Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13j OKTÓBER 1994 MORGUNBIiADJÐ n FRETTIR Guðmundur Bjarnason fyrrverandi heilbrigðisráðherra Telur eðlilegt að kannað verði með endurgreiðslu Morgunblaðið/Kristinn Jámið bundið BYGGINGU nýs Hæstaréttar- húss á horni Lindargötu og Ing- ólfsstrætis miðar vel áfram og hér sjást jámabindingamenn athafna sig í grunni nýbygging- arinnar í gærdag. Ráðuneytisstj óri segir Guðmund hafa vitað hvaða útgjöld fælust í samningnum GUÐMUNDUR Bjamason fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir að hann telji eðlilegt að það verði kannað hvort Guðjóni Magnússyni skrifstofu- stjóra heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins beri að greiða til baka þær launagreiðslur sem hann hafi fengið umfram Iqarasamninga. Sighvat- ur Björgvinsson heilbrigðisráðherra segir að þegar hann hafí tekið við embætti heilbrigðisráðherra af Guðmundi Bjarnasyni hafí Guðmundur gert grein fyrir því hvaða samninga hann hefði gert við Guðjón og lagt fyrir sig áætlun sem hann hefði samþykkt um fimm mánaða samfellt náms- leyfi Guðjóns á árinu 1991. „Það var eina málið sem hann taldi nauðsyn- legt að setja mig inn í áður en ég tók við störfum,“ segir Sighvatur. Haft var eftir Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðu- neytinu í kvöldfréttum Sjónvarps í gær að Guðmundur Bjarnason hefði vitað hvaða útgjöld fælust í samn- ingnum við Guðjón. „Hann vissi ná- kvæmlega hvaða útgjöld þetta hefði í för með sér... það komu ferða- beiðnir fyrir Guðjón, eins og eru fyrir alla sem fara í ferðir frá ráðu- neytinu og þetta var skráð sem námsleyfi hjá honum allan tímann,“ sagði Páll. Sighvatur segir að það hafi legið alveg ljóst fyrir hvernig fyrrverandi heilbrigðisráðherra hefði viljað haga launamálum Guðjóns Magnússonar. „Ráðuneytisstjórinn í heilbrigðis- ráðuneytinu hefur ekkert annað gert en að framkvæma þann vilja sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra hafði látið koma fram, meira segja skrif- lega með bréfi til landlæknis dag- settu 30. janúar 1991 þar sem hann tilkynnir landlækni að hann hafí samþykkt að Guðjón Magnússon megi taka fimm mánaða námsleyfi á því ári sem sé uppsafnað náms- leyfí frá 1980. Það að heimila manni að taka námsleyfi þýðir að honum er heimilað að vera á launum og dagpeningum þann tíma sem leyfið gildir. Spumingin er sú hvort ráð- herra hafi heimild til að gera sam- komulag við mann sem gengur lengra en kjarasamningar ákveða. Um það hlýtur fyrrverandi heilbrigðisráð- herra að hafa gengið úr skugga áður en hann gerði slíkan samning og ég verð bara að vísa því til hans. Ég ætla ekki að dæma um það.“ Rétturinn til töku dagpeninga ágreiningsefnið Guðmundur Bjamason sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það kynni auðvitað að orka tvímælis hvort heim- ila ætti mönnum að gegna tveimur viðamiklum störfum á sama tíma. „Agreiningsefnið í mínum huga er það hvort rétturinn til töku dag- peninga er fyrir hendi þegar hann er á launum í báðum störfunum. Það finnst mér auðvitað vera fyrst og fremst það sem kann að vera brot á kjarasamningum án þess að ég hafi gefíð mig út fyrir að vera sér- fræðingur í því.“ Aðspurður hvort hann teldi koma til greina að Guðjón yrði látinn greiða til baka hluta þeirra greiðslna sem hann fékk sagði Guðmundur að hann vildi ekki setjast í dómara- sæti um hvort sú krafa kunni að vera fyrir hendi. „Mér finnst þó að það væri eðlilegt að slíkt væri skoð- að því það er það sem mér finnst vera ágreiningurinn í málinu. Ég hef ekki reynt að draga neitt strik yfir það að ég heimila manninum að vinna bæði þessi störf samtímis." Guðmundur sagði að það kynni að hafa farið eitthvað á milli mála í því hvað menn hefðu talið sig vera að semja um, en hann teldi það hafa verið skýrt af sinni hálfu. „Ég hef ekki verið að fríja mig frá neinu í þessu máli, og ef Guðjón hefði ekki verið á launum erlendis, þá tel ég að hann hefði átt rétt á þessum dagpeningum. Mín skoðun er sú að það sé álitamálið." Fjármálaráðherra við umræður um fjárlagafrumvarpið og horfur í vaxtamálum MIKLAR umræður urðu um horfur í vaxtamálum við umræður um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær- kvöldi. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir ummæli um að skammtímavextir á verðbréfamarkaði myndu væntan- lega hækka á næstunni og Guðni Ágústsson Framsóknarflokki sem sæti á í bankaráði Búnaðarbanka, sagði að allar aðstæður væru fyrir hendi í bankakerfínu til að lækka vexti en hallarekstur ríkissjóðs stæði hins vegar í vegi fyrir því. Sagði Guðni að í dag ættu bankarn- ir 20 milljarða í lausu fé. Friðrik sagðist telja að vextir gætu lækkað á næstu mánuðum. Vextir á skammtímamarkaði myndu eflaust hækka á næstu vik- um en ættu að geta lækkað þegar fram í sækti. „Nú eru vextir á skammtímamarkaði á íslandi mjög lágir, þeir lægstu á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað,“ sagði Friðrik. Fjármálaráðherra vék einnig máli sínu að bönkunum og sagði að þeir væru ennþá með mun hærri vexti heldur en byðust á verðbréfa- mörkuðum. Þetta hefði leitt til þess að flestir bestu viðskiptavinir bank- anna væru að fara út á verðbréfa- markaðinn, þar sem þeir fengju betri vaxtakjör heldur en fást í bönkunum. Bankarnir sætu eftir með lakari viðskiptamenn og væru Bankamir missa viðskipti til verð- bréfamarkaðar stjórninni og bæri ekki ábyrgð á neinum hlut. Hann sagði að Jó- hanna gæti ekki kennt öðrum um varðandi húsbréfín því hún hefði talið að 1 milljarð myndi vanta uppá, en ekki 3,7 eins og nú væri raunin, og alltaf hafi legið fyrir að viðbótarflokkur yrði ekki gefin út fyrr en eftir að þingið kæmi saman. Eingreiðslur ráðast í kjarasamningum að einangrast með sína háu vexti. „Þessi þróun hlýtur að breytast," sagði Friðrik. Gildistöku verðlagsákvæða iyfjalaga flýtt Þingmenn stjómarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina við umræð- urnar í gærdag um að ætla að bijóta samkomulag sem gert var í tengslum við síðustu þinglok. En þá samdist um það milli stjómar og stjórnarandstöðu áð gildistöku á ákveðnum ákvæðum nýrra lyfja- laga yrði frestað gegn því að greitt yrði fyrir þingstörfum. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði að umrætt samkomulag hefði fyrst og fremst snúist um þá þætti lyfjalaganna sem sneru að fijálsri lyfsölu. Hann sagði enga spurningu um það í sín- um huga að hann myndi leggja fram frumvarp um að gildistöku verðlagsákvæða Iyfjalaganna verði flýtt og um það hefði ríkisstjómin orðið sammála. „Vepði það ekki samþykkt á Alþingi ná ekki þær aðgerðir fram að ganga sem reikn- að er með að leiði til sparnaðar í lyfjakostnaði hins opinbera," sagði Sighvatur. Jóhanna Sigurðardóttir gagn- rýndi fjárlagafrumvarpið harðlega og sagðist geta fallist á að frum- varpið eitt og sér kallaði á van- traust á ríkisstjómina. Hún gagn- rýndi einnig seinagang við að gefa nú út nýjan húsbréfaflokk og sagði að félagsmálaráðuneytið hefði bent á það við gerð síðustu fjárlaga að áætlanir um húsbréfalán myndu ekki standast. Fjármálaráðherra svaraði og sagði, að þingmaðurinn hefði setið sjö ár í ríkisstjórn og væri nú alheilagur, nýkominn úr Steingrímur J. Sigfússon þing- maður Alþýðubandalags og fleiri þingmenn stjórnarandstöðu gagn- rýndu að í frumvarpinu væri ekki gert ráð fyrir uppbótargreiðslum til atvinnuleysis- og lífeyrisbóta- þega á næsta ári og því væri út- gjaldaliður fjárlaganna verulega vanáætlaður. En hingað til hafa lífeyrisþegar fengið þær eingreiðsl- ur og uppbætur sem samið hefur verið um á almennum markaði. Sighvatur Björgvinsson sagði að það væri regla í fjárlagavinnslu að gera ekki ráð fyrir slíkum greiðsl- um þar sem þær tengdust að sjálf- sögðu kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins og þar réðist hvort samið yrði um slíka hluti. „Það verður þá að ráðast í meðferð á fjárlögum hvort ástæða verði til að gera ráð fyrir áframhaldandi eingreiðslum," sagði Sighvatur. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk kl. 22.30 í gærkvöldi. 70 tilboð í ECU-bréf Ekkert seldist af spariskírteinum SJÖTÍU tilboð bárust í fyrsta útboði á ECU-tengdum spariskírteinum rík- issjóðs til fimm ára sem fram fór í gær og var tekið 24 tilboðum að upphæð 319 milljónir króna. Hins vegar var engum tilboðum tekið í verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs til 5 og 10 ára sem einnig voru boð- in út. Gert er ráð fyrir að næsta útboð á ECU-bréfum verði haldið að hálfum mánuði liðnum. Samtals bárust tilboð í ECU- tengdu spariskírteinin fyrir 1.223 milljónir króna. Tekið var 24 tilboð- um að upphæð 319 milljónir og var lægsta ávöxtunin 8,42% og sú hæsta 8,60%, en meðalávöxtunin 8,64%. í frétt Lánasýslu ríkisins um útboðið segir að þessi ávöxtun sé í samræmi við þau ávöxtunarkjör sem ríkissjóði standi til boða erlendis á hliðstæðum verðbréfum. Viðunandi niðurstaða Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að þessi niðurstaða í útboðinu sé viðun- andi miðað við það að um fyrsta útboð var að ræða. Menn séu auðvit- að að finna út hver ávöxtunin sé og því megi búast við að minni munur verði á hæstu og lægstu ávöxtun í næsta útboði. Þá megi einnig búast við að menn í framtíðinni hafi hlið- sjón af því hvernig vaxtaþróunin sé á eriendum mörkuðum. „Þetta mun ábyggilega gera það að verkum að menn munu fylgjast enn betur með vaxtaþróuninni erlendis, enda er hér um langtímabréf að ræða og menn geta farið út í heim og keypt lang- tímabréf ef þeim sýnist," sagði Magnús. V estur-E vr ópu- sambandið Formenn utanríkis- málanefnda funda í Frakklandi BJÖRN Bjarnason, formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis, mun næst- komandi mánudag sækja fund for- manna utanríkismálanefnda þjóð- þinga allra aðildar- og aukaaðildar- ríkja Vestur-Evrópusambandsins, auk þeirra ríkja sem eiga áheymarfulltrúa á fundum VES. I þessum hópi eru flest ríki Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). Fundurinn er haldinn í París og til hans er boðað af Dudley Smith, forseta Vestur-Evrópu- sambandsþings- ins, en þingið er vettvangur skoð- anaskipta þing- manna frá aðild- arríkjunum. Rætt verður um Björn Bjarnason öryggismál Evrópu, og er fundurinn liður í stefnumótunarstarfi Vestur- Evrópusambandsþingsins. íslendingar aukaaðilar Vestur-Evrópusambandið hefur undanförnum árum verið vettvangu umræðna Evrópusambandsríkjann um öryggis- og varnarmál og ger menn því skóna að það geti orði eins konar varnarmálaarmur ESl þegar fram líða stundir. NATO-ríki í Evrópu, sem staðið hafa utan ESI Noregur, Tyrkland og ísland, feng aukaaðild að VES árið 1992. Nýleg fengu ríki Austur- og Mið-Evróp áheyrnarfulltrúa hjá sambandinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.