Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
t
Móðir okkar,
LAUFEY KOLBEINS,
Elliheimilinu Grund,
andaðist í Borgarspítalanum hinn 12. ágúst.
Kristjón Kolbeins,
Eyjólfur Kolbeins,
Margrét Kolbeins.
t
Móðir okkar,
ANNA MARGRÉT ÞURÍÐUR BRIEM,
andaðist hinn 12. þessa mánaðar.
Ólafur Egilsson, Kristján Egilsson.
Systir mín,
ÓLAFÍA SIGURDSON,
fædd GÍSLADÓTTIR,
lést á elliheimilinu Betel, Gimli, Winnipeg, þann 1. júlí sl.
Daníel Franklín Gfslason.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓSKAR PÁLL ÁGÚSTSSON,
Mánagötu 5,
Reykjavík,
lést í Landspftalanum 12. ágúst.
Ágúst Óskarsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir,
Guðmundur Óskarsson, Anna Lilja Kjartansdóttir,
Ingibjörg Óskarsdóttir, Geoffrey Shelton
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTA KRISTÍN DAVÍÐSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Nýbýlavegi 16,
Kópavogi,
lést 11. ágúst á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 19. ágúst kl.
13.30.
Sigrún Pétursdóttir, Pálmi Jónsson,
Anna Pétursdóttir, Guðmundur Gunnarsson,
Davíð Pétursson, Kristjana Kristjánsdóttir,
Kristfn Pétursdóttir, Hilmar Harðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GUNNAR HARALDSSON,
Laugavegi 82,
Reykjavik,
er lést 7. ágúst sl., verður jarðsunginn
frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 16.
ágúst kl. 10.30.
Sigrún Hjördfs Eiríksdóttir,
Haraldur Gunnarsson, Lilja Hólm Ólafsdóttir,
Eiríkur Haraldsson, Ólafur Aron Haraldsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, sonur okk-
ar, faðir, tengdafaðir og afi,
HARALDUR ÁGÚSTSSON
skipstjóri og útgerðarmaður,
Háaleitisbraut 143,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 16. ágúst kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er vin-
samlega bent á Slysavarnarfélag ís-
lands.
Guðbjörg Gunnarsdóttir,
Guðrún Þ. Einarsdóttir, Ágúst Benediktsson,
Guðrún Júlfa Haraldsdóttir, Bergur Hjaltason,
Gunnar J. Haraldsson, Sofffa S. Egilsdóttir,
Rafn Haraldsson, Elsa Marfa Björnsdóttir,
Haraldur Haraldsson, Kristrún Ingvarsdóttir
og barnabörn.
MINNINGAR
KARÍTAS KRISTÍN
HERMANNSDÓTTIR
-4- Karítas Kristín
‘ Hermannsdóttir
fæddist í Ögri við
Isafjarðardjúp 10.
nóvember 1927. For-
eldrar hennar voru
Hermann Hermanns-
son útvegsbóndi og
Salome Rannveig
Gunnarsdóttir. Her-
mann fékk sldka úr
Ögurlandi og nefndi
býlið Svalbarð. Kar-
ítas var sjötta í röð
ellefu systkina sem
öll ólust upp í for-
eldrahúsum á Sval-
barði. Eftir barnaskólanám
heima í Ögri hélt hún til ísa-
fjarðar til náms í gagnfræða-
skólanum. Þaðan lá leiðin til
Húsavíkur þar sem hún giftist
8. júní 1946 Steingrími Jóni
Birgissyni. Þau eignuðust syn-
ina Birgi húsgagnasmið og
Asgeir Hermann trompetleik-
ara. Karítas lét alla tíð félags-
og menningarmál til sín taka
og var í forystusveit Kvenfé-
lags Húsavíkur meðan heilsa
og kraftar entust. Hún veiktist
skyndilega í júlí síðastliðnum
og andaðist á Sjúkrahúsinu á
Húsavík 5. ágúst. Útför hennar
fer fram frá Húsavíkurkirkju
á morgun.
KARÍTAS var sjötta í röðinni af
ellefu systkinum frá Svalbarði í
Ögurvík. Hún ólst upp í stórum
barnahópi í litlu húsi við ærsl og
gleði en á köflum mikla vinnu við
sjóróðra hjá föður okkar sem átti
lítinn vélbát er var okkar aðal lifi-
brauð. Karítas gerðist landformað-
ur eftir að eldri bræðumir Gunnar
og Þórður fóru til sjós frá Isafirði
á stóru bátunum. Hún var rösk og
handfljót við beitningu og úrskurð
á kúfiski eða annað sem til féll við
útgerðina. Einnig fór hún marga
sjóferðina ef á þurfti að halda og
mann vantaði á sjóinn. Hún hafði
krafta í kögglum og lyfti oft þyngri
hlutum en jafnaldrar hennar sumir
af karlkyni gerðu. Karítas stjórn-
aði okkur yngri bræðrum sínum
með festu og lipurð við vinnuna,
jafnframt því að hún var okkur sem
andlegur lærifaðir.
Hún stundaði^ nám við Gagn-
fræðaskólann á ísafirði í þrjA vet-
ur. Gaman var þá að standa við
hlið hennar í beitningunni þegar
hún kom aftur heim til sjóróðra á
vorin og hlusta á hana segja okkur
frá þessum stóra bæ, ísafírði, og
ýmsu öðru sem hún hafði orðið
vísari um hinn stóra heim og gat
uppfrætt okkur sveitastrákana um.
Glaðværð hennar og hláturmildi
var mikil. Hún var full af sann-
leiksást og réttlætiskennd en undir
niðri örlaði á viðkvæmri lund.
Ung að árum, á átjánda aldurs-
ári, fór Karítas til Þuríðar, systur
okkar, sem var þá orðin búsett á
Húsavík. Þar stofnaði Karítas síðar
heimili með manni sínum Stein-
grími Birgissyni húsasmið þar á
staðnum. Þau eignuðust tvo syni,
Birgi og Ásgeir. Enda þótt við
Karítas værum búsett á sitt hvoru
landshominu hefur hún alla tíð ver-
ið mér hugstæð og þær stundir sem
við áttum saman í æsku eru mér
ógléymanlegar. Ég heimsótti hana
á Húsavík nú í sumar, skömmu
áður en hún gekk sín síðustu spor
í þessari jarðvist. Kært var þá með
okkur systkinum sem fyrr.
Eg kveð systur mína með sökn-
uði og bið Steingrími, sonum
þeirra, tengdadætrum og barna-
börnum allrar blessunar.
Halldór Hermannsson.
Hún Karítas tengdamóðir mín
var stórkostleg kona. Aldrei hef ég
kynnst neinum eins
og henni. Hvar sem
hún kom, hvert sem
hún fór, vakti hún
athygli. Frásagnar-
gáfa hennar var ein-
stök og allir sem
hana þekktu minnast
hláturs hennar sem
alla smitaði. Ég ætla
ekki að rekja ættir
Kæju, það gera aðrir
mér fróðari, en eitt
veit ég að það var
mikið gæfuspor er
hún ung að árum brá
sér bæjarleið norður
á Húsavík frá ísafirði. Þar kynntist
hún Steingrími Birgissyni og saman
háðu þau lífsbaráttuna og stóðu
þétt saman af sér veikindi og efna-
hagskreppu sem ýmsa hefði bugað,
en ekki hana Kæju. Hún stóð eins
og klettur. Kæja og Steini eignuð-
ust tvo syni, Birgi, búsettan á Húsa-
vík, kvæntan Steinunni Áskelsdótt-
ur og eiga þau þijú böm; Stein-
grím, Þórnýju og Áskel Geir. Ás-
geir Hermann, búsettan í Reykja-
vík, kvæntan undirritaðri og eiga
þau tvær dætur, Auði Karítas og
Ómu Sigríði.
Kæja var mikil ijölskyldukona.
Það sést best á því hversu ríka
þörf hún hafði fyrir að halda sam-
bandi við systkini sín og fjölskyld-
ur þeirra. Hún var potturinn og
pannan í ættarmótum fjölskyld-
unnar frá upphafi og get ég aldrei
þakkað nógsamlega fyrir að hafa
fengið að taka þátt í síðasta ættar-
móti sem haldið var í Ögri við ísa-
fjarðardjúp sl. sumar. Það var al-
gjör unun að vera þar með Kæju.
Margar sögurnar hafði hún sagt
mér af uppvexti sínum, en mér
varð fyrst ljóst þegar við komum
á hennar æskuslóðir, hversu góða
æsku hún hafði átt og hversu mik-
ilvægar minningamar vora henni.
Þegar hún stóð uppi á heyvagni í
Ögurtúninu og sagði frá Ógurbú-
inu, ábúendum og helstu kennileit-
um, var hún í essinu sínu.
En hennar ríka þörf fyrir sterk
og traust fjölskyldubönd kom þó
mest og best fram í gífurlegri
væntumþykju til barnabama sinna.
Hún dýrkaði þau á sinn hreinskilna
og skynsama hátt. Því miður fæ
ég henni ekki fyllilega þakkað fyr-
ir alla góðsemina í garð dætra
minna og minn eigin eða fyrir alla
hennar ómetanlegu hjálp gegnum
árin við að gæta dætra minna, en
eitt veit ég að henni þótti það ekki
leiðinlegt. Hún sagði stundum þeg-
ar mikið gekk á, að hún svæfi
bara í vetur, það væri enginn tími
til þess núna, hún þyrfti að horfa
á barnabömin sín.
Ég þakka þér Guð fyrir að hafa
fengið að kynnast henni Kæju.
Varðveit hana, ó Guð.
Þ6 að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber.
Steinar tali allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Anna Guðný Aradóttir.
HÚN AMMA Kæja er dáin. í byrj-
un júlí varð hún skyndilega veik
og nú hefur Guð tekið hana til sín.
Amma Kæja var svo góð amma.
Hún hafði alltaf tíma fyrir okkur.
Það var alltaf jafn gaman að koma
í heimsókn í Hlyn eða að fá hana
í heimsókn til okkar. Við gerðum
margt skemmtilegt saman sem við
munum aldrei gleyma. Við fóram
í margar skemmtilegar útilegur
með ömmu Kæju og afa Steina í
stóra bláa tjaldið þeirra og best var
þegar farið var í Gemsanum. Amma
Kæja átti svo margt skemmtilegt
dót sem hún tók alltaf með í útileg-
ur og svo vissi hún alveg hvað okk-
ur fannst best að borða og sá alltaf
til þess að nóg væri til af slíku.
Hún kenndi okkur margar
skemmtilegar vísur og fallegar
bænir. Svo var svo gaman að heyra
hana segja frá hvernig allt var
þegar hún var ung. Já, hún amma
Kæja kunni svo sannarlega að
segja frá, þá hlógu allir með henni.
Við vissum að henni þótti svo
vænt um okkur og alltaf þegar við
kvöddumst bað hún Guð um að
vera með okkur.
Okkur finnst ekki gott að amma
Kæja skuli vera farin frá okkur til
Guðs, en við vitum að hún vakir
alltaf yfir okkur og við munum
aldrei, aldrei gleyma henni.
Auður Karítas
og Arna Sigríður.
Það er skemmtilegt tilhugsunar
hvemig lífið leiðir til manns nýja
vini og kunningja. Þannig hef ég
frá þvi að Snædís, dóttir mín og
Siguijón tengdasonur fluttust til
Húsavíkur fyrir tæpum tveimur
tugum ára, kynnst mörgu afbragðs
fólki þar. Samt var þar ein kona,
sem öðram fremur, skar sig úr
fjöldanum á margvíslegan hátt. Það
var Karítas Hermannsdóttir, ein
þeirra dugmiklu og merku systkina
frá Svalbarði í Ögurvík við Djúp.
Karítas var óvenjuleg að mörgu
leyti. Hún hafði lengi átt við heilsu-
Ieysi að stríða og sigrast á berklum
og krabbameini og er ég frétti að
hún hefði fengið heilablóðfall, þótti
mér sjálfgert að hún mundi sem
fyrr með lífsþrótti sínum og kjarki
sigrast á sjúkdómnum og eiga von
langra lífdaga.
Spá mín og von rættist ekki,
Kaja, eins og hún var jafnan köll-
uð, hefur yfirgefið þetta tilverastig.
Með henni er gengin einstök
ágætiskóna, sem með glaðværð
sinni setti svip á umhverfi sitt.
Minnisstæður er hlátur hennar í
leikhúsum, sem annars staðar.
Hann var eins og skær og hvellur
hljómur úr níundu-sinfóníu Ludw-
igs van Beethoven, sem kallaði
fram gleði, fögnuð og hlátur.
Kaja hafði fastmótaðar skoðanir
og fór ekki dult með þær. Hún
fyrirleit undirlægjuhátt og hroka.
Þar sem hún fór var líf í tuskun-
um. Kaja var mannblendin og fé-
lagslynd og lét sér annt um náung-
ann. Hún trúði því að íslenskt þjóð-
félag gæti best blómstrað, ef heið-
arleiki væri alls staðar í fyrirrúmi.
Kaja var forvitri og gat lesið
ótrúlegustu hluti úr kaffibolla,
þannig að undram sætti. Hún gat
lýst út í æsar svipmóti manna, sem
hún hafði aldrei séð né vissi hveij-
ir væra, séð fyrir ferðalög, vel-
gengni og andstreymi manna.
Nú hefur þessi fasmikla en yfir-
lætislausa kona kvatt Húsavík,
sem hún hafði bundist óijúfandi
böndum. Vil ég senda manni henn-
ar, Steingrími Birgissyni, tónsmið,
bömum, tengdabörnum og ætt-
mennum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Það var mikill fengur
að fá að kynnast þessu fólki.
Gunnlaugur Þórðarson.
Fyrsta minning mín um Karítas
Hermannsdóttur er mér skýr. Ég
var nýkominn til Húsavíkur í heim-
sókn í sumarbyijun og hljóp á
skemmuvegg afa míns í eltingar-
leik við kött. Við svo búið fór ég
með skælum inn í eldhús til móður
minnar og ömmu að leita huggun-
ar. Þar var hún stödd og tók það
verk umsvifalaust að sér með læra-
skelli, rómsterku tali um aumingj-
ans barnið og meiri umhyggjusemi
en ég kærði mig um af svo stórvax-
inni og að mér fannst ókunnugri
konu. En ég komst ekki undan
þessum náttúrukrafti af gæsku og
lífi sem fyllti herbergið með nær-
veru sinni og tárin þomuðu af for-
vitni um þessa manneskju sem virt-
ist svo stór í sniðum á allan hátt.
Karítas var föðursystir mín og
vissulega líktist hún föðurfólki
mínu í útliti og háttum, það sá ég
þá og betur síðar, stórgerð og líf-