Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 21 ■'ýé&'M; DÖNSKUKENNSLA í íslenskum skólum er talsvert til umræðu_ þessa dagana enda menningartengsl íslend- inga og Dana óvenju mikil. í Reykja- vík stendur nú yfir dönsk menningar- vika og íslensk vika var í Árósum í síðasta mánuði. í setningarræðu þeirr- ar hátíðar gerði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra dönskukennslu í íslenskum skólum að umtalsefni. Og sendiherra Dana á íslandi, Klaus Otto Kappel, lýsti nýverið áhyggjum af því að kennslan sé ekki nógu skynsamleg, námsefnið verði ekki nægilega áhuga- vert._ í Árósum talaði Ólafur sérstaklega um norrænu tungumálin í sambandi við varðveislu sögulegrar og menning- arlegrar sérstöðu Norðurlanda. Hann sagði að í samskiptum við Dani vildum við helst geta notað dönsku, dönsku- kennsla í skólum landsins ætti veig- amikinn þátt í að viðhalda tilfinningu íslendinga fyrir tengslunum við aðrar Norðurlandaþjóðir og auðvelda þátt- töku í norrænu samstarfí. Hann kvaðst gera ráð fýrir að áhersla á iykilhlutverk móðurmálsins væri líklega meiri hjá íslendingum en mörgum öðrum þjóðum. „En afstaða okkar á sér þá einföldu skýringu, að við trúum því, mörg okkar, að ef við hættum að hugsa, tala og skrifa á íslensku yrði ekki lengur um að ræða neitt sjálfstætt menningarsamfélag á íslandi. Menningarleg undirstaða okk- ar er ekki síst þær bókmenntir sem færðar voru í letur fyrir meira en sjö hundruð árum. Ef við hættum að geta lesið þær án þýðingar, þá höldum við, að við verðum orðin að annarri þjóð, eða engri þjóð.“ Síðan sagði Ölafur Ijóst að þessi rækt við móðurmálið auðveldaði ekki samskipti við aðrar þjóðir - en þau yrðu áhugaverðari fyrir vikið. Nor- rænu málin ættu óneitanlega í vök að verjast gegn ásókn ensku og hvort tveggja væri kostnaður og fyrirhöfn lagður í að kenna dönsku í íslenskum grunnskólum og framhaldsskólum. Gagnkvæm þekking á tungum þjóð- anna væri mikilvæg forsenda árang- ursríkra samskipta. Ensemble Nord í Norræna húsinu DANSKA kammersveitin Ensemble Nord heldur tónleika í Norræna hús- inu í kvöld, fimmtudag, klukkan 20. Efnisskráin er fjölbreytt, flutt verða nýsamin tónverk efír dönsku tón- skáldin Knud Riishojgaard, Mogens Christensen og Nils Viggo Bentzon. Einnig verður leikin Fimm píanóverk op. 3 eftir Carl Nielsen og Tríó í a-moll eftir Johannes Brahms. Kammersveitin. Ensemble Nord heldur einnig tónleika á ísafirði sunnudaginn 16. október á vegum Tónlistarfélagsins á ísafirði. Ensemble Nord hefur starfað sam- an í fimm ár og lagt áherslu á að leika nýja kammertónlist. Liðsmenn Ensemble Nord eru sex. Karen Skri- ver leikur á flautu, Peter Lindgaard leikur á klarinett, Otto Andersen á selló, Curt Kollavik-Jensen er gítar- leikari, Svein Birch leikur á pínaó og Torsten Folke Petersen er slag- verksleikari. Þau hafa öll stundað tónlistamám við Jóska tónlistarskólann. Auk þess hafa þau aflað sér meiri menntunar í sinni grein hjá þekktum tónlistar- mönnum, bæði í Danmörku og öðrum löndum. LISTIR Danski kvikmyndaleikstjórinn Anders Refn Vill vernda sjálfstæði evrópskrar menningar DÖNSK kvikmyndahátíð stendur nú sem hæst í Háskólabíói í tengslum við „Danska haustdaga" í Reykjavík. Danir hafa brotist til mikils frama á sviði kvikmyndagerðar síðustu ár og er skemmst að minnast tveggja Ósk- arsverðlaunamynda þeirra, Gestaboðs Bab- ettu og Pelle sigurvegara. Sex myndir eru sýndar á hátíðinni og segja að- standendur hennar að þær endurspegli þá fjöl- breytni sem einkenni danska kvikmyndagerð. Sérstakur gestur hátíð- arinnar er leikstjórinn Anders Refn en nýjasta mynd hans, Svart haust, er ein myndanna á hátíðinni. Refn hefur leikstýrt fjórum kvik- myndum og einni röð sjónvarpsþátta frá árinu 1976. Hann segir að danski kvikmyndaiðnaðurinn sé smár í snið- um og fyrir vikið sé bágt að lifa af leikstjórn. Leikstjórar gangi því í ýmis önnur störf innan iðnaðarins. Þannig hefur Refn annast aðstoðar- leikstjóm og klippingu margra mynda starfsbræðra sinna. Þeir hafa síðan liðsinnt honum í staðinn. Samstarf kvikmyndagerðarmanna er því náið í Danmörku og segir Refn að þeir veiti hver öðmm gott aðhald. „Við gagn- Anders Refn rýnum hver annan meðan á vinnslu myndanna stendur enda hefur leik- stjóri miklu meiri not fyr- ir gagnrýni sem kemur fram áður en myndin er fullgerð." Refn telur að velgengni danskra kvik- mynda í seinni tíð sé mik- ið til þessari samheldni að þakka, ekki síst þar sem hún hafi ekki bitnað á sérstöðu hvers og eins. Refn segir að dönskum kvikmyndahúsagestum geðjist ágætlega að inn- lendri framleiðslu nú um stundir ef marka megi aðsókn. íslenskar myndir séu hins vegar ekki fyrirferðarmiklar í dönskum kvikmyndahúsum enda eigi evrópsk kvikmyndagerð almennt á brattann að sækja þar í landi. ítök stóru kvikmyndaframleiðendanna í Bandaríkjunum séu mikil og fyrir vik- ið sé opið fyrir allar flóðgáttir frá Hollywood. Refn kastar ekki rýrð á bandaríska kvikmyndagerð en óttast um sjálfstæði menningarinnar þegar dönsk ungmenni, mörg hver, kunni betri skil á Brooklyn og Bronx en eig- in átthögum. Refn er því hlynntur frekari samruna Evrópu þvi banda- rískra áhrifa gæti víðar í álfunni. „Það er nauðsynlegt að beijast fyrir sjálf- stæði evrópskrar menningar." Virtur leikstjóri „Svart haust“ er enn ein rósin í hnappagat Refns, sem átt hefur mik- illi velgengni að fagna sem kvik- myndaleikstjóri. Um er að ræða dramatíska fjölskyldusögu frá.síðustu aldamótum, sem fjallar um yfirgangs- og kvensaman föður sem heldur fjöl- skyldu sinni í tilfínningalegri gíslingu. Sagan er sögð frá sjónarhóli 17 ára gamallar dóttur hans, hinnar ástríðu- fullu Klöru, sem sér föður sinn verða fómarlamb eigin græðgi og yfírgangs og býður honum birginn. Myndin er af mörgum talin fræknasta verk Refns til þessa og hefur hún meðal annars hlotið tvenn „Bodil“-verðlaun. Platt Hevea eldhúsinnrétting Menntamálaráðherra o g sendiherra um menningartengsl Nauðsynleg en ef til vill óskynsamleg dönskukennsla BÆJARHRAUNI 8. HAFNARFIRÐI, SIMI 651499 GOÐ GREIÐSLUKJOR fh oda/i BIRYANI - INDVERSKT: HRÍSGRJÓN MEÐ GRÆNMETl, KIÚKLING OG KRYDDI. TORTIGLIONl - ÍTALSKT: PASTASKRÚFUR MEÐ GRÆNMETl, NAUTAKIÖTI OG KRYDDI. FARFALLE - ÍTALSKT- PASTASLAUFUR MEÐ GRÆNMETl, SKINKU OG OST. Ein msk. smjör á pönnuna, rétturinn út í og allt tilbúið á 5 mín. Skyndiréttir sem bragðast og líta út sem bestu sérréttir! wmmsmsmmmmmmmmmmmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.