Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Veröld Soffíu er norsk skáld- saga sem gerir auðskiljanlegar heimspekikenningar sögunnar frá Sókratesi til Sartre og fer eins og eldur í sinu um Evrópu. eftir Arnald Indriðason HVER getur sagt til um metsölubækur? Sumir keppast við að skrifa þær en verð- ur aldrei ágengt. Aðrir skrifa sínar bæk- ur og áður en þeir vita af raða þær sér á metsölulistana um heiminn. ítölsk morðsaga í miðaldaklaustri var ekki tal- ið metsöluefni á sínum tíma. Nú vita allir um Umberto Eco. Norskur rithöf- undur, Jostein Gaarder frá Björgvin, skrifaði sögu um unga stúlku sem fær dularfullar spurningar sendar í pósti er verða upphafið að því hvernig hún kynn- ist heimspekilegum viðfangsefnum fremstu hugsuða sögunnar í gegnum dularfullan vin. Enginn bjóst við því fyr- irfram að hér væri metsöluefni á ferð- inni. Heimspeki. Hvað er nú það? En annað hefur sannarlega komið á daginn. Jostein Gaarder segist hafa skrifað skáldsöguna Veröld Soffíu, sem auð- veldar fólki mjög að skilja helstu heim- spekikenningar sögunnar, af því bókabúð- irnar eru stútfullar af „nýaldarbulli“ og ekkert var til um heimspeki fyrir aldurinn „14 ára og uppúr“. Hann er gersamlega forviða á velgengninni sem bókin hefur átt að fagna, m.a. í hinu heimspekilega sinnaða Þýskalandi, þar sem hún hefur verið á metsölulistum síðan í desember, náði fyrsta sæti listans í Der Spiegel í apríl og trónir þar enn. Þýðendur um allan heim sitja dag og nótt við að snúa henni á móðurmál sitt, hvort sem er í Bretlandi, Frakklandi eða Bandaríkjunum, þar sem hún kemur út á næsta ári. Og hér heima situr Þröstur Ás- mundsson heimspekingur á Akureyri og þýðir Veröld Soffíu fyrir Mál og menningu, sem ætlar að gefa bókina út fyrir jólin. Svar heimspekinnar við Segu tímans Það hefur svosem gerst áður að lítt þekktur eða óþekktur rithöfundur valdi uppnámi í bókmenntaheiminum með verki sem varla var hægt að sjá fyrirfram að vekti meiri eftirtekt en ný vegahandbók. Það sá enginn fyrir að ítalski rithöfundurinn Umberto Eco yrði metsöluhöfundur síðasta áratugar með bók sinni, Nafn rósarinnar. í Bretlandi hefur rithöfundurinn Vikram Seth orðið metsöluhöfundur með bókinni „A Suitable Boy“, sem er 1.350 síður og fjallar um indverska stúlku í leit að eigin- manni. Veröld Soffíu sómir sér vel í þessum hópi. Hún er 600 síður, rituð á tungumáli sem varla er hægt að segja að sé þekkt um víðan völl, fjallar í raun um heimspeki- kenningar sögunnar frá Sókratesi til Sar- tre, bornar á borð fyrir 14 ára stúlkukind og samin af rithöfundi og fyrrum kennara Ekkert nýaldarbull; norski rithöfund- urinn Jostein Gaarder hefur komið bók- menntaheiminum á óvart með skáldsögu sinni, Veröld Soffíu. í heimspeki, sem fáir ef nokkrir hafa heyrst minnst á. Nú þegar er farið að tala um bókina sem svar heimspekinnar við riti stjörnuspekingsins Stephen Hawkins, Sögu tímans eða „A Brief History of Time“, en það er ein af fáum bókum sem tekist hefur að gera sérlega flóknar vísindalegar kenn- ingar skiljanlegar — eða allt að því skiljan- legar — venjulegum lesendum. Veröld Soffíu lenti á metsölulistum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og henni hefur verið sérlega vel tekið i Þýskalandi eins og áður sagði en útgáfufyrirtækið þar, Hanser Verlag í Miinchen, lenti í vandræðum með að flokka hana. Fyrst var sagt að hún væri fyrir unga lesendur eða únglinga, en fljótlega var hún líka komin í hillurnar fyrir full- orðinsbókmenntir í þýskum bókabúðum. Yfirmaður barna- bókadeildar Hanser-útgáfufyr- irtækisins segir að Veröld Soff- íu sé ein af þessum bókum sem geti gert „bóksala geggjaða, því hún setur tölvukerfið þeirra í flækju.“ Persónur og leikendur Undirtitill Veraldar Soffíu er Skáldsaga um sögu heimspek- innar. Söguhetja hennar er Soffía Amundsen, 14 ára stúlka í litlum og syfjulegum út- vegsbæ í Noregi. Dag einn ger- ist það upp úr þurru að hún finnur bréf- snifsi í póstkassanum sínum og á hann eru ritaðar tvær spurningar: Hver ert þú? og Hvaðan er heimurinn sprottinn? í kjölfarið fylgir fyrsta heimspekinámskeiðið sem dul- arfullur heimspekingur að nafni Albert Knox sendir henni. Soffía er ekki lengi að finna sig í fræðunum og stendur uppi í móður sinni með tilvísun í grísku efnis- hyggjumennina. Móðir hennar er helst á því að allir unglingar sem vilja vita eitthvað um tilgang lífsins séu á lyfjum. Eftir nokkrar bréfaskriftir birtist Albert Knox í eigin persónu ásamt hundinum sín- um, Hermes. En um leið og hann birtist fer önnur gáta í gang. Hver er Hilde Moller Knag? Og hvers vegna sendir faðir hennar, „majórinn“, sem starfar með sveitum Sam- einuðu þjóðanna í Líbanon, póstkort til dótt- ur sinnar í gegnum Soffíu? í ljós kemur, án þess að ljóstra upp of miklu, að Soffía og Albert eru aðeins persónur í bók sem majórinn er að skrifa fyrir dóttur sína, Hilde, í afmælisgjöf. Hann vill gefa henni kost á einhveiju öðru en„nýaldarrusli“ og öðrum óvönduðum bókum á markaðnum. Með öðr- um orðum: Heimspekisagan er bók eftir Albert í bók eftir majórinn í bók Jostein Gaarder. Eins og sjá má er hér á ferðinni ein af undirstöðukenningum heimspekinnar; ekk- ert er eins og það sýnist. Og þegar nær dregur hámarki sögunnar verður önnur heimspekileg spurning áleitin; búa mennirn- ir — í þessu tilviki Soffía og Albert — yfír fijálsum vilja? Eða eru gerðir þeirra fyrir- fram ákveðnar af æðri máttarvöldum — í þessu dæmi höfundinum/skapara þeirra? Mikki mús og Skröggur Gaarder skrifaði bókina í þeim eina til- gangi að kynna heimspekikenningar fólki sem litla sem enga þekkingu hefur á þeim. Þar á hann sérstaklega við ungt fólk eða unglinga. Hann grípur til ýmissa meðala í þeim tilgangi og kallar til sögunnar persón- ur eins og Mikka mús, Rauðhettu, Nóa og Skrögg til að gera kenningarnar auðskiljan- legar. Óllum getur reynst erfitt að einfalda t.d. kenningar Immanuels Kants, segir einn gagnrýnandinn, en Gaarder gerir góða til- raun til þess þegar hann lætur Soffíu hafa rósrauð gleraugu svo hún fái einhveija hugmynd um óáreiðanleika skynjunarinnar. Kenningar Aristótelesar, Descartes, Locke og Hegels eru útfærðar og tengdar þeim tíma sem kveikti þær. Gaarder notar legókubba til að einfalda atómkenningu Demokrítusars. „Vinsældir bókarinnar benda til þess að þörf sé á nýrri upplýsingu,“ er haft eftir Gaarder. Hann telur að fólk sé orðið þreytt á „heim- spekikláminu“ sem fýllir bóka- búðirnar. „Síðmódernisminn vildi afbyggja kvikmyndina, skáldsöguna, tungumálið og frumspekina. En ég held við sjáum nú aukna þörf fyrir að endurbyggja." Það er alltaf spurning hversu langt á að ganga í að einfalda hlutina og einhveijum kann að þykja Gaarder hafa gengið sumstaðar of langt í þeim efnum í tilraun sinni til að höfða til hins almenna lesanda og gera honum heimspekina skiljanlega. Einhver hefur hnýtt í þá aðferð hans að kalla til persónur eins og Mikka mús og Skrögg og sagt að það hefði mátt skipta nokkrum þeirra út fyrir meira pláss undir Ludwig Wittgenstein eða meiri umræður um heim- speki Friedrich Nietzsche. Allar einfaldanir hljóta að bjóða uppá slíka gagnrýni en flest- ir munu sammála um að Gaarder hafi tek- ist sérlega vel upp og að hann hafi skrifað bókina á réttum tíma og ekki síst fyrir rétta lesendahópinn, þ.e. allan almenning. Það að hún skuli slá í gegn hlýtur að vera gleðiefni fyrir þá sem vilja veg heimspek- innar sem mestan. Hver er Martin Heidegger? Ljóst er að Veröld Soffíu mun þjóna vel þeim sem aldrei hefur kynnt sér heimspeki að neinu ráði. Líka þeim sem það hafa gert en hafa gleymt flestu af því sem þeir lærðu, segir í vikublaðinu Newsweek, þar sem bókin fær geysigóða dóma. Spurningin er hvernig íslendingar taka skáldsögu um heimspekikenningar. Það þarf svosem ekk- ert að koma á óvart þótt Þjóðveijar gleypi við sögunni. Þar finnst rík hefð í heimspeki- iðkun og fólk getur alveg eins tekið eitt af ritum Hegels með sér á ströndina eins og spennubók eftir Michael Crichton. í Frakklandi er heimspekin í hávegum höfð; tilvistarstefnan er ekki ókunnugt hugtak þar í landi. Munu ungir Íslendingar sökkva sér í heimspeki sem gerð er skiljanleg al- menningi? Er einhver áhugi hér yfírleitt á heimspeki? Eða eins og breskur gagnrýn- andi sagði þegar hann velti því fyrir sér hvort Bretar tækju bókinni jafnfagnandi og þeir á meginlandinu: Hvað breskan ungdóm varðar getur Martin Heidegger allt eins verið í þýska landsliðinu. 1 ' ' 'lustÁímJCaorácr • ';j Sofies Wclt i Kunan í íííxt tiie Gísclnchtc í di:i f’hibscph.e | Metsölubók; þýska útgáfan á sögunni um Soffíu hefur notið mik- illa vinsælda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.