Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 37
BREF TIL BLAÐSiNS
Afþökkum byssu- og
aðrar ofbeldisauglýsing-
ar frá kvikmyndahúsum
Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni:
UNDANFARIN ár hefur Morgun-
blaðið tekið upp á þeirri nýbreytni
að birta pk. „auglýsingafréttir“
af nýjum kvikmyndum í kvik-
myndahúsum borgarinnar. Er í
sjálfu sér ekkert við þá góðu þjón-
ustu að athuga annað en að lang-
oftast sendir kvikmyndahúsið
blaðinu kynningarmynd úr kvik-
myndinni þar sem söguhetjur film-
unnar munda hin ýmsu skotvopn
í oftast tilþrifamiklum stellingum
og eða mismunandi mikið „hetju-
legum“. Og oftar en ekki eru þess-
ar sömu sögupersónur beinlínis
skjótandi úr þessum drápstólum
sínum svo strókarnir rjúka úr
byssuhlaupum þeirra eins og sjá
má svo oft á þessum myndum.
. Ég vil taka það fram að iðulega
er hér um vélbyssur að ræða, og
alloft munum við langþreyttir
Moggalesendur eftir því úr þessum
„kynningarmyndum" kvikmynda-
húsanna þegar karlkynssöguhetj-
an (á miðjum aldri oftast, en ekki
hvað) er að strádrepa sumar af
hinum sögupersónunum í mynd-
inni.
Væri nú ekki ráð að Morgun-
blaðið og aðrir fjölmiðlar legðust
á sveif með okkur sem af veikum
mætti erum að reyna að draga úr
dýrkun á þessum byssum og öðr-
um dráps- og meiðingartækjum
sem tröllríður afþreyingariðnaði
okkar svo mjög, að yngri kynslóð-
ir vesturlanda líta sífellt meir á
þessi morðtól sem eðlileg verkfæri
til að leysa ágreining sinn við sam-
félagið eða aðra þegna þess eins
og sífellt meira má lesa um í frétt-
um þessa lands og annarra í ver-
öldinni?
Mannúðlegri auglýsingar
kvikmyndahúsanna
Hægur vandinn væri að biðja
forsvarsmenn kvikmyndahúsanna
að senda frá sér kynningarmyndir
og aðrar auglýsingar til birtingar
af verkum húsa sinna þar sem
eðlilegri og mannúðlegri fyrir-
myndir kæmu fram en sífellt
mundandi þessi drápstól. í raun-
inni ættu allir góðhjartaðir og
hugsandi menn hvergi að nema
staðar í þessu máli fyrr en allri
byssunotkun og öðru ofbeldi væri
úthýst með öllu úr afþreyingariðn-
aði okkar. Því meira en nóg er af
því í fréttum heimsins alla daga
ársins, hafi einhver ofbeldis- og
byssufíkill landsins slíka óstjórn-
lega þörf á að sjá aðra menn
drepna með köldu blóði með þess-
um tækjum.
Siðferðisveikir þegnar
En byssunotkun í kynningar-
myndum eða í öðrum auglýsingum
frá kvikmyndahúsunum í blöðum
landsins er ekkert annað en leikur
að eldi. Og trúlega mun meira en
það. Því með sama áframhaldandi
afskiptaleysi okkar andspænis
yfirgangi byssu- og annarra of-
beldisdýrkenda landsins og heims-
ins, er ekki spurning um hvort
heldur hvenær sífellt fleiri siðferð-
isveikir þegnar þessa lands og
annarra taki sér þessar aðgerðir
til fyrirmyndar í lífinu sjálfu eins
og fréttir samtímans bera sífellt
meira með sér að lenska er að
verða.
Byssudýrkendur
Allar atferlislegar og félagsleg-
ar rannsóknir sýna að óbein og
óafvitandi dýrkun okkar á byssum
eða öðru ofbeldi leiðir á endanum
til aukningar í slíkri hegðun í
samfélaginu þótt hægt fari. Það
er líka aðeins spurning um hvenær
en ekki hvort. Og hvað ætlum við
þá að segja við fórnarlömb þessara
byssudýrkenda eða aðstandendur
þeirra? Að minnsta kosti mun mér
og örugglega mörgum öðrum smá-
borgaranum verða orðfátt í jarðar-
för slíks hálf- eða alsaklauss
fórnarlambs byssumanns eða ann-
arra ofbeldisdýrkenda samfélags-
ins. Svo mikið er víst.
MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON,
Grettisgötu 40b,
Reykjavík.
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður
framvegis varðveitt í upplýs-
ingasafni þess. Morgunblaðið
áskilur sér rétt til að ráðstafa
efninu þaðan, hvort sem er
með endurbirtingu eða á ann-
an hátt. Þeir sem afhenda
blaðinu efni til birtingar teljast
samþykkja þetta, ef ekki fylg-
ir fyrirvari hér að lútandi.
ÞURÍÐUR Gunnarsdóttir og Jenny Landgrun héldu hlutaveltu
nýlega og varð ágóðinn 1.917 krónur, sem þær færðu Rauða krossi
Islands til styrktar Rúanda.
ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi
Islands og varð ágóðinn 3.840 krónur. Þær heita Sigurlaug Jóns-
dóttir, Kristín Rut Jónsdóttir, Þórunn Þórarinsdóttir og Rannveig
Magnúsdóttir.
LEIKURINN
ACJS'0114s
%
°kume\ cfr
Þátttakan í Mjólkurbikarleiknum hefur verið
svo gífurleg að við höfum orðið uppiskroppa
með verðlaunabikara! En það er aðeins
tímabundið ástand því búið er að panta
aukasendingu af glösum sem tryggir að
allir sem skila inn útfylltum þátttökuseðli
fyrir 26. ágúst fá örugglega sinn
verðlaunagrip.
Þessi metþátttaka skýrist m.a. af því að það
er ekki bara unga fólkið um allt land sem
skellir sér í leikinn, heldur afar og
ömmur, pabbar og mömmur ásamt
frændum og frænkum á öllum aldri.
Það eru bókstaflega allir með!
Þangað til glösin komast í hendur réttra
eigenda verðum við að treysta á þolinmæði
þátttakenda sem munu að sjálfsögðu fá
sérstaka inneignarkvittun fyrir hvern útfylltan
þátttökuseðil sem skilað er inn.
ALLIR
sem skila inn útfylltum þátttökuseðli fyrir 26. ágúst fá sitt glas!
Við þökkum frábœrar móttökur!
Pað verður að sjálfsögðu auglýst rœkilega þegar glösin koma
til landsins svo ekki fari fram hjá neinum!