Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Meðferð heilablóðfallssjúklinga Lækkun blóðþrýsting's getur aukið heilaskemmdir Nýjar danskar kenningar um meðferð heilablóð- falls hafa kollvarpað fyrri rannsóknum. Sigrún Davíðsdóttir kynnti sér þær og ræddi við yfír- lækni Bispebjerg sjúkrahússins í Kaupmanna- höfn. RÍR DANSKIR LÆKN- AR birtu nýlega niður- stöður rannsókna sinna í breska læknatímaritinu „The Lancet". Þær koll- varpa fyrri kenningum um hvemig best sé að meðhöndla heilablóð- faílssjúklinga, sem versnar skyndi- lega og án sjáanlegra skýringa eft- ir innlögn. Hingað til hefur þeim iðulega verið gefin lyf til að lækka blóðþrýstinginn, en dönsku lækn- arnir benda á að skyndileg þrýst- ingslækkun geti þvert á móti aukið heilaskemmdir vegna blóðtappa í heila. I danska heilbrigðisráðuneyt- inu er verið að ganga frá leiðbein- ingum til lækna um meðferð heila- blóðfalla og þar verður tekið mið af þessari nýju þekkingu. Einn af læknunum þremur er Tom Skyhöj Olsen yfirlæknir á taugasjúkdómadeild Bispebjerg sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. I samtali við Morgunblaðið sagði hann að á hveiju ári væru um tíu þúsund Danir lagðir inn á sjúkra- hús vegna heilablóðfalls, sem einn- ig kallast blóðtappi í heila. Eftir að komið er á sjúkrahús sýna rann- sóknir að ástand um þijú þúsund sjúklinga versnar og það hefur oft í för með sér lömun útlima, taltrufl- anir og fleira. I þessum hópi tvö- faldast dánartíðni. Læknirinn sagði að hingað til hefðu læknar ekki skilið hvað orsakaði þetta skyndi- lega hrakandi ástand sjúklingsins. Þetta hefur meðal annars verið skýrt með því að tappinn í heilanum yxi skyndilega og þá verið reynt að gefa blóðþynnandi lyf til að hindra vöxtinn. En þó læknar hafi reynt þetta og fleiri aðferðir hafa margir þeirra álitið að enn vantaði upp á að skilja hvað gerðist í raun og veru. Skaðlegar blóðþrýstingssveiflur Skyhöj Olsen sagði að þeir sem að rannsókninni stæðu hefðu at- hugað sérstaklega þá sjúklinga, sem versnar fljótlega eftir innlögn. Þeir þættust sjá að samhengi væri milli blóðþrýstings og versnandi ástands, þannig að þeim sem hefðu háan blóðþrýsting við innlögn batn- aði frekar, en hinum versnaði. Af þessu ályktuðu þeir að blóðþrýst- ingurinn hefði afgerandi áhrif á ástand sjúklingsins og að blóð- þrýstingssveiflur og þá sérstaklega skyndilegt fall væru skaðlegar. Auk þess sem margir hefðu trúað því að versnandi ástand væri vegna skyndilegrar stækkunar blóðtapp- ans hefðu aðrir álitið að hækkandi blóðþrýstingur væri orsök versn- andi ástands, en rannsókn þeirra sýndi fram á hið gagnstæða. Vegna þeirrar kenningar að hár blóðþrýst- ingur væri orsök versnandi ástands væru heilablóðfallssjúklingar oft meðhöndlaðir með lyfjum, sem slá snarlega á háan blóðþrýsting. Sky- höj Olsen sagði að niðurstaða lækn- anna væri að slík meðhöndlun gæti þvert á móti verið hættuleg, því hún gæti aukið heilaskaðann. Betra væri að halda háum blóð- þrýstingi fyrstu dagana, að minnsta kosti ekki að lækka hann. Rannsókn dönsku læknanna bendir líka til þess að hugsanlegt sé að koma hjá slæmum afleiðing- um heilablóðfalls ef blóðþrýsting- urinn er hreinlega hækkaður. Sky- höj Olsen sagði að skýra mætti þetta á þann veg hár að þiýstingur pressaði blóðið framhjá tappanum. Heilavefurinn við tappann deyr strax þegar tappinn hindrar blóð- streymið og þar með súrefnis- streymi til heilafrumanna. Vefur- inn í næsta nágrenni fær lítið blóð og lítið þarf til að frumurnar þar deyi einnig. Með hærri blóðþrýst- ingi má hugsa sér að blóðið streymi betur framhjá tappanum og eyði- lagða eða skaddaða svæðið verði minna, en ef þrýstingurinn lækkar skyndilega. Læknirinn sagði að oft, en alls ekki alltaf, hækkaði blóðþrýstingur skyndilega við heilablóðfall og að í raun mætti líta á það sem varnarviðbrögð lík- amans við lágu aðstreymi blóðs um heilann. Læknarnir vonast til að rannsóknin örvi aðra lækna að haldá áfram á þessari leið við með- höndlun heilablóðfallssjúklinga. Skyhöj Olsen sagði að greinin væri svo nýkomin út að enn væri of snemmt að segja til um viðbrögð við henni, en margir starfsbræður þeirra hefðu lýst áhuga á niður- stöðunum. Fjörtíu prósent dánartíðni í Danmörku eru starfandi sam- tök er kallast „Hjernesagen", en það eru samtök sjúklinga, er hafa fengið heilablóðfall og svo þeirra, sem fást við meðferð þeirra. Sky- höj Olsen er formaður samtakanna. Hann benti á að tölfræðilega séð fengi sjöundi hver Dani heilablóð- fall og hlutfallið er nánast það sama í öðrum löndum. Sjúkdómur- inn væri aivarlegur, því dánartíðni væri fjörtíu prósent á fyrsta ári eftir heilablóðfall, fimmtán prósent færu á sjúkraheimili, þaðan sem þeir ættu ekki afturkvæmt, margir þyrftu að búa við alvarlega bæklun og fæstir yrðu samir eftir. Rann- sóknin gæfi tilefni til að halda að nú mætti skilja betur hvað gerðist við heilablóðfall og það myndi þá væntanlega geta bætt meðferð heilablóðfallssjúklinga. ERLEIMT Hindra fundi nýnasista Bonn. Reuter. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Þýska- lands, Sabine Leutheusser-Schnarr- enberger, hvatti þýsku þjóðina til þess að sniðganga hægriöfgamenn sem hyggjast freista þess að efna til útifunda um helgina í minningu Rúdolfs Hess, nánasta samverka- manns Adolfs Hitlers nasistaleið- toga. Þýsk stjórnvöld freista þess að koma í veg fýrir fundarhöld nýnas- ista með því að hvetja fólk til að hundsa þau. „Lögreglan mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir göngur brúnu drauganna," sagði Leutheusser- Schnarrenberger. .Lögreglan sagði að ekki væri framkvæmanlegt að banna allar göngur og fundi til minningar um Hess. Óttast er að til átaka kunni að koma í bænum Rudolstadt í Thúringen. Þar hefur verið boðað til mótmælafundar gegn öfga- mennsku en lögreglan hefur komist á snoðir um áform nýnasista um að hleypa fundinum upp. ----» ♦ ♦--- Langamma einliða yfir Atlantshaf Crookhaven. Daily Telegraph. MARY Harper, 79 ára langamma frá Pensylvaníu, varð á fimmtudag elsta kona sem siglir skútu ein síns liðs yfir Atlantshafið. Harper var 25 daga að sigla 1.680 mílna leið frá Long Pond á Ný- fundnalandi til Crookhaven á írlandi á 30 feta skútu sem hún siglir á sumrin við strendur Nova Scotia þar sem hún á sumarhús. Harper sagði nokkur hulduveður hafa tafið sig á siglingunni en kvaðst vera of gömul til að hræðast þau. Elsti karlinn sem siglt hefur einliða yfir Atlantshafið er 76 ára Breti. Stj órnarerindrekar reyna til þrautar að semja um veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum utan 200 mílna Um 20 deilumál á síðustu 18 mánuðum New York. Morgunblaðið. UM 150 stjómarerindrekar komu saman í New York í fyrri viku til að reyna að binda lokahnút á alþjóð- legt samkomulag um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum utan 200 mílna lögsögu. Ekki er talið fullvíst að það takist, enda er víða deilt um fiskveiðiréttindi: Um 20 alþjóðlegar deilur, þar með talin Smugudeila ís- lendinga og Norðmanna, hafa bloss- að upp á síðustu 18 mánuðum, að sögn samtakanna World Wildlife Fund. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um flökkustofna og úthafs- stofna, sem sett var á laggimar á umhverfisráðstefnunni í Brasilíu fyr- ir tveimur árum, hélt fyrsta fund sinn í júlí 1993 og á að ljúka störfum í þessari hrinu, sem lýkur 26. ágúst. Töluvert hefur borið á milli í sjón- armiðum strandþjóða og úthafsveiði- þjóða á ráðstefnunni. Meðal annars hefur verið óeining um hvort ráð- stefnan eigi að skila af sér bindandi sáttmála, sem væri þá í raun beint framhald af Hafréttarsáttmála SP, eða semja almennan tpxta um sam- vinnu og lausn deilna um fiskveiðar og -vemd utan 200 mílna lögsögu, sem þjóðum heims beri að hafa til hliðsjónar án þess þó að vera laga- lega bundnar af þeim. Talsmenn síð- arnefnda sjónarmiðsins halda því fram að nauðsynlegt sé að gefa svæðasamtökum fískveiðiþjóða nokkurt frelsi til að útfæra reglurnar þannig að þær taki tillit til aðstæðna. í mars á þessu ári iagði formaður ráðstefnunnar, Fiji-búinn Satya Nandan, fram 28 blaðsíðna plagg sem viðræðugrundvöll, þar sem er að finna almennar grunnreglur um verndun og stjórnun fiskveiða, auk hugmynda um hvemig útfæra megi þær með kvótum, takmörkunum á veiðidögum og öðrum stjómunar- aðferðum. Plaggið tiltekur skyldur ríkja sem gera út skip til veiða, hvort sem er undir eigin fána eða hentif- ána, auk ríkja sem standa utan svæð- issamkomulaga. Skorað er á þjóðir heims að fóma ekki langtímahags- munum fyrir skammtímagróða of ofveiði og öllum ríkjum ber sam- kvæmt plagginu skylda til að tryggja viðkomu stofna þannig að þeir hald- ist við eða fyrir ofan þá stærð sem gefur hámarksnýtingu. Margir halda því fram að alþjóð- legur sáttmáli komi að litlu gagni einn og sér, ef ekki fylgi með efna- hagslegar umbætur og þá einkum róttækur niðurskurður á heimsflot- anum og minnkun á niðurgreiðslum til fiskveiða. Kostnaðurinn við að reka þijár milljónir fiskiskipa og -báta heimsbyggðarinnar er um 5.400 milljarðar ISkr, en verðmæti aflans sem þau færa að landi er að- eins tæplega 5.000 milljarðar, sam- kvæmt tölum Matvæla- og landbún- aðarstofnunar SÞ (FAO). Heimsafl- inn hefur þar að auki farið minnk- andi frá því hann náði hámarki árið 1989. FAO segir nú að nær öll fískimið heims, 200 talsins, sem stofnunin fylgist með, séu fullnýtt og þriðjungur þeirra séu annaðhvort þurrausin eða ofnýtt. utsain uerðtiaemh Körfuboltaskór fullorðins: barna: CQIIVERSE NÚ 6.990,- nú a.aso,- í S SNERPA sportvörur, Laugavegi 20b, sími 19500. .....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.