Morgunblaðið - 31.08.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 13
VIÐSKIPTI
Renault
Hlutur
ríkisins
verður
seldur
París. Reuter.
FRAKKAR hyggjast halda til
streitu áætlunum um að selja
almenningi hluta af 80% hlut
franska ríkisins í Renault-bíla-
verksmiðjunum. Edouard
Balladur, forsætisráðherra
Frakka tilkynnti þetta í gær.
Hins vegar mun ríkið fara
með stjóm fyrirtækisins að svo
stöddu en það styður vanga-
veltur sem verið hafa uppi um
að stjórnin vilji ekki.taka þá
pólitísku áhættu að einkavæða
helsta vígi verkalýðsfélag-
anna, átta mánuðum fyrir for-
setakosningar.
Balladur vildi ekki viður-
kenna að með þessu væri ver-
ið að láta undan kröfum
vinstrisinna og verkalýðsfé-
laga, sagði að ætlunin hefði
aldrei verið að selja öllu hluta-
bréfin í einu. Gaf Balladur
ekki upp hvenær af sölunni
yrði, sagði að það yrði að ráð-
ast af viðræðum við sænska
bílaframleiðandann Volvo,
sem á 20% hlut í Renault.
ESB-verðbólga
í lágmarki
Briissel. Reuter.
VERÐBÓLGA miðað við eitt
ár í Evrópusambandinu
minnkaði um 2% í júlí og hefur
ekki verið lægri í sjö ár að
sögn hagtöludeildar sam-
bandsins. Þetta er í fyrsta sinn
í fimm mánuði sem ársverð-
bólga hefur minnkað og hún
hefur ekki verið lægri síðan í
marz 1987.
Niðurstaðan er sú að öll
aðildarlöndm nema Ítalía,
Spánn, Portúgal og Grikkland
em innan verðbólgumarka
Maastricht-sáttmálans.
Minnst verðbólga á árs-
grundvelli var í Frakklandi í
júlí, 1.6%, en næst komu Dan-
mörk með 2% Lúxemborg með
2.2% og Bretland með 2.3%. í
Hollandi, Belgíu og írlandi var
verðbólgan 2.7% (þótt írsku
tölumar séu síðan í maí), en
í Þýzkalandi 2.9%, Ítalíu 3.8%,
Spáni 4.7% Portúgal 5.1% og
Grikklandi 11.2%.
Húsgagnaiðnaður
Uppgangnr í
Danmörku
MIKILL vöxtur hefur hlaupið
í danska húsgagnaframleiðslu
og er búist við, að hún verði
12% meiri á þessu ári en því
síðasta. Munar mestu um aukin
húsgagnakaup Dana sjálfra en
útflutningurinn hefur líka auk-
ist._
Á fyrstu fjórum mánuðum
þessa árs jókst sala húsgagna
í Danmörku um 22% frá fyrra
ári en staðan hefur lengi verið
sú, að dönsk húsgögn hafa
verið tveir þriðju af sölunni en
innflutt einn þriðji. Meiri kaup
núna stafa fyrst og fremst af
því, að efnahagslífið er á upp-
leið og kaupmáttur liefur auk-
ist en þar að auki var mikil
uppsöfnuð þörf fyrir endurnýj-
un eftir allt aðhaldið á síðustu
árum. Á fyrsta ársfjórðungi nú
hafa pantanir hjá dönskum
húsgagnaframleiðendum auk-
ist um 31% frá sama tíma fyr-
ir ári.
Salan hjá Alusuisse jókst um 20% á fyrri helmingi. ársins og stefnir í 360 milljarða
Búist við að hagnaður tvöfaldist
Zurich. Reuter.
Sá mikli kraftur sem verið hefur í Alusuisse-
Lonza undanfarin ár verður áfram til staðar,
segir Hans Jucker, stjórnarformaður
ALUSUISSE-Lonza, svissneska ál-,
efna- og pökkunarfyrirtækið, skýrði
frá því í gær að hreinn hagnaður af
rekstri fyrirtækisins hefði næstum
tvöfaldast á fyrri helmingi ársins og
búist er við að hann tvöfaldist einnig
á öllu árinu.
Hagnaðurinn var 95 milljónir
svissneskra franka, jafnvirði 4,9
milljarða króna, en var 49 milljónir
franka á sama tíma í fyrra. Salan á
fyrri helmingi ársins jókst um 20%
og búist er við að veltan verði yfir
sjö milljörðum franka á árinu, 360
milljörðum króna. Hans Jucker,
stjómarformaður fyrirtækisins,
sagði að arðgreiðslumar yrðu að
minnsta kosti jafn miklar og fyrir
síðasta ár.
Niðurstaðan er í samræmi við
bjartsýnustu spár sérfræðinga.
Hlutabréfamarkaðurinn í Zurich tók
þessum tíðindum vel og hlutabréf
Alusuisse hækkuðu um 0,87%.
Mikil hagræðing hefur átt sér stað
innan Alusuisse undanfarin þijú ár.
Alusuisse keypti kanadíska pökkun-
arfyrirtækið Lawson Mardon í fyrra
og Hans Jucker sagði að ráðgert
væri að kaupa fleiri fyrirtæki. „Sá
mikli kraftur sem verið hefur í Alusu-
isse-Lonza undanfarin ár verður
áfram til staðar," sagði Jucker.
Stjórnarformaðurinn sagði að fyr-
irtækið myndi styrkja stöðu sína enn
frekar á pökkunarmarkaðnum og
leita nýrra markaða. Hann taldi að
fyrirtækið myndi fjárfesta fyrir rúm-
ar 500 milljónir franka, 26 milljarða
króna, á árinu.
Pökkunardeild Alusuisse er sú
stærsta innan fyrirtækisins og hagn-
aður hennar var 118 milljónir franka
á fyrri helmingi ársins.
sem borgar sig aö líta á
Ung
s
DAEWOO
DAEWOO * l486DX/2-66 MHz • 210 MB diskur • 14“ lággeisla litaskjár • 1 MB myndminni
TÖLVA D2700U • VESA Local Bus skjástýring • 4 MB vinnsluminni, stækkanlegt í 64 MB
Microsóft Works fylgir • 128 skyndiminni • Overdrive sökkull • MS-D0S, Windows og mús
• Kr. 159.900 staðgreitt
DAEWOO • TÍ486DLC-40 MHz • 210 MB diskur • 14' lággeisla litaskjár • 1 MB myndminni
TÖLVA D2600R • VESA Local Bus skjástýring • 4 MB vinnsluminni • MS-D0S, Windows og mús
Microsoft Works fylgir • Kr. 113.000 staðgreitt
Komdu eða hringdu • við kynnum hana fyrir þér... . DAEWOO " NEMA
hvað?
Leiöandi í tölvulausnum
EINAR J. SKÚLASON HF
Grensásvegi 10, Sími 63 3000