Morgunblaðið - 31.08.1994, Síða 6

Morgunblaðið - 31.08.1994, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tæpir 45 milljarðar króna afskrifaðir í lánakerfinu á síðustu sjö árum 27 milljarðar kr. endanlega tapaðir Útlánaafskriftir og töp innlánsstofnana 1987-93 í milljörðum kr. á verðlagi hvers árs Samtals 13,7 ma.kr. á verðlagi 1993 0,5 0,2 Utlánaafskriftir og töp fjárfestingarlánasjóða 1987-93 í ma. kr. á verðlagi hvers árs Samtals 13,5 ma.kr. á verðlagi 1993 '87 '88 '89 ’90 '91 ’92 ’93 '87 '88 '89 ’90 ’91 '92 '93 NÆR 45 milljarðar króna hafa verið afskrifaðir í töpuðum útlánum hjá innlánsstofnunum og fjárfest- ingarlánasjóðum á sjö árum frá árinu 1987 til 1993 á verðlagi árs- ins 1993. Þar af eru 27 milljarðar króna endanlega tapaðir en 17 milljarðar að auki'eru enn á af- skriftarreikningum. Útlánaaf- skriftir hafa numið á bilinu 9-10 milljörðum króna árlega síðustu þijú ár sem jafngildir um 2,5% af landsframleiðslu, en sem hlutfall af útlánum og ábyrgðum lánastofn- ana nema afskriftirnar 2,1% á þessu árabili. Þessar upplýsingar koma fram í grein í ágústhefti Hagtalna mánaðarins sem Seðla- banki íslands gefur út. í greininni kemur fram að innl- ánsstofnanir og fjárfestingarlána- sjóðir eru mjög svipaðir að stærð. Úm síðustu áramót voru innláns- stofnanir samtals með í útlánum og endurlánum 214 milljarða króna en fjárfestingalánasjóðir með 224 milljarða króna. Tapið hjá báðum aðilum er svipað en þó eru teknir með fjárfestingarlánasjóðunum fleiri aðilar en eru skilgreindir sem slíkir, þ.e.a.s. Atvinnutrygginga- sjóður útflutningsgreina, Hlutafj- ársjóður og Þróunarfélag íslands, þar sem þessir sjóðir hafi „verið reknir til þess að taka á sig sér- staka áhættu og vanda, einnig frá bönkunum,” segir í greininni. Um tveir þriðju hlutar útlána fjárfest- ingarlánasjóða eru hins vegar til íbúðarhúsnæðis sem hafa reynst áhættulítil. Langstærst tapið hjá nýmæla- og vandamálasjóðum Fram kemur að tap fjárfesting- arlánasjóðanna hafi komið fyrr fram en tap bankanna og er það rakið til hruns hinna ýmsu nýgreina sem þeir hafi lagt fjármagn til, auk þess sem meiri fjármunir séu yfir- leitt í húfi í stofnlánum en rekstrar- lánum sem fjármögnuð séu af bankakerfinu. Þá segir: „Lang- stærstu töpin komu fram hjá hinum sérstöku nýmæla- og vandamála- sjóðum , einkum 1991 þegar þau voru langhæst, en sumt af því hafði í raun verið yfirfært frá öðrum lánastofnunum. Bankarnir voru þó með miklu hærri afskriftir 1992-93 og mun þar hafa gætt áhrifa frá samsöfnuðum rekstrartöpum fyrir- tækja.“ Útlánaafskriftir undanfarinna ára hafa margfaldast frá því sem var fram til ársins 1987. Fram kemur að fram til þess tíma hefði verið eðlilegt að áætla afskriftar- hlutfallið í kringum hálft prósent af útlánum en reynslan síðan þá bendi til að þetta hlutfall geti tæp- lega verið undir 1%. Þá er gerður samanburður á útlánatöpum hér á landi og á öðrum Norðurlöndum. Nær hann einungis til innlánsstofnana og kemur fram að afskriftir voru öll árin að minnsta kosti hærri í tveimur lönd- um en hérlendis og síðustu þrjú ár, þegar þær vor mestar hér, voru þær að meðaltali lægstar saman- borið við hin löndin. Af því megi ráða að útlánatöp og afskriftir vegna þeirra séu ekkert sérstakt fyrir hið íslenska lánakerfi. Verðbólguhjöðnun orsök vandans Um orsakir þessa vanda segir: „Hér á landi skýrist uppkoma þessa vanda að nokkru leyti af hjöðnun verðbólgu, sem áður sléttaði yfír flest mistök og velti þeim yfir á innlánaeigndur, ásamt með upptöku verðtryggingar og fijálsrar mark- aðsákvörðunar vaxta, sem gera strangari kröfur til lánþega og lána- stofnana og komu á svipuðum aga og ríkt hefur á fjámagnsmörkuðum í umheiminum. Arfleifð verðbólg- unnar hefur þó áfram verið til stað- ar í margháttuðum offjárfestingum. Óhófleg ásókn í nýtingu auðlinda hefur haft sams konar áhrif, en stór- felldar fjárfestingar í nýjungum í atvinnurekstri til að bæta upp auð- lindabrestinn hafa að miklum hluta endað í gjaldþrotum. Við þetta bætt- ist svo almennt ofris hagsveiflunnar til 1987, með illa grunduðum þensluáformum og fjárfestingum í mörgum greinum, og að sama skapi alvarlegri afturkippur og fjárhags- kreppa um árabil síðan.“ Fræðsluefni fyrir sunnudagaskóia Þjóðkirkjunnar Morgunblaðið/Þorkell Ein í hópi spæjara JÚ, HÉR er ekki um að vill- ast. Bryndís Gunnarsdóttir, brúðugerðarkona, hefur hann- að og saumað 81 brúðu eftir sömu fyrirmyndinni. Hug- myndasmiður hennar er Elín Jóhannsdóttir, náinsgagnahöf- undur, og hlutverk brúðunnar Guðfínnu spæjara verður að rannsaka Biblíuna og ræða við krakka í sunuudagaskólum Þjóðkirkjunnar í vetur. Engill í byrjun aðventu Edda MöIIer, framkvæmda- stjóri Skálholtsútgáfunnar sem gefur út fræðsluefni fyrir Þjóðkirkjuna, sagði að Bryn- dís hefði meira og minna ver- ið að i allt sumar. Hún hefði gert 8 brúður í einu og sóst verkið vel. Guðfinna spæjari sem er 55 cm há munnbrúða verður komin í kirkjur lands- ins þegar sunnudagaskólinn hefst 18. september næstkom- andi. Hún eignast svo nýjan vin í byijun aðventu. Sá heitir Ástráður Engilbert og er lít- 01,28 cm, engill. Fræðsluefni vetrarins sem ber nafnið „Litlir lærisveinar” er eftir höfund Guðfinnu og er sjálfstætt framhald frá fyrra vetri. Því fylgja stutt leikrit. Fyrir jól er leikrit um fingrafjölskylduna og er það tileinkað ári fjölskyldunnar. Eftir jól tekur við leikrit um Litla og Stóra Sokk. Eiga nafnarnir sér bústað í komm- óðuskúffu. Hvern sunnudag verður sögð saga úr Biblíunni og er hver Biblíusaga fléttuð inn í sögu um litla Iærisveina sem eru ásamt foreldrum sínum að lagfæra gamla kirkju. Þeir taka fljótlega eftir því að kirkjan býr yfir miklum leyndardómi. Eins og áður fá börnin verkefnablöð sem þau safna í möppu. Mikill áhugi Edda sagði að mikill áhugi væri fyrir sunnudagaskólan- um meðal barna. Hann færi fram í flestum kirkjum lands- ins, víðast kl. 11 á sunnudags- morgnum, og væru flestir þátttakendanna á aldrinum 3 til 7 ára. Guðmundur Georgsson prófessor að Keldum GUÐMUNDUR Ge- orgsson hefur verið skipaður forstöðumað- ur Tilraunastöðvar Há- skóla íslands í meina- fræði á Keldum og jafn- framt prófessor við læknadeild Háskóla ís- lands. Guðmundur nam læknisfræði við Há- skóla íslands. Að ioknu embættisprófi í læknis- fræði og kandidats- störfum hóf hann árið 1962 sérnám í líffæra- meinafræði, í fyrstu um eins og hálfsársskeið hjá prófessor Níels Dungal við Rannsóknarstofu háskól- ans en síðan við líffærameinafræði- deild Háskólans í Bonn í fjögur ár og eitt ár við taugameinafræðideild sama skóla. Ytra lagði hann einkum stund á rafeindasmásjárrannsóknir. Árið 1966 lauk hann doktorsprófi við Háskólann í Bonn. Guðmundur sneri heim 1968 og tók upp störf við Tilraunastöðina á Keldum sem sérfæðingur í líffæra- meinafræði og hefur starfað þar æ síðan, hin síðari ár sem yfirlæknir. Jafnframt störfum sín- um á tilraunastöðinni hefur hann kennt nær samfellt frá árinu 1969 vefja- og/eða mein- veljafræði viðl íffræði- skor og/eða læknadeild Háskóla íslands. Rann- sóknir hans hafa eink- um verið á því sviði, sem hefur verið eitt meginviðfangsefni til- raunastöðvarinnar allt frá upphafi, þ.e. hæg- gengir smitsjúkdómar, og hefur hann birt fjölmargar grein- ar um þær rannsóknir, einkum í erlendum tímaritum eða bókum, og flutt um þær erindi á fundum víða erlendis og hérlendis. Hann hefur varið rannsóknarleyfum við ýmsar háskólastofnanir vestanhafs og austan, m.a. annars við National Institute of Health í Bethesda í Bandaríkjunum um eins árs skeið. Guðmundur Georgsson Flug-málastjórn Bókhaldsrannsókn tengcl starfsmanni FRAMKVÆMDASTJÓRI fjármála- þjónustu flugmáiastjórnar hefur lát- ið af störfum að eigin ósk. í fréttatil- kynningu flugmálastjóra segir, að áður hafi þess verið farið á leit við Ríkisendurskoðun að hún fram- kvæmi rannsókn á bókhaldi og ijár- reiðum tengdum þessum starfs- manni. Sú rannsókn stendur yfir og jafn- framt hefur flugmálastjórn óskað opinberrar rannsóknar. Skjálftavirkni gæti færst sunnar Á MILLI tíu og fimmtán jarðskjálft- ar urðu á Hellisheiði í fyrradag og mældust þeir stærstu rúm 3 stig á Richterkvarða. Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur telur ekki óhugs- andi að skjálftavirkni færist sunnar að Skálafelli og Þrengslum. Skjálft- arnir í fyrradag fundust í Reykjavík og Akranesi, að sögn Ragnars. Ragnar segir að erfitt sé að spá um framvindu skjálftavirkninnar, sem verið hefur norðan Hveragerði | og á Hellisheiði undanfarnar vikur. | Virknin gæti allt eins fjarað út. 1 Ekki varð vart verulegrar skjálfta-1 virkni í gær á þessum slóðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.