Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 11
Þetta kom skýrt fram að mati
Ara í umræðunum um mismunandi
tryggingar sjúkrasjóða á fullgildum
félögum annars vegar og aukafé-
lögum hins vegar. „Til dæmis var
sagt sem svo í leiðara Morgunblaðs-
ins,“ segir Ari, „að ASÍ verði að
gera betur grein fyrir þeim málum,
kippa þeim í liðinn og þess háttar.
Það er mikil einföldun vegna þess
að við ráðum ekkert við það. Hvert
félag hefur sinn sjúkrasjóð og það
stjórnar því hvernig það hefur hann.
Það eina sem við getum gert er að
vera leiðbeinandi afl.
Við sjáum spuminguna um valdið
oft koma fram varðandi gerð og
afgreiðslu kjarasamninga. Forysta
ASI og starfsmenn eru oft gagn-
rýndir fýrir niðurstöðu samninga,
kaupmáttarfall og svo framvegis
eins og þeir séu ráðandi afi í þessu
öllu. Staðreyndin er sú að ASI gerir
ekki samninga nema félög og sam-
bönd gefí umboð til þess. I samning-
um taka þátt tugir manna og heild-
arkjarasamningar em ekki undirrit-
aðir nema allir séu sammála. ASÍ
er því ekki sjálfstæður gerandi, það
eru fyrst og fremst fulltrúar ein-
stakra félaga og sambanda, sem
hafa valdið. Hins vegar kemur
tæknileg aðstoð auðvitað frá starfs-
mönnum hreyfingarinnar og forset-
ar ASÍ leiða starfíð,“ segir Ari.
Ari telur ekki að þurfi að binda
starfsemi stéttarfélaga í lög og það
sama segir Þórarinn. „Hins vegar
er augljóst að samtök eins og okk-
ar,“ segir Ari, „eru það stór og
skipta það miklu máli að það þurfa
að gilda ákveðnar reglur en ég er
á því að setning reglanna sé okkar
eigið mál. Við höfum alltaf lýst
okkur reiðubúin til að ræða þetta
mál við stjórnvöld," segir Ari. „Ég
er alveg sammála því að það sé
eðlilegt að það gildi skýrar reglur
um félög,“ segir Þórarinn, „sem
hafa jafn mikið umleikis og jafn
mikil áhrif í lýðræðislegu þjóðfé-
lagi. Ég er hins vegar ekki sam-
mála því að það eigi með einhveijum
opinberum hætti að taka ákvarðan-
ir um hvert verksvið félaga megi
vera. Það finnst mér hvorki eðlilegt
né rétt.“
Verkfall og
verkfallsboðun
Troðfullt var út úr dyrum á fé-
lagsfundi, sem haldinn var í
Glæsibæ fyrir verkfall VR árið
1988. Samt má öruggt telja að þar
hafi ekki mætt meira en 10% félags-
manna. Aðspurður hvort ekki sé
óeðlilegt að þessi hluti félagsmanna
taki ákvörðun um verkfall fyrir alla
hina vísar Magnús L. Sveinsson á
hlið vinnuveitenda. „Sambands-
stjórn VSÍ, innan við áttatíu manns,
getur ákveðið verkbann. Þessi
gagnrýni á því ekki bara við verka-
lýðshreyfinguna. Það er hins vegar
ekkert óeðlilegt að menn spyiji
svona. Þegar auglýstur er félags-
fundur, þar sem taka á afstöðu til
verkfallsboðunar, þá vita allir fé-
lagsmenn að hveiju stefnir. Þeir
sem sitja heima vita um hvað fund-
urinn fjallar og gera sér þá grein
fyrir því að þeir, sem mæta á fund-
inn eru þeir, sem taka ákvörðun.“
Framkvæmdastjóri VSÍ tekur
undir skoðun Magnúsar að ef tak-
marka eigi rétt til verkfalla verði
það sama að gerast varðandi verk-
bann. Samkvæmt reglum VSÍ er
það sambandsstjórn VSÍ, sem getur
lagt á verkbann að sögn Þórarins
og segir hann að því hafi undan-
tekningarlaust verið beitt sem
varnaraðgerð gegn verkföllum. I
sambandsstjórninni eru tæplega
áttatíu manns. Þórarni fínnst að
tvímælalaust ætti að huga betur
að þessu skipulagi: „Það er að mínu
viti tímaskekkja að örlitlir hópar
geti lamað starfsemi heilla fyrir-
tækja eða atvinnugreina og bakað
öðrum launþegum gríðarlegt tjón.
í mínum huga ætti verkfall að vera
slík undantekning að það væri ekk-
ert tiltökumál að kalla eftir leyni-
legri bréflegri atkvæðagreiðslu
allra þeirra, sem verkfallið ætti að
taka til.“
Lög kveða á um að það sé hægt
að boða verkfall með tvennum hætti
að sögn Magnúsar. Annars vegar
með allsheijar atkvæðagreiðslu og
hins vegar geti trúnaðarmannaráð-
ið tekið ákvörðun um verkfallsboð-
un „Oftar er það gert með því að
trúnaðarmannaráðið taki ákvörðun-
ina en undantekningalaust er hald-
inn félagsfundur þar sem málið er
kynnt áður og leitað eftir viðhorfi
félagsmanna," segir hann. Þegar
Magnús er inntur eftir því hvort
ekki sé eðlilegra að efna alltaf til
allsheijar atkvæðagreiðslu um
verkfallsboðun svarar hann: „Af-
staða stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs þarf ekki að gefa ranga mynd
Reglui um vlnnustööv-
un parf að sknða
Fimm milliaröar í
sjnðum félaganna
Innheimtuskylda
byggir á samningum
af vilja félagsmanna almennt. Það
sýndi sig til dæmis þegar verkfallið
1988 var háð að þá var tillaga ríkis-
sáttasemjara, sem kom í kjölfar
verkfalls, borin undir atkvæði í alls-
heijar atkvæðagreiðslu og meiri-
hluti þeirra, sem greiddu atkvæði,
greiddu atkvæði á móti tillögunni,
sem sýndi að meirihluti þeirra, sem
greiddu atkvæði, voru tilbúnir að
halda verkfallinu áfram.“ En takg
margir þátt í allsheijar atkvæða-
greiðslu? „Við höfum farið út í það
á síðustu árum að viðhafa allsheijar
atkvæðagreiðslu og því miður hefur
þátttaka verið miklu minni en við
hefðum óskað,“ segir Magnús L.
Sveinsson.
„Öll þessi umræða er svolítið
skrýtin," segir Ari Skúlason,
„vegna þess að þetta er oft spurn-
ing um form og möguleika í staðinn
fyrir það, sem raunverulega gerist
eða hefur gerst.“ Aðspurður hvort
ekki gæti verið eðlilegra að taka
upp allsheijar atkvæðagreiðslu um
verkfallsboðun segir Ari: „Hjá opin-
berum starfsmönnum fer fram alls-
hetjar atkvæðagreiðsla um verk-
fallsboðun og ég get ekki séð að
gagnrýni á vinnulöggjöf og á verk-
föll almennt beinist nokkuð síður
að opinberum starfsmönnum. Það
sem er á bak við þetta allt saman
eru öfl, sem vilja reyna að minnka
vald verkalýðshreyfíngarinnar og
reyna að ná höggstað á henni á sem
flestum sviðum."
Sjóðir verka-
lýðsfélaganna
„Öllum atvinnurekendum er skylt
að greiða í sjúkrasjóði og orlofs-
sjóði viðkomandi stéttarfélaga ið-
gjöld þau, sem aðildarsamtök
vinnumarkaðarins semja um hveiju
sinni, -og samkvæmt þeim reglum,
sem kjarasamningar greina.“ Þetta
stendur í sjöttu grein laga númer
55 frá 1980. Sjúkrasjóðir eru marg-
ir hveijir orðnir mjög sterkir og
má ineðal annars sjá það í lokarit-
gerð Stefáns G. Thors í hagfræði
við HI, sem skoðaði sjóðasöfnun
18 verkalýðsfélaga frá 1986 til
1991. Þar er áætlað að eigið fé
verkalýðsfélaga sé árið 1991 tæpir
fímm milljarðar króna, þar af séu
rúmar 2.700 milljónir í sjúkrasjóð-
um, um 1.200 í orlofssjóðum og
tæpur milljarður í félagssjóðum en
í þá renna félagsgjöldin. Auk þess
er sýnt fram á uintalsverðan hagn-
að af rekstri sjúkrasjóðanna og
hagnað af félagssjóðunum og or-
lofssjóðunum öll árin, sem skoðuð
voru.
Spurning er hvort sjóður á borð
við sjúkrasjóð VR, sem var 560
milljónir í ársbyijun 1993, og
sjúkrasjóð Dagsbrúnar, sem er yfir
300 milljónir, séu ekki orðnir það
sterkir að þeir geti staðið undir sér
sjálfír og það 1%, sem vinnuveit-
andi greiðir nú til sjúkrasjóðanna,
betur en gert er í dag fyrir sama
pening, með því að búa til heil-
steypta tryggingavernd, þar sem
peningum er ekki safnað saman í
jafn mikla sjóði og nú er með mikl-
um rekstrarkostnaði.
Sjúkrasjóðirnir mundu aldrei
standa undir sér án greiðslunnar
sjóður opinberra starfsmanna þá
þyrftu iðgjöldin hér að hækka um
nærri 20%,“ segir Magnús L.
Sveinsson og tekur skýrt fram að
þessu megi ekki blanda saman við
sameiningu lífeyrissjóða, sem nú er
unnið að og hann sé mjög hlynntur.
„Þessi umræða," segir Ari, „er
öll svolítið skrýtin. í fyrsta lagi
beinist hún mjög mikið að okkar
sjóðum, sem reyndar hafa verið í
ákveðnum vandamálum vegna
verðbólgu og neikvæðra vaxta for-
tíðarinnar. Núna standa þeir flestir
nokkuð vel. Við erum með lífeyris-
sjóðskerfi á almenna markaðnum,
sem við teljum vera gott og sjáum
það líka að við erum með betra
kerfi en samskonar samtök á Norð-
urlöndunum almennt og þær breyt-
ingar sem orðið hafa í lífeyrissjóðs-
málum þar eru flestar í átt að okk-
ar kerfí. Svo erum við með hluta
af lífeyrissjóðakerfinu sem merki-
legt nok er ekki mikið í umræð-
unni; það er opinbera kerfíð en það
er víðsfjarri því að það eigi fyrir
skuldbindingum sínum þannig að
öllu því, sem það þarf að greiða út
þarf að vísa á skattborgarana. Við
erum komnir með okkar kerfi á
þann stað að flest allir sjóðirnir eiga
fyrir sínum skuldbindingum," segir
Ari. Hann bendir á að kerfið sé
ekki bara verkalýðshreyfingarinnar
heldur sé því stjórnað einnig af at-
vinnurekendum.
„Við lítum á lífeyrissjóðina, sem
veigamikinn hluta af félagslegri
tryggingarvernd,“ segir Þórarinn,
„sem hamli á móti annars óhjá-
kvæmilegum stórfelldum vexti al-
mannatrygginga og þar með ríkis-
báknsins. Þeir eru áreiðanlegri en
til dæmis almannatryggingar, sem
kunna að breytast árlega eftir því
hvernig gengur að koma saman
ijárlögum. Gríðarleg hlutfallsleg
fjölgun eldra fólks á næstu áratug-
um gerir óhjákvæmilegt að und-
irbúa lífeyrisgreiðslur þeirra með
eigin sparnaði af atvinnutekjum
meðan þeirra nýtur. Það má nefna
að aðstandendur sjóðanna hafa sýnt
mikla ábyrgð með margháttuðum
breytingum á rekstri þeirra undan-
gengin ár, en ríkið til dæmis hefur
á sama tíma ekkert gert til að
styrkja rekstur þeirra lífeyrissjóða,
sem það á aðild að og ábyrgist raun-
ar að fullu fjárhagslega.
Því miður eru sjóðirnir allt of
margir. Mismunur á samsetningu
sjóðfélaga, svo sem meðalaldri, kyni
og slysatíðni veldur mestu um mis-
munandi greiðslugetu. í stærri sjóð-
um jafnast þessi munur og því er
brýnt að fækka sjóðunum enn mik-
ið. Við vildum helst ekki fleiri en
tíu, sem þá gætu ineð vissum skil-
yrðum keppt um hylli sjóðfélaga.
Við getum hins vegar ekki mælt
með óheftri samkeppni strax, því
kerfið verður að tryggja öllum við-
unandi lífeyristryggingar, eins þótt
þeir taki að öllum likindum meira
út en þeir leggja til kerfisins. Lífeyr-
issjóðirnir verða aldrei reknir að
fullu á viðskiptagrundvelli, nema
því aðeins að menn vilji auka stór-
lega hlut almannatrygginga. Við
höfum ekki hug á því og teljum því
hægfara þróun til aukinnar sam-
keppni sjóðanna og persónulegri
þjónustu bestu leiðina nú,“ segir
Þórarinn V. Þórarinsson.
„Umræðan snýst um okkar kerfi
enda er það þannig að þeir, sem
vinna miírið í þessum málum eru
embættismenn og fólk í ráðuneyt-
um, sem eiga mikið undir opinbera
lífeyriskerfinu og það er mjög mik-
il tregða til að taka á rosalegum
vandamálum þess,“ segir Ari. Hann
segir að víðtæk sameining lífeyris-
sjóða sé í gangi og til dæmis sé
búið að sameina lífeyrissjóði á næst-
um öllu Norðurlandi. Núna séu í
gangi viðræður á milli Dagsbnínar,
Framsóknar, Iðju, Sóknar, Hlífar
og fleiri um sameiningu. Úr því
kæmi verulega stór sjóður. „Hluti
af þessari gagnrýni, sem við lendum
í,“ segir Ari, „út af litlu sjóðunum
er ekki réttmæt vegna þess að það
er verið að vinna af krafti við að
lagfæra; þróunin er í gangi og er
þung.“
Verkfallsheimild samþykkt á Dagsbrúnarfundi.
Þórarinn V. Magnús L. Ari
Þórarinsson Sveinsson Skúlason
Opnir fyrir breytingum
AF HVERJU innheimta atvinnu-
rekendur gjald af starfsmönnum
sinum og greiða til verkalýðsfé-
laga? Hvernig er hægt að velta
stjórnum verkalýðsfélaga? Hvað
þarf til að koma á verkfalli? Er
geti runnið beint til starfsmann-
anna. „Það held ég sé ekki,“ segir
Magnús L. Sveinsson, „því miður.
Sjúkrasjóðurinn var stofnaður árið
1979 og við fórum mjög hægt af
stað en höfum verið smátt og smátt
að auka tryggingarverndina og
færa okkur inn á ný svið. Það er
rétt að sjóðurinn er orðinn sterkur.
Reyndar þarf sjúkrasjóður að vera
mjög sterkur. Þetta er tryggingar-
sjóður og þarf að vera við því búinn
að stór áföll eigi sér stað. Sjúkra-
sjóðurinn er fyrst og fremst hugsað-
ur til að hjálpa þeim, sem verða
veikir um lengri tíma og til að að-
stoða þá, sem eftir lifa, þegar um
dauðsföll er að ræða. Greiðslur
sjúkrasjóðsins eru að þyngjast
vegna þess að við erum að færa
út svið sjóðsins. Reynslan hefur
sýnt að sjóðurinn hefur mjög oft
komið til ómetanlegrar aðstoðar
þegar um langvarandi veikindi er
að ræða og aðstæður fólks hafa
verið mjög erfiðar og það hafði
ekki í nein önnur hús að venda. Á
síðasta ári fengu tólf hundruð fé-
lagsmenn gi-eiðslu úr sjóðnum
vegna sjúkdóma og hafði fjölgað
um helming frá árinu áður vegna
aukinnar tiyggingarverndar," segir
Magnús L. Sveinsson.
„VSÍ hefur ekki talið svigrúm,“
segir Þórarinn, „til að draga úr
tryggingarvernd starfsmanna og
hefur ekki kallað eftir því. Við höf-
um hins vegar þráfaldlega gert til-
lögur um breytingar á heildarregl-
um um launagreiðslur í veikinda-
og slysatilfellum og slysatrygging-
um starfsmanna. Þá er hlutverk
sjúkrasjóðsins einn þáttur í slíkri
endurskoðun," segir hann og ítrek-
ar að vinnuveitendur hafi oftsinnis
hreyft við þessu máli vegna þess
að þeir telji að hægt sé að gera
þörf á að efla sjúkrasjóði og or-
lofssjóði enn frekar? Hvers
vegna eru lífeyrissjóðsgreiðend-
ur bundnir við einn sjóð? Magn-
ús, Ari og Þórarinn svara þessum
spurningum og fleiri.
frá atvinnurekandanum að mati
Ara Skúlasonar. Hann segir að sjóð-
ir Dagsbrúnar og VR séu tveir
sterkustu sjóðirnir en það séu marg-
ir aðrit' sjúkrasjóðir sem standi ver.
Lífeyrissjóðir
og frelsi
til að velja
Ef gengið er út frá því að al-
menn sátt sé um skyldugreiðslur í
lífeyrissjóði má samt sem áður velta
því fyrir sér hvort rétt sé að laun-
þegi geti ekki valið sér þann sjóð,
sem hann vill greiða í. Nýlega var
gerð skoðanakönnun fyrir Verslun-
arráð íslands, þar sem kom fram
að yfirgnæfandi meirihluti að-
spurða vildi geta valið í hvaða lífeyr-
issjóð hann greiddi.
„Það er ekkert óeðlilegt. að svona
sé spurt,“ segir Magnús L. „en þá
spyr maður líka: Á viðkomandi líf-
eyrissjóður rétt á að hafna manni?
Ef það er: hver á að tryggja þá,
sem lífeyrissjóðurinn hefur hafnað?
Ef við snúum okkur að þeirri spurn-
ingu hvort menn eigi að geta verið
í þeim lífeyrissjóði, sem þeir óska
þá hafa farið fram skoðanakannan-
ir um það. í þeim hefur gleymst
eitt grundvallaratriði. Við vitum að
lífeyrissjóðir standa misvel. Þá hef
ég sem einstaklingur tilhneigingu
til að hugsa sem svo; ef ég má
velja um sjóð þá mun ég fara í
þann sjóð, sem gefur bestu trygg-
inguna. En þá þarf ég að spyija
sjálfan mig um leið; get ég valið
þann sjóð, sem mér líst best á og
gefur bestu tryggingu án þess að
iðgjaldið á mér hækki? Ef að Lífeyr-
issjóður verslunarmanna ætti að
veita sömu tryggingu og lífeyris-