Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ + Egill Snorrason . fæddist á Breiðabólstað, Síðu, V-Skaftafellssýslu, hinn 26. mars 1936. Hann lést í Land- spítalanum 4. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar Egils voru Guðbjörg Tómasdóttir hús- freyja og Snorri Halldórsson læknir á Breiðabólstað. Systkini Egils eru % Snorri Páll læknir og Halldór fram- kvæmdasljóri (samfeðra) og Sigurbjörg skrifstofumaður og Guðmundur flugumsjónar- maður. Faðir Egils lést árið 1943 og fluttist fjölskylda hans þá til Reykjavíkur. Hinn 6. júní 1958 kvæntist Egill eftirlifandi eiginkonu sinni, Svönu Tryggvadóttur. Foreldrar Svönu eru Tryggi Olafsson stofnandi og forstjóri Lýsis hf. og kona hans, Guðrún Magnús- dóttir. Egill og Svana eignuð- ust þrjú börn og eru þau Guð- rún Björg, f. 1963, maki henn- ar er Friðrik Ragnar Eggerts- son; Ólafur Tryggvi, f. 1958, maki er Arndís Leifsdóttir; og Snorri Már, f. 1960, maki er Ásdís Þorvaldsdóttir. Egill út- skrifaðist sem gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar árið 1953. Sama ár réðst hann til verslunarinnar EGILL Snorrason vinur okkar er farinn en það finnst mörgum okkar of snemmt því ýmis atvik höfðu stutt hið gagnstæða. En hann hefur sjálfsagt orðið þeirri hvíld fegnastur eftir langa og hetjulega baráttu og ýmsar erfiðar aðgerðir hér heima og utanlands; þær gáfu þó vonir um bjarta framtíð - og hann átti gott vor og sumar með Svönu konu sinni og fjölskyldunni innan bæjar sem utan, við ieik og störf og golf- ið var þeim hugleikin afþreying. Fyrir skömmu kom svo reiðar- slagið og nú gat ekkert orðið að liði; læknisfræðilegar orsakir og lík- amleg takmörk réðu þessu. Því fór sem fór. Kynni okkar Egils hófust á sjötta áratugnum, er þau Svana höfðu kynnst. Hann var glaðlynt og frísk- ^ legt ungmenni, sviphreinn og fijáls- legur, vel þokkaður og vinmargur, með áhuga fyrir stjórnmálum og mannúðarmálefnum. Hann vann við verslunar- og skrifstofustörf þá og síðar og átti þá m.a. verslun í aust- urhluta Reykjavíkur. Hann var ákaflega barngóður og átti barnið í sálu hans marga trygga vini sem alltaf gafst tími til að hlusta á og sinna - og hafa börnin mín ekki farið varhluta af því fyrr eða síðar. Með kærum þökkum fyrir sam- fylgdina sendum við fjölskyldunni hans hugheilar kveðjur. Margrét Thors og fjölskylda. í dag fer fram útför Egils Snorra- sonar, samstarfsmanns míns síðan árið 1985, þegar ég var ráðinn til Lýsis hf. til að veita fyrirtækinu forstöðu. Egill var glæsilegur mað- ur ásýndum og hafði alúðlega og alþýðlega framkomu, og er mér minnisstæður sá dagur, er ég var kynntur fyrir honum, og hann Minningarkort Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna fást í Garðsapóteki og Reykjavíkurapóteki. H Styrlctarfólag kraböamelnsBjúkra barna Austurstrætis 4 hf. og starfaði þar til ársins 1957. Hann var kaup- maður í verslun- inni Álfheimum til ársins 1962, en frá 1962 til ársins 1966 rak hann fasteignasölu ásamt Lúðvík Eggertssyni. Síðla árs 1966 var hann ráðinn inn- kaupastjóri hjá John Lindsay hf. og starfaði þar til ársins 1984 þegar hann hóf störf sem framkvæmdastjóri hjá Lýsi hf. Jafnframt var Egill í sljórn Lýsis hf. og dótt- urfyrirtækja þess til dauða- dags. Egill var í stjórn Golf- klúbbs Reykjavíkur, í stjórn og formaður félags sjálfstæðis- manna í Nes- og Melahverfi, í stjórn Varðar og í stjórn full- trúaráðs sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann var formaður Lionsklúbbsins Fjölnis í Reykjavík, umdæmisstjóri og fjölumdæmisstjóri Lions á ís- landi, auk þess sem hann var formaður samstarfsráðs nor- rænna lionsmanna. Egill gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir Oddfellow-regl- una og stúkuna Þórstein og var árum saman í æðstu stjórn hennar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í dag. kynnti mig fyrir starfsemi og starfs- fólki fyrirtækisins. Egill var ákaflega félagslyndur maður og tók virkan þátt í störfum ýmissa félaga og félagasamstaka. Efst í huga hans var þó án efa starf hans fyrir Oddfellow-regluna og stúkuna sína, Þórstein. Eitt helsta áhugamál Egils hin síðustu ár hefur verið stofnun Golfklúbbs Odd- fellow-reglunnar og uppbygging á velli þeirra Oddfellow-félaga í Heið- mörk. Hann sat í fyrstu stjórn golf- klúbbsins og er ótrúlegur hraði uppbyggingar þessa fallega golf- vallar að miklum hluta að hans til- stuðlan. Eitt af því, sem ég verð Agli ævinlega þakklátur fyrir, er að hann skyldi kynna mig fyrir golf- íþróttinni. Átti ég margar góðar stundir í golfinu með þeim Agli og Svönu, eiginkonu hans og sam- starfskonu minni. Meðal skemmti- legustu golfferða eru þær ófáu ferð- ir til Selfoss með viðkomu í sumar- bústað þeirra hjóna í Grímsnesi. Auk þess að vera félagslyndur, var Egill einnig mjög gestrisinn og vildi allt fyrir gesti sína gera. Um ára- bil hefur mér og eiginkonu minni ásamt fleira fólki verið boðið í sum: argrill í bústaðinn í Grímsnesi. í ár var grillinu frestað fram á haust, til þess að Egill fengi tækifæri til að ná sér eftir uppskurð í vor. Eg- ils var þó saknað, þrátt fyrir allt, þar sem hann var lagður inn til rannsóknar á sjúkrahúsi og þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Það er erfítt að nefna Egil án þess að nefna Svönu, eiginkonu hans, á nafn í sömu andránni. Þau áttu aðaláhugamál sín saman, golf og laxveiðar. Egill var mikill áhuga- maður um laxveiðar, og minningar um veiðiferðir með honum, Svönu og öðrum samstarfsmönnum Lýsis hf., eru einnig ofarlega í huga mér, er ég kveð þennan heiðursmann. Egill var með afbrigðum bjart- sýnn og glaðlyndur að eðlisfari. Hann var sannkallaður heiðursmað- ur af gamla skólanum. Eins og þeim mönnum hættir oft til, var hann mjög dulur á innri tilfínningar og lét t.d. lítið uppi um líðan sína eftir erfíða sjúkdómsgreiningu og uppskurði í framhaldi af því. Egill var mjög vinamargur og verður sárt saknað, en líklega einna sárast af barnabörnum sínum, en í hjarta þeirra skipaði hann stóran sess. Ég MINNINGAR vil votta þeim og öðrum aðstand- endum, en þó sérstaklega Svönu Tryggvadóttur, innilega samúð mína og bið Guð um að styrkja þau í sorg sinni. Ágúst Einarsson. Nú að sumri loknu, þegar kaldir vetrardagar nálgast, kveðjum við starfsfélaga okkar Égil Snorrason sem andaðist 4. október sl. eftir stutta sjúkralegu. Það er ávallt mikið áfall þegar einn úr samhentum hópi fellur frá og sérstaklega þegar það gerist jafn skyndilega og óvægilega og nú því Égill var á góðum batavegi eftir velheppnaða aðgerð sem fram- kvæmd var fyrr á þessu ári. Við starfsfélagar Egils minnumst hans á margvíslegan hátt. Við minnumst hans sem eiganda, stjóniarmanns og vinnufélaga sem hægt var að leita ráða hjá og sem var fús til aðstoðar ef vandræði steðjuðu að. Við minnumst hans sem útivist- armanns í golfi og laxveiði með Svönu og okkur hinum sem höfum ánægju af slíkum íþróttum. Við minnumst hans í forystuhlut- verki í Lions- og Oddfellow-hreyf- ingunni í vinnu að góðgerðarmál- um. Við minnumst hans fyrir gest- risni hans og Svönu þegar þau buðu okkur heim til sín á Grandaveginn eða austur í Svönukot í Grímsnes- inu. Við minnumst þó að lokum Egils sem vinar sem við áttum dagleg samskipti við og með brotthvarfi sínu skilur eftir söknuð í hjarta okkar. Við sendum Svönu, Óla Tryggva, Snorra, Guðrúnu Björgu og fjöl- skyldum þeirra samúðarkvðejur og biðjum góðan Guð að blessa þau. Starfsfólk Lýsis hf. Kveðja frá Lionsklúbbnum Fjölni Látinn er lionsbróðir okkar og vinur Egill Snorrason. Egill gekk í Lionsklúbbinn Fjölni í febrúar 1972 og var strax valinn til starfa í fjár- öflunamefnd klúbbsins, sem er ein af þýðingarmestu nefndum hvers lionsídúbbs. Strax árið eftir var hann gerður að formanni íjáröflun- amefndar og þegar litið er yfir starfsferil Egils í lionshreyfingunni þá er hún glæsileg. Frá því hann gekk í Fjölni og fram í andlátið starfaði Égill ötullega að málum lionshreyfingarinar og komst til æðstu metorða í hreyfingunni. Eg- ill kynntist öllum þáttum starfsins, þar sem hann hafði átt sæti í öllum nefndum klúbbsins auk þess að vera í stjórn hans. Egill var varafor- maður ídúbbsins starfsárið 1978- 1979 og formaður starfsárið 1979- 1980, en samkvæmt reglum lions- hreyfingarinnar géta menn ekki gegnt sama embætti nema eitt ár í senn. Árið 1984 til 1987 eru einu árin sem Egill var ekki í nefnd eða stjórn í sínum klúbbi. Ástæðan var sú að á þeim árum var hann valinn til starfa i forystu lionshreyfingar- innar á íslandi. Hápunkturinn var starfsárið 1986-1987 þegar Egill var fjölumdæmisstjóri, en það er æðsta embætti innan lionshreyfing- arinnar á íslandi. Þrátt fyrir það að Egill væri störfum hlaðinn á þessum árum mætti hann á nær alla furidi í klúbbnum. Fyrir þá sem taka lions- starfið alvarlega eins og Egill gerði er starfið bæði tímafrekt og krefj- andi. Enginn lionsmaður getur stað- ið sig vel í starfinu nema njóta stuðnings eiginkonu sinnar og fjöl- skyldu. Svana stóð við hliðina á Agli öll árin og tók þátt í starfinu með honum. Æðstu embættismenn lionshreyfingarinnar þurfa að mæta víða bæði innanlands og utan og er það siður í hreyfíngunni að maki sé með við slík tækifæri. Getur því enginn tekið að sér jafn krefjandi störf og fylgja æðstu embættunum nema njóta stuðnings eiginkonunn- ar og þá jafnframt að hún sé tilbú- in til þess að taka þátt í starfinu með manni sínum. Egill starfaði til dauðadags í Li- onsklúbbnum Fjölni og það verður tómarúm á furidunum í vetur þegar Egil vantar. Að leiðarlokum þökk- um við félagarnir Agli fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu klúbbs- ins og lionshreyfingarinnar og fær- um Svönu og fjölskyldu okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs drengs og lions- bróður. F.h. Lionsklúbbsins Fjölnis, Heimir Brynjúlfur Jóhannsson formaður. Látinn er góður Lionsfélagi og vinur, Egill Snorrason, aðeins 58 ára að aldri. Andlát hans kom mér mjög á óvart, en hann mun um nokkurt skeið hafa átt við vanheilsu að stríða. Við Egill áttum um skeið náið samstarf innan Lionshreyfingarinn- ar og nú þegar hann er allur reikar hugurinn til baka og minningarnar hrannast upp. Egill var fjölumdæmisritari þeg- ar fundum okkar bar fyrst saman og ég svæðisstjóri, en Ölafur Þor- steinsson, þáverandi Ijölumdæm- isstjóri, fól okkur tveim að skipta Reykjavík niður í afmörkuð söfnun- arsvæði fyrir klúbbana vegna sölu rauðrar ijaðrar. Man ég hve Egill gekk rösklega til verks og sameigin- lega komumst við að niðurstöðu sem sátt varð um. Egill var umdæmisstjóri árin 1985- 1986 og fjölumdæmisstjóri 1986- 1987. Þessi ár áttum við náið samstarf því fyrrnerndu árin var ég varaumdæmisstjóri og þau seinni umdæmisstjóri. Auk hinna mörgu landsþinga Lions sem við áttum, eru mér minn- isstæðar ferðir á Lionsþing í Hern- ing og síðar Árósum á fyrrgreindum árum og gott þótti okkur hjónum að blanda geði við Egil og Svönu. Þau voru alltaf svo hress og kát og lífguðu upp á tilveruna í hópi góðra Lionsvina. Við hjónin fórum tvisvar með þeim Agli og Svönu til Hornafjarðar þar sem við Egill héldum fundi, en í seinna skiptið sóttum við stofn- skrárhátíð Lionessuklúbbsins Kol- grímu 7. nóvember 1986. Var þetta ógleymanleg ferð þar sem hinn sanni Lionsandi sveif yfír vötnum. Snemma vors árið 1986 fórum við Egill og heimsóttum Lionsmenn á Austfjörðum í sambandi við árs- hátíðir og síðasta svæðisfund. Vel var mætt á þessum samkomum þar sem Lionsmál voru krufin til mergj- ar og ánægjuleg samskipti og vina- tengsl við hina mörgu Lionsvini sátu í fyrrirúmi. Sérstaklega minn- ist ég árshátíðar á Breiðdalsvík þaðan sem við komum seint í nátt- stað á Hótel Bláfelli. Við tókum tal saman um menn og málefni Lions- hreyfingarinnar, hvernig hag henn- ar og framtíðarverkefnum yrði best borgið. Uti fyrir gnauðaði vindurinn og regnið lamdi rúðurnar. Ekkert fékk truflað okkur. Við skiptumst á skoð- unum af hreinskilni og þarna kynnt- ist ég innra manni Egils og komst að raun um að undir glaðbeittu yfirbragði á stundum sló viðkvæmt hjarta, sem ekkert mátti aumt sjá. Eg fann það svo vel að ég var að tala við einlægan Lionsmann, sem vildi svo gjarnan vinna hreyfing- unni vel, gera hana öfluga og sterka í viðsjárverðum heimi. Að leiðarlokum viljum við Katrin þakka Agli allar ánægjustundirnar sem við áttum saman, vinsemdina og tryggðina, allar góðu stundirnar í góðra vina hópi. Við sendum Svönu, börnunum og öðrum ástvinum samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Egils Snorra- sonar. Þórhallur Arason. Egill, vinur minn, Snorrason er allur! Hann lést að morgni 4. októ- ber, eftir tiltölulega stutta en svæsna hildi við harðvítugt krabba- mein. Það er með ólíkindum, hvað hann var búinn að ganga í gegnum, EGILL SNORRASON áður en yfir lauk. í tæpt ár var hann búinn að heyja hveija þolraun- ina á fætur annarri í tengslum við mjög alvarlegan lifrarsjúkdóm, svo alvarlegan, að aðeins skipti á lifur gat gefið honum von um bata. Erf- iður tími fór í hönd, tími biðar eftir hæfum líffæragjafa. Það gekk svo eftir og í mars sl. var gerð lifrar- ígræðsla á sjúkrahúsi í Gautaborg, sem tókst mjög vel. Eftir heimkom- una í maí hófust tímar endurhæf- ingar og var ekki annað að sjá, en að allt gengi í rétta átt, allt far hans styrktist mjög og hann fór að iðka eftirlætisíþrótt sína, golf, á eftirlætisvelli sínum, Golfvelli Odd- fellowa í Urriðavatnsdölum, en á stofnun hans og uppbyggingu hafði hann lagt gjörva hönd, sem einn af frumkvæðismönnum þeirrar vall- argerðar. Við eftirskoðun á spítal- anum í Gautaborg, sem fram fór um miðjan ágúst, komust læknar hans að því, að allt væri með felldu og gáfu framvindu lækningarinnar góða einkunn og Agli góðar vonir. En um miðjan september sl. brá dökku skýi á hinn lognværa og bjarta hausthimin; læknar Land- spítalans uppgötvuðu að krabba- mein hafði búið um sig og heltekið Egil og fengu þeir engum ráðum viðkomið til varnar. Þetta er í stuttu máli sjúkrasaga einstaks karlmenn- is, sem aldrei kveinkaði sér og við hvert andstreymi efldist hann og ásetti sér, fullur bjartsýni, að vinna bug á því. En enginn má við margn- um. Hetjan Egill féll fyrir ofurefl- inu. Við Egill vorum búnir að vera málkunnugir lengi en kynni okkar hófust fyrir .alvöru, er hann haustið 1981 gekk til liðs við Oddfellow- stúkuna nr. 5, „Þórstein". Ég held, að á engan sé hallað, ef ég full- yrði, að með honum eignaðist stúk- an okkar einn sinn besta og skel- eggasta bandamann. Egill hlífði sér í engu og bar hag stúkunnar mjög fyrir bijósti og Ijáði öllum málum gott lið. Honum voru falin mörg verkefni, sem hann leysti af hendi af lipurð og ósérhlífni. Egill var með afbrigðum kátur og glaðsinna, hláturmildur og mér fannst hann hrífandi skemmtilegur og gott að vera í návist hans. Hann sagði skemmtilega frá, var afbragðs sögumaður, kunni ógrynni kvið- linga og sögur af skondnum konum og körlum, lífs og liðnum. Hann var náttúrugreindur, eldfljótur að setja sig inn í hin ólíkustu mál og kom- ast að kjarna þeirra. Hann kom vel fyrir sig orði og var gagnorður. Aldrei heyrði ég hann tala á bak nokkrum manni. Egill var mjög félagslyndur mað- ur og tók þátt í störfum félaga á margvíslegum vettvangi. Hann var í stjóm Golfklúbbs Reykjavíkur og formaður kappleikjanefndar hans; hann var um árabil í stjórn og síðar formaður félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi; í stjórn Varð- arfélagsins og fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Égill öðlaðist mikinn frama í störfum sín- um fyrri Lionshreyfinguna. Hann var formaður Lionsklúbbsins Fjöln- is, síðar umdæmisstjóri Lions á ís- landi og loks fjölumdæmisstjóri Li- ons og formaður Samstarfsráðs norrænna Lionsmanna. Egill var glæsimenni að vallar- sýn, hávaxinn og grannvaxinn, fríð- ur maður sýnum og allur hinn vörpulegasti. Hans innri maður var þó ekki síðri. Hann var greiðvikinn og bóngóður og vildi öllum gott gera. Hamingjuklukkan Egils glumdi á vordögum 1958, þegar hann gekk að eiga Svönu Tryggvadóttur. Nú, 36 árum síðar, sér hún á bak lífs- förunauti sínum og er sorg hennar og bama þeirra mikil. Svana og börnin hafa öll staðið eins og klett- ar við hlið Egils á þessari árslöngu helgöngu hans og veittu honum allan þann stuðning elsku og um- hyggju, sem í þeirra mætti stóð. Við Ása Hanna biðjum þess, að góður Guð styrki þig, kæra Svana, og börnin þín í sárri sorg ykkar. Blessuð sé minning öðlingsins Egils Snorrasonar. Gylfi Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.