Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994; 23 ___________LISTIR_________ Fastir liðir á fangaeyju ATRIÐI úr framtíðartryllinum Flóttanum frá Absalom. KVIKMYNPIR Stjörnubíó/ I j a ii £ a r á s b í ó FLÓTTINN FRÁ ABSALOM, „ESCAPE FROM ABSOLOM" ★ 'A Laikstjóri: Martin Campell. Fram- leiðandi: Gale Aime Hurd. Aðalhlut- verk: Ray Liotta, Lance Henriksen, Stuart Wilson, Kevin Dillon, Michael Lerner, Emie Hudson. Columbia/ TriStar. 1994. FLJÓTLEGA á næstu öld verða fangelsi alþjóðleg í risastórum turnum úti í eyðimörkinni og ef þú hagar þér verulega illa ertu sendur á fangaeyjuna Absalom. Þangað eru verstu glæpamenn ver- aldar sendir og þeir hafa myndað tvennskonar samfélög; annað er siðlaust villimannasamfélag sem byggir á drápum og jafnvel mann- áti undir forystu brjálæðings, hitt er menningarlegra, byggir á sjálfs- þurftarbúskap og manngæsku undir forystu mjög svo andlegs leiðtoga. Ókkar maður, Ray Liotta, fyrrum kapteinn í hernum sem myrt hefur yfirmann sinn, er settur á eyna til að veslast upp og deyja en hann er baráttuglaður og hefur lag á að snúa aðstæðunum sér í hag. Framtíðartryllirinn Flóttinn frá Absalom er B-myndarlegt samkrull af hasarmyndunum um Mad Max og sögunni Flugnahöfðingjanum þar sem Liotta er í hlutverki Max en Stuart Wilson („Lethal Weapon 3“, Nonni og Manni) er foringi óþokkanna á eyjunni og Lance Hen- riksen er foringi þeirra sem neita að trúa að Darwin hafi haft rétt fyrir sér. Wilson hakkar í sig hlut- verkið með offorsi og látum eins og hann vilji þakka sérstaklega fyr- ir að hafa hreppt það en Lance of- leikur í hina áttina sem ábúðamik- ill en alltaf mjög mæðulegur gúru er samfangar hans kalla „Föður“. Einhverstaðar á milli þeirra reynir Liotta að halda sönsum og einhver- staðar tapast að mestu niður öll spenna. Það er sáralítið frumlegt við framtíðarsýn myndarinnar og hinn ýmist ofkeyrði eða mæðulegi stíll dregur talsvert úr áhrifunum sem leikstjórinn, Martin Campell, reynir að fá fram með villimannslegu umhverfinu, óhugnaðinum í kring- um Wilson-gengið og baráttu góðs og ills. Mikið er lagt í ytra útlit bæði á eynni sjálfri með búningum og förðun og í framtíðarsýninni þar sem hinn ábúðarmikli Michael Lern- er ríkir í hlutverki fangelsisstjóra er býr yfir einhverskonar eftirlits- tækni Stóra bróður. Myndin lendir líka í talsverðum ógöngum þegar hún reynir að búa til samúð með góðu föngunum því í ljós kemur að hinir góðu hafa í rauninni ekki brot- ið neitt stórkostlega af sér eða það er óvíst hvort þeir hafi yfirleitt nokkuð gert af sér og það virkar einkar falskt. Gallinn við myndina liggur þann- ig í klisjukenndu handriti, sem tekst ekki að gera söguna trúverðuga, og andlausri leikstjórn. Sumt er gott í myndgerðinni og maður freistast til að halda að með svolít- ið meiri yfirlegu hefði hún jafnvel getað orðið ágæt en ekki bara enn ein myndin rétt undir meðallagi úr hasardeiidinni. Arnaldur Indriðason Það er tilvalið að hefja leikhúskvöldið með glæsilegum málsverði á Skólabrú. Við bjóðum upp á þríréttaðan kvöldverð á tilboðsverði, kl. 18-20, sérstaklega ætlað ieikhúsgestum, á aðeins kr. 1.860 Haust- hátíð á Kirkjubæj- arklaustri HELGINA 15.-16. október verð- ur fjölbreytt hausthátíð á Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri. Dag- skráin hefst kl. 16 á laugardegi með því að gengið verður um stað- inn í fylgd leiðsögumanns og þá verður einnig opnuð sýning á mál- verkum Ragnhildar Ragnarsdóttur og Hrafnkels Birgissonar. A laugar- dagskvöldinu mun Djassband Hornaijarðar ásamt söngkonunni Ragnheiði Siguijónsdóttur sjá um tónlist undir borðhaldi og síðan leik- ur hljómsveit Tómasar R. Einars- sonar ásamt söngvaranum Guð- mundi Andra Thorssyni og tríói Ólafs Stephensen. Hljómsveitin Spaðar ieikur svo fyrir dansi. I hádeginu daginn eftir verður síðan boðið upp á ýmsar kræsingar ásamt cþ'asstónlist, þar sem koma fram Oskar Guðjónsson, Hilmar Jensson, Sæmundur Harðarson, Ólafur Stephensen, Guðmundur R. Einars- son, Ragnar Eymundsson, Jóhann Ársælsson og Tómas R. Einarsson. Hátíðinni lýkur með kveðjukaffi kl. 15, þar sem Einar Kárason rithöf- undur mun lesa úr nýrri skáldsögu sinni. HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR 1. VINIUINGUR Ao veromæti i KR. 4.000.00( Pajero Super Wagon jeppi, sjalískiptur, V.6. arg. 19£ MITSUBISHI ------- . MOTORS HJARTAVERND URVAL UTSYN FRAMTÍÐ ARM ARKAÐU RIN N Skíðagallar 2.990 Úlpur 5.990 Skór 990 Ue\9artilboé I I n.: I I ^:l,l' I I I I ! I FAXAFENI 10 S 68966 6 Peysur I • 990 oa flelri girniíeg tilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.