Morgunblaðið - 31.08.1994, Side 8

Morgunblaðið - 31.08.1994, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Akureyrartundunnn: Sægreifarnir verða varla lengi að sporðrenna norska frændanum. Atvinnuátaksverkefni sveitarfélaga 863 ársverk hafa skapast O elorfeár Fóðurstöð lokar á skulduga bændur Sveitarstjómir sjá um að fóðra loðdýrin ÁTAKSVERKEFNI sveitarfélag- anna hafa skilað 3.108 störfum í 10.348 mannmánuði eða sem jafn- gildir 863 ársverkum fyrstu átta mánuði ársins. Allt árið í fyrra voru störfín 2.524 í 7.560 mann- mánuði eða 630 ársverk. Fæst störf sköpuðust á Vestur- og Austurlandi enda er atvinnu- leysi minna á þeim svæðum enn annars staðar. Á Vesturlandi skapaði átaksverkefnið 150 störf í 144 mannmánuði eða 37,1 árs- verk, á Vestijörðum 64 störf í 192 mannmánuði eða 16,1 ársverk og á Austurlandi 110 störf í 209 mannmánuði eða 17,4 ársverk. Flest störfin urðu til á höfuð- borgarsvæðinu eða 1.504 störf í 5.570 mannmánuði eða 464,1 árs- verk. Á Norðurlandi vestra urðu til 247 störf í 801 mannmánuð eða 66,8 ársverk, á Norðurlandi eystra 507 störf í 1.208 mannmánuði eða 100,7 ársverk, á Suðurlandi 163 störf í 615 mannmánuði eða 51,4 ársverk og á Suðurnesjum 364,5 störf í 1.309 mannmánuði eða 109,2 ársverk. Átaksverkefnið skapaði á tímabilinu á landinu öllu 3.108 störf að meðaltali í 3,3 mánuði, alls 10.348 mannmánuði eða 863 ársverk. 700 milUónir eftir Gunnar E. Sigurðsson, deildar- stóri Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytis, sagði að sveitar- félög og ríki hefðu, hvor aðili um sig, lagt 600 milljónir til verkefnis- ins. Af 1.200 milljónum væri að- eins búið að nýta um 500 milljón- ir og allt útlit fyrir að einhver afgangur yrði af fénu. Sveitarfé- lögin leggja inn umskóknir vegna verkefnanna. Þau hafa ekki verið sundurliðuð á þessu ári. Hins vegar skal þesss getið að tæpur helmingur ársverka í fyrra tengdist umhverfísmálum á einn eða annan veg. Tæp hund- rað tengdust menntun og félags- málum og álíka mörg urðu til vegna iðnaðarframleiðslu. BÚNAÐARSAMBAND Suðurlands sendi í gær sex sveitarstjómum á Suðurlandi bréf þar sem vakin er athygli á ákvæðum laga um forða- gæslu. Ástæðan er sú að allt stefnir í að 11 loðdýrabú á Suðurlandi verði fóðurlaus um mánaðamót. Fóðurstöð Suðurlands á Selfossi hefur tilkynnt bændum að þeir fái fóður ekki af- greitt nema þeir greiði skuldir sínar. Á loðdýrabúunum ellefu eru um 20-25 þúsund minkar og 2-3 þúsund refir. Finnist ekki lausn á málinu segir fóðurskorturinn til sín á morg- un. Ekki mun þó koma til þess að dýrin líði skort því að lög kveða á um að sveitarstjórnir eigi að grípa inn í ef fyrirsjáanlegt er að húsdýr fái ekki nægt fóður. Ekki liggur fyr- ir hvemig sveitarstjórnirnar taka á þessum máli, en líklegt er talið að þær ábyrgist greiðslu fóðurs meðan leitað er framtíðarlausnar. Hugsan- legt er að í einhveijum tilvikum verði tekin ákvörðun að farga dýrunum. Fóðurstöð Suðurlands á í miklum rekstrarerfíðleikum. Fyrir liggur að stöðin verður gjaldþrota nema að henni takist að laga skuldastöðu sína. Viðar Magnússon, stjórnarformaður Fóðurstöðvarinnar, sagði að stöðinni væri ekki heimilt að lána bændum áfram fóður með sama hætti. Loðdýrabændur telja að bankar eigi að veita bændum meiri afurða- lán. Viðar sagði að fyrir lægi að bændur væru að framleiða skinn fyrir mun hærri upphæð en bankarn- ir væru tilbúnir til að lána út á. 130.000 Tíbetar eru landflótta Kínverjar beita Tíbeta skelfi- legu ofbeldi Kesang Y. Takla Kesang Takla segir að um 130.000 Tíbetar séu nú í útlegð, flestir í Dhar- amsala á Indlandi, þar sem stjórn og þing land- flótta Tíbeta hefur aðset- ur. „Ekki er vitað hversu margir hafa látið lífið undir stjórn Kínveija, þegar andstaða Tíbeta við stjórn Kínveija var brotin á bak aftur árið 1959 lét- ust 1,2 milljónir. Enn þann dag í dag er mikið um fangelsanir, pynting- ar og að fólk hverfi spor- laust. í Tíbet búa nú um sex milljónir Tíbeta og 7,5 milljónir Kínveija. Kínversk stjórnvöld segja hins vegar að Tíbetar séu aðeins 2,5 milljónir þar sem Kínveijar hafa sam- 'rinað hluta héraðanna Áhido og Kham héruðum í Kína.“ - Hver er tilgangurinn með heimsókn þinni? „Eg er fulltrúi Tíbetstjórnar á Bretlandi og Norðurlöndum. Ég hef komið alloft til hinna ríkja Norðurlandanna en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað.; Eg finn til mikillar nálægðar við íslendinga, það er margt sem þessar þjóðir eiga sameiginlegt. Loftslagið er líkt, loftið hreint og oft blæs hressilega. Ég hitti þingmenn Sjálfstæð- isflokks, Framsóknarflokks, Kvennalista og Alþýðubandalags, auk embættismanna í forsætis- og utanríkisráðuneyti. Þegar ég kynni málstað okkar og ræði ástandið í heimalandi mínu, er því jafnan tekið mjög vel. Fulltrú- ar stjórnvalda eru mun varkár- ari, vilja ekki spilla samskiptun- um við Kínveija. Bresk stjórnvöld hafa verið sérstaklega hjálpleg og Indveijar, sem hafa gert okkur kleift að taka á móti flóttafólki frá Tíbet og veita því aðstoð. Áður fyrr áttu sumir erfitt með að trúa okkur en eftir atburðina á Torgi hins himneska friðar 1989, er kínverskir hermenn skutu á námsmenn, trúir fólk frá- sögnum okkar af ofbeldisverkum kínverskra stjórnvalda." - Hvað finnst þér um viðskipta- samninga Kínveija og Banda- ríkjamanna? „Það olli okkur miklum von- brigðum að Bandaríkjamenn skyldu ákveða að undanskilja mannréttindamál í samningum sínum. Margar þjóðir sjá geysilega möguleika fólgna í viðskiptum við Kínveija en það sem menn verða að gera sér grein fyrir er að Kínveijar þarfn- ast viðskiptanna við Vesturlönd ekki síður en þau viðskipta við Kínveija. Það væri því leitt ef menn fórnuðu siðferðilegum sjón- armiðum e.t.v. að þarflausu." - Hvernig er ástandið í Tíbet? Um 99% Tíbeta eru búddatrúar og andvíg ofbeldi. Öll mótmæli í landinu hafa verið friðsamleg. Tíbetar hafa hins vegar verið beittir skelfilegu ofbeldi af hálfu Kínveija, sem hafa fangelsað fólk, pyntað og drepið, neytt kon- ur til fóstureyðinga og í ófijósem- isaðgerðir. Ferðafrelsi Tíbeta er takmarkað, matur er skammtað- ur, atvinnuleysi mikið, menntun hefur hrakað og flestir þeirra sem lagðir eru inn á sjúkrahús koma þaðan veikari en þeir fóru inn. ►Frú Kesang Y. Takla er full- trúi tíbetsku stjórnarinnar, sem hefur aðsetur á Indlandi, á Bretlandi og á Norðurlönd- um. Takla er fædd 15. septem- ber 1944 í Phari í Tíbet. Hún lagði stund á tíbetsku í Lhasa en framhaldsnám í Kalimpong og Simla á Norður-Indlandi. Lærði stjórnsýslufræði við Cornell-háskóla 1966-1967. Frú Takla hefur stýrt og að- stoðað við stjórnun barna- heimila, bókasafns og sjúkra- húss. Árið 1979 var hún skipuð yfirmaður heilbrigðismála tí- betskra flóttamanna á Ind- landi og í Nepal en frá árinu 1989 hefur hún verið fulltrúi útlagastjórnar Tíbet í London. Hún er stödd hér á landi til kynna málstað þjóðar sinnar og hefur rætt við þingmenn og fulltrúa forsætis- og utan- ríkisráðuneytis. Kínveijar hafa spillt náttúrunni með því að ganga á náttúruauð- lindir landsins og talið er að þeir hafi komið upp eldflaugaskotpöll- um, losað kjarnorkuúrgang í af- skekktum héruðum og gert til- raunir með geislavirkni á mönn- um.“ - Hefur ástandið ekkert batnað á síðustu árum? „Það kann að virðast svo, land- ið hefur verið opnað fyrir ferða- mönnum og þeir álykta sem svo að slakað hafi verið á klónni. En sú er ekki raunin. Fólk er enn beitt ofbeldi, hópur kvenna, munka og nunna, sem gekk um götur höfuðborgarinnar Lhasa fyrir skömmu með þjóðfána Tíb- et, var barinn niður. Fólk sem stóð hjá var svo skelfingu lostið að það þorði ekkert að gera. Kín- veijar hafa flutt sjö milljónir Kín- veija til Tíbet og hyggjast fjölga þeim. Áætlað hefur verið að það sé þrisvar sinnum dýrara að búa í Tíbet en í Kína og því er þeim Kínveijum sem flytja til Tíbet hyglað á ýmsan hátt. Þeir gegna einnig flestum stjórnunarstöðum, eru í viðskiptum og þjónustu. Tíb- etar starfa aðallega við landbún- að. En Kínverjar hafa ekki aðeins flutt inn fólk, þeir hafa einnig komið á fót börum, diskótekum og spilasölum. Við óttumst þau áhrif sem það kann að hafa á unga fólkið." Finn til ná- lægðar við íslendinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.