Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 31
MQRGiUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 31 AÐSEIMDAR GREINAR Sjúkraþjálfun Borgarspítal- ans 25 ára . Kalla Malmquist SUMARIÐ 1969 hófst sjúkraþjálfun á deildum Borgarspítal- ans í Fossvogi, 1. sept. var ráðinn yfirsjúkra- þjálfari til að skipu- leggja og halda utan um starfsemina og í árs- bytjun 1970 var tilbúið æfmgasvæði á 11. hæð í turni. í fyrstu báru 2 sjúkraþjálfarar og 1 að- stoðarmaður uppi starf- semina. Framsýni og dugur Umsvifin í starfsemi spítalans, og þar með sjúkraþjálfunar, jókst mikið ár frá ári á þessum tíma. Þáverandi yfirlæknar spítalans höfðu kynnst mikilvægi sjúkraþjálf- unar erlendis og lögðu áherslu á að vel yrði hlúð að þessari starfssemi. Þess má geta til gamans, að Dr. Friðrik Einarsson sagði að ómögu- legt væri að skera upp og negla brot fengi hann ekki sjúkraþjálfara til að sjá um eftirmeðferðina. En það var ekki auðhlaupið áð því að fá sjúkraþjálfara til starfa, þar sem ekki var hægt að stunda þetta nám hérlendis og mikill skortur var á sjúkraþjálfurum víðast erlendis. Með mikilli framsýni og dug tókst samt ráðamönnum spítalans að laða til sín innient og erlent starfsfólk í sjúkra- þjálfun með ýmsum ráðum. Haukur Benediktsson framkvæmdastjóri og Sigurlín Gunnarsdóttir forstöðukona áttu þar ríkan hlut að máli. Bætt aðstaða Starfsemin færðist verulega í aukana með tilkomu Grensásdeildar 1973 og síðan sundlaugar þar 1985. Þá varð hægara að fá sjúkraþjálfara til starfa með opnun námsbrautar í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands 1976. Aðstaða til sjúkraþjálfunar í Borgarspítalanum batnaði einnig verulega snemma árs 1986 þegar vel tækjum búið húsnæði fékkst á fyrstu hæð í B-álmu spítalans. í dag þjónar sjúkraþjálfun Borgar- spítalans auk deildanna í Fossvogi og Grensás- deild hjúkrunar og end- urhæfmgardeildinni í Heilsuverndarstöð, dag- deild geðdeildar í Templarahöll, Hvíta- bandi og Arnarholti. Deildin hefur samtals 23 stöður sjúkraþjálf- ara, 12 stöður aðstoðar- manna, 1 stöðu ritara og móttökustjóra í sund- laug. I þessum stöðum eru í dag samtals 46 manns. SJUKRAÞ JALFUN á Borgarspítala. Gott samstarf Með vaxandi þekkingu í endur- hæfingu og þróun á ýmsum sviðum læknisfræðinnar hefur sérhæfing eflst innan sjúkraþjálfunar. Mjög gott samstarf hefur verið frá upp- hafi við sérfræðinga spítaians á hinum ýmsu deildum og sérsviðum enda nauðsynlegt ef vel á að tak- ast. Leiðbeining, ráðgjöf og þjálfun fer ýmist fram á legudeildunum eða í sjúkraþjálfun allt eftir líðan sjúkl- ings. Það hefur ætíð verið mikil- vægt að eiga góða samvinnu við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða deildanna, þar sem þörf er á að fylgja meðferðinni eftir á deildunum og auðvitað að fýlgjast með öllum breytingum á heilsufari sjúklings. Sjúkraþjálfarar starfa á sumum deildum einnig náið með öðrum stéttum í endurhæfingarteymi svo sem iðjuþjálfa, félagsrágjafa og talmeinafræðingi t.d. á Grensás- deiid og öldrunardeild. Frá gjörgæslu til göngudeildar Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því að sjúkraþjálfun hefst strax Með framsýni hefur ráðamönnum Borgar- spítala tekist, að mati KöUu Malmquist, að laða til sín gott starfs- fólk í sjúkraþjálfun. á gjörgæsludeild, þar sem um er að ræða mikilvæga öndunarþjálfun og hreyfingar/æfingar þeirra sem lítið éða ekkert geta hreyft sig sjálfir. Þá heidur sjúkraþjálfun oft áfram á göngudeild eftir útskrift af spítalan- um. Þar getur m.a. verið um að ræða þjálfun hjartasjúklinga, bak- skóla eftir bijósklosaðgerð, þjálfun eftir ísetningu gerfiliðs eða eftir aðrar skurðaðgerðir eða sjúkdóma eins og heilablóðfall o.m.fl. Margir sjúklinganna á göngudeild hafa aldrei legið inni á spítalanum. Þeir hafa komið á bráðamóttökuna, svo sem eftir hálshnykk eða aðrar tognanir og áverka, eru í þjálfun fyrir aðgerð eða þjálfun til að reyna að komast hjá aðgerð. Þá getur ver- ið um sérhæfða þjálfun sjúklinga að ræða sem sérfræðingar spítalans teija best komna innan vébanda hans, þar sem þeir geta best tekið þátt í og fylgst með framgangi með- ferðar. Veigamikill þáttur Á Grensásdeildinni er til endur- hæfingar fjöldi fólks sem hefur hlot- ið alvarlega áverka eftir alls konar slys og sjúkdóma og þarf á langvar- andi þjálfun að halda og jafnframt læknismeðferð og umönnun annars sérhæfðs starfsfólks. Sjúkraþjálfun er veigamikill þáttur í meðferð, þar sem markmið getur verið að ná eðli- legri hreyfisvörun, leikni í hreyfmg- um og sem bestri starfshæfni. Áhersla er lögð á að hindra kreppur í liðum viðhalda/auka styrk og stöð- ugleika samhliða stjórnun og sam- hæfingu hreyfinga. Þama er oft um margslungna krefjandi þjálfun að ræða sem krefst mikillar þolinmæði sjúklings sem sér ekki alltaf strax tilgang með öllu vafstrinu. Forvörn Stór þáttur í sjúkraþjálfun er for- varnarstarf þ.e. að sporna við sjúk- dómum eða reyna að koma í veg fyrir endurtekningu meiðsla eða kvilla. Sem dæmi um slíkt starf er starfsmannasjúkraþjálfun, sem hef- ur verið starfrækt á «pítalanum síð- an 1981. Hún er fólgin í ráðgjöf, fræðslu og þjálfun og lögð er áhersla á góða vinnutækni með íjölbreytni í hreyfíngum líkamans, líkamsstöð- um og verkefnum og að notfæra sér þau hjálpartæki sem eru við hend- ina. FYá 1986 hefur verið starfrækt heilsurækt fýrir starfsfólk spítalans. Hún er utan vinnutíma og starfs- fólki að kostnaðarlausu. Góður starfsandi Þeir sem starfa við sjúkraþjálfun Borgarspítalans eru almennt mjög ánægðir með starfíð sem er krefj- andi og með síbreytilegum viðfangs- efnum. Starfsfólkið gegnir starfi af faglegum metnaði og miklum áhuga fyrir velferð sjúklinganna. Því hefur ríkt þar góður starfsandi frá upphafí. Höfundur cr yfirsjúkrnþjálfuri Borgarspítalnns. Stórbætt staða almennu lífeyrissj óðanna Rammalöggjöf nauðsynleg FYRIR skömmu kom út skýrsla bankaeftir- lits Seðlabankans um ársreikninga lífeyris- sjóðanna fyrir árið 1993, ásamt upplýsing- um um fjárhagsstöðu þeirra. Skýrslan staðfestir þá mikilvægu stað- reynd, að í heildinni lit- ið er fjárhagsstaða líf- eyrissjóða á samnings- sviði ASÍ og VSÍ styrk. Þessi staðreynd hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir sjóðfélaga ai- mennu lífeyrissjóð- anna. Þróun þessa má rekja til tveggja mikilvægra þátta. Lífeyrissjóðirnir búa ekki lengur við neikvæða raun- ávöxtun, líkt og einkenndi áratug- inn 1970 til 1980, en auk þess hafa lífeyrissjóðir á almennum markaði tekið til hendinni, m.a. með endur- skoðun bótaákvæða, svo og með ýmiss konar hagræðingu og sam- runa sjóða. Lífeyrissjóður sjómanna hefur fram til þessa þó skorið sig nokkuð úr. Nú hafa sjómenn og Hrafn Magnússon útvegsmenn hins vegar tekið sjóðinn í sínar hendur með útgáfu nýrrar reglugerðar, sem leiðréttir fjárhags- stöðu sjóðsins verulega. Þótt að í þeim efnum sé aðeins um fyrsta skref að ræða, er' ekki ástæða til annars en ætla að haldið verði áfram að treysta fjár- hagslegar undirstöður sjóðsins. Þegar rætt er um fjárhagsstöðu lífeyris- sjóðanna má með eng- um hætti rugla saman lífeyrissjóðum á al- mennum markaði og sjóðum, sem eru með ábyrgð launagreiðenda, s.s. lífeyrissjóðir starfsmanna ríkis, sveitarfélaga og ríkisbankanna. Fjárhagsstaða hinna almennu líf- eyrissjóða hefur styrkst óðfluga, eins og áður segir. Hins vegar er fjárhagsstaða þeirra lífeyrissjóða sem eru á ábyrgð launagreiðenda afleit og fer sífellt versnandi. Þess- ir sjóðir eiga hvorki fyrir áföllnum skuldbindingum né framtíðarskuld- Því verður ekki trúað að óreyndu, segir Hrafn Magnússon, að fjár- málaráðherra leggi ekki fram á þessu þingi frumvarp um ramma- löggjöf um lífeyrissjóði, eins knýjandi og það er _____________orðið.______________ bindingum og nemur halli þeirra tugum milljarða króna, sem sækja verður í vasa skattborgaranna á næstu áratugum. Það skal því und- irstrikað að þegar rætt er um fjár- hagsstöðu lífeyrissjóðanna er nauð- synlegt að almenningur og reyndar einnig fjölmiðlar geri þarna skýran mun á. Á vegum fjármálaráðuneytisins er nú unnið að frumvarpi til laga um starfsemi lífeyrissjóðanna. Vinnan virðist vera það langt á veg komin að ekkert á að vera því til fyrirstöðu að leggja frumvarpið fram til samþykktar á Alþingi nú í vetur og þá í fullu samráði við heildarsamtök aðila vinnumarkað- arins. Meginefni rammalöggjafar um starfsemi lífeyrissjóða þurfa að vera ákvæði um lágrnarksrétt sjóð- félaga til lífeyris. Á það bæði við um skyldur lífeyrissjóða að greiða ellilífeyri ævilangt, svo og ákvæði sem tryggja þeim sjóðfélögum líf- eyri sem missa starfsorku sína, auk makalífeyris til eftirlifandi maka við fráfall sjóðfélaga. Ljóst er að séreignarsjóðir verðbréfafyrirtækj- anna, sem greiða tímabundinn elli- lífeyri, munu þurfa að breyta starfs- grundvelli sínum ef þeir vilja telja sig til lífeyrissjóða, enda hafa þeir fyrst og fremst starfað í skjóli þess að engin heildarlöggjöf er til um starfsemi sjóðanna. Almennu lífeyr- issjóðirnir eru hins vegar vel í stakk búnir að aðlaga sig nýrri löggjöf. Því verður ekki trúað að óreyndu að fjármálaráðherra leggi ekki fram á þessu þingi frumvarp um ramma- löggjöf um lífeyrissjóðina, eins knýjandi og það er orðið. Höfundur er framk væmdastjóri Smnbands almennra Hfeyrissjóða. Excel námskeið 94029 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Krisljanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 Spurningin Hvað er svona gott við Gevalia kaffi? — Sparibolli frúarinnar: Ilmanin er svo hárfín. Plastbolli íslenskukennarans: Það fer svo vel í málinu. Kanna piparsveinsins: Keimurinn er svo makalaus. Bolli skíðamannsins: Það rennur svo vel niður. BoIIi fýlupokans: Það er svo mátulega súrt. GEVALIA - það er kaffið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.