Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 13
I
)
)
i
)
)
>
i
Í
»
i
Valdabarátta forseta
og forsætisráðherra
Fínnar búa sig undir aðild að
Evrópusambandinu. Lars
Lundsten gerir hér grein fyrir
togstreitunni sem myndast
hefur milli æðstu stjórnmála-
_____manna landsins vegna
aðildarinnar.
Martti Ahtisaari Esko Aho
Væntanleg aðild Finna að Evr-
ópusambandinu (ESB) hefur
valdið pólitískri togstreitu milli for-
seta og forsætisráðherra. Tekist er
á um hvor þeirra verði fulltrúi Finna
á leiðtogafundum ESB. Á þeim fund-
um eru teknar allar helstu ákvarðan-
ir t.d. um sameiginlega öryggis- og
varnarstefnu, stækkun sambandsins
og þróun þess.
Samkvæmt finnsku stjórnar-
skránni fer forsetinn með fram-
kvæmd utanríkismála. Hins vegar
teljast flest ESB-mál innanríkismál
sem flokkast heklur í verkahring
forsætisráðherra. Ákvæði stjórnar-
skrárinnar eru býsna óljós en ákveð-
in verkaskipting hefur þróast frá því
hún tók gildi árið 1919.
Sumir líta svo á að um sé að
ræða alvarlegt vandamál hvað varð-
ar túlkun stjómarskrárinnar. Forset-
inn stendur nú einn á móti þingi og
ríkisstjórn en formlegur úrskurður
er óhugsandi í máli þessu þar sem
stjórnarskrárdómstóll er ekki til í
landinu. Fæstum þykir þó ráðlegt
að breyta stjórnarskránni enda þyk-
ir hún góð og gild í flestum tilvikum.
Martti Ahtisaari Finnlandsforseti
ítrekaði á blaðamannafundi á föstu-
dag þá skoðun sína að forsetinn
verði fulltrúi Finna þegar leiðtogar
ESB-ríkja funda. Hann hefur sjálfur
setið tvo fundi ESB-leiðtoga frá því
að Finnar undirrituðu samning um
væntanlega inngöngu í ESB í júní-
mánuði. Hingað til hefur forsetinn
að vísu aðeins setið fundina sem
áheyrnarfulltrúi.
Ahtisaari segir að einkum verði
nauðsynlegt að Finnlandsforseti
verði viðstaddur þegar rædd verða
öryggis- og varnarmál á vettvangi
ESB. Samkvæmt finnsku stjórnar-
skránni er forseti lýðveldisins einnig
yfirmaður heraflans.
Hingað til hefur ekki verið birt
formleg stefnuyfirlýsing í máli þessu
enda hefur Ahtisaari látið hafa eftir
sér að hann hyggist skipa fulltrúa
á slíka fundi í hvert skipti fyrir sig.
Á fyrsta leiðtogafundinum sem
Finnar tóku þátt í sátu bæði forseti
og forsætisráðherra. Er Finnland
eina ríkið sem haft hefur þennan
háttinn á.
Esko Aho forsætisráðherra (Mið-
flokki) leysti í fyrsta skipti opinber-
lega frá skjóðunni í máli þessu í
blaðaviðtali sem birtist á föstudag.
Aðrir stjórnmálamenn hafa þegar
viðrað samsvarandi skoðanir. Aho
sagðist líta svo á að eðlilegast væri
að aðeins forsætisráðherra sæti að
jafnaði fundi leiðtoga Evrópusam-
bandsins. Forsetinn gæti samkvæmt
þessari hugmynd gengið til liðs við
forsætisráðherra þegar aðstæður
krefðust þess sérstaklega. I laga-
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um að-
ild Finna er einnig gengið út frá
þessari verkaskiptingu.
Þeir Ahtisaari og Aho kveðast
báðir vilja forðast að mál þetta þró-
ist út í persónulega deilu þeirra á
milli. Það er af þessum sökum sem
Aho hefur fram til þessa forðast að
taka opinbera afstöðu í málinu. Hins
vegar er harla ólíklegt að þetta mál
snerti Aho því flest bendir til þess
að hann fari frá eftir næstu þing-
kosningar sem verða í mars á næsta
ári, aðeins þremur mánuðum eftir
að aðildarsamningurinn hefur öðlast
gildi-
Spurning um þingræði
Margir þeirra sem lýst hafa sig
andvíga setu forseta á leiðtogafund-
um ESB rökstyðja skoðun sína með
því að efla beri þingræði í Finnlandi
og þar með treysta stöðu forsætis-
ráðherra. Á undanförnum árum hafa
verið gerðar minniháttar breytingar
á stjórnarskrá Finnlands hvað varð-
ar skiptingu valdsins milli forseta
og ríkisstjórnar.
Allir helstu stjórnmálaflokkar
vilja að þingræði verði aukið. Jafn-
aðarmenn, fyrrverandi floksbræður
Ahtisaari, vilja að almennt verði
dregið úr afskiptum forseta af
stjórnsýslunni. Þetta gildir einnig
um Evrópumál. Paavo Lipponen,
formaður jafnaðarmanna og vænt-
anlegur forsætisráðherra að kosn-
ingum loknum, hefur vænt Ahtisa-
ari forseta um valdafíkn.
Þá er þeim rökum haldið á lofti
að heppilegra sé að þingræðislega
skipaðir menn gæti hagsmuna Finna
gagnvart öðrum aðildarríkjum ESB.
Þingkosningar eru á fjögurra ára
fresti. Sem fyrr sagði verða næstu
kosningar í mars, þremur mánuðum
eftir hugsanlega inngöngu Finna í
Evrópusambandið. Forsetinn situr
hins vegar í sex ár í senn og var
hann kosinn áður en vitað var hvort
Finnar gerðust eitt af aðildarríkjum
ESB.
Stefna Ahtisaaris forseta líkist að
margra mati einna helst tilraun til
að endurheimta það vald sem allt
fram á síðustu ár hefur verið í hönd-
um forseta Finnlands frá því seinni
heimsstyrjöldinni lauk. Ahtisaari
hefur alla tíð verið dyggur ESB-
sinni enda þykir tvísýnt um pólitíska
framtíð hans felli Finnar aðild að
sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni 16. október.
Eftir nærri aldarfjórðungs valda-
tíð Urhos Kekkonens, fyrrum for-
seta, þótti nauðsynlegt að takmarka
völd forsetans. Kekkonen sá algjör-
lega um framkvæmd utanríkisstefn-
unnar og hikaði aldrei við að beita
áhrifum sínum eða beinu valdi á
sviði innanríkismála.
í forsetatíð Maunos Koivistos, frá
1982 til 1994, dró verulega úr af-
skiptum forseta af innanlandsmál-
um. Ríkisstjórnir sátu yfirleitt út
kjörtímabilið enda lýsti Koivisto því
yfir að þingmeirihluti ríkisstjórnar-
flokka væri það sem úrslitum réði.
Kekkonen var á hinn bóginn vanur
að rúfa þing að eigin geðþótta.
Undir lok valdaskeiðs Koivisto var
stórnarskránni breytt m.a. þannig
að þingrofsvaldið er nú í höndum
forsætisráðherra auk þess sem sami
maður má aðeins gegna embætti
forseta í tvö kjörtímabil þ.e. 12 ár.
Ákvæði um víðtæk völd Finn-
landsforseta voru upphaflega skráð
til að koma í veg fyrir ævintýra-
mennsku væntanlegs vinstri meiri-
hluta á þingi. Finnar öðluðust sjálf-
stæði 1917 en þegar borgarastyijöld
skall á 1918 þótti sannað að þjóðin
væri ekki nógu „þróskuð" til að njóta
lýðræðis. Var þá samin stjórnarskrá
sem kvað á um að fremur valdamik-
ill konungur skyldi vera þinginu
æðri.
Þegar lýðveldissinnar sigruðu á
þingi var stjórnarskránni breytt lít-
illega þannig að í stað konungs var
settur forseti. Notuðu forsetar mis-
jafnlega mikið þau völd sem þeim
voru tryggð en í seinni heimsstyrj-
öldinni og á árunum þar á eftir varð
forsetinn að þungamiðu valdsins og
var svo um áratuga skeið. Ahtisaari
virðist ætla að halda í þessa stefnu
þrátt fyrir að öflug þingræðisþróun,
bæði í orði sem í verki, hafi átt sér
stað rétt fyrir valdatöku hans.
I
I
I
»
I
I
»
Fólk [}qrsfir í |Defta líf í Kapílxiliafi, oq
[^ijppisf (xinqacS þeqar vetupinn fœpist
qfip Evpópu.
HEIMSKLLJBBURIMh fqlltitvœp
tiópfepSip í lúxussiqlinqu sl. vetup, sú
[Dpiðja oq qlœsileqasta ep fpamundan:
JOMFRURSIGLIMG mea
nýjasta skemmtiskipinu
FASCINATION
KLASSI
í KARÍBAHAFI
SVfTUGISTINC við eina fegurstu strönd heimsins
(hægt aö tengja við siglinguna meö FASCINATION)
SÆLUVIKUR á eyjum Karíbahafs:
Með samningum HEIMSKLÚBBSINS & PRÍMU við valin hótel fást kjör, sem annars
eru óþekkt í Karíbahafi:
PUNTA CANA
NÝl STAÐURINN Á DOMINICANA, með hreinni
ósnortinni náttúruströnd, 4-5 ★ gististaður,
melia BÁVARO, hálft fæði — aldingarður allt í
kring og pálmum brydduð ströndin með
hvítum sandi rétt hjá. Öll gisting í svítum í
litlum, fallegum 4-6 einingahúsum. Þessi staður
er kyrrlátur og unaðslegur — algjör uppgötvun
og stórsparnaður miðað við aðrar eyjar
Karíbahafs. Algjör veðurparadís, hiti um 25°C.
PUERTO PLATA
þar sem allt er innifalið og pú parft ekki að
taka upp budduna allan tímann, fullt
úrvalsfæði, allir drykkir, áfengir sem
óáfengir, skemmtanir og alls konar sport
(greitt fyrir golf) — staðurinn sem sló í gegn
sl. tvo vetur — margir sögðust aldrei hafa
farið jafngóða ferð, því síður jafnódýra!
Þannig verður þessi staður ódýrari en
Kanaríeyjar, þegar öll eyðslan er gerð upp.
Sagt fyrír 500 árum:
^essi eyja er fegursta land,
sem augu mín hafa nokkru
sinni litið"
Kristofer Kolombus, 1492.
Sagl í Jgq:
æo-tetýrafierö í sérfálí£//
Niir- stalir- daýlega á SýSinýaeni.
E/tc/aS á ee'sluKf-n'fcýargta strfad,
sen a-il köfrm aaý-om /itiö. "
uie Piksoe oý Siýrílœ 0/afsJittir,
//ravttaefa 106.
I f ROASKRIFSTOFAN
PI\IMA"
INCÓLFS
AUSTURSTRÆ.TI ÍT,Í. h*6 1^1tÉYÍUAVrii^SÍMrM04ÍÖ«FÁX 626Sfr4
21. október
um Suður-Karíbahaf frá SAN JUAN,
PUERTO RICO, ST. THOMAS,
CUADELOUPE, CRENADA, CARACAS í
VENUZUELA og ARUBA, með keimi af
SUÐUR-AMERÍKU á slóðum Símons
Bolivar. Meira en 70 þús. tn. af
þægindum, skemmtun og áður
óþekktum munaði bíða þín um borð
fyrir ótrúlega lágt verð fyrir
þátttakendur heimsklúbbs ingólfs
vegna umboðs PRÍMU fyrir
CARNIVAL CRUISES.
Críptu tækifærið núna meðan enn
eru 8 pláss laus á kynningarverði,
sem hækkar eftir 17. ágúst.
ÆVINTÝRI ENGU ÖÐRU LÍKT! —
Fararstjóri:
Helga Lára Guðmundsdóttir.