Morgunblaðið - 13.10.1994, Síða 27

Morgunblaðið - 13.10.1994, Síða 27
26 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. RIKIS STYRKIR OG SAMKEPPNI Hafnarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt viljayfirlýs- ingu þess efnis, að Reykjavíkurhöfn kaupi dráttar- brautir Stálsmiðjunnar hf. fyrir 70 milljónir króna og leigi fyrirtækinu þær að nýju, að því tilskildu að fjárhagsleg endurskipulagning takist. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir í samtali við Morgunblaðið í gær að Reykjavíkurborg sé ekki að ger- ast hluthafi í fyrirtækinu, heldur sé um leigu að ræða. Kaupin á dráttarbrautunum séu annars eðlis en styrkur ríkis- ins til fyrirhugaðra kaupa á flotkví til Akureyrarhafnar. Ekki verður annað séð en að á þessu tvennu sé bitafnun- ur en ekki fjár. Aðstoð Reykjavíkurborgar við Stálsmiðjuna er ef til vili ekki beinn styrkur, en augljóslega er með fé skattgreiðenda verið að hjálpa einkafyrirtæki. Málin eru jafnframt sama eðlis að því leyti að í báðum tilfellum er verið að hygla einstökum skipasmíðastöðvum, sem eiga í samkeppni við aðrar. Stálsmiðjan í Reykjavík er auðvitað í samkeppni við skipasmíðastöðvar í nálægum sveitarfélögum um verkefni. Með byggingu flotkvíar á Akur- eyri er ætlunin að geta tekið í slipp stærri skip íslenzka fiskveiðiflotans. Bygging hennar er hins vegar í beinni sam- keppni við framkvæmdir einkafyrirtækisins Norma hf. í Garðabæ, sem hafði byrjað framkvæmdir við stóra dráttar- braut í sama skyni. Þær framkvæmdir voru fjármagnaðar að öllu leyti af eigin fé fyrirtækisins, að sögn forráðamanna þess, án lántöku eða opinberra styrkja. Nú hefur Normi hf. hins vegar hætt framkvæmdum og telur sig ekki geta keppt við flotkví, sem fjármögnuð er með fé skattgreiðenda. Kostnaður við flotkvína er áætlaður 240 milljónir króna. Fram hefur komið að samgönguráðuneytið telji framkvæmd- ir vegna flotkvíarinnar styrkhæfar samkvæmt hafnalögum og mun því ríkið greiða 60% kostnaðarins, en Hafnarsjóður Akureyrar afganginn. Normi hf. hefur kært ríkisstyrkinn til Samkeppnisstofn- unar, þar sem hann samræmist ekki samkeppnislögum. Jafnframt telja forsvarsmenn fyrirtækisins styrkinn brot á samningnum um Evrópskt efnahagssvæði og hafa því kært hann til Eftirlitsstofnunar EFTA, sem fylgjast á með fram- kvæmd reglna EES. í þróun löggjafar Evrópusambandsins undanfarin ár hef- ur æ meira tillit verið tekið til þess viðhorfs, að opinberir styrkir til atvinnufyrirtækja séu óæskilegir og hafi neikvæð áhrif á atvinnulífið. Opinberir styrkir af margvíslegu tagi viðgangast þó ennþá á Evrópska efnahagssvæðinu, en sett- ar hafa verið um þá samræmdar reglur. Þannig kveður EES-samningurinn á um að allir opinberir styrkir, sem ekki samræmist markmiðum samningsins um frelsi í viðskiptum og samkeppni, séu samningsbrot. Samkvæmt reglum EES þurfa aðildarríkin að tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA fyrirhugaðar stuðningsaðgerðir og hún verður að samþykkja áætlanir um aðstoð áður en hún kemur til-framkvæmda. Skilgreining EES-reglna á opinber- um styrkjum nær til aðstoðar ríkis jafnt sem sveitarfélaga og tekur til beinna fjárframlaga, ábyrgða, skattaívilnana, trygginga og niðurgreiðslu lánskjara. Alit Eftirlitsstofnunar EFTA á fyrirhuguðum ríkisstyrk við skipasmíðar á Akureyri liggur ekki fyrir, en af framan- sögðu má ljóst vera að ráðstöfun skattfjár með þeim hætti, sem samgönguráðuneytið, Reykjavíkurborg og Akureyrar- bær hyggjast standa að, samræmist ekki anda EES-samn- ingins, hvort sem hún brýtur í bága við bókstaf hans eða ekki. Enginn neitar því að vandi skipasmíðaiðnaðarins er mik- ill, meðal annars vegna ríkisstyrkja við skipasmíðar erlend- is. Aðstoð við fyrirtæki, til dæmis til endurskipulagningar og þróunarstarfs, kann að eiga rétt á sér. En eitt verður þá yfir alla að ganga. Það eru úrelt vinnubrögð að stjórn- málamenn hygli einu fyrirtæki á kostnað annars. Það verða líka að teljast vafasöm úrræði að bregðast við ríkisstyrkjum ytra með sama hætti hér heima. Aukinheldur má benda á að þegar ríkisstjórnin fjallaði um vanda skipasmíðaiðnaðarins í janúar síðastliðnum sagði iðnaðarráðherra, Sighvatur Björgvinsson, koma til greina að kæra ríkisstyrki Norðmanna til Eftirlitsstofnunar EFTA. Stjórnvöld verða að minnsta kosti að vera sjálfum sér sam- kvæm í þessu efni og gæta þess að gagnrýni þeirra á aðra hitti þau sjálf ekki fyrir. Vantrauststillaga á alla ráðherra ríkisstjórnarinnar lögð fram á Alþingi í gær Tillagan líklega tekin fyrir í lok næstu viku Tillaga til þingsályktunar um vantraust á hvem og einn einstakan ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var lögð fram á Alþingi í gærkvöldi af stjómarandstöðunni, Kvenna- lista, Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki. Hallur Þorsteinsson ræddi við stjóm og stjómarandstöðu og forseta Alþingis. FYRSTI flutningsmaður van- trauststillögunnar er Kristín Ástgeirsdóttir, starfandi þingflokksformaður Kvennalistans, en auk hennar eru Finnur Ingólfsson, þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins og Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, flutningsmenn tillög- unnar. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra segir tillöguna fárán- lega og til greina komi að flytja breyt- ingartillögu þar sem vantrausti verði lýst á hvern og einn þingmann stjórn- arandstöðunnar. Olíklegt er að um- ræða um tillöguna fari fram fyrr en í fyrsta lagi í lok næstu viku þar sem forsætisráðherra, utanríkisráðherra og félagsmálaráðherra eru ekki á land- inu. Vantrauststillagan er svohljóðandi: „Tillaga til þingsályktunar um van- traust á ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Alþingi ályktar að lýsa yfir því að ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar: a. forsætisráðherra, b. utanríkis- ráðherra, c. fjármálaráðherra, d. við- skipta- og iðnaðar- og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, e. sjávarút- vegs- og dóms- og kirkjumálaráð- herra, f. umhverfisráðherra, g. land- búnaðar- og samgönguráðherra, h. félagsmálaráðherra, i. menntamála- ráðherra njóti ekki trausts Alþingis." Salome Þorkelsdóttir, forseti Al- þingis, segist ekki vita til að van- trauststillaga hafi verið lögð fram áður með þeim hætti að tilgreindir væru allir ráðherrar í viðkomandi ríkis- stjórn. Hún gerði ráð fyrir að kannað hafi verið að hægt væri að leggja vantrauststillöguna fram með þeim hætti sem gert hefur verið. „Sem vantrauststillaga á ég von á því að eitthvert samkomulag verði um hvenær hún verður tekin til umræðu, og ég á frekar von á því að stjórnar- andstaðan vilji hafa ráðherrana sem flesta viðstadda. Þrír ráðherrar eru erlendis núna á fundum, þ.e. forsætis- ráðherra, félagsmálaráðherra og utan- ríkisráðherra, þannig að ég sé ekki fyrir mér að tillagan komi til umræðu á meðan þeir eru fjarverandi." Hálfgerð vinsældakosning Kristín Ástgeirsdóttir segir van- trauststillöguna hafa verið unna í sam- einingu af stjórnarandstöðunni, og ástæðan fyrir því að vantraustið sé komið fram sé bæði stefna og starfs- hættir ríkisstjórnarinnar og það ástand sem ríkt hafi innan hennar. Með tillögunni sé verið að Iýsa því yfir að stjórnarandstaðan treysti ekki ríkisstjórninni til að-stárfa áfram og vilji knýja fram kosningar sem fram eigi að fara sem fyrst. Tillagan gangi út á að greidd verði atkvæði um hvem og einn einstakan ráðherra. Aðspurð um hvort hún telji ástæðu til þess að lýsa vantrausti á hvern einstakan ráð- herra segist hún álíta svo vera þar sem þeir beri allir ábyrgð á stefnu ríkis- stjómarinnar, og það sé því kannski ekki endilega verið að taka hvern og einn fyrir vegna eigin verka. „Það er ekki þar með sagt að allir stjómarandstæðingar vilji lýsa van- trausti t.d. á Þorstein Pálsson, en ég reikna frekar með því að við förum þessa leið því þama er um að ræða stefnu ríkisstjómarinnar. Það var um ýmsar leiðir að ræða, eins og t.d. að bera bara upp vantraust á ríkisstjóm- ina, síðan sú leið að bera upp van- traust á einstaka ráðherra, eða þá ráð- herrana hvem og einn. Þetta verður því svona hálfgerð vinsældakosning." Mikilvægt að skoða mismunandi form Þingflokkar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags samþykktu á fund- um síðdegis í gær að standa að van- trauststillöginni með þeim hætti sem hún hefur verið lögð fram, en Ólafur Ragnar Grímsson segir flokkana hafa tekið þátt í undirbúningi tillögunnar undanfarna daga. „Við töldum hins vegar mikilvægt að skoða mismunandi form á tillögunni, og erum mjög ánægð Salome Kristin Þorkelsdóttir Ástgeirsdóttir Sighvatur Ólafur Ragnar Björgvinsson Grímsson Friðrik Finnur Sophusson Ingólfsson með að í þeirri útgáfu sem hún er lögð fram gefst tækifæri til þess að greiða bæði atkvæði um ríkisstjórnina í heild og eins um einstaka ráðherra. Það var aðferð sem við töldum nauð- synlega því einstakir þingmenn, sér- staklega Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst því yfir að þeir bera ekki traust til ráðherra Alþýðuflokksins, sérstaklega utanríkisráðherra og félagsmálaráð- herra. Með þessari aðferð kemur í ljós hvort menn eins og Egill Jónsson, Árni Mathiesen og Eggert Haukdal, svo ég nefni nokkra, standa í þingsalnum við þær yfirlýsingar sem þeir hafa gefið utan og innan þings,“ segir Ólafur. Hann segir ráðherra ríkisstjómar- innar í heild bera ábyrgð á stefnu stjórnarinnar. Að því leyti megi segja að vantraustið sé tvíþætt, annars veg- ar á ríkisstjórnina í heild, og síðan opni tillagan sérstaklega möguleika fyrir þá þingmenn sem ekki bera traust til einstakra ráðherra að láta það í ljós. „Það er ekki lagt vantraust á einstaka ráðherra. Það er enginn tekinn út úr, en þeir eru allir taldir upp. Þannig að vantrauststillagan eins og hún liggur fyrir er á ríkisstjórnina í heild, en formið á henni opnar mögu- leika á að vilji einhverjir greiða at- kvæði sérstaklega um einstaka ráð- herra þá er sá möguleiki fyrir hendi. Það kemur bara í ljós í atkvæðagreiðsl- unni hvort einhveijir þingmenn óska eftir sératkvæðagreiðslu um einstaka ráðherra eða ekki.“ Finnur Ingólfsson segir tillöguna bjóða upp á þann möguleika að þing- mönnum stjórnarliðsins og stjórnar- andstöðunnar gefist kostur á því að lýsa yfir stuðningi eða vantrausti á einstaka ráðherra í ríkisstjórninni. „Þeir þingmenn stjómarliðsins eins og Bjöm Bjamason, Egill Jónsson og Eggert Haukdal, sem hafa ótvírætt í blaðaviðtölum lýst yfir vantrausti á störf einstakra ráðherra, gefst nú kostur á þessu. Það ætti þá að koma í ljós við þessa atkvæðagreiðslu hvort þeir standa við stóru orðin eða láta hugfallast." Farsi og grín Sighvatur Björgvinsson segist telja formið á vantrauststillögunni vera al- veg fráleitt og spurning sé hvort stjórnarsinnar ættu ekki að bera fram breytingartillögu við hana um að greidd yrðu atkvæði um vantraust á hvern þingmann stjómarandstöðunnar fyrir sig. „Þetta er orðið farsi, þetta er orðið grín, og þetta er ekki nein alvörupólitík lengur. Þetta er furðuleg tillaga og ég kannast ekki við að hafa séð svona tillögu áður. Forseti Alþing- is verður að skera úr um hvort þetta er þinglegt eða ekki. Það er auðvitað í fyllsta máta þinglegt að flytja van- traust á ríkisstjórn, og það er í fyllsta máta þinglegt að flytja vantraust á einn tiltekinn ráðherra fyrir tiltekið embættisverk, en að fara að flytja vantraust-á ríkisstjórn í heild og síðan einstaka ráðherra hvern fyrir sig er algjörlega fáránlegt.“ Aðeins táknræn athöfn Friðrik Sophusson kallar van- trauststillöguna bastarð og í raun að- eins táknræna athöfn. Það verði að skilja framlagningu tillögunnar á þeirri forsendu. Hann sagðist ekki hafa skoðað nákvæmlega hvernig til- laga af þessu tagi yrði borin upp og menn myndu væntanlega taka sér tíma til að skoða það á næstu dögum. „Enda virðist stjórnarandstöðunni ekkert liggja á því fyrstu yfirlýsingar um þessa tillögu komu fram fyrir mörgum vikum síðan.“ Ný kynlífskönnun í Bandaríkjunum TRYGGÐ YIÐMAKA OG HEFÐIR Vísindamenn við tvo bandaríska háskóla hafa gert umfangsmikla könnun á kynlífí þar í landi og koma niðurstöður nokkuð á óvart. Bandaríkjamenn virðast yfirleitt ekki halda framhjá og þeir eru flestir lítið fyrir að fara ótroðnar slóðir í kynlífi sínu. TíAnl InmmalfO Hveofthefurþúhaftkynmök I lUlll AyilIIICVACf síðustu 12mánuði ? ? ? Aldrei Nokkrum Nokkrum 2-3 sinnum 4 sinnum sinnum sinnum á viku eða oftar á mánuði á viku Ekki í sambúð /A7% / 19% \ 23% \ / 15% V 32% \ \ 26% Karlar \ 25% / \ 24% / 23% / Konur f hjónabandi SKÝRSLA sem Alfred Kinsey gerði á fimmta og sjötta áratugnum um kynhegðun í Bandaríkjunum hefur ásamt skýrslu Masters og Johnsons árið 1966 verið grundvöllur um- ræðna og getgátna um efnið síðustu áratugina. Á næstu dögum verður birt ný og ítarleg skýrsla um sama efni, gerð af þrem fræðimönnum við Chicago-háskóla og einum við ríkisháskólann í New York. Fyrri skýrslurnar þóttu meingallaðar að því leyti að ekki var um raunveru- legt slembiúrtak að ræða. Menn höfðu rökstuddan grun um að hvers kyns hegðun sem viki frá venjunni væri ekki nándar nærri eins algeng og niðurstöður þeirra bentu til, m.a. vegna þess að þátttakendur voru að verulegu leyti fólk sem var mjög áhugasamt um kynlíf, bað jafnvel um að fá að vera með. Það var því varla dæmigert fyrir feiminn og vanafastan fjöldann. Nýja könnunin verður léttir fyrir marga sem hafa haft áhyggjur af því að þeir séu óvenju mikil dauð- yfli í rúminu. Niðurstöðurnar hafa einkum vakið athygli fyrir þær sak- ir að Bandaríkjamenn virðast ekki stunda kynlíf af þeirri ákefð sem ætla mætti af umfjöllun afþreying- ariðnaðarins og ijölmiðla, einnig er tryggð í hjónabandi nánast regla fremur en undantekning og sam- kynhneigð er fátíðari en talið hefur verið. Rúmlega helmingur karla segist hugsa um kynlíf daglega eða oft á hverjum degi, tvær af hveijum þrem konum aðeins nokkrum sinn- um í viku eða sjaldnar. Fleira er athyglisvert, ýmis gam- all sannleikur reynist ekki haldbær, t.d. er sjálfsfróun mun tíð- ari hjá giftu fólki eða í föstu sambandi en hinum, svo virðist sem reglubund- ið kynlíf auki áhugann á öllu sem snertir kynlífi. ... Einnig kemur í ljós að gyðingar eignast fleiri rekkjunauta en fólk af annarri trú og þær konur sem oftast fá fullnægingu eru íhaldssamar og mótmælendatrúar. Upphaflega var byrjað að huga að könnuninni 1987. Var ætlunin að hún yrði fyrst og fremst þáttur í baráttu gegn útbreiðslu alnæmis og beindist einkum að rannsókn á tíðni samkynhneigðar. Nauðsynlegt væri að athuga hvernig kynhegðun almennings væri í reynd svo að áróður og aðrar ráðstafanir bæru árangur. Baráttan gegn alnæmi legt samhengi, þeir vísa því á bug að kynlíf sé alger- lega stjórnlausar hvatir. Aðstæður á borð við aldur, þjóðfélagsstöðu, menntun og kyn- þátt þrengi í sam- einingu valið á rekkjunaut eða maka. Þetta skipti miklu í baráttunni við alnæmi sem sé langtíðast með- al samkyn- hneigðra og eitur- lyírjafíkla sem venjulega lifi og hrærist í afmörk- uðum hópum er hafi lítil bein sam- skipti við allan al- menning. Áhersl- um verði að breyta, beina kröftunum að áð- urnefndum mark- hópum en ekki að áróðri sem beinist aðallega að venjulegu fólki, það sé yfirleitt ekki í teljandi hættu. Að fækka fötum Helstu niðurstöður könnunarinn ar eru eftirfarandi: ►Bandaríkjamönnum má skipta í þijá álíka stóra hópa. Þriðjung- ur hefur kynmök tvisvar í viku eða oftar, þriðjungur nokkrum sinnum í mánuði og þriðjungur nokkmm sinnum á ári eða aldrei. ►Bandaríkjamenn halda yfir- leitt ekki fram hjá. Þorri fólks, 83%, á mök við einn rekkjunaut á ári eða engin kynmök. Að jafnaði á karl samanlagt sex rekkju- nauta um ævina, kona tvo. ► Gift fólk á oftast kynm- ök og er líklegast til að Reglubundið kynlíf virðist aukaáhugann fá l'ullnægingu þegar það á mök. Nær 40% giftra einstaklinga segjast hafa mök tvisvar í viku, meðal ógiftra er hlutfallið 25%. ►Flestir Bandaríkjamenn eru lítið fyrir óhefðbundið kynlif og nýjungagirni á þessu sviði. Sé þeir spurðir hvað þeim hugnist best svara langflestir, 96%, að legmök séu „mjög eða fremur spennandi“. Munnmök eru að- eins í þriðja sæti, í öðru sæti er nokkuð sem margir hafa líklega ekki litið á sem kynmök hingað til: „Að horfa á maka sinn af- klæðast“. Vísindamennirnir leggja áherslu ►Framhjáhald er undantekning Nær 75% giftra karla og 85% giftra kvenna segjast aldrei hafa verið ótrú makanum. ►Mun færri Bandaríkjamenn eru samkynhneigðir, í þeim skilningi að þeir eigi mök við einstakling af sama kyni, en tal- ið hefur verið. Áður var oft full- yrt að hlutfallið væri um 10% en aðeins 2,7% karla og 1,3% kvenna segjast hafa átt slík mök á undangengnum 12 mánuðum. Þátttakendurnir voru alls 3.432. Þótt reynt hafi verið að gæta fyllstu vandvirkni og hlíta _____________ ströngum fræðimanns- reglum hefur ýmislegt þegar verið gagmýnt í vinnubrögðunum, m.a. að __________ látið var nægja að spyrja fólk á aldrinum 18-59 ára, einnig að stjórnendur rannsóknarinnar voru allir karlar. Vísindamennirnir taka undir sumt af gagnrýninni, þeir viðurkenna t.d. að ijóst sé að tíðni samkynhneigðar sé erfitt að mæla. „Þar er um útskúfaðan hóp að ræða“, segir einn þeirra, Stuart Michaels. „Það er sennilega mun meira um samkynhneigð en við gátum fengið fólk til að segja okkur frá“. Að þessu sinni var notað hreint handahófsúrtak, spyrlar gáfust ekki upp en heimsóttu fólk í sumum til- vikum alit að 15 sinnum ef það færðist í fyrstu undan að svara; með þessu tókst að fá 79% allra sem rætt var við til samstarfs. Eftir sem áður verður seint hægt að svara áleitnum spurningum efasemdar- manna sem telja að fólk segi aldrei allan sannleikann um jafn viðkvæm mál og eigin kynhegðun þótt spyrlar beiti allri sinni lagni og kunnáttu til að greina satt frá lognu. Óþarfa hnýsni Ihaldssömum þingmönnum, sem voru andvígir þessari hnýsni um einkamál, tókst að koma í veg fyrir að könnunin fengi opinberan fjárst- uðning. Engu skipti þótt komið væri til móts við sumar óskir þeirra, boð- ið að sleppa spurningum um sjálfs- fróun og spyija aðeins í þaula þá sem reynst gætu vera í áhættuhóp- um. Var loks leitað til einkaaðila um íjármögnun, þ. á m. Rockefeller- stofnunarinnar. Þetta hafði þann mikla kost að ekki þurfti að tak- marka spurningamar við það sem íhaldsþingmenn með Jesse Helms frá Norður-Karólínu í broddi fylk- ingar töldu viðeigandi og verjandi. Það er svo hlálegt að niðurstöðurnar benda til þess að kynhegðun Banda- ríkjamanna sé almennt mjög í takt*“ við siðferðishugmyndir íhaldssamra og hægfara stjórnmálamanna. Fyrstu viðbrögð við niðurstöðun- um voru misjöfn. „Þetta er ekki sannfærandi", sagði Jackie Collins, höfundur bóka á borð við The Bitch, The Stud og fleiri sjóðheitar ásta- farssögur. „Hvar eru þeir afbrigði- legu? Hvar eru þeir sem fletta frá sér á almannafæri? Hvar eru kyn- tröllin sem ég sé í sjónvarpinu á hverjum degi?“ Aðrir taka undir og segja að tíðni kynmaka sé miklu hærri en könnunin bendir til en rit- höfundurinn Erica Jong, sem samdi Isadora (Fear of Flying), var á öðru ------------------ máli. „BandaríkjameniK Oft talið erfitt hafa meiri áhuga á pen- að greina satt inFum en kynlífí“- sa&ði frá lognu lega hún. Hugh Hefner, rit- stjóri karlatímaritsins Playboy, var í heimspeki- horninu. „Við eigum okkur langar púrítanarætur. Við erum hug- fangin af kynlífi og hrædd við það“. Evrópumenn eru ekki jafn undr- andi á niðurstöðunum, nýjar kannanir í Bretlandi og Frakklandi sýna að framhjáhald og samkyn- hneigð eru fátíðari en talið hefur verið. Frakkar hugga sig nú við að - samkvæmt könnunum hefur meðal- tals Frakkinn tvisvar sinnum oftar kynmök en Bandaríkjamaður; þetta staðfestir þá illgirnislegu skoðun margra Evrópumanna að í Vestur- heimi séu menn nógu djarfir og hugmyndaríkir á kvikmyndatjaldinu en þjáist af lömun undir sjálfum rekkjuvoðunum. Byggt á Time

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.