Morgunblaðið - 31.08.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 23
AÐSENDAR GREINAR
Auðlindaskattur
og fiskveiðar
VEGNA þeirrar um-
ræðu, sem verið hefir
nýverið um auðlinda-
skatt eða veiðileyfagjald
og fiskveiðar, virðist full
ástæða til að itreka enn
og aftur rök fyrir veiði-
leyfagjaldi á fiskveiðar.
I fyrsta lagi byggjast
fiskveiðar á nýtingu tak-
markaðrar auðlindar, í
öðru lagi er auðlindin
sameiginleg, í þriðja lagi
er um endurnýjanlega
auðlind að ræða og í
ijórða lagi má bæta við
að vel reknar fískveiðar
eru tvímælalaust sú at-
vinnugrein á Islandi sem
mestri arðsemi getur skilað. Hug-
myndir iðnrekenda um skatt á fisk-
veiðar, samfara hækkandi gengi, og
lækkun virðisaukaskatts eru byggð-
ar á síðasttöldu röksemdinni. Sam-
kvæmt henni yrði staða fiskveiða
óbreytt, ríkissjóður fengi tekjur af
veiðileyfagjaldi í stað virðisauka-
skatts og neytendur ættu að fá vörur
á svipuðu verði og áður en sam-
keppnisstaða innlends iðnaðar myndi
styrkjast.
Önnur röksemdafærsla er sú að
vegna þess að auðlindin er sameig-
inleg, takmörkuð og endurnýjanleg
er hætta fyrir hendi að þeim arði sem
auðlindin getur gefið af sér miðað
við skynsamlega nýtingu verði sóað
í óþarfa kostnað eins og gerst hefir
á undanförnum áratugum. Á sama
tíma og aflaheimildir eru að minnka
og þar með mögulegar tekjur sjávar-
útvegs, hefir flotinn stækkað eins
og sjá má á meðfylgjandi línuriti.
Fiskiskipafloti, sem
var 23 þúsund brúttó
tonn í byijun árs 1991,
var orðinn 59 þúsund
brúttó tonn aðeins
þremur árum síðar. Ef
tekist hefði að hemja
veiðigetu fiskiskipa-
flota við kjörsókn, það
er að afla á hveiju ári
um 18% af veiðistofni,
mætti búast við 350 til
380 þúsund tonna jafn-
stöðuafla þorsks í stað
150 þúsund tonna afla-
heimilda eins og gert
er ráð fyrir á næsta
fiskveiðiári, með mun
minni flota en er nú
notaður. Aukinn kostnaður við veiðar
hefir því haft minnkandi tekjur í för
með sér. Við skynsamlega sókn ætti
útvegurinn að geta greitt milljarða
króna á ári í veiðileyfagjald, samt
búið við góða afkomu þótt hann sé
ófær um það nú þar eð auka mætti
tekjur greinarinnar á sama tíma og
dregið yrði úr kostnaði. í framan-
sögðu er kjarninn að hugmyndum
um veiðileyfagjald fólginn.
Nýting vatnsorku er ósambærileg
við nýtingu fiskimiða eins og menn
sjá í hendi sér því þðtt öll vatnsorka
væri virkjuð er ekki nein hætta á
viðkomubresti eins og á sér stað við
nýtingu fiskimiða. Aukning á niður-
settu afli kæmi því ekki til með að
hafa í för með sér minnkun á heildar-
vinnslugetu kerfisins. Orkuver er
einnig að því leyti ólíkt fiskiskipi að
við rekstur þess þarf fyrst og fremst
að standa straum af íjármagnskostn-
aði eins og afskriftum og vöxtum
Nota á veiðileyfagjald
og beint eftirlit með af-
kastagetu flotans til að
tryggja skynsamlega
nýtingu fiskistofna,
segir Kristjón Kol-
beins, og bætir því við,
að það sé helzta brota-
lömin á fiskveiðistjórn-
inni að hún hafi að
mestu farið varhluta af
hvoru tveggja.
en ekki vinnulaunum og ýmiss konar
aðföngum. Rekstur orkuvers, sem
kostar milljarð króna í byggingu
getur því gengið ágætlega þótt tekj-
ur séu ekki nema 100 milljónir króna
á ári á sama tíma og fiskiskip þyrfti
að afla fyrir hálfu andvirði sínu á
ári eða meira til þess að útgerðin
bæri sig.
Hugmyndin að veiðileyfagjaldi er
ekki ný af nálinni. J.A. Gulland og
M.A. Robinson mæla með því og
beinu eftirliti með afkastagetu flota
tii að tryggja skynsamlega nýtingu
fiskistofna. Islensk fiskveiðistjórnun
hefir að mestu farið varhluta af
hvoru tveggja, sem er helsta brot-
alöm fiskveiðistjórnarkerfisins.
Gulland og Robinson telja einnig
að takmörkun sóknar með verulegum
skatti eða leyfisgjaldi sé lausn á því
vandamáii að halda við frumkvæði
til endurbóta á tæknilegri og efna-
hagslegri hagkvæmni veiðanna en
um leið að takmarka fiskveiðidánar-
töluna.
Veiðileyfagjald er auk þess sjálf-
sögð leiga fyrir afnot af auðlind, sem
metin er á mörg hundruð milljarða
króna, þar sem verðmæti hennar á
rætur að rekja tii þeirrar arðsemi sem
vel rekinn sjávarútvegur getur skilað
umfram aðrar atvinnugreinar. Ef
þessi arðsemi væri ekki fyrir hendi,
væru aflaheimildir verðlausar.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Fiskiskipafloti íslendinga árin 1991-1994
Ár
Kristjón Kolbeins
Gilsfjarðarbrú
fellur vel að mark-
niiðum stjómvalda
FYRIRSOGNIN að
þessari grein er sótt
beint í viljayfirlýsingu
ríkisstjórnar um að
styrkja byggðir sunnan
og norðan íjarðar og
skapa grundvöll að auk-
inni samvinnu. Þjónustu-
svæði Búðardals mun
einnig stækka með stytt-
ingu vegalengda. Allt
þetta fellur vel að yfir-
lýstum markmiðum
stjórnvalda um stækkun
þjónustusvæða, aukna
samvinnu og sameiningu
sveitarfélaga og aukna
hagræðingu í þjónustu,
verslun og atvinnulífi.
Allt frá því að Matthías Bjarna-
son flutti þingsályktunartillögu um
þverun Gilsíjarðar hafa Vestlend-
ingar og Vestfirðingar gert sér von-
Gilsfjarðarbrú fellur vel
að markmiðum stjórn-
valda, segir Gísli S.
Einarsson, um stokkun
þjónustusvæða, sam-
vinnu og sameiningu
sveitarfélaga og aukna
hagræðingu í þjónustu,
verslun og atvinnulífi.
ir um að brú frá Kaldrana yfir í
Króksíjarðarnes verði byggð sem
fyrst. Vegagerð ríkisins (nýja nafn-
ið Vegagerðin) hefur haft málið í
umfjöllun og athugun frá 1984.
Stytting leiðarinnar um Gilsfjörð
nemur um 17 km. Helstu staðreynd-
ir sem ég tel rétt að geta um eru
að það þarf um 750.000 rúmmetra
af fyllingarefni, um 154.000 rúm-
metra af gijótvörn, mesti bratti er
5,27o, krappasti bogi er 400 metr-
ar. Heildarkostnaður er áætlaður
870 mkr.
Þingmenn Vest-
ijarða og Vestur-
lands hafa staðið
saman, og gera það
heilshugar, um að
koma þessu máli í
framkvæmd sam-
kvæmt samþykkt og
í samræmi við tillögu
Vegagerðar. Fram-
kvæmd málsins lenti
í þvi að verða lögð í
mat á umhverfis-
áhrifum samkv. liig-
um nr. 63/1993. Eg
er sannfærður um,
og veit að aðrir þing-
menn Vesturlands
eru það einnig, að
mat Vegagerðarinnar á umhverfis-
áhrifum, sem skilað var frá áætlun-
ardeild í júni síðastliðnum, er sann-
gjarnt og sett fram með mjög skyn-
samlegum rökum. Orð Vegagerðar
eru eftirfarandi og lýsa mjög skýrri
afstöðu sem ég ieyfi mér að gera
að minni: „Vissulega fylgja fram-
kvæmdinni neikvæð umhverfis-
áhrif. Ávinningurinn, hagrænn og
menningarlegur, vegur þó mun
þyngra.“
Ástæða fyrir ritun þessarar
greinar er að vegna óþolinmæði um
að hafist verði handa við brúargerð
hafa komist þær sögur á kreik að
stjórnarþingmenn á Vesturlandi séu
ekki heilir í málinu og vegna íjár-
lagagerðar sé gott að málið frest-
ist. Engar slíkar hugmyndir hafa
komið til umræðu og við munum
þrýsta á um að koma málum áfram
svo fljótt sem verða má.
Til þess að öllum megi verða ljóst
hvernig ferlið um afgreiðslu um-
hverfismats er: Ef allir fyrirvarar
eru notaðir á afgreiðslustigum um-
hverfismatsins þá er fyrst unnt að
opna tilboð í febrúar 1995.
Með þessu greinarkorni vona ég
að það sé yfir allan vafa hafið hver
mín afstaða er til þverunar Gils-
fjarðar, sem mun hafa byltingu í
för með sér hvað varðar áður um-
getin markmið.
Höfundur er þingmaður
Alþýðufiokksins í
Vesturlandskjördæmi.
Gisli S. Einarsson
SÁ DAGUR líður nú vart að
þyrla lendi ekki við Borgarspítalann
með fárveika eða stórslasaða mann-
eskju. Borgarspítalinn er bráða-
sjúkrahús allra landsmanna. Á degi
hveijum þýtur neyðarbíllinn um
Reykjavík og flytur lífshættulega
veikt fólk á Borgarspítalann. Hjarta
er hætt að slá eða hryggur brotinn,
svo að dæmi séu tekin. Borgarspít-
alinn er bráðasjúkrahús allra Reyk-
víkinga. Það er ekki spurt að vakt-
degi eða heimilisfangi, enda á ekki
að gera það.
Borgarspítalinn er sérfræði-
sjúkrahús, sem tekur við okkar erf-
iðustu tilfellum á nóttu sem degi,
auk þess almenna hlutverks sem
sjúkrahúsið hefur fyrir Reykjavík.
Sérfræðisjúkrahús vísar ekki frá
sér, það lokar ekki dyrum. Borgar-
spítalinn sinnir fullri úrvinnslu
vandans. Þegar bráðaveikindi
dvína, hefst endurhæfing til sjálfs-
bjargar ungra sem aldraðra. Það
hefur ekki einungis blessun i för
með sér fyrir einstaklinginn, það
er þjóðhagslega hag-
kvæmt.
Tíminn stendur ekki
í stað. Samgöngur
batna og tækni fleygir
fram. Innlögnum á
Borgarspítalann hefur
fjölgað. Afköstin auk-
ast. Legutími styttist.
Það sést ekki hag-
kvæmari sjúkrahúss-
rekstur á Islandi.
Hvernig getur þá verið
að slíkt sjúkrahús eigi
í rekstrarvanda, sem
er slíkur, að lífi sjúkra-
hússins er stefnt í
voða? Jú, það hefur
ekki verið sagt: „Borg-
aðu fyrst, komdu svo.“ Það hefur
verið sagt, eins og á að segja:
„Komdu.“ Það eina sem ekki hefur
flætt eðlilega að sjúkrahúsinu er
ijármagnið.
Á Borgarspítalanum eru engin
verkefni sem eru óþörf. Þar eru
engin verkefni, sem verða betur
leyst annars staðar
eða á hagkvæmari
hátt. Það er mögulegt
að saxa sjúkrahúsið
niður og senda molana
hingað og þangað. En
enginn tekur verkefni
að sér fyrir ekki neitt.
Það er ekki valkostur
að ná sparnaði með
tilfærslu á verkefnum
Borgarspítalans ann-
að. Slíkar hugmyndir
væru loddaraskapur
og lýðskrum. Fólkið í
landinu ætlast til þess
að Borgarspítalinn
sinni verkefnum sínum
— og vill örugglega að
fjármálaráðuneytið greiði eðlilega
fyrir veitta þjónustu.
Nú er svo komið að jafnvægi
verkefna og kostnaðar er slíkt að
fólk þarf að liggja fárveikt á
göngum. Húsið heldur ekki vatni
eða vindum. Færasta starfsfólk
hefur ekki afdrep. Vinnuálag á
hvern starfsmann hefur náð því
marki að starfsmenn eru að niður-
lotum komnir, en keyra sig áfram.
Enn berst að bráðveikt fólk. Svo á
ekki að greiða laun eða sinna eðli-
legu viðhaldi og innri hagræðingu.
Af fagmennsku og tillitssemi
hefur þögnin lengi ríkt. Það er
óskemmtilegt að ræða sjúkratilfelli
og neyð með þessum hætti. En það
sýður upp úr, þegar fjármálaráð-
herra og ríkisvald skirrist við að
greiða þennan reikning. Það sýður
upp úr vegna þess að fólkið í land-
inu, sem ef til vill hefur minna fjár-
málavit (eða hvað?) en þeir sem
stjórna, veit að þennan reikning á
að borga. Kostnaðaraukningin er
fullkomlega skiljanleg fagfólki, og
fullar skýringar hafa margoft verið
lagðar fram. Þær skýringar verða
ekki meðteknar með lokuðum eyr-
um eða augum; gengisfelling,
launasamningar, aukning verkefna
og margt, margt fleira, skýrir auk-
in útgjöld þessa hagkvæma sjúkra-
húss. Það er ekki hægt að flýja
raunveruleikann. Á Borgarspítalan-
um er ekkert bruðl.
Öllum er ljós ábyrgð og vandi
fjármálaráðherra og rikisstjórnar.
Starfið er ekki öfundsvert og reynt
er að rækja það af trúmennsku. í
frumskógi fjármálanna er sjálfsagt
auðvelt að týnast um stund og
greina þá ekki skóginn fyrir trján-
um. En þegar helsta bráðasjúkra-
húsi landsins er stefnt í lífshættu,
Þegar helsta bráða-
sjúkrahúsi landsins er
stefnt í lífshættu verður
ekki lengur orða bund-
ist, segir Pálmi V.
Jónsson, sem mælist til
þess að ríkisstjórnin
„bjargi lífi Borgarspítal-
ans tafarlaust“.
verður ekki lengur orða bundist.
Þegar Landsbanki íslands varð
lífshættulega sjúkup, voru reiddar
fram fjögur þúsund milljónir og lífi
bankans bjargað. Bráðavandi Borg-
arspítalans er nú einungis tíundi
hluti þessarar upphæðar. En að
sönnu verður í framhaldinu að end-
urskoða fjármögnun sérfræði-
sjúkrahúsanna, þannig að fjármagn
og verkefni haldist í hendur. Nú
verður hins vegar að ætlast til þess
að fjármálaráðherra og ríkisstjórn
bjargi lífi Borgarspítalans tafar-
laust. Neyð brýtur (fjár-)lög!
Höfundur er forstöðulæknir á
lyflæknis- og endurhæfingarsviði
Borgarspítalans.
Borgarspítalinn er
í bráðri lífshættu
Pálmi V. Jónsson