Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI * Igulkerið flytur frá Svalbarðseyri í nýtt húsnæði á Akureyri og starfsfólki fjölgar um helming Japanir kaupa framleiðsluna STARFSFÓLKI ígulkersins hf. fjölg- ar um nær helming þegar fyrirtækið flytur starfsemi sína frá Svalbarðs- eyri í austurhluta Hekluhússins svo- kallaða á Akureyri en Gunnar Blön- dal, eigandi þess, festi nýverið kaup á þeim hluta hússins, alls 635 fer- metrum. Fyrirtækið hefur gert samning við japanska fyrirtækið Tokyo • Seafoods sem hefur sent gæðastjóra sinn Minoru Maeda hing- að ti! að fylgjast með framleiðslunni. Breytingar standa yfir Breytingar á Hekluhúsnæðinu standa nú yfir og gerði Gunnar Blön- dal ráð fyrir að vinnsla gæti hafist þar eftir um hálfan mánuð. „Þetta pláss hérna býður upp á að við getum fjölgað starfsfólki, hér er mun rýmra og þægilegra að vera. Það er mjög gott að flytja starfsem- ina hingað, styttra með alla að- drætti og að koma framleiðslunni frá sér og þá er starfsfólkið hjá mér að langmestu leyti úr bænum svo þetta er í alla staði betri kostur,“ sagði Gunnar. Fullunnið hráefni í vinnslunni á Svalbarðseyri starfa nú 20 manns en Gunnar áætlar að þegar hún verði komin af stað á Akureyri af fullum krafti verði á milli 30-40 manns að störfum þar. Fyrirtækið á einn bát sem notaður er til hráefnisöflunar og hefur tekið annað á leigu. Igulkerin eru veidd að mestu í Eyjafirði, að auki áætlar Gunnar að kaupa hráefni annar stað- ar að eftir þörfum en hann hefur í hyggju að halda vinnslunni gangandi í allan vetur. Gunnar byijaði í ígulkeravinnslu í fyrra, þá var hráefnið flutt hálfunnið til vinnslu en nú er það fullunnið í 100 gramma neytendapakkningar. „Það skapar bæði meiri vinnu hér og meiri verðmæti," sagði Gunnar. Hann vonast til að í kjölfar þess að flutt verður í nýtt húsnæði verði hægt að vinna úr 150 til 200 kílóum af hrognum á dag þegar framleiðslan er komin á fulla ferð. „Hann segir það, Japaninn, að hann sjái fyrir sér 70 manna vinnustað í framtíðinni, en tíminn verður að leiða það í ljós.“ Gunnar og Gísli leika GUNNAR Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju í kvöld, fímmtudags- kvöldið 13. október kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Beethov- en, Brahms, Jón Nordal og Shos- takovítsj. Samstarf þeirra Gunnars og Gísla nær allt aftur til ársins 1973 en frá þeim tíma hafa þeir haldið fjölda tónleika og komið fram í út- varpi og sjónvarpi. GUNNAR Blöndal í þeim hluta Hekluhússins svonefnda sem fyrirtæki hans ígulkerið hf. hefur fest kaup á en á mynd- inni að neðan er japanski gæðastjórinn Minoru Maeda frá Tokyo Seafoods sem kaup- ir alla framleiðslu ígulkersins. Við borðið eru starfsstúlkurn- ar Jenný, Vala, Laufey og Helga. Morgunblaðið/Rúnar Þór Með sameiginlegum innkaupum hefur okkur tekist að ná hreint ótrúlegu verði á GSM farsímum frá Ericsson. Nýi GH-198 farsíminn fcest nú á 59.900 kr, staðgreitt. Efþú ert að hugsa um aðfá þér GSM farsíma, œttir þú að hafa samband sem fyrst við neðangreinda söluaðila - því aðeins er um takmarkað magn að rœða. • Söluaðilar: Hátækni hf. Ármúla 26 sími 885000 Nýherji hf. Skaftahlíð 24 símí 697700 Radiomiðun hf. Grandagarði 9 sími 622640 ÞESSI______ FARSl'MI ER ÁAÐEINS 59.900 KR! Aðstoð Félags- málastofnunar hækkar mikið AÆTLAÐ er að fjárhagsaðstoð á vegum Félagsmálastofnunar Akureyrar á þessu ári nemi um 28 milljónum króna og hefur hún hækkað umtalsvert á síðustu árum. Bæjarráð Akureyrar mun á fundi í dag ræða um úttekt sem fyrirhugað er að gera þar sem m.a. á að reyna að grafast fyrir um orsakir þessarar miklu hækkunar á útgjöldum vegna fjárhagsaðstoðar. At- vinnuástandið eitt er ekki talið skýra hækkunina en flestir sem leita eftir aðstoð eru ýmist í vinnu eða hafa bætur en geta ekki framfleytt fjölskyldu sinni á þeim tekjum. „Þetta er dæmi þess að lágmarkslaun eru skelfilega lág og fólk þarf íjárhagsaðstoð Félagsmálastofnunar bara til að geta lif- að,“ sagði Sigfríður Þorsteinsdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyrar. Úttekt Hún sagði að hugmyndin væri sú að gerð yrði úttekt þar sem reynt yrði að komast að því hvað ylli því að fjárhagsaðstoð á vegum Félags- málastofnunar Akureyrar hefði hækkað svo mikið á síðustu þremur árum. Atvinnuástand hefði á þessum tíma ekki versnað til svo mikilla muna að það eitt skýrði hækkunina. Verið gæti að fólk væri meðvitaðra um rétt sinn til aðstoðar og ef til vill væri það einnig ófeimnara við að leita eftir henni en áður var. „Þess eru mörg dæmi að fólk sem er í fullu starfl, hefur dagvinnu á lágmarkslaunum, hefur leitað til stofnunarinnar eftir aðstoð því endar ná ekki saman, fólk framfleytir ekki fjögurra manna fjölskyldu á slíkum launum," sagði Sigfríður og benti einnig á að fólk með fullar atvinnu- leysis- eða örorkubætur leitaði einn- ig eftir aðstoð. „Þetta nægir ekki til framfærslu fjöískyldna, tekjulágt fólk hefur því í auknum mæli leitað eftir viðbótarfé hjá félagsmálastofn- un til að endar nái saman, aðstoðin verður að eins konar tekjutrygg- ingu,“ sagði Sigfríður. Jón Björnsson félagsmálastjóri á Akureyri sagðist telja ástæðu aukn- ingarinnar tvíþætta. Annars vegar atvinnuleysi, minni tekjumöguleikari og rýmandi kaupmáttur og aukin skattbyrði og þar af leiðandi versn- andi afkoma. Hins vegar benti hann á að árið 1991 hefðu ný lög tekið gildi sem kváðu á um að sveitarfélög ættu að setja sér reglur um fjárhags- aðstoð. Fram til þess tíma hefði frek- ar verið litið svo á að fjárhagsaðstoð væri nokkurs konar „redding“, meira og minna persónubundin, sem j ekki hefði að markmiði að tryggja landsmönnum tekjur upp að ákveðn-: um lágmarki. Tekjutrygging Velti Jón því upp hvort þessar reglur hafi orðið til þess að sveitar-: félögin hafi í kjölfar þessa tekið: óafvitandi að sér að verða einhvers konar tekjutrygging, að tryggja fólki uppbót á ýmist örorku- eða atvinnu- leysisbætur eða laun, taxta sem væru of lágir til að fólk gæti lifað af þeim. Vonaðist hann til að úttekt- in sem fyrirhugað er að gera á fjár- j hagsaðstoðinni leiddi í ljós hvort svo væri. „Ef það er tilfellið virðast sveit- arfélögin, óvænt og án þess að hafa gert sér grein fyrir því lent í því að vera einhverskonar sjálfkrafa upp- bót á of lág laun og það er býsna stórt mál.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.