Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 29 MALEN G. KRÖYER leg, segjandi sögur og hló svo hvellt og dillandi að lífsgleðin sjálf hefði litið um öxl og öfundað hana af, fulltrúi feimnislausrar sveita- mennsku af því tagi sem lærist á því að deila kjörum með öðrum í umburðarlyndi og skilningi á kost- um þeirra og göllum. Hún var stjórnsöm og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi, en lagði jafnan gott til og hækkaði þá róminn ef því var að skipta. Síðar, þegar ég eltist svolítið, dvaldist ég á hveiju sumri um nokkurra ára skeið á heimili henn- ar á þeim tíma bernskunnar þegar lífið er eintómt glaðasólskin með sunnanþey eða það rignir eins og hellt sé úr fötu og brimið lemur fjöruna með súgi. Hún tók mér eins og hún ætti í mér hvert bein og þegar heimsóknirnar urðu lang- ar og margar sagði hún mér að hún liti á mig sem einskonar fóst- urson sinn og ég gæti sem best litið á hana og mann hennar sem fósturforeldra mína, enda skyld- leikinn mikill við þau bæði. Ekki rækti ég sonarskyldurnar vel eftir að ég eltist og kom alltof sjaldan í heimsókn en var jafnan tekið eins og ég væri týndi sonurinn þegar svo bar við. Það er mikil gæfa að kynnast fólki eins og Karítas sem hefur yndi og unun af lífinu sjálfu í öll- um margbreytileik sínum, söng og dansi, spjalli og sögu, fólki sem auðgar lífið og leggur til þess af sannfæringu og meðfæddum hæfileika. Hún brá sér auðveld- lega í hlutverk skemmtikraftsins með galsa og groddaskap en átti hins vegar líka auðvelt með að sýna ljúfleik, blíðu og viðkvæmni í fari sínu sem veitist svo mörgum okkar erfitt. Að hafa hana sem uppalanda í sumarheimsóknum á Húsavík fannst mér á sínum tíma kannski sjálfsagt. Síðar varð mér ljóst hve dýrmætt það var, án þess að ég orðaði það nokkurn tíma við hana. Sumir hafa einhvers konar þyngdarsvið og eru ævinlega eftir- tektarverðir sakir eiginleika sinna og mennsku. Karítas Hermanns- dóttir var ein af þeim. Megi ástvin- ir hennar og fjölskylda finna styrk í sorg sinni í minningu hennar. Hermann Þórðarson. Á kveðjustund langar okkur með þessum fátæklegu orðum að þakka vinskapinn og samverustundir á liðnum árum við þau Kaju og Steina. Það eru að verða 20 ár síðan við kynntumst þessu sóma- fólki og erum stolt af því að hafa tengst þessari fjölskyldu við hjóna- band Ónnu og Ásgeirs. Við þökk- um Kaju hlýjuna og gleðina sem hún bar alltaf með sér. Glaðvær og smitandi hlátur hennar gat ekki annað en haft góð áhrif á þá sem hún umgekkst. Við minnumst með þakklæti allra blómanna, kertanna og smádótsins sem hún færði okk- ur hvort sem hún kom í stutta heimsókn eða til þess að gleðjast með okkur á tímamótum í fjöl- skyldunni. Kaja gleymdi ekki litl- um munnum eða höndum og oftar en ekki fékk smáfólkið líka gjafir frá „ömmu“ Kaju. En þó gjafirnar væru góðar var vináttan mikilvæg- ari. Fyrir hana þökkum við af al- hug. Við biðjum guð að styðja Steingrím sem var svo stór hluti af henni Kaju. Væri hún nefnd á nafn var hann þar líka. Hann hef- ur misst mikið. Elsku Ásgeir, Anna, Arna Sig- ríður og Auður Karítas. Við syrgj- um öll þessa stóru og hlýju konu en minningarnar um hana fara í sjóð sem við getum leitað í um alla framtíð. Birgi og fjölskyldu svo og systk- inum Kaju vottum við einlæga samúð. Við viljum kveðja Kaju með sömu orðum og hún notaði gjarnan þegar hún kvaddi: „Guð geymi þig vina.“ Ari, Sigríður Dóra, Inga og Sigurður Ari. + Malen Gunnarsdóttir Kröy- er fæddist 14. febrúar 1918 að Hleinagarði í Eiðaþinghá. Hún varð bráðkvödd hinn 4. ágúst síðastliðinn á heimili Elínar dóttur sinnar á Hall- ormsstað. Foreldrar Malenar voru Gunnar Sigurðsson frá Hleinagerði í Eiðaþinghá og kona hans Guðlaug Sigurðar- dóttir frá Hjartarstöðum í sömu sveit. Tveggja ára fluttist hún með foreldrum sínum í Beinár- gerði á Völlum. Hún var elst sjö systkina. Nú eru tvö eftir á lífi. Hún ólst upp ásamt sínum systkinum og gekk að allri al- mennri vinnu á heimilinu. Á sínum unglingsárum fór hún sem kaupakona að Egilsstöðum þjá Fanneyju og Sveini og síðar hjá séra Marinó í Vallanesi sumarið 1937. Þá um haustið fór hún í Hússtjórnarskólann á Hallormsstað og var þar í tvo vetur, næstu tvo vetur þar á eftir vann hún þar sem aðstoð- arvefnaðarkennari hjá frú Sig- rúnu Blöndal. Eftir það fór hún á vegum Kvenfélagasambands Austurlands til Reykjavíkur til náms í fatasaumi og hélt hún síðan saumanámskeið víðs veg- ar um Austurland. 11. nóvem- ber 1944 giftist hún Kristjáni Elísi Kröyer frá Stóra-Bakka og hófu þau þar búskap og bjuggu til ársins 1958 er þau fluttu að Unalæk á Völlum. Malen og Kristján eignuðust þijár dætur. Þær eru: Guðlaug, gift Jóni Björnssyni, eiga þau tvær dætur, elstu dóttur sína misstu þau ársgamla. Elín, gift Þorsteini Þórarinssyni, eiga þau þijár dætur og tvo syni. Sigrún Antonína, gift Jóni Har- aldssyni og eiga þau eina dótt- ur. Arið 1967 fluttust þau bú- ferlum til Reykjavíkur. Á Kleppsvegi 134 bjuggu þau til ársins 1985 er Kristján lést. Eftir það bjó Malen að Keldu- landi 7 þar sem heimili hennar var fram á síðustu stund. Útför Malenar fer fram frá Bústaða- kirkju á morgun. ÁSTKÆR amma okkar er látin. Það var á sólríkum sumardegi að amma hvarf frá okkur svo I t I Krossar TTT áleidi I viSarlit og máloóir. Mismunandi mynslur, vönduo vinna. Simi 91-35929 og 35735 skyndilega. Við höfum í raun ekki ennþá áttað okkur á því að hún sé endanlega farin. Það er skrítið til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að njóta stunda með henni framar. Alltaf var jafn notalegt og hlýtt að koma til ömmu og eiga með henni góða stund. Aldrei stóð á veitingunum hjá henni og gætti hún þess alltaf að enginn færi svangur heim. Hún tók okkur alltaf opnum örmum og vildi allt fyrir okkur gera, er við dvöldum hjá henni. Voru það ætíð góðar stundir og þeim munum við seint gleyma. Ámma fór alltaf austur á Hérað á sumrin. í sumar fór hún óvenju snemma til að vera Kristjáni, yngra barnabarni sínu stoð og stytta eft- ir að hann fótbrotnaði. Veitti hún ómetanlega hjálp þá sem endra- nær. Viljum við þakka henni fyrir það. Það stoðar ei, þótt helgan rétt vér hljótum, ef hugann fyllir þras og öfund blind, því eflaust samt að feigðarósi fljótum, og feigðarmyrkur byrgir vonar-tind. Nei, látum tærar hugarlindir líða svo iétt og hreint um þroskuð andans lönd, og treystum því, að betra muni bíða og bera fley að gullnri sigur-strönd. (Úr ættjarðarljóði langömmu okk- ar, Antoníu Petru Jónsdóttur.) Elsku amma, þakka þér fyrir all- ar ánægju- og gleðistundir sem þú gafst okkur. Þeim gleymum við aldrei. Barnabömin. Blómastofa fíiðfinns Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöid + Jarðarför föður okkar, GUÐBRANDS GUÐBJARTSSONAR fyrrum hreppstjóra í Ólafsvík, sem lóst þann 10. ágúst sl., fer fram frá Ólafsvfkurkirkju miðviku- daginn 17. ágúst nk. kl. 14.00. Kristbjörg Guðbrandsdóttir, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sigþór Guðbrandsson. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KARITASAR INGIBJARGAR RÓSINKARSDÓTTUR, verður gerð frá ísafjarðarkapellu þriðju- daginn 16. ágúst kl. 14. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði. Lydia Rósa Sigurlaugsdóttir, Erling Sigurlaugsson, Halldóra Sigurgeirsdóttir, Ingibjörg Sigurlaugsdóttir, Helga Hermannsdóttir, Margrét Óskarsdóttir, Soffia Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MALEN G. KRÖYER, Keldulandi 7, sem andaðist fimmtudaginn 4. ágúst sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Guðlaug Kröyer, Jón Björnsson, Elín Kröyer, Þorsteinn Þórarinsson, Sigrún Kröyer, Jón Haraldsson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir og systir okkar, MARGRÉT LIUA RUT ANDRÉSDÓTTIR, Fífuseli 14, sem lést þann 8. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Guðmundur Björgvinsson, Andrés Sighvatsson, Júliana Viggósdóttir, börn og systkini hinnar látnu. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SIGRÍÐUR LOFTSDÓTTIR, Víðimel 47, Reykjavík, sem lést í Borgarspítalanum 9. ágúst, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Þórunn Edda Sigurjónsdóttir, Leifur Magnússon, Loftur Þór Sigurjónsson, Guðjóna Loftsdóttir, Lovísa Loftsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskuleg dóttir okkar, TINNA RÓS JÓHANNSDÓTTIR, Akurgerði 22, Akranesi, sem lést 9. ágúst, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudag- inn 15. ágúst kl. 14.00. Belinda J. Ottósdóttir, Jóhann Árni Svansson og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ANTONS G.E. BJARNASEN, Faxastfg 1, Vestmannaeyjum. Guðrún J. Jakobsdóttir, Sigríður S. Jakobsdóttir, Ólafur Ó. Jakobsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÁSLAUGAR JÓNSDÓTTUR, ísafirði. Sérstakar þakkir flytjum við hjúkrunarfólki á þjónustudeild Hlífar og Fjórðungssjúkrahúsinu á (safirði. Erling Þór Hermannsson, Gréta Þórðardóttir, Sesselja Áslaug Hermannsdóttir, Páll Zóphoniasson, Ásthildur tnga Hermannsdóttir, Kristján Rafn Guðmundsson, Björn Hermann Hermannsson, Jensína Guðmundsdóttir, Jón Gestur Hermannsson, Berta Gunnarsdóttir, Ásdís Sigrfður Hermannsdóttir, Árni Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR Ó. SIGURÐSSONAR fyrrv. mjólkurbflstjóra, Bakkatjörn 9, Selfossi, Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki gjörgæsludeildar Borgarspítalans og deildar A-4. Guðrún Guðjónsdóttir, Jóna S. Sigurðardóttir, Guðmundur V. Þorkelsson, Ragnheiður B. Sigurðardóttir, Theodór I. Vilmundarson, Sigurður J. Sigurðsson, Hjördís Gunnlaugsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.