Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 17 Morgunblaðið/Golli aðeins vissan fjölda nemanda. Það var mín gæfa að komast að hjá honurn." Í námi hjá Naumov Þar með var rússneski björninn unninn, eða svo til. Framundan var harður skóli. Gamli, rússneski skólinn, Moskva Konservatory, er í gamalli byggingu skammt frá Rauða torginu. Arin- björn segir að það hafi verið sérstök tilfinning að koma þangað í fyrsta sinn. „Kennslan hjá Naumov fer fram í gömlu skólastofu Neuhaus. Tímarnir eru þannig uppbyggðir að við sitjum þarna inni nokkrir nem- endur og hlustum hver á annan meðan við bíðum þess að röðin komi að okkur. Það er mjög gott því að hver einasti tími er eins og tónleik- ar. Nemendur verða því að vera mjög vel undirbúnir fyrir hvern tíma. Ég er hjá Naumov einn til tvo tíma á viku, en fæ líka aukatíma hjá aðstoðarkennurum hans tveim- ur.“ - Geturðu lýst þessum fræga prófessor? „Naumov er tæplega sjötugur og það fer lítið fyrir honum, í það minnsta á yfirborðinu. Hann er ótrúlega hógvær og lítillátur. í tím- um, þegar maður hlustar á hann spila og heyrir hann kenna, situr maður oft með tárin í augunum. Túlkun hans er svo lifandi, ómeng- uð, kemur beint frá hjartanu. Naumov er mjög virtur, ég held að það þekki hann hvert mannsbarn í Moskvu. En hann gerir líka miklar kröfur." - Er ekki auðvelt að kikna und- an þeim kröfum? „Víst tekur það á þroska manns, en til þess er maður í námi að fá leiðsögn. Auðvitað er þetta oft erf- itt og maður fær stundum skell, en allt er það þáttur í þroska manns. Þar sem mikið framboð er af góðum nemendum verða gæðin meiri með- al nemanda. Framboðið af góðum píanóleikurum og tónlistarmönnum er svo mikið í Rússlandi að það trú- ir því líklega enginn. Það er því frábært að vera innan um þetta fólk og fá að sökkva sér niður í tónlistina. En maður finnur líka hvað maður er í rauninni smár.“ - Hefur minnimáttarkenndin þá ekki gert vart við sig innan um alla þessa snillinga? „Ekki get ég rieitað því, en þá er um að gera að taka því á jákvæð- an hátt, trúa því að það sé tilgang- ur með dvöl minni þama. Ég reyni bara að halda mínu striki og æfí mig þeim mun meira.“ Æft i skothrióinni Á stúdentagarði tónlistarháskól- ans búa um eitt þúsund nemendur. í herbergi Arinbjarnar er píanó, en þeir eru tveir sem deila með sér herbergi og hefur Arinbjöm bæði haft bassasöngvara og fiðluleikara sem herbergisfélaga. Þeir æfa sig til skiptis, oft meðan hinn sefur, en einnig er Arinbjörn með aðstöðu í kjallara stúdentagarðsins ásamt tveimur öðrum píanónemum. Sú aðstaða er ágæt að öðru leyti en því að þangað sækja oft smágerð og miður vinsæl „gæludýr", og oft getur verið ansi kalt snemma á morgnana. Þá snara menn sér bara í úlpurnar. Arinbirni finnst best að byija' æfingar snemma á morgnana og er oftast sestur við flygilinn í kjall- aranum um áttaleytið. Hve lengi hann æfir sig á degi hveijum vill hann lítið ræða, en segir að oftast æfí menn sig þetta frá þremur og upp í sjö tíma á dag. „Ég skipti deginum í tvo hluta, það er mjög gott að koma skipulagi á æfingar. Margir Rússar æfa hins vegar seint, oft á næturna. Lífsstíll margra rúss- neskra tónlistarmanna sem ég hef kynnst er þannig. Það er eins og það færist fjör í leikinn þegar nálg- ast miðnætti! Þetta getur stundum verið vandamál fyrir þá sem vilja sofa, en þá er bara að nota eyrnar- tappa. Ánnars virðast tónlistar- menn geta sofið undir hvaða kring- umstæðum sem er, og ekki síður æft sig. Rússnesku tónlistarnem- arnir kipptu sér ekkert upp við ólg- una sem fylgdi uppreisn harðlínu- aflanna í október síðastliðnum. Meðan skriðdrekar fóru um og skot- hríðin drundi í borginni æfðu þeir og voru djúpt sokknir í tónlistina!" Daglegt líf í Moskvu er þó ekki alltaf eins dramatískt og að ofan greinir, en hvað um skort á nauð- synjavörum og yfirgang mafíunnar? Arinbjörn segir að í sambandi við nauðsynjavörur hafi hann séð breytingar. „Framboð á vörum hef- ur aukist en verðið jafnframt hækk- að. Biðraðir eru að vísu til enn þá en ég hef getað útvegað mér allt sem mig vanhagar um. Maður þarf bara að vita af réttu stöðunum og sýna þolinmæði. Til að geta búið í Moskvu þurfa menn að vera mjög þolinmóðir. Allt tekur sinn tíma. Ekki má heldur láta mannmergðina og mengunina fara í taugarnar á sér. Hvað mafíuna .snertir hef ég heyrt fréttir af henni en ekki orðið var við hana, enda er ég ekki í bisn- ess!“ - Þið í tónlistinni lifið kannski í lokuðum heimi? „Ekki segi ég það, ég þarf nú að hafa fyrir að ná mér í hlutina, þarf að kaupa inn sjálfur og elda.“ - Er þetta daglega stúss þá ekki truflandi fyrir listina? „Það getur orðið, en ég reyni að halda mig við tónlistina og vera bjartsýnn og sterkur. Ég á nú góða að í Moskvu þar sem íslenska sendi- ráðið er. Ólafur Egilsson sendiherra studdi mig mikið þegar ég kom út og núverandi sendiherra, Gunnar Gunnarsson, hefur einnig stutt við bakið á mér. Sendiráðið hefur verið eins og vin í eyðimörkinni." Tjáningarstill Rússa Lífið í Moskvu snýst þó ekki að- eins um daglegt amstur. „Moskva er mögnuð borg,“ segir Arinbjöm. „Byggingarnar eru glæsilegar og menningarlífið einstakt. Þarna er óperan og Bolshoi-leikhúsið, meira að segja em málverk á veggjum neðanjarðarbrautarstöðvarinnar! Tónlistarlífið og listalífið almennt er í mjög háum gæðaflokki og það er stórkostlegt að hafa tækifæri til að sækja þá tónleika sem þar eru í boði. Ég nota tækifærið og fer á flesta tónleika. Eitt sinn var ég og annar tónlistarnemi svo heppnir að kom- ast á tónleika í húsi Tsjækovskíjs. Við fórum með rútu ásamt afkom- endum Tsjækovskíjs til borgarinnar Klin þar sem hann bjó, og í stofu tónskáldsins fóru síðan tónleikarnir fram. Það var einstök upplifun að sitja þarna ásamt afkomendum hans og hlýða á verk hans spiluð af frábærum píanóleikurum. Rússar hafa mikla þörf fyrir tón- list og því eru tónleikar mjög fjöl- sóttir. Áberandi er líka hversu al- menningur er vel að sér í tónlist. Hann er ekki hræddur vip hana, heldur lítur á hana sem gleðigjafa og hluta af hinu daglega lífi. Ég hef hrifist af tjáningarstíl Rússa á öllum sviðum. Þeir hafa svo mikið að gefa og allt sem þeir gefa hefur tilgang. Þeir hafa djúpar og miklar tilfínningar og eru óhræddir við að sýna þær. Þeir eru hlýir i hjarta sínu og þegar maður hefur kynnst þeim vilja þeir allt fyrir mann gera. Þetta er þjóð sem hefur þurft að beijast mikið og vinna mikið. í sam- anburði við þá lifum við vernduðu lífí hér heima. Hér er svo auðvelt að kaupa hamingjuna. En þar sem hamingjan verður ekki keypt hafa menn aðrar þarfir. Rússar hafa ekki aðeins þörf fyrir tónlistina heldur og einnig fyrir trú og andlegt líf. Að vera samvistum við þá fær mann oft til að hugsa um lífið i heild sinni, hugsa og tjá sig öðruvísi.11 Sumir gefa meira Kennslan í Moskvu Konservatory fer öll fram á rússnesku. Útlendir nemendur eru skyldaðir til að læra málið og lærir Arinbjörn rússnesku í um það bil átta klukkustundir á viku. „Rússneskan er ekki auðvelt tungumál svo það var á brattann að sækja fyrst. En ég get bjargað mér núna og reyni að tala sem mest.“ - Hvað um tónlistina, er áhersl- an lögð á rússnesk verk? „Að vissu leyti, við spilum mikið verk eftir rússnesk tónskáld og það er mjög jákvætt að fá þannig áhrif rússnesku tónverkanna." - Eru menn fæddir góðir píanó- leikarar, eða verða þeir það með æfingunni? „Hvorutveggja. Þeir verða að hafa hæfileika en það er ekki nóg. Það verður að hlúa að þeim og vinna vel úr þeim. En sumir hafa meira að gefa en aðrir. í júní síðastliðnum hlustaði ég á Tsjækovskíj-keppnina sem haldin er ijórða hvert ár. Þar keppa tónlist- armenn víða að úr heiminum. Þar heyrði ég í mörgum frábærum píanóleikurum.“ - Hefur þetta aldrei verið bar- átta við sjálfsagann, að sitja við píanóið öllum stundum? „Jú oft þegar ég var yngri og gott veður var úti! En þegar ég æfi mig ekki líður mér illa. Það er jafnvægi í lífi mínu þegar ég æfi mig, því er best að hafa fasta reglu á æfingum. Þeir ná langt sem hafa sjálfsagann, en hæfileikarnir eru þó aðalatriðið." Arinbjörn mun dvelja í Moskvu ár í viðbót, en hvað tekur þá við? _ „Framtíðin er óráðin,“ segir hann. „Ég vona að ég geti haldið áfram að hlúa að og þróa með mér þá gjöf sem mér hefur verið gefin. Draumur flestra píanóleikara er að verða kon- sertleikarar, en það eru víst fáir sem lifa af því eingöngu. Að sjálfsögðu vil ég fá að spila sem mest fýrir áheyrendur. Um það snýst tónlistin, að gefa af sjálfum sér til annarra." SKOÐANAKÖNNUN Könnun Hagvangs leiddi í ljós, að 93,5% þeirra sem eiga DUX-dýnur myndu velja DUX aftur, ef þeir þyrftu að kaupa nýja dýnu. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100% Aðra sögu er að segja af þeim sem eiga ekki DUX-dýnur. Mun lægra hlutfall þeirra myndi fá sér samskonar dýnur aftur og þeir eiga nú. Þetta segir sína sögu um gæði DUX-dýnanna. Stærð úrtaks: 1000 manns. Framkvæmdamáti: Símleiðis. Gerð úrtaks: Slembiúrtak. Búseta: Allt landið. Aldur: 18 - 67 ára. Framkvæmdatími: 24.-31. maí 1994. DUX - gerir svefninn að sérstakri nautn. DUX) ""—& GEGNUMGLERIÐ Faxafeni 7 - sími: 689950 TTmrrr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.