Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 17 Þörf á samræmingu eykst í tæknivæddu iðnaðarsamfélagi nútímans Staðlar eru líka fyrir neytenchir MEÐ NOTKUN alþjóðlegra staðla í viðskiptum er lagður grunn- ur að samræmi, sem leiðir til aukins vöruöryggis og samkeppni. Alþjóðlegi staðladagur- inn er á morgun. í til- efni þess heimsótti Jó- hanna Ingvarsdóttir Staðlaráð íslands, sem verið hefur starfandi allt frá árinu 1987. OKUMENN hvar sem er í heiminum gera ráð fyrir því þegar þeir leigja sér bíl að bensíngjöfin, bremsan og kúplingin sé á sama stað og þeir eiga að venjast og að táknin á mælaborðinu séu þeim kunnug. Við leiðum aftur á móti ekki hugann að því alla jafna að þetta sé stöðlun að þakka. Við hugsum heldur ekki um alla stöðl- unina, sem á sinn þátt í því að við getum hringt og sent símbréf eða tölvupóst heimshorna á milli. Aftur á móti getum við agnúast út í ljósa- peruna sem passar ekki í perustæð- ið eða rafmagnsinnstunguna, sem passar ekki fyrir klóna á hárblásar- anum þegar við erum á ferð í út- löndum. Þörfin á samræmdum reglum manna í milli er jafngömul mann- legu samfélagi. Mál og vog, mynt- kerfi og tímatal er allt hluti af ákveðnum stöðlum, sem mannfólk- ið þekkir og er ásátt um, en í tækni- væddum iðnaðarsamfélögum nú- tímans eykst þörfin sífellt á sam- ræmingu. Staðlar hafa í för með sér sparnað, veita öryggi og stuðla að snurðuiausum samskiptum. Og óhætt er að fullyrða að án þeirra yrði daglegt líf okkar eflaust mun flóknara og töluvert dýrara en það er í dag. Með notkun alþjóðlegra staðla í viðskiptum er lagður grunnur að samræmi, sem leiðir til aukins vöruöryggis og samkeppni. Þegar stuðst er við staðla er mögu- legt að velja vörur með sömu eigin- leika frá mörgum framleiðendum. Það leiðir til lægra vöruverðs og meira úrvals, þar sem framleiðend- ur, sem uppfylla staðalinn, geta keppt á markaðnum á jafnréttis- grundvelli. Á morgun, 14. október, er al- þjóðlegi staðladagurinn. Þema dagsins þetta árið er: „Hvemig geta staðlar mætt kröfum neytenda um öryggi, samræmi, traustleika Liselotte segist vilja fá að vita verð á vöru eða þjónustu fljótt og án þess að þurfa til dæmis að fara inn í verslun til að spyija. Hún virð- ist vel að sér í íslenskum neytenda- málum og bendir á mál sem fór fyr- ir dómsstóla fyrir rúmu ári. „Þá taldi Samkeppnisstofnun að verslunin veitti ófullnægjandi upplýsingar um verð í búðarglugga og í versluninni. Verslunin var sýknuð á þeirri for- sendu að reglur Verðlagsstofnunar um verðmerkingar væru ekki lengur í gildi. Þær féllu úr gildi þegar sam- keppnislögin tóku gildi.“ Ekkert kemur í staðinn Það sem Liselotte finnst undarleg- ast í þessu máli er að Samkeppnis- og gæði?“ Staðlar gegna veiga- miklu hlutverki fyrir okkur neyt- endur, því við samningu þeirra er tekið tillit til krafna um öryggi, traustleika og samhæfi við aðrar vörur. Með samræmdri stöðlun er dregið úr viðskiptahindrunum á milli landa sem aftur dregur úr framleiðslukostnaði og eykur sam- keppni til hagsbóta fyrir neytend- ur, að sögn Guðlaugar Richter hjá Staðlaráði íslands. Hagsmunir neytenda Flestir íslenskir staðlar eru al- þjóðastaðlar eða Evrópustaðlar sem staðfestir hafa verið af Staðl- aráði íslands. Slíkir staðlar eru samdir af nefndum þar sem sér- fræðingar frá mörgum löndum vinna saman að því að finna og samræma lausnir á vandamálum. Þeir staðlar, sem samdir eru að öllu leyti á íslandi, eru einnig unn- ir af nefndum sérfræðinga og í öll- um tilvikum er reynt að hafa full- trúa sem flestra sjónarmiða í nefndum þessum. Nefna má full- trúa framleiðenda, seljenda, neyt- enda, stjórnvalda, rannsóknar- og stofnun skuli ekki enn hafa sett regl- ur um verðupplýsingar, þrátt fyrir að ár sé síðan ljóst var að eldri regl- ur Verðlagsstofnunar væru ekki lengur í gildi. „Samkeppnisstofnun hefur aftur á móti sett reglur um að verslanir tilgreini mælieininga- verð, verð á kílói, metra, lítra, eða fermetra af vöru. Þetta varð að gera vegna EES-samningsins, svo nú eru til reglur sem skylda verslanir að gefa upp mælieiningaverð, en ekki eru til neinar reglur sem skylda þær til að gefa upp verð. Þetta finnst mér mjög undarlegt og ég fer aftur til Svíþjóðar með ósvaraðri spurn- ingu um það hvort íslenskir neytend- ur vilji vita hvað vörur og þjónusta kostar.“ prófunarstofa og fleiri. Að auki eiga allir aðrir kost á að gera at- hugasemdir við efni staðlanna og er sérhver tillaga að staðli auglýst opinberlega til umsagnar. Hérlend- is er auglýst í Staðlatíðindum, fréttabréfí Staðlaráðs íslands. Á alþjóðavettvangi koma fulltrú- ar neytenda í auknum mæli fram sínum sjónarmiðum með þátttöku í vinnuhópum. Takmörkuð fjárráð gera það að verkum að íslendingar eiga ekki mikla möguleika á að leggja sitt af mörkum til staðla- gerðar, en þó eru um það dæmi. Tækninefnd, sem komið var á fót að tilstuðlan Slysavarnafélags ís- lands og Staðlaráðs, tekur þátt í gerð evrópskra leikvallastaðla, sem varða fyrst og fremst öryggi barna. íslenskir neytendur eiga fulltrúa í Staðlaráði Islands, sem er til- nefndur af Neytendasamtökunum. Hjá Neytendasamtökunum hefur einn starfsmaður fylgst með stöðl- unarmálum í Evrópu og þannig reynt að stuðla að því að evrópskir staðlar henti sem best íslenskum aðstæðum og taki tillit til hags- muna neytenda. En neytendur þurfa líka að vaka yfir hagsmunum sínum. Við eigum þess kost að nýta þá staðlavinnu, sem unnin er, bæði í Evrópu og á alþjóðavett- vangi, með því að kaupa frekar vörur, sem eru framleiddar skv. stöðlum. í öðrum löndum Evrópu, t.d. Þýskalandi, er algengt að neyt- endur varist vöru sem ekki fylgir staðli. Neytendur geta t.d. krafíst þess að verslanir kaupi inn skv. stöðlum, krafist upplýsinga um staðla og að framleitt sé skv. stöðl- um. Nefna má sem dæmi að til er staðall um kojur og hér á landi eru framleiddar kojur, m.a. fyrir sumarhús. Kaupandi sumarhúss gæti farið fram á að framleiðandinn fylgdi staðlinum um kojurnar til að vera viss um að þær stæðust þær öryggiskröfur, sem sérfræð- ingar telja nauðsynlegar. Annað dæmi sem hægt er að nefna er staðall um merkispjöld og vöruupp- lýsingar á hilluköntum í verslunum. Við neytendur getum krafist þess að verslanir fylgi þessum staðli svo við getum auðveldlega borið saman verð og aðrar upplýsingar um vör- ur, sem okkur finnst skipta máli. Þjónusta Staðlaráðs Staðlaráð íslands var stofnað árið 1987 í kjölfar deilna, sem risu varðandi þolhönnun bygginga, og jafnframt var á þeim tíma farið að skoða aðlögun íslenskra reglna að Evrópumarkaði. Níu starfsmenn starfa hjá Staðlaráðinu, þar af tveir í hlutastarfi, auk þess sem fjöl- margir sérfræðingar í hinum ýmsu fyrirtækjum koma við sögu. Staðl- aráð íslands, sem er til húsa hjá Iðntæknistofnun, hefur það hlut- verk að vera vettvangur fyrir þá, sem þurfa á stöðlum að halda og hefur yfir myndarlegu safni staðla að ráða. Öllum er velkomið að nota safnið, leita sér upplýsinga og kynna sér þá staðla, sem til eru. Jóhannes Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Staðlaráðs, segir að staðlarnir nýtist t.d. ráðgjöfum, stofnunum, fyrirtækjum í inn- kaupahugleiðingum, nemendum og síðast en ekki síst neytendum, en allt of oft komi þeir of seint eða þegar þeir eru komnir í vandræði. Þetta eigi t.d. við um við þá, sem hafa verið að kaupa húsnæði á hin- um ýmsu byggingarstigum. Nauð- synlegt sé fyrir þá að hafa ná- kvæma skilgreiningu á því hvað sé innifalið þegar slík kaup fari fram. TILBOÐ MKIWVIÍ HAGKAUP Liselotte Widing, starfsmaður sænsku neytendasamtakanna Y erðmerkingar vantar hérlendis ÞAÐ GETUR verið afskaplega leiðinlegt að kíkja í búðarglugga á Laugarveg- inum, því sjaldnast er hægt að sjá verð á þeim vörum sem stillt er út,“ segir Liselotte Wilding, starfsmaður sænsku neytendasamtakanna. Hún starf- aði um skeið hjá íslensku neytendasamtökunum, en er nú aftur farin til Svíþjóðar. Meðan hún var hér voru verðmerkingar eitt af því sem vakti athygli hennar. „Þetta á ekki bara við um verslanir við Laugaveg, heldur flestar verslanir sem ég hef séð á íslandi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.