Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
PÓLVERJAR áttu margar
sveitir á HM í Nýju Mex-
íkó. Sú sem lengst náði
komst í úrslitaleikinn, en
hetjumar í AV hér að neðan
heltust úr lestinni. Þeir
heita Jassem og Oppen-
heim.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ DG4
9 Á75
♦ K752
♦ Á72
Austur
♦ 62
!lllll * 10973
llllll ♦ ÁD104
♦ 654
Suður
♦ Á87
▼ K842
♦ 6
♦ KD1098
Vcstar Norður Austar Suður
Jassem Oppcnheim
- - - 1 lauf
1 spaði 2 tiglar Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Jassem hélt vöminni á
lífí þegar hann valdi að spila
út hjartadrottningu en ekki
spaða. Sagnhafi drap
heima, tók laufkóng og ás,
og lét síðan spaðadrottning-
una rúlla yfir á kóng vest-
urs.
Nú er aðeins ein vöm til
og Pólveijamir fundu hana.
Jassem skipti yfir í tígul-
gosa og Oppenheim lét
tíuna undir! Vestur gat því
spilað tvisvar í viðbót í
gegnum kónginn. Glæsileg
vöm, en austur gat hugsan-
lega einfaldað málið með
því að dobla þijú grönd. Þá
hefði vestur spilað út tígli,
strax í byijun.
LEIÐRÉTT
Ranghermi
Þau mistök urðu við
vinnslu fréttar um síldar-
söltun á Seyðisfirði, sem
birtist á baksíðu Morgun-
blaðsins síðastliðinn
þriðjudag, að ranglega
var farið með nafn starfs-
manns hjá Strandarsíld
en hann heitir Sigfinnur
Mikaelsson, ekki Sigur-
fínnur eins og skrifað
var. Að auki var fyrir-
tækið sagt heita Strand-
síld og er beðist velvirð-
ingar á mistökunum.
Rangt farið með nafn
í frétt í blaðinu síðast-
liðinn laugardag um út-
tekt á fjárhagsstöðu
Reykj avíkurborgar var
rangt farið með nafn
endurskoðunarskrifstof-
unnar, sem verkið vann.
Talað var um endur-
skoðunarsksrifstofu Sig-
urðar B. Stefánssonar og
er villan vegna þess að
svo var tiltekið í bókun,
sem Morgunblaðið hafði
undir höndum, er fréttin
var skrifuð. Skrifstofan
heitir hins vegar „Endur-
skoðun Sig. Stefánsson -
Deloitte & Touche“, en
hún er aðili að alþjóðlegu
endurskoðunar- og ráð-
gjafafyrirtæki, sem ber
heitið Deloitte Touche
Thomatsu International.
Beðizt er velvirðingar.
Pennavinir
GHANASTÚLKA 26 ára
með áhuga á kvikmyndum,
körfuknattleik, sundi, mat-
argerð o.fl.:
Lyly Brown,
Box 317,
Oguaa,
Central Region,
Ghana.
Vestur
♦ K10953
9 DG
♦ G983
♦ G3
90
ÁRA afmæli. í gær, 12. október, varð níræður
Ámi Elíasson, Fumgerði 1, Reykjavik. Eigin-
kona hans, Fanney Gunnlaugsdóttir, varð áttræð 7. sept-
ember sl.
ÁRA afmæli. í dag,
13. október, er sjö-
tíu og fimm ára Svavar
Jóhannsson, Bugðulæk 1,
Reykjavík. Eiginkona hans
er Helga Jóhannesdóttir.
Þau taka á móti gestum á
Sex baujunni, Eiðistorgi 15,
Seltjarnarnesi, kl. 17 til 19
í dag, afmælisdaginn.
ÁRA afmæli. í dag,
13. október, er sjö-
tugur Guðlaugur Þor-
valdsson, ríkissáttasemj-
ari, Skaftahlíð 20,
Reykjavik. Guðlaugur og
Kristín, eiginkona hans,
verða að heiman í dag.
Með morgunkaffinu
VIÐ getum haldið upp
á silfurbrúðkaupið.
En við sleppum því að
bjóða mömmu þinni.
HÖGNIHREKKVÍSI
Ást er...
* £ £ £
... kampavínogrós-
ir
TM U.S. PttOf.-H rtghu mmcvwJ
(c) 1094 Loc Angeies TVno6 Syndcalo
STJÖRNUSPÁ
eítir Franees Drake
•gj. VOG Afmælisbam dagsins: Þú býrð yfír góðum gáfum sem nýtast þér vel ef þú dreifir ekki kröftunum..
Hrútur (21. mars - 19. apn'l) Morgunstund gefur gull í mund í vinnunni, en síðdegis getur verið erfitt að gera góðum vini eða ástvini til geðs.
Naut (20. aprfl - 20. maí) Þér tekst að ná góðum samn- ingum árdegis, en þér verður lítt ágengt síðdegis. Þú verð- ur að sýna ættingja tillits- semi.
Tvíburar (21. maí-20.júní) Þér býðst fjárhagsstuðning- ur til að koma áformum þín- um í framkvæmd. Láttu það ekki á þig fá þótt eitthvað fari úrskeiðis heima.
Krabbi (21. júní — 22. júlQ Samband ástvina er gott, en síðdegis getur komið upp ágreiningur varðandi pen- inga. Varastu óþarfa gagn- rýni á aðra.
Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Þér gengur vel í vinnunni, en þú þarft að sýna lipurð í samskiptum við aðra. Góð samvinna skilar þér tilætluð- um árangri.
Meyja (23. ágúst - 22. september) <Sl^ Þótt þér gremjist eitthvað í vinnunni í dag ættir þú að reyna að hafa stjóm á skap- inu ef þú vilt koma einhveiju í verk.
Vog (23. sept. - 22. október) 'sjíit Þú unir þér betur heima en utan heimilis, og þér tekst að gera það sem þú ætlaðir þér. Vinur er eitthvað önug- ur í kvöld.
Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Þótt þú leggir þig fram getur verið erfitt að leysa vanda- mál heima eða í vinnunni í dag. Þú þarft að hafa þolin- mæði.
Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) ^0 Þróunin í peningamálum er þér hagstæð, en einhver sem þú átt samskipti við er mis- lyndur. Taktu ekki afstöðu í deilu vina.
Steingeit (22. des. -19. janúar) Þér gefst tækifæri til að sækja vinafund eða mann- fagnað í dag. Ef ágreiningur kemur upp milli ástvina þarftu að vera sáttfús.
Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú nærð góðum árangri á bak við tjöldin í vinnunni í dag. Þú ættir að varast um- ræður um ágreiningsmál þegar kvöldar.
Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Varastu tilhneigingu til fljót- færni f vinnunni í dag og reyndu að einbeita þér. Fé- lagslifið heillar þig í kvöld.
Stjömusþána á aó lesa sem
dœgradvól. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni visindalegra staö-
reynda.
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 43
Ókeypis lögfræðiaðstoð
á hverju fimmtudagskvöldi milli
kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012.
ORATOR, félag laganema.
Nú svífur að haustið með
töðugjöldum, göngum,
réttum og sláturtíð.
Hápunktur haustsins eru Jþó
SparidagaráHóéelOik
sem nú eru í nánd og heljast
24. október nk. 5 dagar (4 nætur)
Sigurður Guðmundsson
og Guðrún Níelsen
verða í fararbroddi með
morgunleikfimina, félagsstarfið
og kvöldvökurnar.
Þjóðkunnir listamenn og erindi eða
fyrirlestur um áhugaverð efni í
hverri viku.
Kvöldvökur og dans, söngur, grín,
gleðistund, útivist og Boccia.
Verð kr. 3.950
fyrir manniim á sólarhring í tvíbýli.
Innifalið: Gisting, morgunverður af hlaðborði, þríréttaður kvöldverður,
lcikfimi og útivist, dagskrá alla daga og kvöld, landskunnir
skemmtikraftar, fróðleg erindi o.fl.
Sparidagar verða síðan 31. okt., 7. nóv. og 13. nóv.
Eldfjörugt félagslíf
er á við gott hákarlalýsi!
HÓTEL ÖRK
HVERAGERÐI SÍMI 98-34700. FAX 98-34775
■Hó+el Orl< — Pctrctdís ré++ kötNdctrt við kseðinct.