Morgunblaðið - 13.10.1994, Side 30

Morgunblaðið - 13.10.1994, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 AÐSENDAR GREINAR A að svelta Fisk- vinnsluskólann í hel? FISKVINNSLUSKÓLINN tók til starfa haustið 1971. Fyrstu tvö árin fór skólahaldið fram í Reykjavík. Þá fluttist skól- inn til Hafnarfjarðar og var hann þar fyrst í leiguhúsnæðum. Vorið 1985 var auglýst eftir til- arboðum í framkvæmdir við skóla- byggingu. Hér var um að ræða þann hluta skólans þar sem áform- að var að verkleg kennsla færi fram. Gólfflötur er 1.690 m2 og rúmmál er 9.968 m3. Þegar húsið var nær fokhelt, 16. maí 1986, lagði menntamálaráð- herra, Sverrir Hermannsson, horn- stein að þessari byggingu. Haustið 1987 urðu þáttaskil í sögu skólans því þá var öll verkleg kennsla flutt í glæsilegt húsnæði á Hvaleyrarbraut 13, Hafnarfirði. Með tilkomu færanlegs skólahús- næðis, fyrir bóklega kennslu, haustið 1993, hefur ölí starfsemi ^skólans farið þar fram. Áætla má að byggingin ásamt búnaði kosti nú um 200 millj. kr. Frá því að skólinn tók til starfa hefur hann útskrifað um 360 fisk- iðnaðarmenn og af þeim hafa um 70 haldið áfram námi og útskrif- ast sem fisktæknar. Stúlkur hafa nú síðustu árin reynst vera um ‘A af þeim sem innritast. Nemendur koma alls staðar af landinu. Um 35% þeirra koma frá höfuðborgar- svæðinu en um 65% frá dreifbýlinu og dreifast þeir nokkuð jafnt um byggðir landsins. Um 2.400 manns hafa sótt ýmiss konar námskeið sem skólinn hefur haldið. Kennsla skólans miðast að því að: Fiskiðnaðarmenn hafi öðlast nægilega undirstöðuþekkingu, bóklega og verklega, til þess að geta annast almenna verkstjórn, gæðaflokkun, einfalda vinnuhag- ræðingu og stjórnun. Físktæknar verði auk þess færir um að annast ýmiss konar rannsóknar- og skipulagsstörf. Verklega námið fer fram að mestu eins og um störf við fisk- vinnslufyrirtæki væri að ræða. Fiskurinn er keyptur á fiskmörk- uðum, hann unninn af nemendum og seld- ur af sölusamtökun- um. Áður en nám er hafið í skólanum er krafist fornáms eftir grunnskóla, a.m.k. 27 eininga í almennum námsgreinum. Til að öðlast starfs- heitið fiskiðnaðarmaður skal nem- andi hafa staðist öll próf og auk þess hafa lokið 36 vikna skipu- lagðri starfsþjálfun á vinnustöðum. Starfsþjálfun er fengin úti í at- vinnulífinu hjá viðurkenndum fisk- vinnslufyrirtækjum og/eða físki- skipum. Samráð skal haft við skól- ann varðandi ráðningar. Til að öðlast starfsheitið fisk- tæknir skal nemandi hafa lokið öllum prófum fiskiðnaðarmanna. Fisktæknanámið fer að mestu fram við Tækniskóla Islands og verða innritaðir nemendur að hafa lokið tilteknum inntökuskilyrðum, a.m.k. 57 einingum í almennum námsgreinum. Námið tekur 1 önn og er náms- efnið að mestu það sem kennt er á námsbraut S4S við Tækniskól- ann í Reykjavík. Auk þess þarf að taka matvælafræði á vegum Fisk- vinnsluskólans og skila skýrslu um ákveðið lokaverkefni. Nemendafjöldi hefur aldrei verið mikill. Yfirleitt hafa innritast að hausti milli 18 og 24 nýnemar. Því hefur verið haldið fram að mjög hafi dregið úr aðsókn í skólann. Það er ekki rétt. Meðalaldur innrit- aðra nemenda hefur verið nokkuð hár, eða um 25-27 ár. Útskrif- uðum nemendum hef- ur yfirleitt gengið vel að fá vinnu við hæfi og nokkrir þeirra era í lykilstöðum við fisk- iðnaðinn. Námsefnið hefur verið breytilegt og reynt hefur verið að fylgjast með nýjung- um. Að stofni til hefur verið farið eftir náms- vísum sem skólanefnd hefur samþykkt og menntamálaráðuneyt- ið fengið í hendur. Fullyrða má að tengsl við fisk- iðnaðinn og stofnanir hans hafa verið góð. Stundakennarar hafa margir komið þaðan og miðlað af reynslu sinni. Ymsar stofnanir hafa einnig verið heimsóttar, þar á meðal fyrirtæki okkar erlendis. Þó er það alltaf svo að ekki eru allir ánægðir og ber sérstaklega á því í svo smáum hópi nemenda sem er í skólanum hveiju sinni. Oft sannast einnig að lítið tilefni getur komið óánægju af stað. Oftast leysast málin en stundum hefur þurft að skipa hóp manna til að gera tillögur til úrbóta. Síðast gerðist þetta í mars 1992, en sá hópur skilaði áliti í apríl 1993. Tillögur þessar komu ekki til fram- kvæmda. Skólanefnd er skipuð fulltrúum frá fiskiðnaðinum og ýmsum stofn- unum hans. Formaður er Gunnar Rafn Sigurbjörnsson. Hinn 8. apríl sl. voru skólastjóri og formaður skóianefndar boðaðir til fundar í menntamálaráðuneyt- inu. Þar var þeim tjáð að mennta- málaráðherra hefði ákveðið að fresta inntöku nýrra nemenda í Fiskvinnsluskólann á hausti kom- Sigurður B. Haraldsson anda. Skýringin var sú að þessi ákvörðun væri tekin til að auðvelda undirbúning og framkvæmd breyt- inga sem í vændum væru. Þá hafði enn ein ný nefndin séð dagsins ljós undir forystu Jóns Ásbergssonar. Skólinn vissi lítið um tilvist hennar fyrr en skólastjóri var beðinn að koma á fund með henni til að segja frá starfsemi skólans. Gefið var í skyn að nefndin lyki störfum sínum fljótlega, en nú í október hafði skólinn ekki frétt neitt um niður- stöður hennar. Á fundinum í ráðuneytinu kom fram sú hugmynd að húsnæði skól- ans mætti nýta til námskeiðahalds ef engin regluleg kennsla færi þar fram. Skólanefndin harmaði ákvörðun menntamálaráðherra. Mótmælti hún þeirri aðferð sem hér væri viðhöfð þegar innritun nemenda væri hafin og starfsemi Frá því Fiskvinnsluskól- inn tók til starfa hefur hann útskrifað 360 fisk- iðnaðarmenn, segir Sig- urður B. Haraldsson, 70 héldu áfram námi og útskrifuðust sem fisktæknar. skólans óvenju vel auglýst. Því var beint til ráðherra að hann heimil- aði inntöku nýrra nemenda að hausti. Ef ekki, var lagt til að tryggt yrði að starfsemi á vegum skólans færi fram á vorönn 1995 með öflugu námskeiðahaldi. Ráðuneytið svaraði fljótlega þar sem staðfest var að engir nýir nemendur yrðu innritaðir fyrir skólaárið 1994/1995. Hins vegar lagði ráðuneytið til að kannaðir yrðu möguleikar á að nýta þá að- stöðu sem skólinn hefði upp á að bjóða með því að koma á sérstökum námskeiðum í samvinnu við hags- munaaðila í sjávarútvegi. Seinna frétti skólastjóri, af til- viljun, að ráðuneytið hefði sent út bréf til allra framhaldsskóla þess MORGUNBLAÐIÐ efnis að ekki yrðu teknir inn nýir nemendur í Fiskvinnsluskólann í haust. Hins vegar var bent á að nám í fiskvinnslu yrði rekið við sjávarútvegsdeildina á Dalvík eins og undanfarin ár. Nám í fisk- vinnslu við þann skóla er mjög sambærilegt við námið eins og það hefur farið fram við Fiskvinnslu- skólann í Hafnarfirði. Fáir nem- endur hófu nám í fiskvinnslu við Dalvíkurskólann í haust eða um 11 talsins, að sögn skólastjórans þar. Hinn 8. júlí sl. sendi skólastjóri Fiskvinnsluskólans menntamála- ráðuneytinu bréf þar sem bent var á að skólinn hefði athugað ýmsa möguleika á að nýta þá aðstöðu sem skólinn hefði upp á að bjóða til að koma á sérstöku námskeiða- haldi fyrir starfsfólk í fiskiðnaði. Álitið var að slíkir möguleikar væru fyrir hendi. Engin viðbrögð hafa enn borist frá ráðuneytinu um þessar hug- myndir. Áhuginn virðist því vera lítill á þeim bæ en gera má þó þá kröfu að erindi sem þessu sé svar- að á skemmri tíma en þremur mánuðum. Einnig mætti vera auð- veldara að ná sambandi við ráða- menn þessa ráðuneytis en raun ber vitni. Starfsmenn skólans vita ekkert hvað er framundan. Þeim er haldið í óvissu, enda hafa tveir kennarar skólans nýlega hætt störfum og snúið sér að öðra. Þeir höfðu starf- að við skólann í 15-20 ár. Einn bekkur nemenda er enn í skólanum og er ætlast til að þeir ljúki bóklegu námi í haust. Einnig ætla nokkrir nemendur að hefja tæknanám á næstu vorönn. Hvern- ig verður það hægt? Þess má einn- ig geta að margir hafa haft sam- band við skólann og óskað eftir að hefja nám við skólann. Fjárlagaframvarpið gerir ekki ráð fyrir rekstrarfé til skólans fyrr en haustið 1995. Ef ekki fæst breyting þar á býður ónotað dýrt húsnæði og búnaður í Hafnarfirði ásamt þekkingu sem kemur þá ekki að gagni fyrir okkar fiskiðn- að. Lítið fer þá fyrir eflingu á verk- legu námi sem sumir ræða þó svo mikið um að þurfi að efla! Höfundur er skólastjóri. Vegatollur til kvikmyndagerðar „NÝJA BRÚIN yfir Kúðafljót vígð“ var yf- irskrift fréttar í Morg- unblaðinu á bls. 8, 2. október 1994. í frétt- inni er greint frá því að leiðin frá Reykjavík að Kirkjubæjarklaustri styttist um tæplega 8 km við þessa fram- kvæmd. I máli vega- málastjóra Helga Hall- grímssonar kom fram að sparnaður vegfar- ^enda er áætlaður um 60 m.kr. á ári. Síðan er rætt um fram- kvæmdina og að í leið- ' inni voru endumýjaðar brýrnar á Skálm og Djúpabreiði í Eldhrauni. Einnig er brúin yfir Kúðafljót 302 m löng og taldir upp verktakar, verkfræðingar, tækni- fræðingar og hönnuðir. Síðan er sagt frá því að samgöngumálaráð- herra, Halldór Blöndal, hafi klippt á borðann með aðstoð vegamála- stjóra. Að lokum vora stutt ávörp flutt á staðnum en síðan haldið á Hótel Eddu, þar sem fólk þáði veit- ingar, mörg ávörp voru flutt og heimamenn jafnt sem aðkomnir lýstu ánægju sinni með þeim áfanga. Það kom fram hjá vega- málastjóra að öll framkvæmdin var innan kostnaðaráætlunar. I rauninni ósköp venjuleg frétt, nema hvað það vantaði upplýsingar um kostnað og umferðarþunga. Til að svala forvitni minni leitaði ég til Vega- gerðar ríkisins og fékk þær upplýsingar hjá Eymundi Runólfssyni að heildarkostnaður var 321 milljón króna og að umferðarþungi 1993 var að meðaltali 185 bílar á dag sem samsvarar 67.525 bíl- um á ári. Ef við lítum aðeins á sparnaðinn, 60 mkr. á ári, er hann 164.384 kr. á dag eða 888 kr. á bíl. Kvikmyndasjóður Kvikmyndagerðarmenn hafa löngum bent á það, með góðum rökum, að framlag til kvikmynda- gerðar endurheimtist margfalt í rík- issjóð. Er skemmst að minnast greinar Snorra Þórissonar í Morg- unblaðinu 4. október sl. þar sem hann minnir á „að á undanförnum árum hafi ríkissjöður hagnast í formi skatta af launum og þjón- ustu, sem kvikmyndaframleiðendur hafa greitt með fjármagni sem þeir hafa fengið erlendis frá og því sé rekstur Kvikmyndasjóðs þjóðhags- lega arðbær“, vegna þess, „að flest- ar íslenskar kvikmyndir eru nú framleiddar með erlendu fjármagni, sem nemur frá 10% til allt að 80% af heildar framleiðslukostnaði. Því aðeins geta framleiðendur haldið Ég legg til að Kvik- myndasjóður innheimti kr. 888 í vegatoll af hverjum bíl, segir Jón Axel Egilsson, sem væri þá 60 m.kr. tekju- kostnaður á ári. þessu starfi áfram að þeir fái grunnfjármagnið frá Kvikmynda- sjóði Islands, sökum þess að fjöl- margir kvikmyndasjóðir í Evrópu leggja aðeins fé til mynda sem hafa fengið opinberan stuðning í sínu heimalandi." Lögbundið framlag til Kvik- myndasjóðs hefur verið skorið niður svo að segja frá byijun. Eiríkur Thorsteinsson kannaði þennan nið- urskurð milli áranna 1984 til 1990. Með því að framreiknai misræmið milli lögbundins framlagS og úthlut- aðs fjármagns samkvæmt láns- kjaravísitölu að viðbættum 6% vöxt- um nemur sú upphæð 292.033 m.kr. Árið 1991 var niðurskurður- inn 21,5 m.kr., og í ár var skorið niður um 17 m.kr. Samtals nemur þessi niðurskurður rúmlega 330 m.kr. Hver á brúna? Um leið og ég vil óska samgöngu- málaráðherra, vegamálastjóra, heimamönnum og aðkomnum til hamingju með þennan áfanga vil ég varpa fram spurningunni: Hver borgaði brúsann og á því brúna? Samkvæmt því sem að framan greinir er kostnaður við fram- kvæmdina ótrúlega nærri skuld rík- isins við Kvikmyndasjóð. Ég tel því rétt að vera að Kvikmyndasjóði dæmist brúin og megi hann gera við hana það sem honum sýnist. Ég legg til að Kvikmyndasjóður innheimti krónur 888 í vegatol! af hverjum bíl, sem væri þá um 60 m.kr. fastur tekjustofn á ári. Vegfar- endur geta þá ráðið því hvort þeir fari „lengri leiðina" eða greiði toll- inn. Komandi ríkisstjórn gætu svo haldið áfram að klípa af lögbundnu framlagi Kvimyndasjóðs og notað það til að byggja upp vegakerfið, að því tilskildu að slíkar fram- kvæmdir yrðu í eigu Kvikmynda- sjóðs að verki loknu. Sparnaðurinn mun að sjálfsögðu þurrkast út en vegakerfið mun batna og Kvikmyndasjóður eflast, sem er þá hagur beggja. í rauninni saknaði ég þess að for- manni Kvikmyndasjóðs, Vilhjálmi Egilssyni, skyldi ekki vera boðið að klippa á borðann og kvikmyndagerð- armönnum boðnar veitingar á Hótel Eddu. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Hlutavelta ÞESSAR stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 2.317. Þær heita Ingibjörg Guð- mundsdóttir, Bryndís Guðmunds- dóttir og Ingibjörg Ösp Óttars- dóttir, en hana vantar á myndina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.