrif geti að vísu orðið menn- ingarauki en einnig menningarspillir og fer það eftir þvi hvernig á er haldið. „Er- lend áhrif geta verið hvati til nýsköpunar, eins og sjá má af rismiklum mótunartímum í sögu okkar. íslendingar hafa ávallt getað breytt erlendum áhrifum í íslenskan veru- leika og samofið þau grundvallarviðhorfum okkar í menningarmálum. Við höfum nýtt okkur erlend áhrif í gróskumikla heimatil- búna menningarstarfsemi, en ekki orðið þeim að bráð. Að því þarf áfram að stefna. Hættan felst öðru fremur í sinnuleysi okk- ar sjálfra, því að þróttmikil þjóðmenning getur alltaf unnið úr erlendum áhrifum sjálfri sér til uppbyggingar." ÞESSMÁAÐLOK- Nýr þáttur „íslenzkrar menningar“ um geta að millj- ónaþjóð eins og Þjóðveijar hafa ekki síður áhyggjur af áhrifum sjón- varps en við hér norður á hjara veraldar. Þjóðveijar og Frakkar hafa ekki einungis áhyggjur af tungumálinu heldur einnig og ekki síður af því ofbeldi sem er viðstöðu- lausar kræsingar í sjónvarps- og kvik- myndum. Þýzka vikuritið Focus segir frá því í grein um sjónvörp sem birtist í sól- mánuði og fjallar um sjónvarpsofbeldi að æ fleiri börn og unglingar sækist í þetta andlega fóður og því ástæða til að hafa af því miklar áhyggjur. Á árinu 1991 hafi börn á aldrinum 6-13 ára horft á sjón- varp að meðaltali í rúmar 90 mínútur dag hvern en 1993 sé þetta áhorf orðið sem svarar um 100 mínútum. Mörg börn horfi á hryllilegar ofbeldismyndir með foreldrum sínum og þykir ekkert athugavert við það. En samkvæmt nýrri skoðanakönnun telja þó 79,5% Þjóðveija að allt of mikið af ofbeldismyndum sé sýnt í þýzku sjónvarpi og 91,7% Þjóðveija telja að þessar ofbeldis- myndir hafí neikvæð og jafnvel hættuleg áhrif á börn og unglinga. Væri ekki ástæða til að við færum einn- ig að huga að þessum þætti „íslenzkrar menningar“? Morgunblaðið/Sverrir „í æðri mennta- stofnunum er ekki endilega far- ið betur með ís- lenzkt mál en þar sem alþýðuskjólið a ser þúsund ára arfleifð að bak- hjarli.“ /V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.