Morgunblaðið - 31.08.1994, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RÚNAR STEFÁNSSON
+ Rúnar Stefáns-
son fæddist á
Húsavík 10. apríl
1962. Hann lést 24.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar Rúnars
eru Sigurbjörg Sig-
valdadóttir og Stef-
án Benediktsson.
Útför Rúnars fór
fram frá Garða-
kirkju í gær.
„Skoðaðu huga þinn
vel, þegar þú ert glað-
-úr, og þú munt sjá,
að aðeins það, sem
valdið hefur hryggð þinni, gerir
þig glaðan. Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn, og þú munt sjá, að þú græt-
ur vegna þess, sem var gleði þín.“
Aftur og aftur rennur það upp
fyrir okkur hversu sönn þessi orð,
úr Spámanninum eftir Kahlil Gi-
bran, eru.
Elsku Rúnar okkar er dáinn.
Öll orð verða allt í einu svo fátæk-
leg, öll orð svo léttvæg. Já, erfitt
að finna orð sem ná að lýsa þeim
tilfinningum sem bærast í bijósti
okkar, okkar sem eigum þér svo
rpikið að þakka til svo langs tíma.
Þegar komið er að leiðarlokum
vildum við segja svo margt, minn-
ast svo margs, atvika sem fara
eins og örskot í gegnum hugann,
en það eina sem við höfum eru
fátækleg, jarðnesk orð.
Við minnumst lífsgleði þinnar
og lífsvilja, gamansemi þinnar og
kátínu við erfiðar kringumstæður,
huggunarorða þinna
og hvatningar, þegar
það varst í raun þú
sem við héldum að
þyrftir huggunar og
hvatningar við. Við
minnumst baráttu
þinnar og æðruleysi
við erfiðan, óyfirstíg--,
anlegan sjúkdóm, þar
sem þú þó vissir best
að endalokin gátu ekki
verið nema á einn veg.
Þrátt fyrir það varst
það þú sem varst
gleðigjafinn, sá sem
gafst góð ráð á erfið-
um stundum og sá sem sást
spaugilegu hliðarnar á hlutunum
þegar við hin fundum enga lausn.
Já, það er ótrúlegt en satt.
Og nú er þessu fallega ævintýri
lokið. Við hin sitjum eftir með
minningar og ljúfsáran söknuð.
Minningar um góðan bróður sem
farinn er á undan okkur hinum,
og ljúfsáran söknuð sem gerir okk-
ur mögulegt að trúa því, að við
eigum öll eftir að mætast að nýju,
að þessir fáu samvistardagar á
jörðu hér séu ekki allt. Að það
hljóti að koma að endurfundunum
og að orð Jesú Krists séu sönn,
þar sem hann segir: „Komið til
mín allir sem erfíðið og þunga eruð
hlaðnir og ég mun veita yður
hvíld.“ Og við hlökkum til endur-
fundanna. Við vitum að endurfund-
irnir munu koma og að þeir munu
verða dásamlegir.
Elsku Rúnar okkar. Við kveðjum
þig með virðingu og söknuði og
t
Elsku maðurinn minn,
JÓHANN PÉTUR JÓNSSON,
er látinn.
Guðrún Filippusdóttir.
t
Ástkær móðir okkar,
BRYNHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR
frá Hjaltabakka,
Miðleiti 5,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum 29. ágúst.
Sigríður Jónsdóttir,
Loftur Jónsson,
Katrín Jónsdóttir,
Gunnhildur Jónsdóttir,
Þórarinn Jónsson.
t
Faðir minn, tengdafaðir, afi, bróðir og
mágur,
JÓN MAGNÚSSON,
Bræðraborgarstig 3,
Reykjavik,
er látinn.
Jarðarförin er auglýst síðar.
Ragnar Jónsson,
Garðar Kári,
Guðrún Þórdis,
Erla Magnúsdóttir,
Margrét Magnúsdóttir,
Páll Magnússon,
Kristi'n Þórkatla Kristvinsdóttir,
Ragnheiður Helga,
Magnea Magnúsdóttir,
Eðvald Magnússon,
Kristján Einarsson,
Pauline Magnússon,
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRODDURJÓNASSON
læknir,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 27. ágúst, verður jarðsung-
inn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. september kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á Vinasjóð Heilsugæslustöðvarinnar á
Akureyri eða aðrar líknarstofnanir.
Guðný Pálsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
þökkum þér fyrir allt og allt. Megi
algóður Guð blessa minningu góðs
bróður.
Elsku mamma og pabbi. Við
biðjum algóðan Guð að styrkja
ykkur í sorg ykkar og söknuði. Þið
hafið misst mikið, en minningin
um góðan son mun lifa. Guð al-
máttugur blessi ykkur alla tíð og
tíma.
Þín systkini,
Hanna, Sigrún, Bylgja,
Stefán og Guðný.
Elsku frændi. Nú ert þú farinn
þá leið er við öll þurfum að fara.
Ljós, kærleikur og friður guðs
umvefur þig núna. Erfið veikindi
eru að baki. Nú ertu frjáls.
Okkur systur langar að minnast
þín með örfáum orðum. Þú varst
svo sérstakur, öðruvísi, það verður
enginn annar Rúnar. Hver annar
en þú gat fundið upp á svo
skemmtilegum leikjum þegar við
systur heimsóttum ömmu og afa á
Húsavík í gamla daga?
Þú spígsporaðir stoltur um bæ-
inn með systurnar frá Reykjavík.
Uppi á lofti hjá afa og ömmu lékum
við okkur, settum upp heilu leik-
sýningarnar þar sem þú varst leik-
ritahöfundur, leikstjóri, hvíslari og
aðalleikari, allt í öllu. Og ef við
lögðum okkur ekki fram og mund-
um fyrirmælin þín, þá pirraðist þú,
þú vildir hafa þetta vel gert og
rétt. Þegar þú varst upptekinn við
sundæfingar og við píanóið passaði
amma upp á að við trufluðum þig
ekki. Okkur hætti til að gleyma
því að þú værir eldri og þyrftir
kannski að sleppa frá okkur stund-
arkorn. Alúðin og umhyggja þín
við okkur og öll litlu börnin í fjöl-
skyldunni var augljós. þú varst
mikil bamagæla. Manstu bænina
sem amma las alltaf fyrir okkur
þegar við fórum að sofa?
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Æskan þín var björt. Þú naust
mikils kærleiks foreldra þinna og
áttir stór systkin sem öll elskuðu
þig heitt.
Þegar þú fluttir suður fórstu að
læra á píanó. Það átti vel við þig.
Þú naust þess að vera út af fyrir
þig og heimili þitt var alltaf snyrti-
legt og fínt og gott heim að sækja.
Síðustu árin voru þér erfið, sjúk-
dómurinn sótti á en aldrei gafstu
upp, hugrekki þitt og glaðlyndi var
einstakt. Þú lifðir lífinu lifandi,
hafinn yfir sársauka og sjálfsvork-
un. Þú færðir okkur hugarró með
æðruleysi þínu og varst ætíð upp-
spretta orku og lífsþróttar.
Minning þín verður alltaf björt
í hugum okkar.
Afi og amma, megi guðs styrkur
sefa sorg ykkar.
I 1 _ i _ Krossar
TTT á“
I viSariit oa málooir.
Mismunandi mynsnjr, vönduo vinna.
Simi 91-35929 oq 3S735
í blúniiiskrpyf in<fiim
vi<> öll lu kila i-i
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
Háa skilur hnetti
himingeimur
blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast
fær aldregi
eilífð'að skilið.
(Jónas Hallgrímsson)
Sigurbjörg Rósa
og Björg Kristín.
Minn kæri mágur, Rúnar Stef-
ánsson, er látinn eftir langa og
stranga baráttu við erfiðan sjúk-
dóm. I tilefni af því vil ég minnast
hans með örfáum orðum.
Ég kynntist Rúnari fyrir rúmum
fjórum árum. Mér er það minnis-
stætt þegar ég fyrst heimsótti
hann á Skarphéðinsgötuna í litlu
vinalegu íbúðina hans. Allt var svo
snyrtilegt og andrúmsloftið var svo
einkennilega notalegt í kringum
hann. Mér var það augljóst strax
frá fyrsta degi hvaða mann Rúnar
hafði að geyma. Hann var þeim
eiginleikum gæddur að geta talað
um allt og ekkert, og slegið öllu
upp í grín sem gerðist nú ekki
sjaldan. Hann var heill hafsjór af
fróðleik varðandi tónlist og átti
drjúgan þátt í því að opna augu x
mín fyrir klassík. Minnisstæðust
eru mér þó skrif hans í gestabæk-
urnar, afmælis- og jólakörtin. Þau
voru svo full af kærleik og komu
beint frá hjartanu. Þau munu verða
sæt minning um góðan mann. Því
er nú einfaldlega þannig farið að
sú persóna sem Rúnar hafði að
geyma var _einstök, og á sér vart
hliðstæðu. Ég hefði kosið að kynni
okkar hefðu orðið lengri Rúnar
minn, en Guð hefur kallað þig til
sín til annarra verka. Að lokum
bið ég Guð að vaka yfir elskulegum
tengdaforeldrum mínum, Sigur-
björgu og Stefáni, á þessari erfiðu
stundu og jafnframt að senda
Guðnýju minni stuðning og styrk,
sem var þér svo náin systir. For-
eldrum og systkinum sendi ég ein-
lægar samúðarkveðjur.
Eg kveð Rúnar mág minn með
söknuði.
Ó, minning þín er minning hreinna ljóða,
er minning þess, sem veit hvað tárið er.
Við barm þinn gréru blómstur alls þess góða.
Ég bið minn Guð að vaka yfir þér.
(Vilhjálmur frá Skáholti.)
Blessuð sé minning þín.
Agnar.
Mig langar að minnast hans
Rúnars Stefánssonar með örfáum
orðum. Hann var um árabil til
heimilis hjá aldraðri móður minni
á Hringbrautinni, Dórótheu Hall-
dórsdóttur, eftir að hann kom á
tvítugsaldri hingað suður í hljóð-
færanám frá Húsavík, heimabæ
þeirra beggja. Þau ár sem Rúnar
bjó hjá móður minni var hann henn-
ar helsti félagi og trúnaðarvinur
og held ég að ekki sé ofmælt að
hún hafi gengið í endumýjun líf-
daga meðan hans naut við.
Rúnar var um margt óvenjuleg-
ur ungur maður. Ég gleymi því
ekki þegar ég sá hann fyrst, hve
bjart var yfir honum og einlæg
blíða í allri hans framkomu, enda
reyndist hann einstaklega góður
drengur við nánari kynni. Tónlistin
var hans líf og yndi, og þegar við
ræddum um þetta sameiginlega
áhugamál okkar ljómaði hann allur
og var því líkast sem hann horfði
inn í heima þar sem ríkti fegurð
og samræmi í öllum hlutum. Rúnar
var mjög efnilegur nemandi, stund-
aði píanónámið af alúð og veitti
móður minni mikla gleði þegar
hann æfði sig á hljóðfærið og fyllti
húsið af lifandi tónlist.
Ég og fjölskylda mín erum Rún-
ari innilega þakklát fyrir það sem
hann var móður minni og minning
þessa góða drengs mun lengi lifa
meðal okkar. Við vottum fjölskyldu
Rúnars og vinum innilega samúð
okkar og biðjum Guð að blessa
hann.
Brynja Tryggvadóttir
og fjölskylda.
Rúnar er dáinn. Á svona stundu
koma upp í hugann minningar um
skemmtilegan, góðan og tryggan
vin. Við kynntumst 16 ára þá
bæði við nám í Tónlistarskóla
Reykjavíkur. Rúnar var þá í píanó-
námi og ég í fiðlunámi. Við spiluð-
um mikið saman, samæfingarnar
voru oft skemmtilegar, mikið
spjallað, hlegið og oft farið út fyr-
ir efnið og annars konar tónlist
oft spiluð.
Ung að árum sóttum við ásamt
nokkrum vinum um inngöngu í
Fílharmoníukórinn og tókum m.a.
þátt í konsertuppfærslu á óperunni
„La Traviata". Þessi tími var
skemmtilegur, eftir æfingar var
oft farið heim til Rúnars á Hring-
brautina til að spjalla saman eða
hlusta á tónlist.
Þegar árin liðu lágu leiðir okkar
sjaldnar saman, en símtólið var oft
tekið upp, við spjölluðum lengi
saman og alltaf var stutt í hlátur-
inn. Mér þótti vænt um, þegar ég
eignaðist son 1987, hvað Rúnar
færði okkur fallega gjöf og hafði
mikinn áhuga og fylgdist með
drengnum mínum vaxa. Alltaf var
Rúnar einn af þeim sem fékk mynd
af honum með jólakortinu sem
hann kunni svo sannarlega að
meta. Hann var sérstakur vinur.
Ég vil þakka Rúnari fyrir allar
skemmtilegu stundimar sem við
áttum saman og biðja góðan Guð
að geyma hann.
Foreldrum og öðrum aðstand-
endum votta ég mína innilegustu
samúð.
Eva Egilsdóttir.
Rúnar Stefánsson var úr stórri
og samrýndri fjölskyldu. Fram á
unglingsár bjó hann á Húsavik en
flutti þá til höfuðborgarinnar til
að stunda nám í píanóleik. Þegar
við kynnumst Rúnari á unglingsár-
um okkar bjó hann hjá „Dóru
gömlu“ á Hringbrautinni. Strax
við fyrstu kynni tókst mikil vinátta
meðal okkar. Á Hringbrautinni var
gjarnan glatt á hjalla hjá okkur
og oft söfnuðust við þar saman.
Síðan flutti hann á Skarphéðins-
götuna í eigin íbúð. Rúnar var
mikið snyrtimenni og bar heimili
hans og umhverfi því glöggt vitni.
Eftir að við kynntumst konum
okkar varð einnig mikil vinátta
þeirra á milli. Rúnar var einn af
þeim sem manni líkaði strax vel
við því opin framkoma hans og
smitandi hlátur vann strax hug og
hjarta manns. Rúnar var mjög
opinskár, það var hægt að tala við
hann um allt milli himins og jarðar
en hann hafði ákveðnar skoðanir
á öllu og í raun var ekkert honum
óviðkomandi. Rúnar hafði
skemmtilega og sérstaka kímni-
gáfu, hann gat alltaf fundið
skondnar hliðar á öllum sköpuðum
hlutum, hversu hversdagslegir sem
þeir voru. Oft kom það fyrir að
hann vitnaði til hjónanna óborgan-
legu á Brávallagötunni í tali sínu.
Hann spáði mikið í lífið og tilver-
una hin síðustu ár, hafði trú á lífi
eftir dauðann og að einstaklingar
færu í gegnum ákveðið þroskastig
í hverju lífi. Þessi trú hans hjálp-
aði honum að líta öðrum augum á
sjúkdóm sinn og takast á við hann
enda hélt hann áfram að rækta
og byggja upp og lét aldrei bug-
ast. Þótt fráfall Rúnar leggist
þungt á okkur, þá kemur hann
alla tíð með að skipa stórt pláss í
hjörtum okkar en við trúum því
að nú líði honum vel á öðru tilveru-
stigi. Elsku Sigurbjörg, Stefán og
systkini, við berum minningu um
Rúnar í hjarta okkar og sendum
ykkur samúðarkveðjur.
Skoðaðu hug þinn vel þegar þú
ert glaður og þú munt sjá, að
aðeins það sem valdið hefur
hryggð þinni gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu
þá aftur huga þinn og þú munt
sjá að þú grætur vegna þess sem
var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Vigfús, Lára,
Sighvatur og Soffía.