Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Júllus VIÐSKIPn AIVINNULtF ÁSUNNUDEGI ► Hlöðver Signrðsson, betur þekktur sem Hlölli í Hlöllabát- um, er fæddur í Vesturbænum í Reykjavík 29. ágúst 1946. Hann jánkar því aðspurður að hann sé KR-ingur. Mennta- vegurinn var á þá leið, að hann fór hefðbundna leið í gegn um barna- og gagnfræðaskóla, en að því loknu fór hann í enskunám til Bournemouth og síðan Turnbridge í Wales. Að þeim árum loknum, árið 1965, lá leiðin til Danmerkur þar sem hann lagði stund á kjötiðnað. Hann kom heim frá Danmörku árið 1970 og hóf þá störf samkvæmt menntun sinni hjá Sláturfélagi Suðurlands. Eftir Guðmund Guðjónsson Arið 1976 var ég enn hjá SS, en þá urðu þau merku þáttaskil í lífi mínu að ég hitti betri helminginn, Kolfinnu Guðmunds- dóttur. Ég hætti hjá SS og við hjónin fórum út í sjoppurekstur. Alls áttum við fjórar mismunandi sjoppur næstu árin og það var ágæt tilbreyting að vera sinn eigin herra á atvinnusviðinu," segir Hlöðver og heldur síðan áfram og lýsir annarri merkri kúvendingu í lífi sínu, lífi þeirra hjóna þegar hér var komið sögu. Kerti „Við fórum til Nicewille í Florida árið 1978. Það átti að heimsækja systur mína og nokkurra vikna frí varð að mun lengri dvöl. Dag einn vorum við nefnilega stödd í versl- unarhúsi einu miklu og fundum þar kertabúð sem við gátum ekki slitið okkur frá. Þar voru seld skreytt kerti. Tilskorin kerti eftir sérstakri aðferð. Við Kolla vorum alveg heilluð af þessu. Svo mjög, að við gerðum okkur far um að hafa upp á þeim aðilum sem kunnu þessa list. Það tók sinn tíma og þá tók við nokkur tími að hafa sig í að hafa samband við fólkið og spyija hvort það vildi kenna okkur þetta. Það kostaði umhugsun, það eru svo fáir í þessu að við hefðum aldrei komist þar að ef við hefðum ekki verið Islendingar. Þá vissi þetta fólk að því stafaði engin sam- keppnishætta af okkur. Þetta var hörkunám og þegar við komum heim settum við fljótlega á fót verslunina „Blóm og kerti“. Fyrst var verslunin til húsa í Eddufelli í Breiðholti, en síðan í Austurstræti 1. Tilraunir í eldhúsi Hlöðver segir kertin hafa fengið frábærar viðtökur og búðin hafi gengið vel. Þá er eðlilegast að spyrja hvers vegna verslunin logn- aðist út af. „Hún lognaðist ekki út af í þeim skilningi, Kolla er enn með kertaskurð eftir pöntunum og beiðnum. Við vorum byrjuð með Hlöllabátana og þegar við byrjuð- um að hlaða niður börnum á miðj- um aldri var ekki lengur tími til að rækta alla þræðina sem skyldi. Úr varð að draga saman seglin í kertaskurðinum en helga okkur bátunum í staðinn." Hvers vegna varð það niðurstaðan? Hlöðver klappar á magann og segir: „Við erum áhugafólk um mat. Kolla er frábær kokkur og við höfum alltaf haft gaman að því að leika okkur í eldhúsinu. Gera þar alls konar tilraunir. Bát- arnir, sem eru langlokur fylltar ýmiskonar áleggi, þróuðust heima í eldhúsi í mörg herrans ár. Sama má segja um bollaleggingar okkar um að opna svona skyndibitastað og leggja áherslu á bátana. Hugs- aðu þér, að árið 1970 voru langlok- ur ekki til á íslandi, einungis pylsu- brauð og frönsk súpubrauð. 1976 vorum við að skoða svokölluð „submarine“-brauð í Bandaríkjun- um. Það voru löng brauð með söx- uðu áleggi. Eftir að við komum heim vorum við með sjoppu í sam- vinnu við bróður Kollu, Barða, og buðum þar sporöskjulöguð brauð með svona söxuðu fjölbreyttu áleggi. Þá var gaman! En þetta var að smágeijast og 1986 opnuð- um við loks Hlöllabáta í um það bil 10 fermetra skúr með smáve- rönd á bak við kertabúðina í Aust- urstræti. Um líkt leyti létum þing- lýsa okkur sem eigendur að nafn- inu „bátar“ í þeim skilningi sem um ræðir. Reyndin hefur orðið sú að ekki veitti af þeirri fyrirhyggju.“ Allir í bátana 0g hvað gerðist? „Hvað gerðist? Alveg frá fyrsta degi hefur verið nóg að gera. Þetta var gaman, en um þetta leyti fórum við Kolla fyrst að hrúga niður börnum, því fyrsta ’86. Nú eru þau þijú, Élín Guðný 8 ára, María Peta 6 ára og Kol- finna 4 ára. Við höfðum staðið hlið við hlið í öllu, en börn þurfa sinn tíma og við höfum alltaf gefið okkur óskipt í verkefnin. Það var því ekki um annað að ræða en að draga saman í öðru og leggja auk- inn kraft í hitt. Við stækkuðum því Hlöllabáta, fluttum þá inn í kertabúðina og þá gátum við boðið upp á „delíborð“. Þetta var árið 1988. Þar hafa Hlöllabátar síðan verið allt þar til að framkvæmdir hófust við Ingólfstorg. Við leigðum þá í Austurstræti 6 til að halda nafninu gangandi á svæðinu og fluttum okkur síðan aftur á torgið þegar það var fullbúið. Síðan höf- um við heldur fært út kvíarnar, þannig hafa opnað fimm nýir skyndibitastaðir undir nafninu Hlöllabátar úti á landsbyggðinni, á Egilsstöðum, í Keflavík, á Pat- reksfirði, Bolungarvík og í Vest- mannaeyjum. Þeir verða alls ellefu áður en yfir lýkur, en ekki er gott að segja hvenær hinir opna. Þeir verða allir úti á landsbyggðinni og að auki erum við einnig með Hlölla- báta í Þórðarhöfðanum,“ segir Hlöðver. Er ekki verið að færast fullmik- ið í fang á erfiðum tímum? „Nei, þetta er þannig, að það eru aðilar úti á landi sem fá að reka staði undir okkar nafni. Við útvegum hráefnið og fylgjumst með að gæðakröfum sé sinnt. Þessu er ekki stjórnað úr neinum höfuðstöðvum í Reykjavík." En var ekki að bera í bakkafull- an lækinn að fara út í skyndimat miðað við það framboð sem fyrir var og átti síðan eftir að hellast yfíir? „Ekki verður það séð af þeim viðskiptum sem við höfum. Alla tíð hefur verið yfirdrifið nóg að gera hjá okkur og það hefur ekki komið að sök þótt ný erlend stórnöfn hafi komið hingað til lands,“ segir Hlöðver. Og svo heldur hann áfram: „Hvað okkur Kollu varðar, þá hjálpar það okkur að skyndimatur okkar er með ódýrasta móti og er hráefnið þó fyrsta flokks. Menn verða að borða hvað sem öðru líð- ur og því tel ég að það sé hag- stætt að koma til okkar. Eftir að Ingólfstorgið var tekið í notkun hafa síðan öll met verið slegin. Það er meira að gera en nokkru sinni fyrr og við erum þannig innstillt hjónin, að við höfum gaman af þessu og erum innilega þakklát fyrir alla sem til okkar koma, enda eru það viðskiptavinirnir sem halda batteríinu gangandi." Leiga, kaup og sala Það vakti nokkurt umtal á sínum tíma að Hlöllabátar héldu velli á nýja torginu. Því var fleygt að plássið hefði verið lagt upp í hend- ur ykkar á silfurfati. Hvernig var þessu háttað? „Það er raunar ágætt að fá að svara þessu. Þetta heyrðum við líka. Sagan er þannig, að afi minn átti þessa lóð og gamla Steindórshúsið sem þarna stóð lengi og var eitt sinn hesthús, en síðar leigubílastöð, heildverslun, ferðaskrifstofa og sitthvað fleira. Hin seinni ár hefur fjölskylda mín oft boðið borginni að kaupa lóðina, en það var ekki á dagskrá. Svo þegar setja átti gerð Ingólfstorgs í gang var loks selt, en við gerðum munnlegt samkomulag við aðila innan borgarinnar, að við hefðum forgang ef leyfa ætti veitingasölu á torginu. Þá var talað um að borg- in reisti veitingasölu og við mynd- um síðan leigja aðstöðuna af borg- inni. Þegar til kastana kom fór þetta á allt annan veg og borgin ætlaði sér ekki að reisa neina veit- ingasölu, en var þó ekki fráhverf því að leyfa slíka byggingu ef ein- hver vildi kosta hana sjálfur. Það varð því úr, að við keyptum hluta af lóðinni aftur af borginni og byggðum nýju veitingasöluna sjálf. Þetta kostaði mikla peninga, en hafðist. Svona var nú málið, eða í stuttu máli, eins langt frá því að við fengjum nokkuð á silfurfati og hugsast getur. Þetta var mikil, erfið og tvísýn törn sem endaði þó vel og minning- in frá opnunardeginum gleymist ekki. Við buðum nefnilega krökk- unum af Skálatúnsheimilinu að koma í bát, kók og pakka. Það var frábært veður og það komu 75 krakkar og aðstandendur. Þarna var nikka þanin og hljómsveit spil- aði og krakkarnir fengu að auki popp og húfur. Krakkarnir döns- uðu af lífí og sál og þessi börn eru svo þakklát og hjartahlý að hvert einasta þeirra kom og tók í hönd- ina á okkur og bætti við að þau myndu koma aftur næst! Þetta stóðumst við ekki og ætlum að hafa uppákomuna árlega.“ Lentuð þið í hremmingum vegna tafa og endalausra breytinga og framkvæmda sem frægt varð? „Það eitt vil ég segja, að það var farið í fjörutíu hringi með þetta litla hús okkar. Sem dæmi um þref- ið, þá var okkur t.d. meinað að koma upp salernisaðstöðu undir sjoppunni. Við lögðum fram teikn- ingu sem gerði ráð fyrir einu karla- og einu kvennaklósetti og herbergi fyrir baðvörð. Þessu hafnaði borgin og er þó engin hreinlætisaðstaða á staðnum. Svona skilur maður ekki. Ég þekki þá nokkra eldri mennina sem sitja heima atvinnu- lausir og hefðu frekar kosið að gerast baðverðir. Svona lagað get- ur pirrað mann, en við Kolla erum þó þannig að eðlisfari að láta ekki slíkt angra okkur að ráði. Snúum frekar bökum saman og vinnum okkur út úr hlutunum." Að fórna sér Þetta hljómar eins og vinna þar sem engin grið eru gefin og frí- stundir engar? Þau hjón horfast í augu og svo segir Hlöðver sposkur á svip: „Það eru engar helgar hjá okkur. Það er opið til klukkan tvö á nóttu virka daga og til fjögur á nóttu um helg- ar og við erum komin í vinnsluhús- ið okkar, með börnin þijú með, upp úr klukkan átta á morgnanna. A nóttunni um helgar er mikið um upphringingar með fyrirspurnum um hvort það megi skrifa hjá þess- um eða hinum. Þetta kann að hljóma eins og þrældómur, en það er ekki svo. Þetta er það sem við höfum kosið okkur. Það sem við viljum. Það verður að gera hlutina með jákvæðu hugarfari eða snúa sér að einhveiju öðru. Kolla hefur sagt, að við séum svo vön að vinna saman og höfum gert það svo lengi, að við þurfum ekki frí eins og annað fólk. Hún er svo þolin- móð og svo mikill karakter að þetta hefði ekki gengið svona að öðrum kosti. Þá höfum við fengið mikla hjálp frá fjölskyldumeðlimum í gegn um tíðina og svo má ekki gleyma starfsfólkinu. Þau eru alls átta auk okkar Kollu og alveg frá- bær.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.