Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 19 ERLENT A „Lævi blandinn friðurinn“ innan Ihaldsflokksins sagður úr sögunni Deilumar um Evrópu- málin blossa upp á ný London. Reuter. LEIÐTOGAR breska íhaldsflokksins gerðu í gær lítið úr deilum innan flokksins um Evrópumálin og sögðu, að þær væru aðeins runnar undan rifj- um lítils og óánægðs minnihluta. Ekkert bendir þó tii, að það takist að setja þær niður en þær hófust þegar Norman Lamont, fyrrverandi fjár- málaráðherra, hvatti til, að Bretar segðu skilið við Evrópusambandið. Forysta íhaldsflokksins vonast hins vegar til, að flokksþingið, sem nú er haldið í Boumemouth, snúist um efnahagsmálin enda eru góðar fréttir af þeim. Verðbólgan er sú minnsta, sem um getur, og atvinnuleysi minna en verið hefur í þijú ár. Deilan um Evrópumálin var á forsíðum bresku blaðanna í gær og sagði í The Times, að með ræðu Lamonts væri „lævi blandinn friðurinn" inn- an íhaldsflokksins úr sögunni. Lamont, sem flutti ræðuna á þröngum fundi, sagði, að evrópska stór- ríkið, sem verið væri að þröngva upp á Breta, eldi á sundurlyndi innan flokksins auk þess sem Bret- ar hefðu engan efnahagslegan hag að aðildinni. Sagði hann, að sá dagur kæmi, að Bretar yrðu að íhuga úrsögn. Segja Lamont óánægðan Margir ráðherranna mótmæltu ummælum Lam- onts og talsmenn flokksins sögðu, að yfirlýsingar hans væru aðeins til marks um hans eigin óánægju. Honum hefði verið vikið frá sem fjármálaráðherra og breytingar á kjördæmamörkum hefðu valdið því, að nú þyrfti hann að leita sér að nýju kjör- dæmi. Michael Portillo atvinnumálaráðherra, sem ekki er allt of hrifinn af Evrópusambandinu, tók undir gagnrýnina á Lamont en Norman Tebbit, fyrrverandi ráðherra, þótti hins vegar kynda und- ir deilunum þegar hann sagði í gær, að meirihluti flokksfélaga og jafnvel þingmanna Ihaldsflokksins hefði efasemdir um Evrópusambandið. Óttast er, að þessi mál og ásakanir um að son- ur Margaret Thatchers hafi fengið 12 milljónir punda fyrir vopnasölusamning við Saudi-Arabíu muni setja svip á flokksþingið en John Major for- sætisráðherra hafði vonast til að geta gert efna- hagsmálin að aðalatriði og vegið þannig upp á móti glæsilegri frammistöðu Tony Blairs, leiðtoga Verkamannaflokksins, á þinginu í Blackpool. Tíðindin af efnahagsmálunum eru kærkomin fyrir íhaldsflokkinn en verðbólgan er nú 2%, sú minnsta, sem um getur, og atvinnuleysingjunum fækkaði um 28.000 í september. Er atvinnuleysið minna en verið hefur í þijú ár eða 9,1%. Kínverskur elixír Veldur ótíma- bærum kyn- þroska Peking. Reuter. ELIXÍR, yflrfullur af hormónum, hefur valdið ótímabærum kynþroska meðal margra kínverskra barna. Eru mörg dæmi um jafnvel fimm ára gamla stráka fúlskeggjaða og barm- miklar stelpur ekki nema sex ára gamlar. í grein, sem birtist í tímaritinu Nútímafjölskyldan, segir, að í Shang- hai hafi verið rannsökuð meira en 1.000 tilfelli um ótímabæran kyn- þroska. í Kína er flestum hjónum bannað að eiga nema eitt bam og því fínnst foreldrum „litlu keisaranna" eins og f einbirnin eru kölluð ekkert of gott handa þeim. Það vita líka framleið- endur alls kyns næringarefna og annars fyrir böm og auglýsa því grimmt, jafnvel í barnatímum sjón- varpsins. Dæmi er um „Ungbama- mat úr eggfrumum hænsna", sem inniheldur stera og aðra hormóna. Reuter Ráðherrar Aristides taka við Port-au-Prince. Reuter. RÁÐHERRAR í verðandi stjórn Je- an-Bertrands Aristides, útlægs for- seta Haítí, bjuggu sig í gær undir að taka við ráðuneytum sínum af herforingjastjóminni sem hefur ver- ið völd í landinu undanfarin þijú ár. Aðstoðarmaður Aristides sagði að ráðherrarnir væru að undirbúa valdatöku forsetans, en ráðgert er að hann snúi aftur til Haítí á laugar- dag. Ellefu af 14 ráðherrum forset- ans eru komnir til Haítí og búist er við að þeir taki við ráðuneytum sínum í dag. Robert Malval bráða- birgðaforsætisráðherra , gegnir áfram embættinu þar til nýr forsæt- isráðherra verður tilnefndur. Nýja stjórnin þarf að fást við gífurleg vandamál á nánast öllum sviðum. Efnahagurinn er í rúst eft- ir áralangt stjórnleysi, samgöngu- mannvirki þarfnast dýrra viðgerða og hreinsa þarf til í opinberum stofnunum vegna spillingar emb- ættismanna. Bandarískir embættismenn sögðu að leiguflugvélar væru á flugvellinum í Port-au-Prince og biðu eftir því að flytja Raoul Cedr- as, fyrrverandi leiðtoga hersins, úr landi. Enn var þó ósamið um hvert Cedras færi. Bandaríkjastjórn og Aristide hafa beðið ráðamenn í Panama um að veita honum hæli og þeir sögðust vera að íhuga mál- ið. Samtök Ameríkuríkja hafa hvatt þá til að verða við beiðninni. Þau hafa einnig afnumið bann við far- þegaflugi til Haítí. Heiðurs- vörður á Akrópólis GRÍSKUR heiðursvörður var meðal þeirra sem þátt tóku í hátiðarhöld- um á Akrópólishæð í tílefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að hernámi nasista lauk í boginni. Við það tækifæri var ferðamönnum einnig leyft að skoða hin fornu hof á hæðinni en enginn aðgangur hef- ur verið að svæðinu í rúma viku vegna verkfalls öryggisvarða. JAMES Kelman fagnar verðlaununum. Booker-verðlaunin * Oeining um verð- launa- bókina London. Reuter, The Daily Telegraph. BOOKER-verðlaunin, mestu bókmenntaverðlaun í Bret- landi, féllu að þessu sinni í skaut skoska rithöfundinum James Kelman en mikill ágreiningur var um veiting- una innan dómnefndarinnar. Sagði einn nefndarmanna, að bók Kelmans, „Hve seint, hve seint“ (How Late It Was, How Late), hefði ekk- ert bókmenntagildi. Bókin, sem er skrifuð á glasgóskri mállýsku og yfir- full af ófögrum munnsöfnuði, segir frá fyrrverandi tugthú- slim, Sammy, sem rankar við sér í steininum, blindur og beinbrotinn eftir misþyrming- ar lögreglunnar. Lýsir Kel- man honum sem „fórnar- lambi ríkisins". „Lélegasta bókin“ Tveir af fimm dómnefndar- mönnum voru andvígir því að verðlauna bókina og annar þeirra, Julia Neuberger, sagði, að lélegasta bókin hefði unnið. Kelman, sem er 48 ára að aldri, er sjálfmenntaður sem rithöfundur en starfaði áður sem byggingaverkamaður og strætisvagnastjóri. Hann var einnig tilnefndur til verðlaun- anna 1989. Fyrir þá sem þurfa mestu afköst sem völ er á oa vilia fiárfesta til framtíðar Nýr öflugur 60 MHz Pentium örgjörvi frá Intel Orkusparnaðarkerfi - Búnaður fyrir DMI "Plug and Play" á PCI og ISA tengibraut Hraðvirk PCI Local Bus skjástýring Ný, hraðvirk IDE diskstýring á PCI Local Bus Hraðvirkt Ethernet tengi á móðurborði á PCI Local Bus Nýtt afkastameira ECP hliðartengi (Paralell port) <o> NÝHERJI SKAFTAHLk) 24 - SlMI 8« 77 OO Alllaf skrcfi á undan Tulip Computers leggur mikla áhersiu á gæði og hefur fengið IS09001 vottun fyrir þróun, framleiðslu og þjónustu. Windows tor Worlcgroupa 3.11 Tulip pentium Orgjörvi: 60 MHz Minm; 8 MB PJskurí 345 MB Aðeins kr.: Il ItJÍI&p compyters Gæðamerkið frá Hollandi Opið laugardaga 10-16 U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.